Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Side 44
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Dan Hansson sigraði Svíinn Dan Hansson varö sigurveg- ari í landsliðsflokki á Skákþingi Is- lands í gærkvöldi. Hann hlaut 9 vinn- inga af 11 mögulegum. Jafnir í ööru til fjórða sæti urðu Ágúst Karlsson, Hilmar Karlsson og Elvar Guðmundsson. Þeir hlutu allir 7 1/2 vinning. Þeir þrír munu tefla auka- skákir um íslandsmeistaratitilinn því að Dan er sænskur ríkisborgari og tek- ur því ekki þátt í þeirri keppni. -SVG Framfæ rsluvísitalan: Hækkun um 110% á árinu Framfærsluvísitalan mun hækka um 110% frá ársbyrjun til ársloka þessa árs, samkvæmt spá sem Vinnuveit- endasambandið hefur látið gera um þróun launa, verðlags og gengis. Verö á Bandarikjadollar er áætlað 36,70 krónur um næstu áramót, en dollarinn stendur nú í 21,19 krónum. Spáin gerir ráð fyrir að 1. júní næst- komandi muni veröbætur á laun nema 20,5%, í september 18,5% og í desem- berl8%. Forsendur spárinnar eru meðal ann- ars þær aö dollar muni hækka um 15% í júní á þessu ári, núverandi vísitölu- grundvöUur verði áfram notaður, eng- ar grunnkaupshækkanir verði fram á mitt ár 1984 og engar umtalsverðar breytingar á óbeinum sköttum. Spáin sýnir mun meiri verðbólgu en síðasta spá VSI sem gerð var í desem- ber síðastUðnum. Þar var gert ráð fyr- ir að verðbætur hækkuðu um 11,85% í júní næstkomandi. ÓEF LOKI Já, það borgar sig að iesa Bibiíuna. Langmerkasti ísienski f rímerkjahluturinn á uppboði í Sviss: „HEFDI Án AÐ SNÚA VIÐ Á FYRSTA DEGI” segir Frakkinn Roger Pichon ef tir Vatnajökulsævintýrið Umslagið boðiðá rúmar 3 milljónir Lágmarksboð í ísiensk frímerki á uppboöi í Ziirich í Sviss 10.-15. aprU næstkomandi er 300 þúsund sviss- neskir frankar, eða um 3,1 miUjón íslenskra króna. Hér er um að ræða það sem kynningarskrá frímerkjauppboðsins nefnir , Jhið kunna bibliuumslag”. Biblíuumslagiö fær heiti sitt af því að það fannst innan í bibUu. GamaU maður á Islandi fann það árið 1973. „Þetta er án efa langmerkasti ís- lenski frímerkjahlutur sem tU er, sagði Haraldur Sæmundsson í Frímerkjamiöstöðinni á Skólavörðu- stíg í samtaU við DV. „Til marks um hvað þetta er furðulega fágætt má geta þess að þegar þetta bréf finnst eru þessi merki sem á því eru, 8 skUdinga- þjónusta, ekki þekkt á bréfi áður. Svo aUt í einu koma þama 22 merki á einu bréfi. Stimpluð fjórblokk var tU dæmis ekki þekkt áður,” sagði Haraldur. Á umslaginu, sem landfógeti sendi sýslumanni Ámessýslu árið 1876 að því er best er vitað, er að finna eina Bibliuumslagið, verðmætasti íslenski frímerkjahluturinn. DV-mynd: GVA af fyrstu íslensku frímerkjunumsem gefin voru út, skUdingamerki frá 1873. Ekki dregur það úr verðmarti umslagsins að á því er opinber stimpiU. Skýringin á hinum mikla fjölda frímerkja á því er sú aö það innihélt ný ja mynt en á þessum tíma var verið að skipta frá ríkisdölum og skildingum í krónur og aura. „Það er brot af íslandssögunni skrifað á bréfiö,” sagði Haraldur. BibUuumslagiö var selt úr landi á sinum tíma til einkaaðUa í Evrópu. Umslagið kom síðar á uppboð i Hamborg. I alþjóðlegu frímerkjariti frá 1973 er það metið á 150 þúsund þýskmörk. Islensk yfirvöld gerðu tilraun tU að hindra sölu umslagsins árið 1973 vegna þess að vafi lék á eignarrétti. Aðilar hérlendis töldu að þaö hefði horfið úrfóramþeirra. -KMU. Roger Pichon sýnir hvar Árni Aðalsteinsson flutningabilstjóri keyrði fram á hann á veginum undir Breiðamerkurjökli um níuleytið igœrmorgun. , _. . DV-mynd: Emar Olason. Frakkinn Roger Pichon, sem ferð- ast hefur einn síns Uðs um Vatnajök- ul undanfarið, kom tU byggða í gær- morgun eftir 10 daga svaðUför. Pichon var nokkuö kalinn á hönd- um ög þrekaður er hann kom tU byggöa. Hann sagði í samtali við DV að enda þótt hann hefði reynt að afla sér góðra upplýsinga um veður og staðhætti á jökUnum áður en hann lagði upp í ferðina hefði komið í ljós að aðstæður þar voru mun erfiðari en hann bjóst við. „Snjórinn er fínkom- óttur og treður sér alls staðar inn. Tjaldið mitt t.d. blotnaði mikið og þyngdist svo að ég varð að skUja það eftir. En versta áfalUð var að skíða- bindingarnar bUuðu og neyddist ég til að skilja þau eftir og fara fótgang- andi mestan hluta leiðarinnar.” Pichon sagöi að hann gerði sér grein fyrir því nú að hann hefði átt að snúa við strax á fyrsta degi, en einhver þrjóska hefði orðið tU þess að hann hélt áfram. „Jú, ég viðurkenni að ég var hræddur á hverjum einasta degi. Ég mun ekki fara aftur í annað eins ferðalag en mig langar til að koma aftur til þessa fallega lands. Þá með fjölskyldu mína og ferðast um á vél- sleðum,” sagði Roger Pichon að lok- um. ás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.