Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1983, Blaðsíða 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. MAI1983. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Undir eðiilegum kringumstæðum Sú athugasemd hefur veriö gcrð við sandkorn um hugs- anlegan eftirmann Birgis Thorlacius í embætti ráðu- neytisstjóra menntamála- ráöuneytisins að þar hefði verið leitað langt yfir skammt því hinn sjálfsagði eftirmaður Birgis væri Knút- ur Hallsson, skrifstofustjóri ráðuneytisins. Það er rétt og satt að að öðru jöfnu ætti hann að vera hinn sjálfsagði eftirmaður. En nú hefur ráð- herra menntamála, Ingvar Gíslason, áður komið lands- mönnum á óvart með emb- ættisveitingum sinum og við skulum bíða og sjá. Knútur Hallsson: hinn sjalf- sagði eftirmaður Birgis. Erfrtt atvinnu ástand Þess má geta, í framhaldi af ofanskráðu, að komið hef- ur fram ný skýring á því af hverju framsóknarráðherrar eru taldir öðrum ráðherrum djarfari við það að hygla flokksmönnum sinum. Það er vegna þess að atvinnuástand- ið í Framsóknarflokknum er svo crfitt. Það vill enginn hafa framsóknarmenn i vinnu. Dagur um Dallas Eftirfarandi saga úr video- æðinu birtist í Degi, Akur- eyri. „Sífellt fjölgar þeim sem kaupa sér myndsegulbands- tæki, bæði til þess að geta tek- ið upp efni úr sjónvarpinu og eins til þess að geta leigt sér myndir og stytt sér stundir yfir þeim. Af einum fréttum við sem gerir mikið aðþví aö taka upp efni úr sjónvarpinu heima hjá sér og notar hann þá kvöldin gjarnan „til ann- ars” eins og sagt var í auglýs- ingunni. Hann var eitt sinn spurður aö því hvort hann hefði séð ákveðinn þátt í sjón- varpinu og eftir smáumhugs- un sagði hann: „Nei, ég slökkti á sjónvarpinu þcgar hann byrjaði og horfði á gamlan Dallas í staðinn.” Aurbleyta Þessa ágætu sögu heyrðum viö frá Stykkishólmi. Fyrir helgina stóð til að Vegagerðln heflaði veginn milli Grundar- fjarðar og Stykkishólms. Þegar hefja átti verkið reyndist hann of þurr til að rétt væri aö standa í fram- kvæmdum. Daginn eftir var tekið til við verkið að nýju og vegurinn vökvaöur hressi- lega. Þá um kvöldið var hon- um svo lokað vegna aur- bleytu! Skólastjóri útskrrfast Nýlega var skipaður skóla- meistari við Fjölbrautaskól- ann á Selfossi, Þór Vigfússon. Hann mun nýlega hafa út- skrifast úr skólanum sjálfur, tekið þar próf i húsasmíði. .. A Þór Vigfússon: útskrifaðist úr eigin skóla. Þetta er örugglega einhvers konar met. Umsjón: ÖlafurB. Guðnason Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Austurbæjarbíó — Nana: Austurbæjarbíó: Nana. Heiti: Nana. Leikstjóri: Dan Wolman. Handrit: Marc Behrr. Framleiðendur: Menahem Golan og Yoram Globus. Tónlist: Ennio Morricone. Aðalhlutverk: Katya Berger, Jean Pierre Aumont, Mandy Rice-Davis, Debra Berger og Shirin Taylor. Það verður að segjast eins og er að það er langt síðan mér hefur leiðst eins ægilega í bíói og þegar ég sá kvikmyndina Nönu. Nokkuð sem ég átti ekki von á því nafn Emile Zola tengist jú myndinni og er flaggað í auglýsingum um hana. En sá gæða- stimpill brást. Hér er aö minu mati ekki um stórmynd aö ræða heldur lé- lega klámmynd. Og svo slappir eru „leikararnir” að ég hélt eiginlega frekar aö þeir væru aö fíflast en að þeir viöheföu leiktilþrif. Ummyndina segir meðal'annars svo í sýningarskrá: „Um síöustu aldamót er næturklúbburinn Minotaur einn sá þekktasti og ill- ræmdasti í París. Karlmenn sem hafa auraráð sækja þangaö ákaft en í augum flestra er staðurinn ekkert annaö en pútnahús. En þaö skiptir litlu máli, aösóknin er mikil og þar geta menn keypt sér holdsins lysti- semdir.” Nana hefst á því að kvöld eitt, í Minotaurklúbbnum, kemur töfra- maðurinn Melis fram meö nýtt at- riði, djarfa hreyfimyndmeö ungri og aö því er virðist saklausri stúlku, Nönu aö nafni. Sú hreyföa slær í gegn og Nana líka. Og svo virðist sem myndin hafi dáleitt alla í nætur- klúbbnum, ekki síst auðugan banka- stjóra sem byrjar aö „mjálma” á stúlkuna, svo viðþolslaus er hann af „holdlegrifýsn” tilhennar. Og Nana gengur á lagið. Hún upp- götvar fljótt „hæfileika” sína og gaml'i eðlisfræöilögmáliö sem nefnt hefur veriö aödráttarafl. Hún er heldur ekki meö neina greiöasemi gagnvart þeim sem hafa auraráðin í lagi og þrá hana, þeir fá allir aö borga svo um munar og einn þeirra missir reyndar aleiguna fyrir vikið. Myndin snýst þannig upp í eina allsherjar ,,hott-hott”-mynd sem gæti allt eins veriö tekin á kappreiö- um uppi í Víðidal eða á Vindheima- melum eins og í París. Réttara væri kannskiað segja aö „hitt-hitt”-mynd svo notuö séu orö meistara. Þaö hefur sýnt sig að eigi þessar svokölluöu djörfu myndir aö njóta einhverra vinsælda þurfa þær að höföa til kímnigáfunnar fyrst og síð- ast. En því er ekki fyrir aö fara í Nönu, aö minnsta kosti hefur þá sú fyndni fariö framhjá mér og flestum öörum. „Leikaramir” í myndinni finnast mér slappir og þar er hún Nana- namminamm, Katya Berger, engin undantekning. Tel ég víst að „leik- stjórinn” hafi ekki spurt stúlkuna um leikhæfileika heldur hitt hvort hún gæti viðhaft flóknar stellingar, svona flækt fótunum hér og þar og alls staöar þar á milli. Um tækniatriöi myndarinnar ætla .ég ekki aö ræöa. Og hvaö þá um hin „tækniatriðin”, þessi sem hver og einn veröur jú að dæma sjálfur. En heldur bendir þaö til þess aö „síðu frakkamir” séu lítt spennandi fyrst margir þeirra tínast út af myndinni, þó f rönsk sé, löngu fyrir hlé. Það er í sjálfu sér óþarfi aö hafa fleiri orö um þessa mynd, hún selur sig sjálf eins og allar hinar. Fyrir mitt leyti get ég þó ekki ráðlagt nein- Wnaðsjáhana. Jón G. Hauksson Leiðinleg Nana Prentari óskast Öskum að ráða prentara í smáverkefnaprentun. Uppl. gefur Ölafur Brynjólfsson. HILMIRH/F SÍÐUMÚLA 12. é , % Meira en 20 SkttLO frábær reynsla af FERGUSON áíslandi. Videostar 3V29 fjarstýring með þræði. Úrvals tæki fyrir öll venjuleg heimilisnot. Mest seldu og vinsælustu tækin. ORRIHJALTASON HAGAMEL 8 SÍMI 16139 NY ÞJONUSTA VIÐ LANDSBYGGÐINA Geríst áskrifendur að ii Fyllið út pöntunarseðilinn og sendið tii Heima-Bingo, Hamarshúsinu Tryggvagötu, 101 Reykjavík. Einnig getið þér hringt i síma 91-28010 til að gerast áskrif- andi. íþróttasamband fat/aðra Hamarshúsinu v/Tryggvagötu, simi 91-28010. r-------------------------------------------------- ■ Undirritaður óskar hér með eftir að fá sendar____ Heima-Bingo blokkir í hverri umferð sem spiluö er. Verö pr. blokk kr. 50,- | Ath. minnst 2 blokkir veröa sendar. I I | Nafn............................................. I Heimilisf........................................ I v| Poststoð........................................ r | Póstnúmer.......................Sími............ 'I_____________________________.____________________ 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.