Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Page 13
DV. MIÐVIKUDAGURll. MAl 1983.
13
ýmsar leiðir í skipulagsmálum. Þeir
hafa starfrækt ,strangan, miðstýrðan
kommúnistaflokk, reynt aö breyta
litlum samtökum æskufólks í nýjan
slíkan, — og haldiö uppi einum (eða
fleiri, ef menn vilja skilgreina vinstri
flokk vítt) „breiðum” umbótaflokki,
sem starfar nákvæmlega eins og hver
annar borgaralegur flokkur, t.d.
Alþýðubandalagið.
Að franskri fyrirmynd eru nú allt í
einu starfandi hér þrír flokkar sem
koma enn einni flokkstegundinni á
framfæri. Hér er um að ræða svokölluð
„regnhiífarsamtök” eða samfýlkingu
þar sem lágmarkskröfur eru gerðar
um málefnasamstöðu, byggt er á
einföldu meirihlutavaldi, og mörgum
flokksfélögum og ólíkum leyft að
starfa saman.
Alþýöuflokkur breytti lögum sinum
í þessa átt 1981, nýstofnaö Bandalag
jafnaðarmanna starfar í þessum anda
og fram er komin tillaga um að breyta
Alþýðubandalagi í svona samtök. Og
þá vakna spurningar: Henta þessi
skipulagsform íslenskum kommúnist-
um, sósíalistum og jafnaðarmönnum?
Er hér komin leið til þess að binda
nauðsynlegan endi á (eðlilegt)
sundrungartímabil þessara afla? Er
hér komin leiö fyrir okkur kommúnista
til aö afla hugmyndum okkar betur
fylgis en áður og ná því aö stofna
almennilegan verkalýðsflokk?
Þarf að breyta skipulagi
verkalýðshreyfingarinnar?
Nátengd baráttu fyrir nýju for-
ystuafli launafólks er staöa heildar-
samtaka þeirra — verkalýðshreyfing-
arinnar: Mikil og sanngjörn gagnrýni
á stefnu hennar og starfsaðferðir hefur
lítinn hljómgrunn í aðalflokkunum fjór-
um og meðal þorra verkalýðsfor-
Tillaga um að breyta Alþýðubandalaginu í„regnhlifarsamtök" kom fram á siðasta landsfundi flokksins.
I -
ystunnar. En það er jafnvíst að verka-
lýðshreyfingin er ekki fær um að verja
umbjóðendur sína; hvaö þá breyta
launakjörum umtalsvert í átt til v-
evrópsks launa „standards”.
Ein skýringin á bitleysinu er sú
stefna að launafólk skuli taka fullt tillit
til stööu fyrirtækja, þjóðarbús og ann-
ars þess sem felur arðrán og stétta-
skiptingu eöa réttlætir hvort tveggja.
Hitt er líka að skipulag (og starfshætt-
ir) verkalýössamtakanna hefur ekki
breyst neitt að ráði í hálfa öld. Og hug-
myndir eru margar. Þegar Vilmundur
Gylfason dustar rykið af gamalli um-
ræðu í ASI og ræöir um vinnustaöa-
félög með vald, rísa upp Guðmundur J.
og Pétur Tyrfingsson (úr Fylkingunni)
og tala um tilræði við hreyfinguna og
að verið sé að leggja til að hún sé leyst
upp.
Þessi tvö mál, regnhlífarsamtök”
og breytta verkalýðshreyfingin á að
ræða á opnum fundi að Hótel Heklu 12.
maí nk. kl. 20.30. Þar verða væntan-
lega framsögumenn frá Alþýðuflokki,
Alþýöubandalagi, Fylkingunni,
Kommúnistasamtökunum og Banda-
lagi jafnaðarmanna.
Ari Trausti Guðmundsson,
kennari.
Ferðamál á Vestf jörðum og í Dölum:
ÁHUGINN VAKNAÐUR
Flókalundur er þar þegar kominn í
unaðslegu umhverfi og þar í nágrenn-
inu er kjörlendi tjaldfólks sem og
hótelfólks, veiöi og gott gönguland. I
næsta nágrenni er Brjánslækur, enda-
stöð Breiöafjarðarferjunnar, væntan-
legur þéttbýliskjami. Heimamenn
hafa þegar áttað sig á gildi ferðamála
og þá er málum borgið.
Látrabjarg er vestasti oddi Evrópu
og jafnframt eitt mesta fuglabjarg
veraldar sem auk þess er mjög
aðgengilegt skoðunar. Það hlýtur að
vera hægt að gera miklu meira með
þessar staðreyndir. I fyrrasumar fór
ég í Látrabjarg og Keflavíkurbjarg í
fylgd með Þórði á Látrum og hann opn-
aöi augu mín enn betur fyrir þeim
undraheimi sem þarna er. Einhvern
veginn finnst mér að flug til Patreks-
fjarðar sé lykillinn að þessum heimi,
en þar eru takmarkaðir gistimöguleik-
ar og auk þess er of langt frá flugvelli
þangað. Brú yfir fjörðinn myndi gjör-
breyta aöstööunni eins og áður er sagt.
Leiðin út á Látrabjarg mundi styttast
verulega og verða hæfileg dagsferð
með viðkomu í hinu frábæra byggða-
safni á Hnjóti í Örlygshöfn. Heima-
menn á Patreksfiröi eiga sjálfir að
vera frumkvöðlar þessara mála.
Fuglaskoöun er orðin vinsæl dægra-
dvöl víða um heim og það eru ekki að-
eins gönguglaöir útivistarmenn sem
þar eru heldur miklu fremur allt annað
fólk sem lítið eða ekkert getur gengið
en vill samt fá að sjá dásemdir lífsins.
Þetta fólk getur og vill greiða fyrir
góða þjónustu og til þeirra þurfum við
að ná. Sjálfur hef ég fariö um Kriiger
þjóðgaröinn í Suður-Afríku og séð
hvað fólk vill leggja á sig til að sjá úr
fjarlægð dýr og fugla. Ég bendi
Patreksfirðingum á Árna Waag til
ráðuneytis þróun þessara mála, hann
er einn reyndasti maður okkar í fugla-
skoöun.
Þingeyri er næsti staður á Vestfjörð-
um sem gæti orðið miðst.öð ferða-
manna en þar eru litlir sem engir gisti-
möguleikar í dag. Áfangamir á Vest-
fjörðum eru það langir að á Þingeyri
vantar eðlilega þjónustumiðstöð.
Ferðamenn hafa viðdvöl ef eitthvað er
viö aö vera, einhvers konar veitingar
o.s.frv. Hálendiö milli Arnarfjaröar og
Dýrafjarðar er mjög gimilegt fyrir
fjallgöngufólk og hefur oft veriö kallað
vestfirsku alparnir en fólk þarf aö búa
einhvers staðar og borða. Ef þessi
frumatriöi em ekki fyrir hendi kemur
fólkið ekki. Ef áöumefnd brú kæmi yfir
Dýrafjörö styttist leiðin út með firöin-
um að noröan og y fir á Ingjaldssand og
áfram veröur hægt að fara inn í
fjarðarbotn og ganga á Sjónfríö og
Glámu. Og svo eru Mýrar og æöar-
varpið þar mikilvægt aðdráttarafl sem
feröamenn gætu fengið aö kynnast úr
„hæfilegri fjarlægð” og í leiðsögn
heimamanna.
Isafjörður er miðstöð Vestfjarða,
þar er komin fullkomnasta aðstaðan til
móttöku feröamanna og þar koma all-
ar samgönguæðar á sjó, í lofti og á
landi saman og þaðan liggja gjarna
leiðirnar um alla Vestfirði f jær og nær.
Nýbyggt hótel er stórt skref í fram-
faraátt ferðamála á Isafirði og sumar-
hótelið í Menntaskólanum er þörf við-
bót á háannatímanum yfir sumarmán-
uðina.
Skíðalönd Isfirðinga eru frábær en
mættu vera betur auglýst. Menn
skyldu athuga þaö aö sól kemur fyrr á
Seljalandsdal en niöri í sjálfum bænum
og veðurblíöa er einstök á Isafiröi á
sumri sem vetri. Isaf jörður ætti því að
vera meiri vetraríþróttastaöur en nú
er. Þar þarf trúlega aö koma meira til
samvinna við ferðaskrifstofur um sölu
þessararþjónustu.
Hótelá
Hornströndum
Homstrandir eru eyðibyggðir norð-
an Djúps og þangað hefur fólk leitað í
vaxandi mæli undanfarin ár, en hverj-
ir eru það sem þangað leita? Trúlega
mestmegnis göngu- og tjaldfólk sem
lítils þarfnast nema flutnings til og frá.
Þetta göngu- og tjaldfólk er ekki nema
lítið brot af þeim ferðamönnum sem
gjarna vildu gista og líta Hornstrandir
augum. Dagsferðir Djúpbátsins em
ágætar til snöggra kynna en ekki nema
snöggra kynna. Ég sagði það á ferða-
málaráðstefnunni á tsafirði að hótel á
Homströndum væri það sem koma
mundi. Og það er mál málanna þar. I
náinni framtíð hlýtur að koma hótel á
Hornströndum og fleira en eitt. I Aöal-
vík er rúm fyrir gistiaðstöðu á hótel-
vísu að sumarlagi. Þama er fjöldi
sumarbústaða, flugvöllur, vegarspotti
yfir í Rekavík bak Látur og upp á fjall-
ið þó að eitthvað þurfi hann lagfæring-
ar við.
Miðstöð Hornstranda verður samt í
Hornvík. Þar verður að koma gott hót-
el fyrir sumargesti. Auövelt er að
virkja einhverja ána til ljósa og upphit-
unar. Þama getur orðið algjör paradís
fyrir þá sem njóta vilja óspilltrar nátt-
úru og finna sjálfa sig í einveru eða
góðum félagsskap norður undir heims-
skautsbaug. Það getur vel verið að það
taki nokkum tíma að auglýsa upp slík-
an stað en það er örugglega hægt aö
finna fullt af fólki sem vill komast út
úr skarkala heimsins og njóta óspiUtr-
ar náttúm við heimsskautsbaug í full-
komnum þægindum. Gera veröur
göngustíga um Homvík, setja göngu-
brú yfir Hafnarós og flugvöll á Háu-
melum. Göngustígamir verða aö vera
út á Horn og út á Langakamb í Hæla-
víkurbjargi. Á báöum þessum stöðum
er hægt aö skoöa fuglalífið í þessum
miklu fuglabjörgum. Víða er einnig
hægt að tína krækling og steikja viö
fjörubál í miðnætursól. Þama er eng-
inn endir á lífsnautninni mitt í dásemd-
umnáttúrunnar.
Þriðji staðurinn sem gæti orðið
ferðamannamiöstöð með gistiaöstöðu,
er Reykjafjöröur. Þar er að vísu hafn-
leysa en í næsta firði, Þaralátursfirði,
er lífhöfn eða svo sagði mér Guðmund-
ur Guöjónsson frá Þaralátursfirði. I
Reykjafirði er jarðhiti og sundlaug,
sem er mjög mikilvægt, og þaðan eru
úrvals gönguleiðir um fjörur og fjöll,
eitthvað við allra hæfi.
Djúpbáturinn hefur aukið skoöunar-
ferðir um Isafjarðardjúp og Jökulfirði
enda mjög margt þar aö sjá en hugsan-
lega gætu þeir bætt viö sig minni bát-
um til skoðunarferða með litla hópa
sem nú leita á náðir fiskibáta sem ekki
eru ætlaöir til fólksflutninga.
Einar Þ. Guðjohnsen.
„Einhvern veginn finnst mér að flug til Patreksfjarðar sé lykillinn að þessúm heimi, en þar eru takmarkaðir gistimöguleikar og auk þess er of langt
frá flugvelli þangað. Brú yfir fjörðinn mundi gjörbreyta aðstöðunni."