Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Side 10
10
DV. MIÐVIKUDAGUR11. MAl 1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Valdajaf nvægið í Asíu:
Japanir
íhuga nú
ný úrræði
Hugmyndir Japana um það hvernig berí að verjast útrás sovéska flotans og verja flutningaleiðir til og frá
landinu.
Fyrir tæplega mánuöi kom í opin-
bera heimsókn til Japansaöstoöarut-
anríkisráöherra Sovétríkjanna, Kap-
itsa aö nafni, og verður ekki sagt aö
tekiö hafi veriö á móti honum mjög
hjartanlega. Þaö er kannski skiljan-
legt að Japanir hafi ekki tekið gestin-
um vel, þar sem hann haföi áöur
komið til Singapore og þar fordæmt
þaö sem hann kallaði „hervæðingu
Japana”. Þetta sannar þaö aö í al-
þjóöasamskiptum er sannleikurinn
ekki alltaf sagna bestur því aö óneit-
anlega stefna Japanir nú aö því aö
efla mjög herbúnað sinn og hafa lýst
sig reiðubúna til þess að takast á
hendur veigameira hlutverk í varn-
armáium síns heimshluta en þeir
hafa gegnt til þessa, eftir stríö.
Þessari stefnubreytingu Japana
hefur verið misvel tekiö af þeim sem
málið snertir. Bandaríkjamenn eru
frekar ánægöir. Sovétmenn hafa tek-
iö þessu mjög illa. Og nágrannaríki
Japana, Filippseyjar, Indónesía,
Malaysía og Singapore eru mjög
beggja blands.
Allt frá stríöslokum hefur þaö ver-
ið þegjandi samkomulag risaveld-
anna að Japan skyldi teljast vera á
áhrifasvæði Bandaríkjamanna. Á ár-
unum kringum Kóreustríðið varö
þaö svo uppi á teningnum, þegar
Bandaríkjamenn vildu efla banda-
menn sína í þessum heimshluta aö
„vamarlið” Japana varö til. Þaö
hefur ætíö verið skipulagt á þann
hátt að ótvírætt væri um varnarlið aö
ræöa, veriö mannfátt og fjárframlög
til þess sáralítil, með tilliti til auö-
legöar Japana.
Undir lok Víetnam-stríðsins lét
Nixon, þáverandi Bandarikjaforseti,
á sér skiljast aö hann teldi sjálfsagt
aö bandamenn Bandaríkjanna tækju
nú meiri þátt í vörnum sínum er.
hingað til, og fylgdi þetta í kjölfar þess
aö Bandaríkjamenn drógu sig nokk-
uö inn í skel sína eftir ósigurinn í
Víetnam. Þaö var svo áriö 1976 aö
japanska þingiö samþykkti „alls-
herjaráætlun” um styrkingu „vam-
arliösins” þó aö sú samþykkt væri á
sinn hátt frekar loöin og án ákveö-
inna tímamarka.
Þaö var svo þegar samband milli
austurs og vesturs fór hríðversnandi
í kjölfar innrásarinnar í Afghanistan
ogannarra atburða, aðný „óstöðug”
svæði uröu til, sérstaklega Persaflói,
og sífellt bar meir á hinum sístækk-
andi sovéska flota. Þar meö breyttist
samband Japans við Bandaríkin,
sérlega varðandi vamarmál og sam-
starf milli herja þjóðanna hófst að
marki. Áriö 1980 tóku svo japanskar
flotadeildir í fyrsta sinn þátt í sam-
eiginlegum flotaæfingum meö
bandarískum, kanadískum, áströlsk-
um og nýsjálenskum flotadeildum.
1982 vom svo haldnar sameiginlegar
æfingar fyrir landher Japana og
Bandaríkjamanna.
Þaö er hins vegar vert að undir-
strika þaö aö þó aö flestir telji núver-
andi forsætisráöherra Japana,
Nakasone, manninn aö baki þessum
breytingum er þaö í reynd fjarri því
rétt. Uppbyggingaráætlun sú sem
japanski herinn starfar eftir nú og
kennd er við hervæðingu var sam-
þykkt nokkm áöur en Nakasone tók
viö embætti. Munurinn á Nakasone
og fyrirrennurum hans í embætti er
fyrst og f remst sá aö hann talar held-
ur óvarlegar en þeir. Þannig vakti
yfirlýsing hans um að breyta ætti
Japan í ósökkvandi flugmóðurskip
mikla athygli og umtal.
En á hverju byggjast hugmyndir
Japana um eöli hugsanlegra átaka
og upphaf þeirra? 1 franska dagblaö-
inu Le Monde er vitnað til háttsetts
starfsmanns í japanska vamarmála-
ráöuneytinu þar sem hann lýsir
hugsanlegum átökum. Þau mundu
hefjast utan Kyrrahafssvæðisins, en
fljótlega veröa alheimsstyrjöld milli
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna.
Líklegast er að átökin muni eiga upp-
haf sitt á svæðinu umhverfis Persa-
flóa og á Indlandshafi. Japanir hafa
hugsað sér hlutverk sitt vera að loka
mikilvægum sundum, Tsushima,
Tsugaru og Soya og loka þannig
sovéska flotann, sem siglir frá Vladi-
vostok, inni á Japanshafi. Þá er þaö
einnig hugmyndin að japanskur her-
afli hafi getu til þess að halda uppi
eftirliti í lofti og á legi í allt aö 1500
kílómetra suöur á bóginn frá Japan
og draga varnarlínu milli eyjanna
OkinawaogGuam.
Þaö er Ijóst að allir taka þessar
fyrirætlanir Japana alvarlega.
Sovétmenn hafa tekiö þær svo alvar-
lega, að þeir hafa hótað að flytja
fleiri SS-20 til Austur-Síberíu, en þeir
hafa þar þegar 108 slíkar flaugar,
ásamt 70 sprengjuflugvélum af hinni
fullkomnu Backfire gerð. Og Kín-
verjar hafa heldur ekki tekið fréttum
af fyrirætlunum Japana vel, en þar
ræður mestu hversu vel menn minn-
ast heimsstyrjaldarinnar síöari og
framferðis Japanaþá.
Þaö eru einmitt minningar frá því í
síðari heimsstyrjöldinni, sem einnig
valda því aö ríki SA-Asíu, sem sam-
kvæmt öllum aðstæöum ættu aö vera
helstu bandamenn Japana, hafa ekki
tekiö undir hugmyndir Japana af
fyllstu einurö. Hið fyrirhugaða 1500
kílómetra varnarbelti Japana myndi
færa áhrifasvæði þeirra nánast upp
aö ströndum Filippseyja. Einnig hef-
ur þaö reynst nokkurt deiluefni milli
Japana og ASEAN-landanna,
(Filippseyja, Indónesíu, Malaysíu og
Singapore), hversu illa Japanir taka
erlendum innflutningi, en þaö hefur
reynst mjög erfitt að koma unnum
vörum á markað í Japan frá þessum
löndum. Japanir vilja helst ekki
flytja inn frá þeim annað en hráefni.
Auk þess er vitað að Marcos Filipps-
eyjaforseta likar ekki sú efnahagsað-
stoð, sem hann fær frá Japan, og vill
fámiklumeira.
Nú í vikunni var Nakasone forsæt-
isráðherrá Japans einmitt á ferð um
ASEAN-löndin þar sem þessi mál eru
til umfjöllunar. Ekki er vitaö riá-
kvæmlega hvernig þær viöræöur
gengu eða hver árangur varö af
þeim, en fréttaskýrendum bar þó
saman um það aö þaö væri merki um
aö árangur heföi náðst, hversu lítið
var rætt opinberlega um hemaöar-
áformJapana.
Það er hins vegar ástæöa til þess
aö efast um vilja Japana sjálfra til
þess aö auka útgjöld sín til varnar-
mála. Nú er þaö í sjálfu sér eðlilegt
aö ríki sem á velgengni sína svo al-
gerlega undir frjálsum flutningum
til og frá landinu sem Japanir,
hyggi aö aöferðum til að verja flutn-
ingaleiðir sínar. Og Japanir flytja
inn nánast alla sína orku og allt sitt
hráefni, um leið og þeir eiga allt sitt
undir útflutningi. En velgengni Jap-
ana í efnahagsmálum á síöustu ára-
tugum hefur veriö slík að þeir hika
viö að hrófla viö efnahagskerfi sínu.
Þeir hafa eytt afar litlu fjármagni til
landvama til þessa, en reitt sig á
vemd Bandaríkjamanna. Nú er sú
vörn að sjá ekki eins sterk og hún
áður var og komið að því að Japanir
verða að hyggja að eigin vörnum. En
þrátt fyrir yfirlýsingar forsætisráð-
herrans og mikiö umtal sér hinnar
breyttu stefnu ekki svo mikil merki.
Nú er í gildi fimm ára áætlun um
eflingu landvarna í Japan sem sam-
þykkt var 1982 og gildir til 1987. Sam-
kvæmt þeirri áætlun var gert ráö
fyrir því aö útgjöld til vamarmála
ykjust um sem svaraöi 10%, miðað
við fast verölag. Þessu marki hefur
ekki enn verið náö. Aukningin fyrir
þetta fjárlagaár í Japan er aðeins
5%.
Nú skyldu menn ætla aö annað eins
risaveldi í iönaöi og Japan er ætti
ekki í erfiðleikum með aö byggja upp
fullkomna hertækni. En staðreyndin
er sú aö víöa er japanskur iðnaður
illa i stakk búinn til þess að taka upp
hergagnaframleiöslu. Að vísu standa
Japanir framarlega í ýmiskonar
rafeindatækni, svo sem í smíöi kaf-
bátaleitunartækja, en svo dæmi sé
tekið úr flugvélaframleiðslu, standa
þeir langt aö baki flestum herveld-
anna í smíði afkastamikilla flugvéla-
hreyfla sem nauðsynlegir em í f ram-
leiöslu nútíma omstuflugvéla. Eitt
stærsta iönfyrirtæki Japana, Mitsu-
bishi, framleiöir sáralítið af her-
gögnum til dæmis. Og útgjöld
Japana vegna rannsókna tengdra
vamarmálum eru sáralítil, innan viö
eitt prósent af heildarútgjöldum til
vamarmála, en sambærilegar tölur
fyrir Bandaríkin, Frakkland og Bret-
land em fimmtán prósent. Það er því
ljóst að ótrúlega miklar skipulags-
breytingar em forsenda fyrir því að
hin nýja varnarmálastefna Japana
verði annað en orðin tóm.
Það er hins vegar ólíklegt að aftur
verði snúið, þrátt fyrir erfiðleikana.
Japanir gera sér grein fyrir því aö
forgangsröð Bandaríkjamanna í viö-
fangsefnum á alþjóðlegum vettvangi
er þeim ekki í hag. Bandaríkjamenn
leggja mesta áherslu á Persaflóa,
þar sem er Akkillesarhæll Vestur-
veldanna.
Síðan kemur Evrópa og loks i
þriöja sæti Austur-Asía. Og Japanir
hljóta aö spyrja sjálfa sig hvað gerð-
ist ef Sovétríkin teldu sér ógnað af
Japönum og réðust gegn þeim.
Myndu Bandaríkjamenn, ef til
sovéskrar innrásar I Japan kæmi,
taka áhættuna á kjamorkustríöimeö
því að senda k jamaskeyti gegn SS-20
flaugunumíSíberíu?
1 stystu máli sagt má segja að mál-
flutningur Reagans Bandaríkjafor-
seta þess efnis að Bandaríkin hafi
dregist aftur úr Sovétríkjunum, hafi
valdið því aö Japönum sýnist nú
kjamorkuvopnahlíf Bandaríkjanna
ekki meö öllu trúveröug og aö nú
veröi þeir aö grípa til eigin ráða.
Japanska varnarliðið erlitið og iiia vopnum búið. Mun það breytast?