Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Síða 15
DV. FIMMTUDAGUF.7. APRIL1983. 15 Kjördæma- málið Ólöf Jónsdóttir, Reykjavík, spurði: „Hvaða afstööu takið þið í kjördæma- málinu?” „Við erum ekki búnar að móta heillega stefnu. Við erum aö velta ýmislegu fyrir okkur í því sambandi. Við erum allar á því að þessi kjördæmaskipan, eins og hún er, sé ekki gott skipulag. En hugmyndirnar eru ekki fullmótaðar ennþá og ég held að ég segi bara sem minnst um þær á þessu stigi málsins,” svaraði Sigríður. „Vilt þú ekki aö Islendingar hafij allir jafnan kosningarétt?” spuröi Olöf. „Jú. Auövitaö væri það æskilegast. En Island er afskaplega dreifbýlt og menn hafa mjög misjafna aðstöðu eftir því hvar þeir búa. Það verður að taka með í reikninginn. En hvernig? Þaö eigum við eftir að taka afstöðu um,” sagöi Sigríður. Ólöf spurði þá hvort alþingis- mennirnir ættu að skammta kosninga- réttinn: „Það er vissulega mjög ankannalegt að alþingismenn séu aö fjalla um þetta mál og setja lög um það vegna þess að það snertir þeirra eigin hagsmuni beint. En mér þætti gaman að vita hver þín skoðun væri á þessu máli?” sagöi Sigríður. „Allir hafi sama kosningarétt og landiö eitt kjördæmi,” svaraði Olöf. „Já. Það er akkúrat það sem við höfum veriö að velta fyrir okkur. Ef landið væri eitt kjördæmi þá myndi það til dæmis auðvelda mjög hvaða hópum eða samtökum sem eru að bjóða fram, koma sínum hugmyndum á framfæri. Það er vissulega mjög mikilvægt mál í því að landið sé eitt kjördæmi,” sagöiSigríður Dúna. upplýsingar þetta eru og hvers vegna þeim er haldið frá okkur. Ég held að Islendingar eigi rétt á að vita nákvæm- lega hvaö hér er að gerast. ’ ’ Mariette ísberg, Reykjavík, spurði hver stefna Kvennalistans væri í at- vinnumálum: „Við viljum meö öllu móti sporna við atvinnuleysi, sem gæti dunið yfir okkur eins og nágrannaþjóðir okkar. Raunhæfasta leiöin sem við sjáum í því efni er að efla hér íslenskan smá- iðnað og endurvinnsluiðnað. Eins að fullvinna hér útflutningsvörur okkar í miklu meira mæli en hefur verið og auka þar fjölbreytni. Þetta myndi skapa atvinnu fyrir fjölda fólks. Síðan viljum við sjá til þess að aukin tækni, til dæmis örtölvurnar sem eru að halda innreið sína, verði nýtt til þess að stytta vinnutíma fólks án kjaraskerð- ingar þannig að ný tækni veröi ekki til þess að atvinnutækifærum fækki,” sagði Sigríður Dúna. Mismunandi mat karla og kvenna Kristín Njálsdóttir í Reykjavík vitnaði í að kvennalistakonur segðu að konur hefðu annað verðmætamat og annaö lífsgildi en karlar. Á hverju byggið þið þessa fullyrðingu? Sigríður Dúna: „Við byggjum þaö á því að konur hafa gegnum aldirnar unnið önnur störí en karlar og teljum að bæöi karlar og konur séu mótuð af Tímabundin forréttindi Valtýr Guðmundsson í Reykjavík spurði: „Jafnréttislögin hafa verið í gildi í fimm ár en lítið hefur þokast í jafnréttisátt. Ætlar Kvennalistinn að beita sér fyrir því að tekið veröi upp kvótakerfi og tímabundin forréttindi kvenna?” Sigríður Dúna: „Kvótakerfið höfum við nú ekki rætt um. En ég er þeirrar skoöunar að til þess að rétta þetta ástand sem nú er þurfi konur að njóta tímabundinna forréttinda.” Haf na hugtak- inujafnrétti Halldóra Friðjónsdóttir, Reykjavík, spurði: „Af hverju eru þiö búnar aö hafna hugtakinu jafnrétti? ” „Við teljum að eins og því hugtaki hefur verið beitt þá hafi þaö valdið því að konur misstu þau litlu forréttindi sem þær höfðu. Tökum til dæmis fimmtíu prósent regluna í sambandi • við skatta giftra kvenna og siðferði- legan rétt til þess að vera heima. I nafni jafnréttis eru konur komnar út á vinnumarkaðinn, sjötíu prósent kvenna eru úti á vinnumarkaðnum en aöeins þrjú prósent þeirra hafa meöal- tekjur. Allar þessar konur gegna tvö- földu hlutverki. Þær eru bæði fyrir- vinnur og hugsa um börn og heimili. Þetta er sá skilningur sem viröist hafa verið lagður í hugtakið jafnrétti. Það má líka minna á það að í vor var það kært til Jafnréttisráðs þegar Kvenna- framboðið bauð fram til borgar- stjórnar á þeim forsendum á það bryti í bága við jafnréttislöggjöfina. meðan foreldrarnir eru að vinna, j þannig að skóladagurinn geti miðast við dagvinnutíma foreldra. Að öðru leyti leggjum við mjög mikla áherslu á að hver skóli sé sem sjálfstæðastur, hafi sjálfsforræði um hvernig hann ver sínum fjármunum bæði til rekstrar og bygginga og að kennaralið, nemendur og foreldrar á hverjum stað geti mótað stefnu skólans að sem mestu leyti hverju sinni. Þeir þurfi ekki alltaf að hlýða skipunum ofan frá.” Mál heima- vinnandi húsmæðra Ósk Björnsdóttir í Reykjavík spurði hvað Kvennalistinn ætlaöi að gera fyrir heimavinnandi húsmæður. Sigríður Dúna: „Við höfum tekiö þá afstööu að ef heimavinnandi húsmæðrum yrðu greidd laun þá gæti það verið notað sem svipa á konur til aö halda þeim heima ef þær vilja það ekki. Þaö yrði sagt: „Þú hefur það svo gott að þú þarft ekki að fara út aö vinna.” En það sem við viljum fyrst og fremst leggja áherslu á um húsmæður er það að starfsreynsla kvenna sem húsmæðra verði metin eftir að þær koma aftur út á vinnumarkaðinn, það er að segja metin til launaflokka. Við viljum tryggja að húsmæður eigi aðgang að lífeyrissjóðum eftir aö þær eru komnar aftur út á vinnumarkað- inn, tryggja að þær eigi aðgang að endurmenntun með fullorðinsfræðslu í einhverju formi. Við vitum að starfs- ævi kvenna gengur í sveiflum og þaö koma tímabil að konur vilja fara inn á heimilin að sinna börnum og búi. Við viljum búa svo um að konur hafi, eftir að því tímabili er lokið, raunverulegt val um hvort þær eru heima eða fari út á vinnumarkaðinn.” Stef nan í at- vinnumálum Setið fyrir svörum á beinni línu DV í gærkvöldi. Á myndinni eru Jónas Haraldsson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Olafur E. Friðriksson. DV-mynd GVA. Upplýsingar um herinn Trausti Ólafsson, Kópavogi, minnti á aö Kvennaframboðið heföi kvartað undan því að erfitt hefði verið að afla upplýsinga úr borgarkerfinu. Hann spurði síðan hvernig upplýsingaöflunin úr ríkiskerfinu hefði gengið fyrir Kvennalistann. Sigríður Dúna: „Þar er alveg sömu sögu að segja. Aðgangur að upplýs- ingum er ekki mjög greiður vegna þess að við stöndum utan við kerfið. Þar fyrir utan eru upplýsingarnar á svo sérfróðu máli aö það tekur langan tíma til að þýða þær yfir á mannamál. En reynsla okkar af borgarmálum er sú að um leið og við erum komnar inn fyrir múrana þá liggja málin yfirleitt mikiðljósarfyrir.” Trausti spurði þá hvort þetta væri vegna þess að svo mikiö væri af ríkis- leyndarmálum. „Sjálfsagt er töluvert af ríkis- leyndarmálum, sérstaklega hvað varðar utanríkismál. Mér finnst það mjög alvarlegt mál. Ég er hrædd um að ýmsum upplýsingum sé haldið frá okkur, sérstaklega um starfsemi hersins hér. Ég vil fá að vita hvaða þeim störfum sem hvort kynið um sig hefur unnið, sérstaklega má nefna störf kvenna í sambandi við umönnun barna og heimilisstörf. Við teljum að það skapi konum ákveðna lífssýn og félagslega reynslu sem er að hluta til önnur en félagsleg reynsla karla.” Eftiriit með ferðamönnum Sveinn Aðalsteinsson, Reykjavík, spurði hvernig Kvennalistinn hyggðist beita sér fyrir auknu og raunhæfu eft- irliti með ferðamönnum um hálendið: „Mál sem snerta umhverfisvernd og náttúruvernd eru þessa stundina í sjö ráðuneytum. Það er ljóst að Nátt- úruvemdarráð hefur ekki valdsvið til að fylgja eftir reglugerð um náttúru- vemd. A þessum málum verður að finna einhver ja lausn. Mér dettur í hug til dæmis að safna þessum málaflokk- um í eina deild einhvers staðar, meðal annars hefði það á sinni könnu að st;ór- auka fræðslu um náttúruvemd því aö grundvöllur allrar náttúruverndar hlýtur að vera sá að fólk almennt skilji hvað felst í náttúmvemd og hvers vegna hún er nauðsynleg,” svaraði SigríðurDúna. Éinfaldlega þaö aö slíkt mál skuli koma fram sýnir að þessi jafnréttislög- gjöf er varla fyrir konur. Breytingin á kvennabaráttunni, sem við heyjum núna, felst í því að við leggjum þetta jafnréttishugtak til hliðar vegna þess að við teljum að það sé mjög varasamt. I staðinn setjum við hugtakið kvenfrelsi á oddinn og berjumst fyrir því að við sem konur séum viðurkenndar sem slíkar og virtar sem slíkar. Ekki það að við þurfum endilega að laga okkur að körlunum, fá að vera eins og karlar, heldur að fá að vera konur og þaö sem við höfum fram að færa sem slíkar sé virt og það sé metið,” svaraði Sigríður Dúna. Skólamál Kristin Mar í Reykjavík spurði hver stefna Kvennalistans væri í skólamál- um? Sigríður Dúna: „Við viljum náttúr- lega að aðbúnaður barna og unglinga, námsmanna yfirleitt, sé sem bestur og gerum okkur grein fyrir að til þess að svo megi verða þarf að veita auknu fé til rekstrar skóla. Við leggjum mjög mikla áherslu á allt sem grunnskólann varðar, skóladagur barna verði sam- felldur og athvarf fyrir þau í skólanum Herstöðvar- málið Gísli Jónsson, Reykjavík: „Hver er stefna Kvennalistans í utanríkis- málum, samanborið viö hina flokkana, og á ég þá sérstaklega við herstöðvar- málið?” „Það er landlægt hér á landi að herinn og Nató eru drifin upp úr möpp- unum rétt fyrir kosningar og máliö ' notað til að draga fólk í flokkspólitíska dilka. Við kvennalistakonur erum friðarsinnar, viö erum á móti öllum herjum alls staðar, líka þeim sem hér er, og á móti öllum hernaöarbanda- lögum. Við viljum að íslensk stjórnvöld taki afstööu gegn vígbúnaði bæði heima fyrir og erlendis. Þegar við erum hins vegar aö ræöa um afvopnun Islands má ekki gleyma að við erum hluti af heild og þá heild verður að taka með í reikninginn þegar þessi mál eru athuguð. Það eru ýmsar spurningar sem mér finnst að þurfi að gefa gaum, svo sem: Er það nóg að flytja vígbúnaðinn út fyrir íslenska lögsögu, ná eyðileggingaráhrif vopn- anna ekki til okkar jafnt fyrir því? Hver eru raunveruleg tengsl íslensks efnahagslífs og hernaðarhagsmuna? Er lánstraust okkar erlendis í ein- hverjum tengslum við að hér er amerískur her? Viö slíkum spurning- um viljum við fá svör. Þaö er einnig afskaplega stórt mál, hvers vegna þeir, sem árum saman hafa haft á stefnuskrá sinni aö láta herinn fara, hafa ekkert gert, jafnvel þótt þeir hafi haft aðstööu til þess. Ég held aö ástæðuna fyrir því sé meöal annars að finna í svari við þeim spurningum sem ég nefndi áðan. Þessi mál verður að ræða, ekki bara fyrir kosningar, heldur einnig milli kosninga og taka á því alvarlegum tökum. Að öðru leyti vísa ég í stefnuskrá Kvennalistans, þar sem fram kemur að viö viljum að kjarnorkuvopn verði aldrei leyfð á Islandi og íslensk efna- hagslögsaga verði friðuð fyrir þeim. Við viljum einnig draga úr umsvifum þessa hers sem hér er, meöan hann er í landinu og að strangt eftirlit verði haft með honum. Við styðjum ennfremur hugmyndir um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd.” Innflutningur skipa - stórið ja Helgi Jóhann Hauksson, Hafnarfirði: 1. Hver er stefna Kvennalistans varö- andi innflutning á fiskiskipum? „Okkur á Kvennalistanum sýnist að það sé komið feikinóg af fiskiskipum og að fiskiskipastóllinn sé orðinn stærri en ástæða er til. Við viljum að öllu leyti haga fiskveiðum og stærð fiskiskipastóls í samraani við þol fiski- stofnanna við landið, þannig að ekki sé gengið á þessa mikilvægu auðlind okk- ar.” 2. Hver er afstaöa Kvennalistans til stóriðju? „Við konur sem stöndum að Kvennalistanum erum þeirrar skoö- unar að stóriðja sem spúir eldi og brennisteini yfir landiö og eyöileggur náttúru og skilar okkur takmörkuðum arði í aðra hönd sé vægast sagt ekki vænlegur kostur.” ÖÍlmáÍ kvennamál Kristin Norland í Reykjavík spurði: „Fyrir hvaöa málum ætlar Kvenna- listinn helst að beita sér ef hann fær fulltrúa á þing?” Sigríður Dúna: „Við teljum að öll mál séu kvennamál en sum mál koma konum meira við en önnur mál. Á þau mál viljum við leggja mjög mikla áherslu. Þar get ég nefnt þér mál eins og samfelldan skóladag barna, dag- vistarrými fyrir alla, stóraukin fram- lög ríkisins til dagvistarheimila þannig að dagvistun sé valkostur fyrir alla foreldra í landinu og sex mánaða fæðingarorlof fyrir alla og að foreldrar geti skipt því eins og þeir vilja. Við viljum hafa hönd í bagga með fóstureyðingalöggjöfinni. Okkur þykir þaö fáránlegt að það séu karlar sem ráða stefnunni í þessu máli á þingi, þetta er svo gagngert kvennamál. Endurmat á störfum húsmæðra er mjög ofarlega hjá okkur og við viljum stuðla að því að starfsreynsla kvenna sem húsmæðra nýtist þeim þegar þær koma út á vinnumarkaðinn og verði metin til launaflokka. Við viljum aö húsmæður eigi greiðan aðgang að lífeyrissjóði, að þær geti keypt sér lífeyrissjóðsréttindi fyrir þau ár sem þær .voru heima með sérstökum skilmálum. Það má ímynda sér að setja það í reglugerð að konur sem hafa um tíma farið heim og sinnt börnum og búi eigi rétt á því að ganga aftur að þeim störfum sem þær yfir- gáfu þegár þær tóku aö sér þetta mikil- væga hlutverk að ala upp börn. Starfs- ævi kvenna gengur í sveiflum og það verðum við að taka með í reikninginn þegar við erum aö fjalla um kvenna- störf. Viö viljum koma á gagngerðu endur- mati á kvennastörfum og launum fyrir þau störf. Fullorðinsfræðsla er mál sem snertir konur mjög, sérstaklega er varðar endurmenntun og möguleika kvenna til að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Og síðast en ekki síst munum viö sérstaklega athuga al- mennan aöbúnað barna og unglinga í þessuþjóðfélagi.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.