Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Page 41
DV. FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1983. 41 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Diana prinsessa er sú verst klædda. Fata- smekkur hennar þykir hafa versnað stöðugt siðan hún gekk i það heiiaga. ! Christina Onassis. Hún hefur fitnað n síðustu árum og kiæðir sig lika eftir þvi. á Og vinkonan okkar, hún Lucy i Dallas, komst á listann yfir þœr verst klæddu. Okkur þykir nú sem hún só þó ágætiega klædd. Hór er það engin önnur en hún Dorothy Michaels, Dustin Hofmann. Bkki nógu snyrti- leg i tauinu. Diana er sú verst klædda — þrátt fyrir að hún eyði f úlgum í föt Bandaríski tískuhönnuðurinn Earl Blaekwell birtir árlega lista yfir þær konur sem hann telur þær best klæddu og verst klæddu. Þrátt fyrir að hann hafi lengi veriö gagn- rýndur fyrir val sitt bíöa allir ávallt mjög spenntir eftir þessum listum hans. Það þykir líka ákveðinn heiður að komast á þá og ekki skiptir máli um hvorn listann er að ræða. Hann birti nýlega listana og líta þeir þannig út: Tíu verst klæddu 1. Diana prinsessa, 2. Leikkonan Bonnie Franklin, 3. Leikkonan Victoria Principal, 4. Söngkonan Bette Midler, 5. Leikkonan Charlene Tilton, 6. Christina Onassis, 7. Prinsessan Yasmin Khan, 8. Golfleikarinn Jan Stephenson, 9. Sjónvarpsstjarnan Cathy Lee Crosby, 10. Dustin Hoffman sem Dorothy Michaels. Tíu best klæddu 1. JoanCollins, 2. Lena Horne, 3. Dina Merrill, 4. Morgan Fairchild, 5. Bernedette Peters, 6. Zsa Zsa Gabor, 7. Gabrielle Murdock, 8. Catherine Deneuve, 9. Linda Evans, 10. Jacqueline Smith. Allar þær best klæddu eru leikkonur. Með sjö hjónabönd að baki er hún Zsa Zsa Ekki nógu vel klædd. Pam lenti i þriðja sæti Gabor ávallt jafnvel klædd. Hún er á listanum yfirþær verst klæddu. yfir þær tiu best klæddu. Góðan daginn, sögðu yfir fimm þúsund manns með þessum hætti ó grasflöt i Bristol i Englandi. NEI, GODAN DAGINN! Það þurfti yfir fimm þúsund manns til að segja „góðan daginn Bretland” með þeim hætti sem við sjáum hér á tnyndinni. Mannskapurinn stillti sér upp á grasflöt í Bristol og eftir tveggja klukkustunda þref og þras tókst að segja góðan daginn meö þessu móti. „Góði dagurinn” var síðan mynd- aöur í bak og fyrir og verður notaður í sjónvarpsþátt sem David Frost stýrir. „Þaö er kannski hálfleiðinlegt en við ætlum aðeins að nota „góöan daginn” þrisvar til f jórum sinnum. Og varla þarf að geta þess að þátt- urinn er á dagskrá að morgni til. „Góðan daginn” segjum við í sviösljós- inu svona í lokin þó seint sé. Hann knúsar hjörtu hann Christopher Christopher Reeve segist nú hafa fengið nóg af Superman eftir þrjár Superman-myndir. „Það er alveg útilokað að haga sér alltaf eins og sextán ára táningur þegar maður er orðinn þrítugur,” segir hann. Reeve hefur því brugðið á þaö ráð aö hengja Superman-fötin sín upp á snaga. Og í stað hins stóra S, sem hann hafði framan á sér, er hann kominn með hjarta eitt stórt og mikið. Flestir telja aö nú ætli hann að leika í ástarmyndum það sem eftir er. Og hver veit nema svo verði. Gár- ungarnir segja þó að Reeve sé bara svona hjartagóður maður. Og auð- vitað mikill hjartaknúsari líka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.