Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Qupperneq 2
2
HBBIMn^
DV. MIÐVKUDAGUR11. MAI1983.
DVáskrifendur:
Vikudvöl i Vínarborg
Dagblaöiö Vísir tekur upp þráðinn
þar sem frá var horfið og efnir til 8
daga feröar til Vínarborgar hinn 2. júní
nk.
DV hefur náö sérstöku samkomulagi
við Feröaskrifstofuna Farandi um
flug, gistingu og annaö sem ferðinni
fylgir og býður DV áskrifendum verö í
samræmi viö það.
Verðið sem er kr. 11.100,- gildir ein-
ungis fyrir áskrifendur Dagblaðsins
Vísis og inniheldur: beintfluttil Vínar-
borgar og heim aftur, gistingu á þægi-
legu austurísku hóteli, Haus Doebling,
í sjö nætur, morgunverð og hálfs dags
skoðunarferð um Vínarborg ásamt
akstri til og frá flugvelli í Vín.
Ástæða er til að upplýsa að beint flug
til Vínar heyrir tU undantekninga í
ferðaheiminum íslenska svo að það
ætU að vera kærkomið tækifæri að geta
notfært sér þau frábæru kjör sem hér
bjóðast.
Ferðaskrifstofan verður með þaul-
kunnugan, íslenskan fararstjóra til
taks og verður hann þátttakendum til
aöstoðar og upplýsinga um hvaðeina,
m.a. viö öflun aðgöngumiða á tónleika,
óperusýningar, balletta, söngleiki og
skoðunarferðir í Austurríki, — jafiivel
til Ungverjalands, í dagsferð til Búda-
pest.
Ferðin sem DV efndi til með áskrif-
endum sínum í marsmánuði sl. var
meö eindæmum vel heppnuð og fýrir-
spurnum um aðra DV ferð hefur ekki
Unntsíðan.
Þeir sem áhuga hafa á að notfæra
sér hin sérstöku kjör á ferð til Vínar-
borgar hinn 2. júní nk. ættu sem fyrst
að hafa samband við ferðaskrifstofuna
Faranda, Vesturgötu 4, (2. hæð), sími
17445, þar sem aUar nánari upplýsing-
ar eru gefnar.
Fulltrúar DV munu verða með í ferð-
inni og gera henni skil í máli og mynd-
um þegar heim er komiö.
Náttúrufegurð Austurrikis er rómuð.
SÝNINGARFERÐ
MEÐ
SÍDUSTU
LAPPANA
Síðustu Lapplanderbílarnir frá Volvo verða seldir
næstu daga á sérstöku verði, aðeins 198.496.00
krónur (gengi 6/5 ’83, óyfirbyggðir). Kristján
Tryggvason, þjónustustjóri Veltis hf. verður meðtvo
glæsilega Volvo Lappa í ferð sinni til umboðsmanna
víðsvegar um landið.
Kristján sýnir Lapplander Turbo með vökvastýri,
læstu drifi og innbyggðu spili. Hann kynnir líka ’
möguleika á stálhúsi auk blæjuhúss. Þetta er
einstakt tækifæri fyrir bændur og aðra fram-
kvæmdamenn, hjálparsveitir og fjallamenn - og alla
þá sem vilja notfæra sér þetta einstæða tækifæri.
Kristján sýnir Lappana:
10. maí Höfn í Hornafirði
11. - 12. maí Suðurfirðir
og Fáskrúðsfjörður
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200
Flogið verður beint til Vínarborgar.
Að gefnu tilefni:
Spunnið f nýju fötin keisarans
athugasemd frá Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni
DV hefur borist eftirfarandi athuga-
semd Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar í
framhaldi af frétt í blaðinu á mánu-
dag:
DV birtir á mánudaginn ósamþykkta
fundarsamþykkt frá hluta af stjórnar-
mönnum í sjálfstæðisfélögum í Breið-
holti vegna undirskriftar sjálfstæðis-
manna um landsfund og lágmarks
þingreisn. Þessi skrýtna orðsending
skýtur nú upp kollinum í hverju dag-
blaðinu á fætur öðru og sér ekki fyrir
endann á þeim ósköpum. Eg harma
hér enn á ný að eiga ekki heiðurinn af
þessu tímabæra umbótaverki eins og
stjómarmenn bera mér á brýn í ósam-
þykktum samþykktum.
En hins vegar læt ég ekki hjá h'ða að
nota þetta góða tækifæri til að leggja
nokkur orð í belg og er þakklátur
stjómarmönnum fýrir að opna þarfa
umræðu. Ég vil freista þess að greina
hismið frá kjarnanum í hjartameini
Sjálfstæðisflokksins. En meinið er ör-
ugglega ekki fólgið í að vilja festa
skoöanir ört vaxandi meirihluta sjálf-
stæðismanna á pappír.
Forseti Islands fól réttilega Geir
Hallgrímssyni umboð til að mynda rík-
isstjórn enda er Geir ennþá formaður
Sjálfstæðisflokksins. Hann er hins veg-
ar úr þeim hópi atvinnumanna sem
trúir ekki eigin augum og tekur því
ekkert mark á prófkjömm og kosning-
um. Þar liggur hundurinn grafinn og
hvergi annars staðar. Hefði Geir borið
flokkshag ofar eigin hag átti hann að
framselja þingflokknum umboð sitt án
tafar. Þá fyrst hefðu forystumenn í
öðmm flokkum tekið þreifingar hans
alvarlega.
Þess í stað hefur Geir nú notað tíma
Sjálfstæðisflokksins til eigin þarfa. Því
er vonlaust orðið að þingflokkur sjálf-
stæöismanna fái að spreyta sig þegar
Geir lendir loks væntanlega upp á
1
I
skeri. Til þess vinnst ekki tími því þá
er röðin komin að öðrum flokkum að
reyna. Þannig lokast hringurinn án
árangurs og utanþingsstjóm blasir við
undir forsæti Seðlabanka. Það er reið-
arslag fyrir þingræöið sem lætur hér í
minni pokann vegna þess að Sjálfstæð-
isflokkurinn fékk ekki að nota umboðið
sitt sjálfur.
En ábyrgð þingflokksins er einnig
mikil í þessum harmleik. Alþingis-'
menn flokksins sitja allir meö hendur í
skauti og þora ekki að taka af skarið af
ótta við að missa af ráðherrastólum. Á
meðan heldur því Geir Hallgrímsson
áfram ferðinni í nýju fötum keisarans.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins um
landiö þvert og endilangt loka allir
augunum fyrir þeim nektardansi. Það
kemur því hklega í hlut andstæðinga
Geirs úr öðrum flokkum að benda hon-
umloksá nekthans.
Það er undir þessum makalausu
kringumstæðum sem nokkrir sjálf-
stæðismenn í Reykjavík missa loks
þolinmæöina. Þeir hefjast handa við aö
safna undirskriftum til að skora á mið-
stjórn og þingflokk sjálfstæðismanna
að hrista af sér slenið og gera skyldu
sína. Almennir flokksmenn hafa nefni-
lega séð allan tímann að keisarinn er
nakinn.
Að svo mæltu þakka ég hluta af
stjórnarmönnum sjálfstæðisfélaganna
hér í Breiðholti fyrir komuna. Þeir*
hafa glatt mig sérstaklega með ágætu
tækifæri til að leysa frá skjóðunni um
nýju fötin keisarans. Vonandi verður
þess ekki langt að bíða að fleiri ósam-
þykktar samþykktir sjái dagsljósið og
af nógu er aö taka. Þangað til bið ég
ykkur að gæta ykkar á guðspjöllunum
og við s jáumst við k jörkassann á næsta
aöalfundi.
Ásgeir Hannes Eiríksson,
Krummahólum 6.