Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1983, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 10. MAl 1983. 13 RAUNVERULEG ORSÖKINNRASARINNAR í AFGANISTAN - NIÐURSTÖÐUR Nauðsynlegt fyrír rússneskar geimferíur Menn hafa tekið eftir því að geim- ferjum Bandaríkjamanna er skotiö upp frá Kennedyhöfða í Florida en teknar niður til lendingar vestur í eyðimörkum Kaliforníu, Edwards Airforce Base og í Mojave eyðimörk- inni nokkru austar. Því ekki aö búa til lendingarbraut við hliðina á skot- pöllunum á Kennedyhöfða og þurfa ekki aö fljúga meö geimferjumar Columbíu og Challenger og allar þær sem á eftir koma, sem veröa ef til vill mun stærri, alla leið vestast úr Bandaríkjunum til austurstrand- arinnar 4000 kílómetra leið á baki í sérútbúinni „jumbó” flugvéla af gerðinni Boeing 747! Þegar málið er skoðaö kemur í ljós eftirfarandi: geimferjumar eru svif- flugur, mótorar em allt of þungir til þess að skjóta á loft með eldflaugum. Tími geimfer junnar úti í geimnum er takmarkaöur. Eftir að búið er að ákveða för aftur til jarðar verður ekki aftur snúið. Þetta krefst 100% veöurfræðilegs öryggis á lendingar- staðnum. Jafnframt algjörs þurr- viðris og heiöskírs lofts, því hita- vamarhjúpurinn, er ver geimskutl- una gegn hinum gífurlega hita, er orsakast við mótstöðuna í gufuhvolf- inu, er skutlan kemur inn í það úr geimnum, brennir velflesta loft- steina upp til agna, þolir ekki vatn eða raka. Hitavarnarhjúpurinn er samansettur úr 31.000 litlum flögum, og er ef til vill búinn að vera mesta tæknivandamálið í byggingu skutl- unnar. Vegna þess að ekki reyndist heiðskírt í Florida nú um daginn, er flytja átti Challenger þangað, varð að fresta flutningnum um 2 daga. Nú fyrir nokkrum dögum tilkynnti Reagan forseti um framtíðaráætl- anir Bandaríkjanna um hemaðar- kerfi í geimnum. Svar Andropovs var, að ef Bandaríkjamenn fram- kvæmdu áætlanir sínar, mundi það raska því jafnvægi, er nú ríkti milli risaveldanna í hemaðarmætti, fram- kvæmdin þýddi í raun afvopnun Sovétríkjanna. Hemaðarlegir hag- fræðingar telja, að til uppbyggingar geimhernaðarkerfa verði geim- skutla aö koma til. Að reyna að byggja slík kerfi án hennar er álika og aö þurfa að flytja ákveöið tækja- magn og áhafnir ákveðna vegalengd með 10 hjóla trukk, og svo að reyna að gera hið sama með klyfjahesti. Klyfjahesturinn er dæmdur til þess að dragast langt aftur úr. Ekkert hæfilegt land- svæði í Sovét- ríkjunum Án þess að hafa aðgang að landsvæði er byði upp á sams konar veðurfarsaðstæður og Bandaríkja- menn eiga í suðvesturhorninu á landi sinu til lendingar á geimskutlum, veröur geimskutluáætlun ekki fram- kvæmd svo eitthvert vit sé í. Því vaknaöi sú spurning: Fyrirfinnst landsvæði innan landamæra Sovét- ríkjanna sem býöur upp á þessar veðurfarslegu aðstæður? Hér á árum áður safnaöi ég þó nokkrum upplýsingum um veðurfar í Sovétríkjunum er ég stóð fyrir rann- sóknum á matvælaframleiðslu í Sovétríkjunum til þess að öðlast skilning á hvemig á því stóð, að Sovétríkin urðu stærsta fiskveiðiþjóð heimsins á litlu 10 ára tímabili, og mikilvægi heimshafanna og aðgangi sovézka fiskiskipaflotans að þeim fyrir heildarmatvælaframleiðslu þeirra. Þessi fyrri upplýsingasöfnun sagði mér strax, að mjög litlar líkur væru fyrir því, aö um slíkt svæði væri að ræða. Upplýsingasöfnun nú undanfarnar vikur hefur staðfest þennan grun, slikt landsvæði er ekki til innan Iandamæra Sovétríkjanna. Svæðiö er helzt kemur til greina eru steppurnar milli Kaspíahafs og Pamír. En þó það úrkomulega séð gæti gengið er yfir því mikið skýjafar á vetrum, í hærri loftlögum vestlægir vindar, ættaðir vestan úr Atlants- hafi, yfirborðsvindar norðlægir, sem bera með sér kulda og vetrarveður. Svæði á suðvestur- horni Afghanistan En er þetta svæði þá að finna í Afghanistan? Þarna lá fiskurinn undir steininum. Þetta svæði er einmitt að finna í suðvesturhominu í Afghanistan. Komiö er nógu sunnar- lega tU að vera kominn suður úr vestanvindabeltinu, úrkoma, hita- stig, skýjafar mjög áþekkt og er á geimskutlulendingarstöðunum í Bandaríkjunum. Um einn galla er þama þó að ræða, þama blása svokaUaðir Seistan vindar er þyrla upp sandi, því landið er mjög gróðursnautt og jarðvegur saltur. En þetta má bæta með áveitum og nokkurri ræktun, eins og gert var tU að hefta vikurfok í Vestmannaeyjum og sandfok í Vík í Mýrdal. Á Kjallarinn Pétur Guðjónsson stöðvum og skotpallastöðvum við staöina Tyuratum, Píesetsk og Kapustin Yar”.........Ný eldflauga- skotpaUastöð er í byggingu viö Tyuratum. Þessi stöð á aö notast fyrir nýja kynslóð sovézkra risaeld- flauga, sem verða komnar á notk- unarstig á seinni helmingi þessa áratugar. Meðal þessara risaeld- flauga verður ein í sama flokki og sú bandaríska, Satum V, önnur eitt- hvað minni með einnar ferðar rakettum en margferða flaug að öðm leyti í líkingu við geimskutluna bandarísku.” En í þessum kafla er hvergi eitt orð að finna um geim- skutlulendingarstaði, eingöngu geimskutluskotpaUa. Telja verður eðlilegt og víst að einnig hefði verið sagt í þessum kafla frá væntanlegum „Þetta svæði er einmitt að finna í suðvest- urhominu á Afghanistan. .. ” miööldum voru mikil áveitukerfi á þessu landsvæði og miklar borgir. Tamarlane fór um þetta svæði á seinni hluta 14. aldar, eyðilagði borg- imar og áveitukerfin, síðan hefur landið verið hálfgerð eyðimörk, eingöngu rústir borganna bera vitni um blómlega fortíð. Um þetta svæöi fellur önnur mesta áin í Afghan- istan, Helmand-áin. Það er kald- hæðni, að það voru Bandaríkjamenn, Morrison-Knudsen, sem fjármögn- uðu og byggðu stíflu í Helmandánni til þess að hleypa lífi í landbúnaöar- framleiðslu þessa landshluta með stjórnun vatnsrennslis árinnar og áveitukerfum. Það lítur út fyrir að þetta bandaríska fjármagn og fram- kvæmd bæti þann landfræðilega galla sem á svæðinu er fyrir geim- skutlulendingar Rússa, þessara vinda gætir mun minna austantil á svæðinu. Það sem gefur tilgátunni um ástæðuna fyrir innrás Rússa í Afghanistan enn frekari rök er aö finna í ritinu „Soviet Military Power” önnur útgáfa, marz 1983, gefiö út af ríkisstjóm Bandaríkj- anna, með formála eftir varnar- málaráðherrann Caspar W. Wein- berger, en þar segir á bls. 66, 1. dálkur, önnur greinarskil. „Sovét- ríkin hafa fjárfest gífurlega í þrem stómm eldflaugasamsetningar- lendingarstöðvum rússnesku geim- skutlanna, ef upplýsingar væru fyrir hendiumþær. Eftir nýjustu fregnum frá Afghan- istan að dæma eru Rússar enn aö auka herlið sitt í landinu og allt bendir til þess að þeir séu að koma sér fyrir til langrar hersetu. Þeir eru búnir að hrekja 3 milljónir manna í útlegð í flóttamannabúðir í Pakistan og Iran, þeir eru búnir að drepa um 1 milljón manna, búið er að skjóta í rúst hús á stórum svæðum, gífurleg ræktarlönd hafa verið brennd, allt til þess að brjóta niður sjálfstæði lands- ins og mótstööuna er afghanska þjóðin veitir. Umbjóðendurnir í þessu voðaverki eru svo innlend kommúnistaleppstjórn í Kabúl. Og til hvers frá . hugmyndafræðilegu sjónarmiði? Til þess að koma á marx-leninisma, kerfi sem er í dag, á atómöld, gjaldþrota bæði hugmynda- fræðilega og efnahagslega? Hvergi stendur valdagræðgin jafn allsnakin og í Afghanistan í dag. Og hinn frjálsi vestræni heimur gerir svo til ekki neitt. I því riti er ég minntist á hér fyrr, „Soviet Military Power”, segir á bls. 49, 1. dálkur, 1. greinar- skil: „Mujahideen-liðana (þá sem berjast gegn rússneska innrásar- hernum og kommúnistahernum í Kabúl) skortir fé, vopn og nýtízku- legri vopn og hernaðarþekkingu.” Þaö er blátt áfram óskiljanlegt, að ekki skuli alít vera gert til þess að aðstoða þjóðfrelsisveitirnar í Afghanistan. Skv. upplýsingum, e'r fulltrúi frá baráttusamtökum Afghanistan með aðsetri í Bonn, er kom hingaö á sl. hausti, gaf, kemur megnið af aðstoðinni er þeir fá frá Rauöa-Kína. Eina svarið er vestræni heimurinn gaf við innrás Rússa var kornsölubann Carters forseta, sem engin alvara var í; nokkrum mán- uðum seinna juku Bandaríkjamenn matvælasölu til rússneska heims- veldisins meö auknum fiskveiði- samningum, Reagan afnam korn- sölubannið. Alþjóðakommúnisminn getur haldið áfram ótruflaður af Vesturlöndum að murka lífið úr afghönsku þjóðinni. Til hvers var farið í 2. heimsstyrjöldina er kostaði 50 millj. mannslífa í Evrópu? Raunverulegar ástæður En nú liggur fyrir vísbending um hina raunverulegu ástæðu fyrir inn- rás rússneska heimsveldisins í Afghanistan. Afghanistan tengist orðið beint öryggismálum vestræna heimsins í framtíðinni, jafnvel hægt að koma í veg fyrir að alheims- kommúnisminn verði fyrsta flokks herveldi í geimnum með því að fyrir- byggja að þeir nái yfirráðum yfir landsvæðum með sérstökum veðráttueiginleikum nauðsynlegum fyrir geimferðir framtíðarinnar. Eiga vestrænar þjóðir einn góðan veðurdag eftir að vakna upp viö það, að vegna sinnuleysis, galla í kerfinu, fáfræði vegna þess að fyrirliggjandi þekking kemst ekki upp á yfirborðið, eða jafnvel vegna yfirhylmingar- aðstöðu rússneska njósnakerfisins í stjómarstofnunum á Vesturlcndum, rússneskir njósnarar hafa jú komist í æðstu stöður, meira að segja í njósnastofnunum Vesturlanda, Philby, sir Rodger Hollis, og oröið einkaráðgjafar forsætisráðherra, (Guillaume hjá Brandt)að það skeði obæntanlegt söguslys í Afghanistan? Er ekki skrítið hvemig tundur- duflalagnir á Halanum, protein- austur Rússa úr heimshöfunum, landbúnaðaráætlunin í Khazakstan og innrás rússneska heimsveldisins í Afghanistan tengjast öll af svipuðum ástæðum saman í sameiginlegu skipbroti. P.S. Á þessu augnabliki em eingöngu á Reykjaneshrygg í gangi í Rússa- flotanum 200.000 hestöfl vélarorku við að ausa upp matvælum, þetta jafngildir allri orkunni í Búrfells- virkjun. Pétur Guö jónsson. /\ A A \ IFT-OFF WEIGHT (KGI IFT-OFF THRUST (LBS) AYIOAD TO 180 KllOMETERS (KG) 2J20.114 6.925.000 29.485 A HEAVYLIFT MEDIUM-LIFT LAUNCH VEHICLE* LAUNCH VEHICLE • m 400.000 1.300,000 13.000 n 1.600.000 4-6.000.000 60.000 A ix!L A Kort yfír hitafar á umræddu svæði styður tiigátu Póturs Guðjónssonar. Bandariska geimferjan með skotbúnaði (vinstra megin) og samsvar- andi sovéskar geimferjur, samkvæmt áætlunum Sovétmanna (hægra megin). Teikningarnar sýna stærðarhlutföll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.