Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Side 15
DV. MIÐVIKUDAGUR11. MAl 1983.
15
Menning Menning Menning Menning
NÝGRÆÐINGAR í LJÓÐAGERÐ
1970-1981
Eysteinn Þorvaldsson valdi efnið og annaðist
útgáfuna
Iðunn 1983.203 bls.
1 þessu safnriti eöa sýnisbcJí sam-
tíma-ljóðagerðar eru birt ljóð eftir 36
höfunda, og hafa 30 þeirra áður birt
ljóðabækur, allt upp í sjö sá sem af-
kastamestur er við kveðskapinn.
Þetta er ekki þriðjungur þeirra ungu
skálda sem á þrettán árum, 1969-81,
gáfu út alls 160 ljóöabækur aö tali
Eysteins Þorvaldssonar. I magni
mælt er áratugurinn 1970-80 sjálfsagt
eitthvert mesta gróskuskeið í ís-
lenskri ljóðagerð. En hætt er við að
mörg þeirra skálda sem hér eru
saman um bók séu lítt þekkt á meöal
lesenda almennt, þótt aörir hafi þeg-
ar hér er komið unniö sér nafn í al-
menningsvitund fyrir skáldskap
sinn.
Bestu Ijóð nýrra skálda?
Það er markmið safnsins, segir
Eysteinn Þorvaldsson í formála, að
„sýna heildarsvip og megineinkenni
bestu ljóöa nýrra skálda á næstliðn-
um áratug”. Þetta tek ég svo að úr-
valið sé „krítískt” með tvennu móti,
vilji annars vegar leita uppi nokkur
hin bestu skáld og ljóð en hinsvegar
sýna svip og stefnu hinnar nýju
ljóðagerðar í heild á tíma bókar-
innar. Enda þurfa þessi tvö markmið
svo sem ekki að fara saman. Auð-
veldlega má hafa þá skoðun að til
dæmis Þórarinn Eldjárn sé réttnefnt
höfuðskáld sinnar kynslóöar. Aðrir
mundu kannski nefna Sigurð Páls-
son. Eða annan höfund. Og sé þó af
ljóðum hvers sem nefndur væri svo
sem ekki neitt að ráða um „svip og
■stefnu” annarra skálda og ljóða
samímis þeim. Varla meinar Ey-
steinn Þorvaldsson að skáldin 36,
ljóðin 113 í bókinni séu afdráttarlaust
úrval „hins besta” í ljóöagerð tíma-
bilsins.
Ljóðunum í bókinni skipar Ey-
steinn Þorvaldsson lauslega eftir
efni þeirra saman í átta flokka eða
þætti. En um höfuðeinkenni hinnar
nýju ljóðagerðar segir hann á meðal
annars aö hinum ungu skáldum sé
annt um að „miðla tjáningu lífsvið-
horfa og ádeilu sem þeim er bund-
in.. . koma á framfæri hugmyndum
sínum og skoðunum og vægðarlausri
gagnrýni. .. flestum í mun að túlka
samtíma sinn og samfélag og það líf
sem manninum er þar búið. .. við-
horfin oftast jarðbundin og raunsæi-
leg”. Um málfar þeirra og ljóðstíl
segir hér að ungu skáldin reyni „nýj-
ar leiðir í málnotkun.. . nýta oft
slangur, óheflað hversdagsmál og
slettur.. . tengt nýjunga tilraunum í
myndmáli og eflingu hæðnisádeilu og
viðleitni til að nýta samtengingar-
möguleika orðaforðans . . . stíllinn
fjölbreyttur og sundurleitur.. .
mælska og frásögn talsvert áber-
andi.. . Pólitísk afstaða þessara
skálda krefst skynsemi, raunsæis og
gagnrýni fremur en tilfinninga í ljóð-
um. .. þessum skáldskap er ætlað að
ná til okkar strax,” segir Eysteinn
Þorvaldsson.
Þetta eru almenn orð, eins og
vænta mátti, og má þó auðveldlega
lesa í málið alveg ákveðna megin-
skoðun á hinni nýju ljóðagerð í heild
og sameiginlegum aðalauökennum
hennar. Ungu skáldin vilja yrkja á
máli sem allir skilja um málefni sem
þeim finnst að öllum komi við, þau
eru ekki aðallega aö tjá sina eigin
hugarhagi og tilfinningalíf heldur
vilja þau um leið lýsa samtíð sinni og
samfélagi, fjalla um og láta uppi við-
horf við hinum og öðrum vandamál-
um sem þar eru uppi, tjá almenna
reynslu í einu orði sagt. Þetta er auö-
vitað mikil breyting frá því sem áöur
var á tímum atómskálda og
formbyltingar, eða alls módemisma
í íslenskri ljóöagerð, hvemig sem
hann ennars er rakinn.
Mál og merking
Frá þessu sjónarmiði á efni hennar
kann að vera fróðlegt að huga fyrst
að þáttum sem nefnast Dagsins önn
og Veraleiki nútímans, Sjónarmið og
Seinni grein
eftir
r
Olaf Jónsson
Ádrepur, og er það raunar meirihluti
bókarinnar. Það fer varla milli mála
að í ljóðum til dæmis Birgis Svans
Símonarsonar, Kristínar Bjamadótt-
ur, Péturs Hafsteins Lárussonar úr
frystihúsum, félagsheimilum og
vinnustöðum verkamanna er nýstár-
legum athugunarefnum fyrir að
fara, yrkisefnin gripin beint úr dag-
legum hversdagsleika. Og í mörgu
sem hér er ort um og úr borgarlífi á
götum, heimilum og veitingahúsum,
auglýsingum og fréttunum. Eða í
ljóðum til dæmis Elísabetar Þor-
geirsdóttur, Þórdísar Richardsdótt-
ur, Sonju Jónsdóttur um ástir, kyn-
ferðismál og hjónalíf. I þessum ljóð-
um og raunar fleiri þvílíkum gengur
sjálfsagt raunsæisstefna lengst í bók-
inni: reynt að yrkja sem næst dag-
lega töluðu máli um dagsdagleg yrk-
isefni.
Hitt er svo aftur annað mál hvort
viöhorf, tilfinningar, skynjunarhætt-
ir þeirra, sem undir búa ljóöunum og
eiga um síðir að veita þeim merk-
ingu og mið, eru neitt ýkja nýstárieg.
Einatt er verið að lýsa óþreyju,
óánægju með samtíö og samfélag, og
getur snúist upp í einskæra lífsfirr-
ingu, en stundum er beint eða óbeint
hvatt til uppreisnar gegn óþolandi
umhverfi. „Eg vildi að ég væri ann-
arsstaðar,” segir Sonja Jónsdóttir að
loknum misheppnuðum ástarfundi,
Þórarinn Eldjám.
Birgir Svan getur þess að unnið sé á
vöktum í öllum nýmóðins helvítum”,
Pétur Hafstein spyr verkamenn, fé-
laga sína hvort þeir hafi með öllu
gleymt „lækjarnið, fuglasöng, bylt-
ingunni”, Einar Olafsson vill ekki
láta „selja landið í nafni sjálfstæð-
is”.
Þetta mál er auðvitað örðugt að
ræða nema með löngum tilvitnunum.
Hér er ýjað að því að málfar þessara
ljóða, sá vemleiki sem málið geymir
sjálft, sé nýstárlegra en neitt sem
þau hafa að segja í og með máli sínu.
Þá er lika hráefni þeirrar reynslu
sem ort er úr í sjálfu sér áhugaverð-
ara en hver sú lífsreynsla sem ljóðin
reyna að láta uppi, lífssýn eða lífsvit-
und þeirra. Ég verð aö játa að fæst af
þeim ljóðum sem nú var nefnt snert-
ir mig verulega sem skáldskapur. Og
við hvað á lesandi að miöa annað en
sitt persónulega viðbragð við ljóðinu
sem hann les? Auðvilað er allur
skáldskapur málsmíð, málsköpun,
tilraun að koma aga yfir efnivið
málsins. Auðveldara að tileinka sér
mælskustílinn á ljóðum til dæmis
Péturs Gunnarssonar, Einars Más
Guðmundssonar, Sigurðar Pálsson-
ar hér í bókinni, sem eiga ásamt
Birgi Svan, Pétri Hafstein og Olafi
Hauki Símonarsyni flest ljóð í henni.
Aðallega af því að ég ætla að það er
annar stíll, annarskonar mælska en
auðkennir „raunsæisskáldin” ef svo
má kalia þau.
Sjálfsvitund, heimsvitund
Pétur Gunnarsson, Einar Már
hafa báðir rutt sér til rúms sem
skáldsöguhöfundar, og ef til vill er
eðlilegast að líta á æskuljóð þeirra
sem fyrstu tilraunir, æfingar, átök
við úrlausnarefni skáldsagnanna.
Það er til dæmis alveg glöggt að í
ljóðum Péturs, Splunkunýr dagur, er
veriö að segja einhverskonar „skáld-
lega ævisögu” ungs manns að nema
og skynja heiminn. Og sjálfan sig í
heiminum. Það má eflaust greina
ýmislegan „efnivið vemleika” í
mnu- eða særingastíl ljóðanna, en
það sem máli skiptir er sjálfsvitund
skáldsins í ljóðinu, óþol, óþreyja,
uppreisn sem ber uppi mælsku
þeirra. Sjálfsvitund sem heimsvit-
und.
Hjá Einari Má virðist úrlausnar-
efnið vera málið sjálft, tilfinningaleg
reynsla sem málfar dagsins og göt-
unnar geymir, miklu frekar en ein-
hver „samfélagslegur veruleiki”
handan málsins og orðanna. Ljóð
þeirra Péturs og Einars fá gildi sitt
af þeim frásagnarheimi sem skáld-
sögur þeirra síðan birta. Sama gildir
um ljóð Einars Kárasonar í bókinni:
þau eru einhverskonar „forstúdíur”
í efnivið málfars og þar með mann-
lýsinga sem síöar koma fram í skáld-
sögu hans. Einnig Sigurður Pálsson
finnst mér að sé í sínum ljóðum aðal-
lega að reyna á möguleika málsins,
þau geyma einhverskonar áköllun,
jáheit á ljóðið og skáldskapinn um
andsvar við veruleika frekar en at-
hugun eða lýsingu eða túlkun hans.
Það virðist fráleitt að orða til dæm-
is þessa höfunda við raunsæi, þjóðfé-
lagslega eða pólitíska ljóðlist, þótt að
sjálfsögðu sé „veruleiki nútímans”
yrkisefni þeirra að því marki sem
mál þeirra geymir hinar og aðrar
myndir og nöfn hans. Og það á vel að
merkja við mörg önnur og sum ein-
hver bestu ljóðin í þessari bók að við-
fangsefni þeirra er einatt einhvers-
konar „bókmenntaleg reynsla”,
beint eða óbeint, oft með paródiskum
og íróniskum brag.
Ástin og mælskan
I f jórum öðrum efnisþáttum í bók-
inni: Vegir ljóðsins, Samskipti, Ætt-
jörð og náttúra, Landamæri em til-
búningur nefnast þeir, er ort um
venjubundnari efni: skáldskapinn
sjálfan, ástir, ættjörð og umheim.
Þessir þættir em styttri en hinir fyrr-
nefndu, en textinn einatt með svipuð-
um kennimörkum, nútímalegar út-
setningar og tilbrigði tilfinningalifs
og lífssýnar sem oftar en ekki á sér
ríkulega stoð í öðrum skáldskap,
eldri og yngri bókmenntum. Um
alþjóð hafa þessi ljóö einkum fram
að færa ansi venjubundna kveðandi
um frið og vináttu („bróðir minn í
Angóla. .. systir mín í Chile”), en
gaman er í flokki ættjarðarljóða að
ýmsum myndum og athugunum úr
efnivið náttúrulýsinga, frá sjónar-
hóli borgarmanna og borgarlífs.
Ástalífið breytist ekki í aðalatriö-
um sínum þótt orðfæri skálda breyt-
ist. I ástaljóðum eftir til dæmis Olaf
Hauk Símonarson, Áðalstein Ingólfs-
son, þar sem annars birtist býsna
ólíkt viðhorf til málsins sem ort er,
verður konan með alveg hefðbundnu
móti kynferðislegt („nekt þín”) og
tilfinningalegt („mig, mitt, mín”)
viðfang karlsins í Ijóðinu. Þá er ann-
ar bragur á ljóði Steinunnar Sigurð-
ardóttur í þessum þætti („When I’m
sixty four”). Það er svo annað mál
að ljóð Olafs Hauks og Aðalsteins eru
án alls efa „betri texti” en ásta og
kynferðiskvæði til dæmis Elísabetar,
Þórdísar, Sonju og áður voru nefnd-
ar, væntanlega vegna mælskulistar
sinnar frekar en einna eða annarra
skynjana, tilfinninga, viðhorfa sem
ljóðin tjá.
Um ljóðið yrkir Ölafur Haukur í
fyrsta þættinum og kemur einföldum
orðum að gamalkunnri hugmynd,
þar er ljóði líkt við „fuglinn áður en
hann flaug en eftir að hann sat á
gceininni”. Allt í lagi með það. Nær
lagi held ég samt að Einar Már fari
í Heimsókn, inngangskvæði bókar-
innar þar sem „ljóðið” kveður:
þú hefur dmkkið mig í hel
þú verður að rétta mig af
skáldgyðjan er farin í fóstureyðingu
orð þin í útgöngubanni
héðan i frá neita ég
að skipa tilf inningum þinum upp
Þarna held ég raunar að Einar
Már komi sínum hnyttnu orðum að
vanda sem er flestum eða öllum
skáldum þessarar bókar sameigin-
legur, og þau eru öll að yrkja um,
beint eða óbeint, í bókinni, miklu
frekar en ein eða önnur vandamál ut-
an textans. Af farsælli lausn hvers og
eins á honum ræðst að vísu viðgang-
ur ljóölistar í og eftir þessa bók og
hennar markaða skeið í bókmennta-
sögu.
Ljóð og bók
Eins og vikið var aö í fyrri grein, í
gær, er vandalítið að gera ágreining
við Eystein Þorvaldsson um efnisval
og höfunda í bókina, og yrðu þó álita-
málin enn fleiri þegar kemur að
kvæðavali eftir hvern höfund. Þetta
er auðvitað ofur-eölilegt þegar um er
að ræða svo nýlegan skáldskap. Þar
fyrir líklegt að í bókinni séu flest þau
skáld, kannski sum einstök kvæði
sem síðar munu skipa sér sess í vit-
und lesenda og sögu bókmennta sem
varanlegur texti. Hver skyldu þau nú
vera? Þarflaust aö spá um það. En
kannski einfalt að segja að „besti
texti” sé sá sem auðveldlegast kem-
ur sér undan slíkum a lhæf ingum sem
hér hefur verið reynt að hafa í
frammi. Ég nefni bara höfunda eins
og Þórarin Eldjárn, Steinunni Sig-
urðardóttur, Sigurð Pálsson, en ekki
endilega þau ljóö þeirra sem hér eru
í bókinni. Alhæfingamar hér á undan
helgast hins vegar aöallega af því að
þær virðast leiða af sér alveg þveröf-
ugar niðurstöður við skoðanir Ey-
steins Þorvaldssonar í formálanum.
Það er þar fyrir líklegt aö þessi
bók geti komið áhugamönnum um
ljóðagerð að góðu gagni, allténd ef
hún er notuð sem sýnisbók, safnrit en
ekki neinskonar „úrval” eða „sögu-
leg úttekt” ljóðagerðar á tíma henn-
ar. Hún er myndarlega gerö bók af
forlagsins hálfu. En sumt er kyndugt
í frágangi hennar. Ekki ljóst af
hverju fyrirsagnir sumra ljóöa em
með skáletri en aðrar upphafsstöf-
um. Þar sem ljóð em tekin úr heilum
flokkum em heiti flokkanna notuð
sem fyrirsagnir, og jafnvel bókar-
heiti þar sem einstök ljóð eru ekki
auðkennd með fyrirsögnum. Pétur
Gunnarsson skipar sínum ljóðum í
hluta eftir aldri og auðkennir með
númemm og stundum bókstöfum. Af
því leiðir þau undur að hér í bók em
ljóð eftir hann sem nefnast til dæmis
„sex 1970 eitt 1.” og önnur sem kall-
ast „j” eða „æ”. Þetta er nú alveg
óþörf bókstafsfesta. Bagalegasti
galli á fráganginum er þó að efnisyf-
irlit eftir höfundum vantar, en á því
þarf að halda eins og efnisskipan er í
bókinni. Það hefði auðveldlega rúm-
ast á auðu síöunum aftast.
En lesendur geta líka í staöinn ort
á þær sjálfir, sín eigin kvæði.
PANTANIR Sími 13010
HÁRGREIÐSLU- STOFAN KLAPPARSTÍG 29
NÝ ÞJÓNUSTA VIÐ
LANDSBYGGÐINA
IMnwy
Geríst áskrifendur að !»iií l£lti
Fyllið út pöntunarseðiHnn og sendið til Heima-Bingo,
Hamarshúsinu Tryggvagötu, 101 Reykjavík.
Einnig getið þér hringt í síma 91-28010 til að gerast áskrif-
andi.
íþróttasamband fatlaðra
Hamarshúsinu v/Tryggvagötu,
simi91-28010.
r ——-------------------------------------
■ Undirritaður óskar hér með eftir að fá sendar
Heima-Bingo blokkir í hverri umferð sem spiluð er.
• Verð pr. blokk kr. 50,-
I Ath. minnst 2 blokkir verða sendar.
Nafn....
Heimilisf.
Póststöð.
I Póstnúmer
bamammmm.
Sími
1
I
I
I
I
I
I
I
I
I
8