Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Qupperneq 3
DV. MIÐVIKUDAGUR11. MAl 1983.
3
Mæla radon-gas til að geta
spáð fyrír um jarðskjálfta
„Við erum aö prófa aðferðir sem
gætu hjálpað til við að spá fyrir um
jarðskjálfta. En þaö er engin einhlýt
aðferð fundin og ég held að það geri sér
enginn vonir um að spá skjálftum með
þessu ennþá. Hins vegar ef kannski
tvær eða þrjár aöferöir óskyldar, sem
menn eru að prófa, færu allar að sýna
eitthvað þá yrðum við náttúriega á
nálum.”
Það er Sveinbjörn Bjömsson, eðlis-
fræðingur við Raunvísindastofnun Há-
skólans, sem hefurorðið.
I DV í gær var viðtal við Ragnar
Stefánsson jarðskjálftafræðing um
bergþenslumælingar sem gerðar eru í
borholum á Suðurlandi. Tilgangurinn
með þeim mælingum er að safna
upplýsingum í þeirri von að þær komi
að gagni við jarðskjálftaspár í framtíð-
irinL
Raunvísindastofnun Háskólans
stendur fyrir annars konar mælingum
í sama tilgangi, svokölluðum radon-
mælingum. Lauslega var minnst á
þær í blaðinu í gær.
„Tekin eru gassýni og vatnssýni úr
jarðhitavatni og athugað hvort það
koma fram breytingar á gastegund
sem heitir radon,” sagði Sveinbjörn
Bjömsson þegar hann var beöinn um
aö fræöa lesendur um þessar
mælingar.
„Radon er geislavirk lofttegund sem
er í örlitlu magni, alltaf uppleyst, í öllu
hveragasi og öllu jarðvatni. Við notum
jarðhitavatn til að fá vatn sem hefur
farið nógu d júpt í jörðu.
Radon-mæling er aðferð sem hefur
gefið nokkuö fróðlega niðurstöðu þar
sem hún hefur verið prófuð, í Kína,
Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og
fleiri löndum sem mest hafa verið að
eiga við mælingar í því skyni að spá
fyrir um jarðsk jálfta.
Það hefur komið fyrir að tekist hafi
að spá fyrir um skjálfta með þessari
aðferð. Kínverjar hafa gert það og
Rússar líka. Þeir hafa þá séð breyt-
ingar í þessu radoni sem þeir töldu
vera fyrirboöa skjálfta. Það hafa
viljað verða breytingar, sérstaklega
hefur viljað verða aukning á þessu
gasi, stundum rétt á undan skjálftum.
Þá er eins og magnið af þessu gasi hafi
Olíuskipið Þyrill sem áður hét Litlafell og var þá í eigu Sambandsins.
Þyrill loks farinn
f rá Southampton
Olíuskipiö Þyrill fór í gær frá brunadælu og annað smáræöi um
Southampton á Englandi áleiðis til borð, en eitthvað mun öryggisút-
Danmerkur. Skipiö var eins og kunn- búnaði skipsins hafa verið ábóta-
ugt er kyrrsett i Southampton í vant síðustu mánuðina.
síöustu viku vegna vangoldinna Skipið var í Southampton í 9 sólar-
launa skipverja en því máli var loks hringa. Nú er það laust allra mála
kippt í liðinn í lok síðustu viku. þar og mun næstu vikurnar flytja
Aður en skipið fékk aö fara frá lýsi frá Danmörku til Hollands.
Southampton þurfti að gera við -klp
FORÐAÐIÁREKSTRI
— en hlaut meidsli
Sautján ára stúlka, sem var að
hjóla eftir Nýbýlaveginum í Kópa-
vogi um miðjan dag í fyrradag
slasaðist og var flutt á slysadeildina
eftir að hún reyndi að forðast
áreksturviðbíl.
Bíllinn mun hafa ekið greitt og
nærri stúlkunni sem sá ekki annan
kost en hjóla út af veginum. Hún sá
síöan á eftir bílnum aka burt.
Stúlkan mun meðal annars hafa
viðbeinsbrotnað. -JGH.
aukistívatninu.
Menn halda að þaö sé vegna þess aö
þá aukist mikið smásprungur í berginu
og vatnið nái þá að þvo þessa gas-
tegund út úr berginu auðveldar en við
venjuleg skilyrði. Rétt á undan
skjálfta, þegar bergið er alveg komið
að því að bresta, komi í það svona smá-
sprungur og glufur. Vatniö komist þá
að nýjum sprunguflötum, sem það
hefur ekki áður komist að, og skoli
þessari gastegund með sér upp,” sagði
Sveinbjörn.
Hann sagði að þessari aðferð hefði
verið beitt hér á landi í fimm ár, frá
árinu 1978. Fólk á nokkrum stöðum á
Suðurlandi og eins fyrir norðan tæki
reglulega, viku- eða hálfsmánaðar-
lega, sýni og sendi þau í flöskum til
Raunvísindastofnunar. Eins væri á
Flúðum síritandi mælir sem mældi
radon-gas. Þetta væri japanskur mælir
sem verið hefði í notkun í tvö ár.
Sveinbjöm Björnsson sagöi að árið
1978 hefðu komið mjög skýrar
breytingar skömmu fyrir nokkra smá-
skjálfta sem þá urðu. Þær breytingar
hefðu mælst í sýnum frá Flúðum.
,,Þá fengum við hækkun á radoni
skömmu fyrir nokkra skjálfta, sem
vom af stærðinni tveir til þrír á
Richters-kvarða. Þessi óregla stóð í
nokkra daga á undan.
En svo höfum við líka fengið óreglu
sem ekki hafði neina skjálfta í för með
sér. það koma líka fyrir falskar aðvar-
anir, truflanir sem við getum ekki
skýrt og reynast ekki vera tengdar
skjálftum. Við gemm okkur ekki
neinar vonir um að þessi aðferð verði
örugg vísbending en svona með öðm
gæti hún hjálpað til. Það er sjálfsagt að
prófa hana. Hún er ekki svo dýr í fram-
kvæmd. En þetta er allt á tilraunastigi
ennþá,” sagðiSveinbjörn.
Hann sagði aö engar truflanir hefðu
komið á radon-útstreyminu sem svör-
uðu til þeirra spennubreytinga sem
þenslumælar í borholum hafa að
undanfömu mælt á Suðurlandi.
„Síðasta skýra tmflun sem ég man
eftir að við fengum var á Laugalandi í
Holtum. Það var truflun sem hefði
getað tengst Heklugosinu 1980. Þegar
Hekla fór af stað kom fram truflun á
Laugalandi. En viö höfum ekki fengiö
neitt núna nýlega í ætt við það sem
hefur verið að sjást á þessum þenslu-
mælum,” sagði Sveinbjörn Bjömsson
eðlisfræðingur. -KMU.
Tölvuborð
Prentaraborð
Ritvélaborð
TIL AFGREIÐSLU STRAX
Konráð Axelsson
Ármúla 36 — SÍMI 82420
Bókav. Sigfúsar Eymundssonar Reykjavík
Bókaval Akureyri
Bókav. Jónasar Tómassonar ísafirði
YEAR
GEFUR 0'RETTA GRIPID
FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING
HF
Laugavegi 170-172 Sími 21240