Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Síða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR11. MAl 1983. 19 Menning Menning Menning SCHOLA CANTORUM Tónleikar Schola Cantorum í Háteigskirkju 26. aprfl. Stjórnandi: Knut Nystedt. Organleikari: Vidar Fredheim. Einsöngvarar: Tone Hulbækmoe, Brita Rusten, Kjell Viig og Hans Fredrik Jakobsen. Nils Pett- erTveten. Framsögn: Hans Fredrik Jakobsen. Á efnisskrá: G.A. Homilius: Deo dicamus gratias; A Antonio Lotti: Crusifixus; Oistein Sommerfeldt: Sjung Amen; Bjame Slogodal: Tilbrigði um þjóðlagið „Hvor salig det skal blive"; Kjell Mork Karlsen: Missa Brevis; Odd- var S. Kvam: Conversio; Egil Hovland: Saul; Knut Nystedt: Resurrexit, op. 68 og If you receive my words; Benjamin Brítten: Rejoice in the Lamb; Daniel Moe: Hosanna to the Son of David. Schola Cantorum er kór, islensk- um söngunnendum aö góðu kunnur. Alþjóðleg kóramót efla kynnin og skemmst er að minnast aö fyrir tveimur árum hittust þeir, Hamra- hlíðarkórinn og Schola Cantorum, á söngferð um Rínarlönd. Hingaö kom kórinn með trúarlega dagskrá sem hann söng í Háteigskirkju á þriðju- dagskvöld. Það sakar svo sem ekki að geta þess einu sinni enn hversu hjartanlega ósammála ég er banni því við lófataki sem ráðendur Há- teigskirkju leggja á tónleikagesti. Mér finnst það jafnast á við að þjóð- garðsvöröur bannaði mönnum að hrópa húrra á Þingvöllum. Þjóðlegt skjól Fyrstu tvö verkin, eftir Homilius og Lotti, hljómuðu ljómandi veL Af munni kórsins hljómuðu næstu verk á eftir ágætlega. En ósköp er lítið spennandi að hlýða á verk núlifandi tónskálda, meira að segja af yngri kynslóðinni, svo rækilega vafin í viðjar ímyndaðs þjóðlegs hugsunar- háttar, sem maður hyggur helst að sé til að dylja skort á frjórri hugsun hjá þessum mönnum. Tónlist EyjótfurMelsted Lófataká pappír Það skipti hins vegar alveg um á seinni hlutanum. Kvam, Hovland, Moe og Nystedt þurfa ekki að skýla sér á bak viö þjóðlegheit. Það verkið sem mest púður var í var Rejoice in the Lamb eftir Benjamin Britten og textinn mun vera eftir náunga að nafni Lamb. Frammistaða einsöngv- aranna var svo sem vart til að hrópa húrra fyrir, nema þá helst hjá bassa- söngvaranum Nils Petter Tveten, og organleikur Vidar Fredheim var mjög þokkalegur, sem og í einleiks- verkunum fyrir orgel. Schola Cantorum, undir stjórn Knuts Nystedt, fær með góðri sam- vinnu og kunnáttu mikið út úr rödd- um sem almennt virðast ekkert sér- stakar hver fyrir sig. Sem sé dæmi um undirstöðu góðs árangurs í kór- söng. Gjarnan hefði ég líka viljað fá aö heyra smáskammt af veraldlegri músik og hér fylgir að lokum dynj- andi lófatak, klappaö á pappír meö þökkfyrirágætansöng. EM Að kunna með aflið að fara Tónleikar í Norræna húsinu á finnskrí viku, 24. aprfl. Flytjendur: Matti Tuloisela, barítónsöngvarí og Gustav Djupsjöbacka, píanóleikari. Efnisskrá: Jean Sibelius: Sjö söngvar op. 13 við Ijóð J.L. Runobergs; Yrjö Kilpinen: Söngvar um dauðann op. 62 við Ijóð Chr. Morgenstem; Selim Palmgren: Vid min lutas silvertoner, Var ör vfigens mAI?, PA stranden, Noctume, Sjöfar- aren vid milan, En latmannsmelodi; Toivo Kuula: Yö nummella, Yö Vanha syyslaulu, Tule armaani, Epilogi. Það fer víst fram hjá fæstum að haldin er finnsk vika í höfuðborginni. Eins og við er að búast er aöaláhersl- an lögð á vörukynningu ýmiss konar, en þó fær finnsk menning að fljóta meö. Til að kynna finnska tónlist völdust barítonsöngvarinn Matti Tuloisela og píanóleikarinn Gustav Djupsjöbacka. Ekki þarf að fara mörgum orðum um feril Matti Tuloi- sela. I þrjá áratugi hefur hann verið í fremstu röð finnskra söngvara. Hann hefur einnig verið ólatur viö að syngja á hljómplötur. Svo vel sem söngvarinn ætti að vera kynntur með söngunnendum sætti það furðu hversu illa tónleikarnir voru sóttir. Rétt er hins vegar að skrifa það á reikning pólitíkusanna, eða réttara sagt kosninganæturinnar. Þungurog þrunginn dramatík Fyrri hluti söngskrárinnar var þungur og þrunginn dramatík. Matti Tuloisela lætur vel að túlka mikla dramatík. Hans mikla rödd, sem hann kann aö spila á til hins ýtrasta, fimakraftur og góð tækni létta hon- um túlkun slíkra söngva. Og Matti Tuloisela kann sannarlega að fara meö ljóðsöngva af þeim toga. Ekki er þó snilld hans bundin við túlkun þungra dramatískra ljóð- söngva eingöngu. Hann kann vel að túlka blíðu og trega eins og glögglega kom fram í söngvum á seinni hluta söngskrárinnar, sérstaklega í söngv- umToivoKuula. Eins og konsert með hljómsveit Og ekki verður svo við skilið, að ekki sé minnst á meðleikarann. Þar var á ferð röksleikapiltur. Ég á ekki von á að Gustav Djupsjöbacka njóti sín í hlutverki undirleikara hjá miðl- ungsgutlara. En leikandi undir hjá svo miklum raddmanni, sem ekki deplar auga þótt undirleikarinn þenji slaghörpu sína eins og hann væri að leika konsert með hljómsveit, heldur hefur í fullu tré viö hann, nýtur þessi röski undirleikari sín sérdeilis vel. Og það eru góðir listamenn sem kunna með slíkt feiknaafl að fara. EM Sumarplatan er Country 2 með lífsgleðina Ef þú átt Country 1, þá kaupir þú Country 2. En ef þú kaupir Country 2, þá kaupir þú líka Country 1, því þetta verða safnplötur. Gleymdu svo ekki kass- ettunni i bílinn þvi að þar færð þú rómantík- ina. Útgefandi. SNYRTISTOFAN Jona er ný snyrtistofa sem býöur viðskipta- vinum eftirfarandi þjónustu: 1. fótaaðgerð 2. handsnyrtingu 3. andlitsbað 4. húðhreinsun 5. litun 6. plokkun 7. vaxmeðferð (til þess að fjarlægja óæskilegan hárvöxt) 8. förðun Ef einhver vill hressa uppá útlitið ætti hann að panta tíma sem fyrst. Með „fallegri" kveðju ^ SNYRTISTOFAN JÖna Skeggjagata 2-105 Reykjavík Sími 14647 (í sama húsi og hárgreiðsustofan Guðrún Hrönn) BÖRNIN FÁ 50% AFSLÁTT DRAUMAFERÐ FJÖLSKYLDUNNAR TIL MALLORKA 27. maí SANTA PONSA: Ein allra vinsælasta bað- strönd á Mallorka. Jardin del sol — Nýtt og glæsi- legt íbúðahótel alveg við sjóinn. PUERTO DE ANDRAITX: Mini folies lúxusvillur í fjölskylduparadís. Á skrifstofu okkar erum við með myndband frá gististöðum okkar. FERÐASKRIFSTOFAN Vcriö vclkomin og fáiö nánari upplýsingar um hagstætt vcrð og kjör. LAUGAVEGI 66 SÍMI 28633 N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.