Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Side 12
12
DV.MIÐVIKUDAGURll. MAI1983.
*-
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
Tvömikilvægmálefni:
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
AðstoOarrilstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Augtýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
RÍtstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun:
ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 19.
Áskriftarverð á mánuði 210 kr. Verð í lausasölu 18 kr. Helgarblað 22 kr.
Úthlaup krata
Krafa Alþýðuflokksins um að fá forsætisráðherra í
nýrri „Stefaníu” er skiljanleg en framsetning hennar á
þessu stigi var ekki rökrétt, hefðu alþýðuflokksmenn ein-
hvem áhuga á því stjómarmynstri.
Stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks einna
saman yrði ekki fyrirfram vinsæl stjórn. Að vísu eru
menn gleymnir. En afleiðingar síðustu samstjórnar þess-
ara flokka urðu fylgishrun þeirra beggja. Því hefur verið
áhugi, bæði meðal sjálfstæðismanna og framsóknar-
manna, á að breyta frá þessu stjómarmynstri.
,,Menn em sammála um, að það sé óráðlegt að fara
með Framsóknarflokknum einum í stjóm,” sagði
Sigurður Öskarsson, formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðis-
flokksins, um afstöðu verkalýðsmanna í viðtali við DV í
gær. Þeir vilji ekki fara í ríkisstjórn eins og hún var
1974— 78. Margir framsóknarmenn eru svipaðrar skoð-
unar. Þetta eru dæmi um afstöðu talsvert öflugra hópa í
flokkunum, þótt þau útiloki engan veginn, að slík gæti
orðiðniðurstaðan.
Af þessu leiddi, að reynt hefur verið að fá Alþýðuflokk-
inn með í stjórn með þessum flokkum. Þó hafa Sjálf-
stæðisflokkur og Framsóknarflokkur öflugan þingmeiri-
hluta, 37 af 60 þingmönnum. Þeir höfðu yfirgnæfandi
þingmeirihluta í ríkisstjóminni 1974—78.
Alþýöuflokksmönnum var strax ljóst, að þeir yrðu
aukahjól undir vagni, nema annaö yrði tryggt með sér-
stökum hætti. Kjósendum Alþýðuflokks yrði þessi staða
ljós. Unnt væri, hvenær sem verkast vildi, að senda
Alþýðuflokkinn heim, hinir tveir hefðu nógan meirihluta
eftir.
Hið sérkennilega var, að Alþýðuflokkurinn skyldi svo
fljótt setja sem skilyrði, að flokkurinn fengi forsætis-
ráðherra. Menn hefðu talið ráðlegra, að fyrst væri reynt,
hvort eitthvert samkomulag gæti oröið milli flokkanna
þriggja, svo sem um efnahagsmálin. Síðan settu alþýðu-
flokksmenn fram skilyrði sín.
Vitað var, að forsætisráðherra yrði alþýðuflokks-
maður. Að minnsta kosti hefðu sjálfstæðismenn þá losnað
undan þeim vanda að velja forsætisráðherra úr eigin
röðum.
Alþýðuflokksmönnum þeim, sem réðu ferðinni, þótti á
hinn bóginn sem staða þeirra yrði slæm, ef unnt yrði að1
benda á, að málefnaágreiningur væri sem næst úr sög-|
unni en þeir létu stjómarsamstarf stranda á karpi um
ráðherrastóla eingöngu. Því var brugðið á þetta ráð.
En fyrst og fremst sést af framferði alþýðuflokks-
manna, að þeir hafa lítinn sem engan áhuga á þessu
stjórnarsamstarfi og gráta þurrum támm, þótt
tilrauninni sé spillt. Þó munu ráðherrastólar hafa
freistað, enda óséð, hver verður framtíð flokksins og for-
ystumönnum umhugað um eigið skinn.
Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
hefur síðustu daga miðað við stjóm þessara flokka
þriggja. Við úthlaup Alþýðuflokksins voru allar tilraunir
hans í voða.Framhaldið er óvíst, þegar þetta er skrifað.
Ölafur Jóhannesson notaði sína tilraun til stjórnar-
myndunar árið 1974 til að mynda stjóm fyrir Geir
Hallgrímsson. Þótt tilraun Geirs mistækist í þessari lotu,
kann síðar að koma upp sú staða, að einhverjir myndi1
stjórn til dæmis undir forystu annars sjálfstæðismanns.
Auk þess muna menn eftir gömlu kempimni, Ólafi
Jóhannessyni, sem þessa daga kveðst hvergi nærri koma.
HaukurHelgason.
Þarf „regnhlífar-
samtök”?
Sjálfstæöisflokkurinn hefur löngum
gumaö af því aö vera stór og
„breiöur”. Auövitaö munar þar mest
um óvirka kjósendur. En aö því ieyti
sem þetta er satt, felst bæöi veikleiki
og styrkur í stærð flokksins.
Styrkurinn er f ólginn í verulegu afli at-
kvæða og stuðningi margra viö ýmsar
tiltektir flokksins. Veikleikinn felst í
því aö stefna flokksins í áróðri og
almennri fylgisöflun er lítt sértæk, en
þaulmótuö dægurpólitík flokksins
aftur á móti séreign lítils hóps. Senni-
legt er aö Sjálfstæöisflokkurinn liðist í
sundur þegar kreppur, stríðshætta og
æ flóknari viöfangsefni gera strangari
kröfur til lífvænlegrar stjórnmála-
stefnu. Og auövitaö bætir sérhags-
munahyggja og hægri stefna flokksins
ekkiþarúr.
Þetta er rifjaö hér upp til þess aö
bera saman Sjálfstæðisflokkinn og
fylkingu óljóst skilgreindra vinstri
manna í landinu. Olíkt Sjálfatæöisftokki
skiptast þeir í mörg hom. Margir álíta
þaö mikinn galla. En í þeim efnum er
ekki allt sem sýnist. Vissulega þarf
vinnandi fólk aö standa saman og
vissulega þarf hér stóran verkalýös-
Kjallarinn
flokkur veröa til á löngum tíma. sem
einkennist af hugmyndafræðilegri bar-
áttu, tilraunum og sóknartilburðum.
Ihaldið er aö verja ástandið og þarf til
þess einfalda og almenna hugmynda-
fræöi. Kommúnistar, sósíalistar,
jafnaöarmenn o. fl. eru fulltrúar
skipulags og tíma sem eru miklu
minna þekktir — ætla aö setja nýtt í
staö gamals. Þeir þurfa miklu sér-
tækari hugmyndafræöi. Þess vegna er
ringulreiöin á vinstri kantinum ekki
eins óeðlileg eins og margur heldur.
Og hvað er eölilegra en aö átök veröi
líka milli þeirra sem vilja búa til nýja
samfélagsskipan og hinna sem telja
sig vinstri menn, sem vilja aöeins
lappa upp á kerfið?
Hinir róttæku á íslandi hafa reynt
AriT.Guðmundsson
• „Að franskri fyrirmynd eru nú allt í einu
starfandi hér þrír flokkar sem koma enn
einni flokkstegundinni á framfæri. . .”
Dafír
I síðustu grein enduöum viö á Snæ-
fellsnesi og nú skulum viö halda vestur
um Dali og sjá hvaö þar mætti hugsan-
lega gera f eröamálunum til gagns.
Fyrst skulum viö líta á vegakerfiö
og samgönguskilyröi. Þegar litið er á
hæð f jallvega kemur í ljós aö Heydalur
er 165 metra hár, Laxárdalsheiði200 m
en Holtavörðuheiöi 407 m. Þaö ætti því
aö vera mun auðveldara aö halda
Dalaleiöinni opinni á vetrum, en til
þess þarf aö ljúka uppbyggingu veg-
anna, einkum austur af Laxárdals-
heiöi. Á þessari leiö verður Búöardalur
aöalþjónustumiöstööin. Annar mikil-
vægur þáttur í vegasambandi Dala og
þá til Vestfjarða er brú yfir Gilsfjörö
utanveröan sem mundi stytta leiðina
um rúma 20 km. Þetta mun vera í at-
hugun.
Þaö er því augljóst að mikilvægar
samgönguæöar liggja um Dalasýslu
enda hefur Búöardalur byggst ört á
síöustu árum meö tilhey randi þjónustu
viö ferðamenn. En hvaö geta menn
gert til aö laða feröamenn gagngert til
Dala og fá þá til að dveljast þar lengur
eöa skemur. Laugar í Sælingsdal eru
þegar orönar sumardvalarstaður og
gætu hugsanlega oröiö stærri staður á
því sviöi meö því aö gefa kost á fleiru
til afþreyingar. Benda má á að lítt
kannaöar gönguleiöir um nærliggj-
andi fjöll gætu orðið áhugaveröar. Þá
er rétt aö undirstrika sögusviö Dala-
sýslu þar sem velþekktir sögustaöir
eru á hverju strái og hvergi á landinu
munu írsku áhrifin hafa verið meiri til
fonia en einmitt í Dalasýslu. Bæði
frá Búðardal og frá Laugum má fara
áhugaverðar einsdags skoöunarferöir
fyrirKiofning.
Vestfirðir
Vestfiröir eru í heild sinni ákaflega
áhugaveröir fyrir ferðamenn og er þar
fjölmargt sem vert er aö skoða. Á
ferðamálaráðstefnu á Isafiröi á síö-
asta ári var ljóst aö áhugi manna þar
vestra á ferðamálunum er aö vakna og
menn sjá þaö betur og betur aö ferða-
málin gætu í framtíðinni oröiö veruleg-
ur þáttur í atvinnumálunum og þar
meö lífsafkomu fólksins. Nýstofnuö
feröaskrifstofa á ísafiröi meö þátttöku
flestra sem hagsmuna hafa þar aö
gæta er spor í rétta átt. Sömuleiðis er
sérleyfið Vestfjaröaleiö meö ýmsar
nýjungar á döfinni. Þetta sýnir aö
áhuginn er vaknaður og svo taka fram-
kvæmdir viö.
Samgöngumálin eru eitt aöalvanda-
máliö sem leysa verður stig af stigi.
Mikinn hluta ársins er þaö næstum ein-
Kjallarinn
Einar Þ. Guðjohnsen
göngu flugið sem leysir vandann, en
þaö er ekki nóg. Samgöngur á landi
veröa einnig aö vera mögulegar bæöi
sumar og vetur. Fjallvegir eru margir
og erfiðir enda þótt margt hafi veriö
lagað á síöustu árum. Margir líta hýru
auga ferju yfir Breiöafjörö milli
Stykkishólms og Brjánslækjar og víst
leysir slík ferja mikinn vanda en hún
leysir ekki allan vandann. Þjóövega-
kerfiö veröur aö vera samhangandi og
fært allan ársins hring eftir því sem
mögulegt er.
Leiöin til Isafjaröar er löng og krók-
ótt en hana má stytta verulega.
Siíkt kostar aö vísu mikið fé og verður
ekki gert í einu vetfangi en sé litiö á
kortiö kemur eitt og annaö í hugann
sem lagt getur af f jallvegi og fært veg- •
inn niður á ströndina og stytt hann um
leið.
Göng
Eg er búinn aö nefna Gilsfjörö sem
er svipað fyrirtæki og Borgarfjarðar-
brúin. Næst má hugsa sér aö leiðin
liggi meö Berufirði og um Reykhóla-
sveit og meö 2600 m brú og uppfyiling-
um þvert yfir fjaröamynnin yfir í
Skálanes. I tengslum viö þaö fyrirtæki
gæti komiö margnefndur möguleiki á •
fiskirækt í Þorskafiröi. Síöan yröi veg-
urinn aö liggja inn meö öllum Kolla-
f irði og úr f jarðarbotni í tveim göngum
2,5 og 1,5 km löngum þvert í gegnum
norðurenda Bæjames- og Svínanes-
fjalla meö viðkomu í Kvígindisfiröi.
Færeyingar eru snöggtum færri en við
en þeir hika ekki viö aö grafa göng í
gegnum sín f jöll þar sem þurfa þykir.
Kleifaheiöi er meira fyrirtæki en
sjálfsagt ekki óyfirstíganlegt. Leiöin
úr Vatnsfirði í Arnarfjörö veröur trú-
lega erfiöasti hjallinn á allri leiöinni til
Isafjaröar. Dýrafjörð má brúa meö
1300 m mannvirki yfir í Höföaodda sem
stytta mundi leiðina um eina 25 km.
Á Djúpleiöinni má halda áfram á
sama hátt. Álftafjörð má brúa (1000
m) viö Langeyri, stytting nærri 20 km.
Hestfjörö má brúa viö Eiöi (1000 m),
stytting 15 km. Skötufjörö má brúa
(1600 m) viö Skarðseyri, stytting 25
km. Mjóafjörö má brúa um Hrútey
(1000 m), stytting 15 km. Isafjörö má
brúa utarlega (1600 m), stytting tæp-
lega 20 km. Þá kemur Reykjanesskóli í
alfaraleið og sömuleiðis Vatnsfjöröur.
Öll Djúpleiðin mundi styttast um eina
100 km eöa tveggja tíma akstur.
Og Patreksfjörð má brúa yfir aö
flugvellinum, en þaö yröi um 1600 m
brú og uppfylling, sem myndi ger-
breyta flugsamgöngum og auk þess
gera mögulega aukna byggö sunnan
fjarðar sem viröist mikið nauðsynja-
mál.
Sumarvegirnir yfir Þorskafjaröar-
heiði og seinna einnig Steingrímsfjarö-
arheiöi veröa aö sjálfsögöu áfram.
Trúlega verður virkjaö í Ofeigsfirði
einhvem tíma í náinni framtíð og þá
koma möguleikar á sumarvegi vestur
yfir Ofeigsfjaröarheiöi sem tengja
mundi Strandir viö Djúpiö og auk þess
gera ÖU vötnin aðgengUeg fyrir fiski-
ræktogveiöi.
Ferðamannabúskapur
I Baröastrandarsýslu eru 2 staö-
ir orðnir feröamannamiöstöövar,
Bjarkarlundur og Flókalundur, og
aukin umferö kaUar á aukna þjónustu
á þessum stöðum. Ef framtíðarvegur
yrði um Reykhóla, eins og áöur er
nefnt, verður þörf ferðamannamiö-
stöövar þar, sérstaklega vegna jarö-
hitans sem er gulls ígildi. Þar er fram-
tíöarstaður þéttbýlis, feröamanna-
þjónustu og aUsherjar náttúruskoöun-
ar viö innanverðan Breiöafjörð auk
ýmiskonar smáiönaðar.
Omar er nýbúinn að sýna okkur
hverfandi byggð á þessum slóöum, og
viröist venjulegur búskapur vera þar á
aUsherjar undanhaldi. Hvemig væri
fyrir jaröeigendur þar vestra aö kynna
sér ferðamannabúskap Kristleifs í
Húsafelli. Þama er víöa unaðslegt
sumarland sem nýta mætti til ferða-
mannabúskapar þótt ekki nýtist á
hefðbundinn hátt. Eg beini því til aUra
jarðeigenda á þessum slóöum aö
kynna sér rækUega þessi mál og sjá
hvort ekki opnist þarna nýir búskapar-
möguleikar sem byggja mætti upp stig
af stigi.
Vatnsfjöröur hefur mikla möguleika
tU aö veröa mikil feröamannamiöstöö.