Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Blaðsíða 14
14 .mtIAM.il HUOaÖUMVC DV. MIÐVKUDAGUR11. MAl 1983. ■ Óréttlæti vegna hækkana á búvörum veröi leiðrétt tafarlaust. HVERNIG MA EYÐA VERÐBÓLGU? Hvaö er þjóöfélag? Þaö er eða ætti aö vera samfélag manna, stofnsett til aö auövelda mönnum lífiö á þessum hnetti, öllum mönnum. Ef þaö auöveldaöi ekki mönnum lífiö væri engin ástæða til aö stofnsetja þaö og hver og einn gæti lifaö útaf fyrir sig, hvemig sem þaö endaöi. En hvernig hefur þessi stofnun staðið sig? Við skulum athuga þaö. Lýðve/dið ísiand —- ár 1983 I dag hækkuöu landbúnaðarvörur um 20% til 40% vegna kauphækkana annarra stétta í landinu og kostnaðarliöa sem eru afleiðingar af þeim. Þar sem ljóst er aö þessar hækkanir á landbúnaðarvörum hafa stórlega skert kaupmátt launa í landinu og leiöréttingu á því ekki aö vænta fyrr en eftir 3 mánuði, legg ég til aö slíkt óréttlæti veröi leiðrétt tafarlaust. Þaö er ekki forsvaranlegt aö láta slíkt viögangast í okkar þjóö- félagi. Eg legg til aö það veröi tafar- laust sett á fót nefnd til aö leiðrétta þetta. Þaö er aö sjálfsögöu ekki hægt aö hlunnfara bændur heldur. Eg sting því upp á því aö í nefndinni veröi aðilar frá launþegum og bændum. Nefndinni er ætlaö að sjá um aö ekki hallist á launþega né bændur í launaútreikningi. Nefnd- inni er skylt að sjá um aö þaö taki sem minnstan tíma aö reikna út laun hvers um sig. Nefndinni er skylt aö nota tölvur við alla útreikninga svo þaö taki sem stystan tíma. Ég get ekki séö aö þaö sé fráleitt aö slíkir útreikningar gætu átt sér staö daglega. Ég er sannfærður um aö með þeirri tækniþróun sem á sér staö mætti stytta þennan tima verulega,' allt niður í klukkutíma. Ég get ekki séö betur en hver launþegi og allir bændur þyrftu aö hafa sérstakt móttökutæki, sem væri í beinu sambandi viö nefndina. Ég sé ekki betur en aö við gætum komið upp stórkostlegum rafeindaiönaöi í sambandi viö þessa sjálfsögöu leiö- réttingu á kjörum landsmanna. Viö gætum sjálfir framleitt launahækk- unarmóttökutækin fyrir launþega og skaffaö fjölda launþega atvinnu. Ég veit ekki hvort þaö er ástæöa til aö sína fram á þær hækkanir sem yröu ef viö stofnuðum svona nefnd. Viö þurfum þess ekki, við höfum svona nefnd, hún vinnur bara ekki eins hratt og ég sting upp á. Þetta er virkilega hluti af því þjóö- félagi sem viö erum þátttakendur í og þaö er margt jafngeöveikt og þetta. Óskapnaður I hreinskilni sagt hef ég veriö aö reyna aö skilja hvemig þetta sam- félag okkar er hugsaö. Við verðum aö gefa okkur þá forsendu aö það sé samfélag allra manna og hvert er þá hlutverk þess? Aö gera einstakling aö skattnúmeri og setja á hann óbærilegar kvaöir sem hann rís ekki undir? Aö hygla aöeins örfáum einstaklingum eöa gefur þaö öllum sama rétt? Staðreyndin er sú aö viö höfum byggt upp þjóöfélagsóskapnað sem er illa innrættur og illskeyttur, hann svífst einskis þegar hans hags hags- munir eru í veði. Hann hefur komiö á boöum og bönnum sem stefna að því aö útrýma sjálfsögöu frelsi einstakl- ínga til athafna og geröa. Þessi óskapnaöur er löngu búinn aö gleyma því aö hann átti aö vera til þjónustu viö alla menn. Er hægt aö lækna óskapnaðinn? Eflaust ekki, þaö hafa margir góðir menn reynt en ekki haft árangur sem erfiöi. Þaö má vera aö enginn hafi áhuga á að breyta skepnunni. En ég ætla samt að koma með tillögu til breyt- ingar á einum þætti í fari óskapn- aðarins, en þaö hefur að gera meö hvemig viö hugsum um peninga. I mínum huga eru peningar vinnu- stundir einstaklinga, erfiði þeirra og strit. Peningar eru vissulega ávísun á vinnustundir og verðmæti. Verömæti er þaö sem viö teljum vera verömætt. Annaðhvort vegna vinnu sem hefur verið lögö í viðkomandi verömæti eða eitthvaö sem við höfum óvenjumikinn áhuga á aö eignast. Gjaldmiöill í kerfi sem viö búum viö er mjög merkilegt fyrirbrigði. Þeim sem hafa skapað lög og reglur fjármagnsins hefur tekist aö gera fjármagn að sjálfstæöu afli og þaö svo mögnuðu aö þaö ræðst ekkert viö þaö. Þaö er virkilega þaö sem stjórnar öllum hlutum á þessum hnetti. Eins og fjármagn vinnur í dag orsakar þaö eitthvert magnaðasta þrælahald sem þekkist. Fjármagn hefur þá náttúru að þaö dregur til sín meira fjármagn. En hvaöan? Hvaö er þaö sem myndar verömæti? Þaö er vinna, vinnustundir einstaklinga. Hávaxtaákvöröun þýöir því einfald- lega ákveöinn vinnustundafjölda frá þeimsemvinna. Veröbólgan er móöir vaxtanna, en sú móðir er ekki góö móöir, hún étur stööugt börnin sín, þenst út og er stöðugt ólétt. Foreldrar verðbólg- unnar eru leti, óhagræði í fram- leiðslu, ágimd og getulausir stjóm- málamenn, en eiga þó í engum vand- ræöum meö aö eignast afkvæmiö. I grófum dráttum má sjá kerfiö í þessu ljósi. En nú skulum viö skoöa hvaö viö gætum gert til aö breyta þessu. Ég fullyröi aö viö gætum drepið alla innlenda veröbólgu mjög auð- veldlega. Hvernig? Miða gjaldmiðil viö þá sem skapa verðmæti, vinnandi fólk. Þaö er ljóst aö raunverulegt fjármagn veröur Kjallarinn Dagbjartur Stígsson ekki til nema einhver leggi á sig vinnu. Maöurinn er eina raunveru- lega verömætiö, öll verömæti miöast við hann, þess vegna skal hann verða sá stofn sem miðað verður viö þegar gjaldmiöill er ákveðinn. Til þess aö viö áttum okkur almennt á hvaö gjaldmiöill er í raun og veru, væri skynsamlegt aö gera enn eina mynt- breytingu. 1 staðinn fyrir krónur og aura ættum við aö nefna myntina það sem hún er raunverulega, vinnustund, mínútur og sekúndur. Ef viö gerðum þaö yrði ríkari skilningur á því meö hverju viö værum raunverulega aö borga þegar viö kaupum eitthvaö. Þaö ætti að skapa eölilegt aöhald. Viö munum gera okkur grein fyrir því aö í hvert skipti sem viö kaupum eitthvað, erum viö aö eyöa hluta af starfsævi okkar. En hvernig er svona breyting framkvæmanleg? 1 eðli sínu er þetta ekki mikil breyting. Gjaldmiöill okkar er að sjálfsögöu ávísun á vinnustundir, við hugsum einfaldlega ekki um hann sem slíkan. I okkar huga er hann sér fyrirbrigöi sem erfitt er að vera án. Skilningurinn nær ekki öllu lengra almennt. Breyting þessi gæti farið þannig fram aö við fengjum 40 fjölskyldur til að taka þátt í könnun sem næði yfir allar eölilegar þarfir hvaö fjármagn snerti. Að lokinni þeirri könnun kæmi í ljós hversu verömæt vinnustund þyrfti að vera, svo hægt væri aö reka heimili sómasamlega, með eöli- legum vinnudegi fyrir vinnu. Aö lokinni könnun, sem allir aöilar væru sáttir við, lægi fyrir krónutala sem táknaöi verömæti vinnustundar. Hugsum okkur að þessi tala væri 108 kr., þá táknaöi 1 vinnustund sem mynt 108 kr., 1 mínúta sem mynt táknaöi 1,80 kr., 1 sekúnda sem mynt táknaði 3 aura, 10 sekúndumynt mundi því tákna 30 aura. Þessi greiösluvinnustund sem hefur veriö reiknuð út og allir sam- þykkt, yröi skoöuð sem grunneining og skráð því sem jafngildi þeirra erlendu mynta sem viö höfum miðað gengi okkar gjaldmiöils viö á því augnabliki sem myntbreytingin yrði. Þá yrði grunneiningin tengd inn á þjóðhagsvísitölu. Upp frá því ákvarðaöi þjóðhagsvísitala verömæti vinnustundar. Sem þýðir einfaldlega ef þjóöfélagshópurinn, viö öll, stendur sig vel, eykst verömæti vinnustundar. Stöndum viö okkur hins vegar illa, rýrnar hún aö verðgildi. Hvernig útrýmir svona myntbreyt- ing innlendri veröbólgu? öll verömæti veröa reiknuö í vinnustundum, sem dæmi: Hús kostaði 2,5 milljónir kr. Eftir mynt- - til um- hugsunar fyrir ný- kjörna þingmenn breytingu 23150 vinnustundir. Breyting á verði húseigna yröi nú eingöngu ef efni hækkaði erlendis og ekki tækist aö mæta innfluttri verðbólgu með aukinni framleiðni. 1 vinnustund heldur áfram aö vera 1 vinnustund í núsveröi. Þaö skal tekiö fram aö vinnustund er miöuð viö verkamannavinnu eöa sambærileg störf. Þeir aöilar sem hafa lagt á sig mikla menntun eöa þjóðfélagiö telur eölilegt aö hafi meira en eina vinnustund á klukku- tíma, fá þaö aö sjálfsögöu áfram. Þaö er hins vegar ljóst aö vinnustund sem greiöslueining hlýtur aö veröa aöhald á slíkar kaupgreiðslur. Það er augljóst aö þaö hlýtur aö veröa kapþsmál allra aö vemda verðgildi vinnustundar, þaö yröi allra hagur. Greiðsluvinnustund yrði mikiö aöhald á ríkisstjórnir, þaö kæmist strax upp um ofsköttun. Vinnustundir einstaklings eru ekki nema 1.760 á ári, sem yröi aö sjálf- sögöu aö hafa í huga þegar skattar eruskoöaðir. Eg tel að myntbreyting sem þessi myndi gera þjóðfélagið heiðarlegra. Innlend veröbólga mundi aö sjálf- sögöu gufa upp. Viö yrðum hins vegar aö mæta innfluttri verðbólgu með aukinni framleiðni og hagræö- inguáöllumsviöum. Vinnustundir yröu aö sjálfsögöu lagöar í banka. Ef einstaklingur legði inn 1000 vinnustundir fengi hann aö sjálfsögðu 1000 vinnustundir út úr bankanum aftur + eölilega vexti. Vinnustund jafngildir alltaf vinnustund hvort sem hún fer í banka eöa ekki. Hins vegar fer þaö eftir dugnaöi okkar hvemig hún stendur gagnvart erlendri mynt. Niðurstaða Þjóðfélag á að vera fyrir alla menn, öllum til hagsbóta og tryggja frelsi þeirra sem einstaklinga. Fjár- magn á ekki aö vera sjálfstætt afl sem enginn ræöur viö, heldur mæli- kvaröi á dugnað og hugkvæmni einstaklinga. Þjóöfélag sem er fullt af boðum og bönnum nær aldrei markmiöi sínu. Viö getum breytt þessu, ef viö viljum. þaö er nú þegar til nægileg tækniþekking sem leysir auðveld- lega okkar veraldlegu þarfir. Ekki skortir boöskap um kærleik til hvers annars. Eftir hverju er beðið? Dagbjartur Stígsson húsgagnahönnuöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.