Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Síða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR11. MAI1983. ;
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd 13
Lifði af
fall úr
50
metra
háu
mastri
Kona, sem kastaði sér niöur úr
48,7 metra háu mastri í Lafayette í
Indiana, lifði af fallið en brotnaði
illa. Björgunarmenn og ljósmynd-
arar voru áhorfendur að þessu en
fengu enga hjálp veitt.
Þegar komið var meö hana inn á
sjúkrahús eftir fallið, reyndust
meiðsli hennar ekki lífshættuleg.
En það kom í Ijós aö hún var ekki
heil á geðsmunum.
Konan hafði klifraö upp í mastrið
eftir að hafa klessukeyrt bíl sinn á
tré. Menn urðu þessa strax varir og
þar sem þetta var háspennumastur
varð uppi fótur og fit en straumur-
inn var rofinn áöur en slys hlaust af
honum.
Prestur og ráðgjafar voru fengn-
ir á staðinn til þess að reyna að tala
um fyrir konunni og einn af línu-
mönnum rafveitunnar í Indiana
klifraði upp í mastriö til hennar,
éins og meðfylgjandi myndir bera
með sér. En konan fikraði sig þá út
á eina þverslána, efst í mastrinu.
Þegar konan hékk á höndunum í
þverslánni var hún í rauninni 27
metra yfir jörðu. Lét hún sig falla
þegar bjargvættur hennar hugðist
rétta henni hönd. Lenti hún á vír-
stagi og kom niður á aðra þverslá,
neöar. Aftur klifraði maðurinn út á
siána en áöur en honum tókst að ná
til konunnar féll hún áfram niður.
Hafnaði hún í runna.
Kar jalainen segir sig
úr Miðflokknum
Bankast jori f innska seðlabankans umdeildur vegna áfengisvandamáls
Ahti Karjaleinen, hinn 60 ára gamli
bankastjóri Finnlandsbanka og fyrr-
um forsætisráðherra, sagöi sig í gærúr
Miðflokknum og er það taliö mikið
áfall fyrir flokkinn þar sem Karjalein-
en hefur um langt árabil verið einn
áhrifamesti maður hans.
Orsögn Karjaleinens úr flokknum
má rekja til þess að Várrenen formað-
ur Miðflokksins gekk nýveriö ásamt
þremur af forvígismönnum flokksins á
fund Karjaleinen og hvöttu hann til að
segja af sér bankastjóraembættinu
vegna persónulegra vandamála. Með
því var átt við hið velkunna áfengis-
vandamál Kar jaleinens.
Karjaleinen móðgaöist og sagöi sig
úr flokknum.
Flokksbræðrum hans mun hafa þó
gengiö gott eitt til, því að þeim var
Ahti Karjalainen, seðlabankastjóri
Finna, hefur átt við áfengisvandamál
að stríða, sem spillti meðal annars
fyrir möguieikum hans til þess að
verða Finnlandsforseti eftir
Kekkonen.
kunnugt um, aö Jaatinen þingmaður
og formaður bankaráðs Finnlands-
banka ætlaöi á fundKoivisto forseta og
fá hann til þess að setja Karjaleinen á
eftirlaun fyrir aldur fram. Vildu
flokksbræðumir telja Karjaleinen á að
verða fyrri til og segja af sér með fullri
reisn en höfðu ekki árangur sem erfiði.
Stjóm Finnlandsbanka kom saman í
gærkvöldi til að ræða framtíö Karja-
leinens, en áfengissýki hans hefur
valdið bankanum margháttuðum
vandamálum, m.a. varð að fresta
gengisfellingu finnska marksins í
haust vegna þess að Karjaleinen var á
kendiríi.
Karjaleinen hefur tvívegis verið for-
sætisráðherra og þrívegis utanríkis-
ráðherra auk ýmissa trúnaðarstarfa
annarra sem hann hef ur gegnt.
-GA J í Lundi
Ihaldsflokkurinn með
15% meira fylgi en
Verkamannaflokkurinn
Ihaldsflokkurinn naut 15% meira
fylgis en Verkamannaflokkurinn í
skoðanakönnun sem birt var í Bret-
landi í gær. Er þaö mesti munur sem
sésthefur ískoöanakönnunum í vetur.
I skoðanakönnuninni, sem birtist í
Daily Star, kom fram að 71% þeirra
sem spurðir voru töldu að Margaret
Thatcher forsætisráðherra hefði gert
rétt í því á mánudaginn að boða til
þingkosninga 9. júní, eða ellefu mánuð-
um fyrr en hún þurfti.
Samkvæmt niöurstöðum þessarar
skoöanakönnunar njóta íhaldsmenn
46% fylgis, Verkamannaflokkurinn
31% og kosningabandalag frjálslyndra
og jafnaðarmanna 21%. — Könnunin
tók til eitt þúsund manna í 53 k jördæm-
um.
Forskot Ihaldsflokksins í fylgiskönn-
unum hefur til þessa í vetur verið milli
8 og 11% og ráðgjafar Thatcher hafa
varað hana við því að búast mætti við
að bilið minnkaði í kosningabaráttu.
Ófriðarblikur
álofti
yf ir Líbanon
Tilraunirnar til þess að fá útlendu dragi milli Sýrlendinga og Israela í
herina brottflutta frá Líbanon virðast Líbanon.
strandaðar í bih en í staöinn eru vakn- Utanríkisráðherra Sýrlands lét hafa
aðar áhyggjur af því að til ófriðar eftir sér í gær að hann teldi líklegt að
Israelar hyggðu á árás á Sýrland.
Damaskus-útvarpið sagöi í gær að
fjandskapur af hálfu Israels mundi
leiða til skefjalauss stríðs.
Mikil spenna er í lofti í Bekaa-
dalnum í Líbanon, þar sem heraflar
ísraels og Sýrlands standa augliti til
auglitis hvor við annan. Frést hefur af
liðsflutningum Sýrlendinga síöustu
viku til Líbanons og jafnframt heyrist
að skæruliðar PLO hafi fjölgað í sínu
liði.
Talsmenn Washington-stjómarinnar
telja þó ekki hætta á því að styrjöld
brjótist út.
Sþennan hefur magnast enn meir
eftir aö Sýrlendingar hafa tregðast við
að ganga inn í samninga með Israel og
Líbanon um brottflutning alls erlends
herliðs frá Líbanon.
s
Verjendumir
sjálfirhand-
teknir
Fjórir lögfræðingar á Kúbu, sem
tekið höfðu að sér vamir verka-
manna er sakaðir voru um aö
reyna að stofna óháð verkalýðsfé-
lög á borð við Einingu i Póllandi,
hafa verið handteknir.
Skjólstæðingar þeirra, f imm tals-
ins, höföu í fyrstu verið dæmdir til
dauða fyrir „iðnaöarskemmdar-
verk” en refsingin síðarmilduðí30
ára fangelsi.
Fríöarpostular
illaséðiríSovét
Einn af friðarhreyfingarpostul-
um Sovétríkjanna, Sergei Batovr-
in, sem um mánaðartíma var lok-
aður inni á geðveikrahæli 1982, hef-
ur nú fengið boð um vegabréfsárit-
un til þess að flytjast til Vestur-
landa. Þykir vinum hans líklegt að
hann þiggi það.
Hinn 26 ára gamli Batovrin er
listamaður og einn af stofnfélögum
óopinberra friðarsamtaka, sem
höfðu á stefnuskrá sinni að efla
traust milli Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna.
Nær allir stofnfélagarnir sættu
varðhaldi og innilokun mismun-
andi lengi í fyrra. Batovrin sætti þó
mestu afarkostunum.
Ömmumar smygl-
uðukókaíni
44 ára gömul amma hcfur verið
dæmd í Los Angeles fyrir stjórn á
„ömmu-mafíunni” svonefndu, er
milligöngu hafði um að koma tug-
um milljóna dollara hagnaði af
ólöglegri kókaínsölu í umferð svo
aðlítiðbæriá.
Auk þess hafði mafían smyglað
kókaíni fyrir enn fleiri milljónir
dollara.
í mafíunni voru miðaldra konur
og menn sem á milli heimsókna til
bama sinna og barnabarna fóru á
milli með kókaínsendingar og fjár-
fúlgur sem stóm smyglhringamir
þurftu að koma á peningamarkað-
inn, án þess að vekja grun.
Nógaðgera
hjáherréttinum
Alis hafa 32.650 manns verið
dæmdir í Tyrklandi af herréttinum
fyrir pólitíska glæpi. Þá er átt við
frá þeim tíma sem herlög voru
leidd í gildi og til marsloka þetta
ár.
Herlög tóku að vísu gildi 22 mán-
uðum áður en herinn rændi völdum
(12. september 1980) en flestir
þessir dómar hafa falliö eftir það.
117 voru dæmdir til dauða (23
hefur verið framfylgt). 141 var
dæmdur í lífstíöarfangelsi en 433
fengu 20 ára fangelsi eða meir. Aðr-
ir sluppu meö vægari dóma.
Solzhenitsyn
heiðraður
Sovéski nóbelshöfundurinn Alex-
ander Solzhenitsyn veitti í
Buckinghamhöll í gær viðtöku
Templeton-verðlaununum fyrir
framlag hans til trúarinnar.
Það var Filipus prins sem
afhenti Solzhenitsyn 110 þúsund
sterlingspundin er viöur-
kenningunni fylgir.
Skáldið, sem annars fer afar
sjaldan út af heimili sínu í Banda-
ríkjunum, flutti ræðu við þetta
tækifæri. Sagði hann að öll 20. öldin
hefði sogast inn í hringiðu sjálfs-
eyðingar. Lá hann Vesturlöndum á
hálsi fyrir aö reiða sig meira á
„kjamorku-regnhlíf” en á „djörf
hjörtu og staðfasta menn”.
Kirkjaeyði-
lagðistíflug-
eldasprengingu
Flugeldabirgðir, sem staflað
hafði verið í kirkju í Mexíkó,
sprungu í fyrrakvöld þegar altaris-
ganga fór fram í kirkjunni. Fórust
30 manns en 250 meiddust.
Flugeldana átti aö nota þegar