Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Síða 24
24. Menning Menning Me Hugleiðingar um sænska grafík UM GRAFÍKTRIENN- AUNN í MÁLMEY Á þriggja ára fresti halda sænskir grafíklistamenn upp á list sína meö mikilli sýningu, grafíktriennalinum svonefnda, sem haldinner á ýmsum stööum í Svíþjóö. Sá hinn sjöundi þeirra stendur nú yfir í Malmö Konst- hall í Málmey og gefst þar gullvægt tækifæri til úttektar á listrænni heilsu greinarinnar. Raunar er ekkert áhlaupaverk aö gera slíka úttekt. Listamennirnir á sýningunni eru 233 og verkin 509 og eftir verk númer 400 er eins og þunn himna þreytunnar færist yfir augað, fíngerðar línur í grafíkinni renna saman, litfletir taka aö hoppa til og frá á sjónhimnunni. En þetta er nú einu sinni atvinnusjúkdómur listgagnrýn- andans. Dómnefndin hefur ekki heldur átt sjö dagana sæla, því aö alls varö hún aö taka afstööu til 2432 grafíkmynda sem 608 listamenn sendu inn. Verk sitt hefur hún leyst af hendi með miklum sóma, sýningin er afbragö, a.m.k. út frá tæknilegu sjónarmiöi. Satt að segja hef ég ekki séö betri samsýningu á sænskri myndlist þann tíma sem ég hef verið viöloöandi Svíþjóð og verö því aö draga þá ályktun aö grafík sé sterkasta hlið myndlista hér í landi. Skipulag til eftirbreytni Ekki veit ég hvort þetta hangir á sömu spýtu og sú staðreynd aö samtök sænskra grafíklistamanna eru bæði voldug og vel skipulögð. Samtökin, sem brátt veröa 75 ára gömul, reka gallerí í Stokkhólmi, þar aö auki tvö grafíkverkstæði, annaö fyrir kopar- grafík, hitt fyrir steinprent, og gefa út sérstakt rit, Grafiknytt, sem margir íslenskir myndlistarmenn kannast við. Skipulag þessarar sýningar er einnig til eftirbreytni. Til dómnefndarstarfa voru fengnir grafíklistamenn utan Svíþjóöar, þau Ulla Rantanen frá Finnlandi, Guttorm Guttormsgaard frá Noregi og Dan Steerup-Hansen frá Danmörku, sem ekki þekktu til sænskrar grafíkur nema aö takmörk- Aðalsteinn Ingólfsson uöu leyti. Þetta geröi þeim kleift aö skoöa innsenda grafík með hlutlausu hugarfari, einblína á verðleika hvers verks en ekki á þekkt nöfn. Sum þess- ara „nafna” urðu aö sætta sig viö að fá ekki nema eitt verk inn á sýninguna, eöa þá ekkert. Skandail sem aldrei varð Og sum þeirra sættu sig alls ekki viö úrskurðinn. Myndlistarmaöurinn Endre Nemes, Islendingum að góöu kunnur fyrir sýningu í Norræna húsinu fyrir tveimur árum, varö aö bíta í það súra epli aö þremur verkum hans var vísað frá og eitt tekiö til sýningar. Reiddist hann svo við þetta aö hann hótaöi aö fljúga til Málmeyjar frá Stokkhólmi og hiröa hiö eina verk sitt af sýningunni. Á síðustu stundu hætti Nemes þó við, til sárra vonbrigöa fyrir blöðin sem voru tilbúin að mynda þessa uppákomu hans. Lokaorö hans voru þau aö ekkert væri aö marka aö hafa engan Svía í dómnefndinni, útlendingar vissu ekkert um sænska grafík. Aö lokinni sýningunni í Málmey veröa svo 120 grafíkmyndir valdar til farandsýningar, „Minitriennals”, sem sett verður upp á fjórum stöðum í Svíþjóö á næstu ellefu mánuðum. Loks má geta þess aö einum gesti frá hverju hinna Norðurlandanna hefur veriö boöiö að sýna fjögur verk og mynda verk þeirra sérstaka deild á þessari sýningu. Fulltrúi Islands er Þórður Hall. Allir þessir skipulagsþættir þykja mér til fyrirmyndar og mætti Islensk grafík íhuga svipað fyrirkomulag, svona til tilbreytingar, fyrir næstu samsýningusína. Hollast er heima hvat Hver eru svo helstu einkenni á þeirri grafík sem hér er til sýnis? I formála að sýningarskránni segir kunningi minn, Sune Nordgren, grafíker og for- leggjari, aö sænsk grafík hafi frá öndverðu veriö fígúratíf, tæknilega vönduð og innileg. Hann getur sér ennfremur til um ástæður þessa: . . . „eðli grafíkur hefur auövitaö sitt aö segja, en e.t.v. er skýringuna aöfinna í sænskri þjóðarsál. Viö erum gjörn á að einskorða okkur viö þaö sem í kringum okkur er, bæöi innanstokks og úti viö, segja frá því framar ööru, viö höfum líka til aö bera mikinn metnað í starfi og viljum standast þær kröfur sem DV. FIMMTUDAGUR 7. APRIL1983. mynd fyrir sænska grafik i dag. gerðar eru til okkar...” I stórum dráttum held ég að þessi lýsing Nordgrens eigi viö sænska grafík enn þann dag í dag. Yfirgnæf- andi meirihluti verka á sýningunni er af fígúratífum toga eöa er a.m.k. í greinilegum tengslum viö þekkjan- legan veruleika. Þaö liggur við aö áhorfandinn hrökkvi viö er afstrakt mynd ber fyrir augu. Og sú mynd er þá oftast nær í geómetrískum eöa konstrúktífum stíl. Fornar dyggðir Um tækniria þarf heldur ekki aö efast. Hvert einasta verk er gert af öryggi og verklagni, sama hve lítilfjör- legt viöfangsefniö er. Sérstaklega fannst mér athyglisvert hve margir sýnenda halda sig viö heföbundnar aöferöir: þurmál, akvatintu, tréristu og stungu, dúkristu, koparstungu, messótintu eða steinþrykk,! og hve sparlega þeir fara meö lit. „Svart- listin” ræöur ríkjum. Nýrri aöferöir, serígrafí, offsettækni, fótógrafík, eru í miklum minnihluta. Fyrir áratug eöa svo voru þessi hlutföll mjög í hag hinum nýrri aöferðum. Freistandi er aö sjá í þessu afturhvarfi til „fornra dyggða” andóf gegn aukinni vélvæð- ingu í gerð myndverka, tölvugrafík og gegndarlausri framleiðslu myndefnis í fjölmiölum. Hvaö myndefniö varðar, er þaö í heildina séö bundið við nánasta umhverfi listamannsins, tilfinningalíf hans og hugmyndaheim. Hinn episki frásagnarmáti, hinar stóm spurningar um lífiö og tilveruna eöa vangaveltur um félagslegt óréttlæti í heiminum, — allt þetta horfið, eöa svo gott sem. Tveir íslendingar Aö sumu leyti er þessi „prívatismi” af hinu góða, a.m.k. viröist hann hafa útrýmt hinni skelfilega einföldu póli- tísku grafík sem tröllreiö sænskum grafíksýningum hér á árum áður. En leynist ekki í honum kæruleysi, einangmnarstefna, kannski það sem Frakkar mundu kalla „andskotans- samisma”? Eg sakna hér hugsjóna, húmanisma á breiðum grundvelli, réttlátrar reiöi, — en alla þessa eigin- leika mátti finna í grafík hins frábæra Tékka, Jiri Andérle, sem einnig var sýnd í Malmö Konsthall í vetur. Aö lokum þætti lesendum e.t.v. gaman aö vita aö hlutföll milli karla og kvenna í sænskri grafík er 162 á móti 71, miöað viö val á þessa sýningu, aö verð á grafikinni er á bilinu 20 kr. til 3000 krónur sænskar, en meðalverö á mynd sýnist mér vera u.þ.b. 450—500 kr. Rétt er líka aö geta þess að Þóröur Hall er ekki eini Islendingurinn á sænska grafíktriennalinum, því aö til sýningarinnar valdist einnig ung, íslensk listakona sem er hér viö nám, Halldóra Gísladóttir. Sem er vel af sér vikiö. -AI/Lundi. verður haldin í veitingahúsi BECAI HEIÐURSGESTIR: Bretlandsbanarnir MEZZOFORTE. Hljömsveit BjörgvinsHalldórssonar leikur fyrir dansi að lokinni verðlaunaveitingu. Magnús Kjartansson viðpíanóið. Boðið upp á léttan drykk við komuna. TIL HEIÐURS sigurvegurum íVin. fyrirárið Textahöfundur ársins Söngvari ársins Söngkona ársins Lag ársins Hljómplata ársins TónlistarmaÖur áirsin Lagahöfundur ársins STJORNUBANDIÐ ’83 Björgvin GíslaSon hljómsveitarstjóri GÍTAR Jafnframt fer fram úrslitakeppni FORD MODELS á Islandi um fulltrúa Islands í keppnina FACE OF THE ’80’s í New York. Stjórnandi og kynnir: Ómar Valdimarsson. Gunnlaugur Briem TROMMUR Hjörtur Howser HLJÓMBORÐ Kristján Edelstein Jóhann GÍTAR Ásmundsson Pétur Hjaltested BASSI HLJÓMBORÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.