Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Side 32
32 DV. MIÐVIKUDAGUR11. MAl 1983. Guðný Þórarinsdóttir lést 5. maí 1983. Hún var fædd á Nesi við Norðfjörð 24. janúar 1905. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Stefánsdóttir og Þór- arinn Hávarðsson. Guðný var gift Eiríki Ármannssyni, en hann lést áriö 1967. Þau eignuðust eina dóttur. Utför Guðnýjar verður gerð frá Kópavogs- kirkjuídagkl. 13.30. Sveinsína Jakobsdóttir, Hlíöarvegi 20 Isafirði, verður jarðsungin frá ísa- fjarðarkirkju föstudaginn 13. maí kl. 14.00. 95 ára er í dag, 11. maí frú Helga Grímsdóttir frá Dal við Múlaveg hér í Rvík. Hún er nú til heimilis í Efstasundi 80 Reykjavík. 90 ára er í dag, 11. maí, Guðmundur Þórarinsson frá Saxahóli á Snæfellsnesi, nú vistmaöur á Hrafnistu hér í Reykjavík. — Hann veröur aö heimanídag. Messur Uppstigningardagur Dagur aldraðra í kirkju Islands, 12. maí 1983. ÁRBÆJARPKESTAKALL: Guðsþjónusta í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 2. Eldra fólki í söfnuðinum sérstaklega boðið til guðs- þjónustunnar. Kirkjukaffi Kvenfélags Ár- bæjarsóknar eftir messu. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta á Hrafnistu kl. 13.30. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Hátíðarsam- koma í kirkjubyggingunni kl. 14. Helgistund sr. Lárus Halldórsson. Formaður byggingar- nefndar, Sigurður E. Guömundsson, flytur , ræðu. Kirkjukór Breiðholtskirkju syngur. Lúðrasveit Árbæjar- og Breiðholtsskóla leikur frá kl. 13.45. Kaffiveitingar. Samskot til kirkjubyggingarinnar. Sóknarnefndin. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 2. Ein- söng syngur Ingibjörg Marteinsdóttir, organ- leikari Guðni Þ. Guðmundsson. Aö messu lok- inni verður opnuð sýning á munum unnum í vetur í félagsstarfi aldraðra í kirkjunni. Há- tíðarkaffi í tilefni dagsins og mun kór Árnes- ingafélagsins í Reykjavik koma og syngja undir stjórn Guömundar Omars Oskarssonar. Sr. Olafur Skúlason dómprófastur. Fundur verður í Bræðrafélagí Bústaðasóknar mánu- dagskvöld. DIGRANESPRESTAKALL: Guðsþjónusta i Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson predikar, sr. Árni Pálsson þjón- ar fyrir altari. Kirkjukaffi á degi aldraðra verður í Safnaðarheimili Kársnessóknar að lokinni guðsþjónustu. Sr. Þorbergur Kristjánsson. DÖMKIRKJAN: Messa kl. 2 á degi aldraðra. Sr. Jakob Jónsson, dr. theol. predikar. Sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Eftir messu er eldri borgurum, 60 ára og eldri, boðið til kaffidrykkju í Oddfellowhúsinu. Þar syngur Sigríður Gröndal einsöng við undirleik Marteins H. Friðríkssonar dómorganista. LANDAKOTSSPITALI: Messa kl. 10. Organ- leikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson.ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10. Sr. Lárus Halldórsson. GRENSÁSPRESTAKALL: Messa á uppstign- ingardag á Grensásdeild Borgarspítalans kl. 20.00. Sr. Halldór S. Gröndal. FRÍKIRKJAN I REYKJAVÍK: Barnamessa kl. 11. Guðspjallið í myndum. Barnasálmar og smábarnavers. Framhaldssaga. Kveðju- samkoma fyrir Willý Hansen kl. 20.30 á veg- um Krossons í Kópavogi. Willý Hansen prédikar og syngur við undirleik hljómsveit- ar. Sr. Gunnar Björnsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Á uppstigningardag er einnig ferð á vegum opins húss til Þorláks- hafnar og Strandakirkju. í.agt verður af stað frá kirkjunni kl. 13. Þátttaka tilkynnist safn- aðarsystur í síma kirkjunnar 10745 eða heimasíma 39965. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson predikar, sr. Árni Pálsson, þjón- ar fyrir altari. Kirkjukaffi á degi aldraðra verður í safnaðarheimili Kársnessóknar að lokinni guðsþjónustu. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14. Eiríkur Stefánsson predikar. Samkoma kl. 15. Söngur — upplestur — kirkjukaffi. Þeir sem óska aðstoðar við að komast til guðsþjónust- unnar hringi í síma 35750 milli kl. 10 og 12 á uppstigningardag. Sýning á handavinnu þeirra sem tekið hafa þátt í starfi aidraðra í vetur. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 14. Sigur- björn Einarsson biskup predikar. Halldór Vil- helmsson syngur einsöng. Kaffisala Kvenfé- lagsins í nýja safnaðarheimilinu eftir messu. Fjöibreytt dagskrá. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Hrefna Tynes predikar. Kór aldraðra syngur. Sr. Guðmundur Oskar Olafsson. FRÍKIRKJAN í HAFNARFIRÐI: Messa kl. 14. á öldrunardegi kirkjunnar. Safnaðar- stjórn. Ferðalög Útivist Uppstigningardagur 12. maíkl. 13. Seltangar. Með mestu minjum um útræði fyrri tíma. Fiskabyrgi, refagildrur og kletta- borgir. Verð250kr., frítt f. börn með fullorðn- um. Brottför frá BSI (bensínsölu). HVÍTASUNNA 20.—23. MAÍ. 1. Snæfellsnes — Snæfellsjökull. Gönguferðir við allra hæfi. Margt að skoða, t.d. Dritvík, Arnarstapi, Lóndrangar. Kvöldvökur. Góð gisting á Lýsuhóli. Sundlaug. Hitapottur. 2. Þórsmörk. Engum leiðist með Utivist í Þórsmörk. Góð gisting í nýja skálanum í Bás- um. Kvöldvökur. 3. Mýrdalur. Skoðunar- og gönguferðir við allra hæfi. Góð gisting. 4. Fimmvörðuháls. Jökla- og skíðaferð. Gist í fjallaskála. Ágætir fararstjórar í öllum ferð- um. Uppiýsingar á skrifstofu Otivistar, Lækj- argötu 6a, sími 14606 (simsvarí). Sjáumst. Ferðafélag íslands Dagsferðir 12. maí (uppstigningardagur). 1. kl. 10.30. Keilir (378 m) — Selsvallafjall (333 m) — Höskuldarvellir. Verð kr. 200. 2. kl. 13. Höskuldarvellir — Grænavatnsengj- ar. Verðkr. 200. Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Tilkynningar Kvenfélag Kópavogs Fundur verður í félagsheimilinu fimmtudag- inn 12. maí (uppstigningardag) kl. 15eftirhá- degi. Gestír verða konur úr kvenfélagi Akraness. Stjórnin. 8ASKðA% Basar hjá ferða- félaginu Öskju Fimmtudaginn 12. maí kl. 14—16 stendur Askja, ferðafélag þroskaheftra, fyrir köku- basar að Hallveigarstöðum, Túnsötu 14. Agóðinn af basamum rennur til fyrirhugaðrar ferðar félagsmanna til Englands í sumar., Vonum við að sem flestir mæti og hjálpi við að gera ferðina mögulega. í gærkvöldi í gærkvöldi Betri er blár ffll á skjá en bleikur í skógi Þegar ég sá táknmál fyrst notaö datt mér strax í hug aö hér væri kom- iö hiö langþráöa alþjóðamál sem all- ir gætu komið sér saman um og ein- falt væri fyrir ólíka tungumálahópa aö mætast í. Eftir aö ég var búinn aö blaðra um þessa uppgötvun mína í hæfilegan tíma var mér bent á aö táknmál væri margskonar og ís- lenskur heyrnleysingi skildi tii dæm- is ekki finnskan heymleysingja nema meö herkjum. Viö þessa upp- götvun sofnaöi áhugi minn og ég skildi ekki handtak í fréttum á tákn- máli í gærkvöldi. Innst inni blundar þó enn draumurinn um aö þessi hug- mynd veröi aö veruleika — aö allur heimurinn nái saman á táknmáli. Blámann er skemmtileg mynd fyr- ir böm sem ég einhverra hluta vegna missi sjaldan af. I Blámanni er á nærfæmislegan hátt fjallaö um þaö að vera öðruvísi. Og hvaö er ööravísi ef ekki blár fílsungi meö skólatösku? Islenskun nafnanna í Blámanni er líka stórgóð. Þar má nefna vininn Hrapp Vestmann, filamóöurina Magnhildi og í gær kom myndlista- maöurinn Beinir Bogason viö sögu. Nú er bara aö drífa í aö fá Kristin Hallsson að syngja kynningarlag þáttarins á íslensku og þá geta hinir vandlátustu ekki lengur kvartaö. Derrick var heldur lympulegur í gær. Það er aö minnsta kosti ástæðu- laust aö segja aö handritshöfundur hafi dregið amsúg í f luginu. Talandi um aö draga arnsúg í flug- inu þá gat ég ekki vakað nógu lengi til aö ná þættinum Skímu í útvarpinu sem fjallar um móöurmálskennslu. Eg var eiginlega með böggum hildar yfir því aö missa af honum. Siguröur G. Valgeirsson Frá Sjálfsbjörg í Reykjavík og nágrenni Ráðgeröar hafa veriö leikhúsferöir í Þjóöleik- húsiö og Iönó aö sjá Jómfrú Ragnheiði og Skilnaö. Nánari upplýsingar veröa veittar á skrifstofu félagsins í síma 17868. Skagfirðingafélögin í Reykjavík eru með sitt árlega gestaboð fyrir aldraða Skagfiröinga í Drangey, Síðumúla 35, á upp- stigningardag, 12. maí kl. 14.00. Þeir sem þess óska geta fengið bíl. Bílasimi 85540. Uppstigningardagur í Bústaðakirkju Alkunnugt er hversu áhersluþungi sá, sem eitt sinn hvildi á sérstökum dögum og há- tíðum, getur vikið fyrir tómlæti. Þannig var því farið með uppstigningardag. Hann hvarf í annríki vordaga. Leyfi það frá störfum, sem honum fylgdi, var notað til fiests annars en tigna Drottinn og lofa hann í kirkju. En nú á síðustu árum hefur yfirbragð uppstigningar- dags orðið annað og meir í líkingu við upp- runalegan tilgang með lofgjörð og þakkarbæn og himinsýn. Þessi breyting kom til við það að söfnuðir yfirfærðu lok starfsins fyrir aldraöa og með öldruðum yfir á uppstigningardag. Og í fyrra var svo ákveðið að tillögu öldrunar- nefndar kirkjunnar að dagurinn skyldi til- nefndur sérstakur dagur aldraðra í kirkju Is- lands. 1 Bústaðakirkju verður dagsins minnst að hefðbundnum hætti með hhðsjón af liðnum ár- um. Guðsþjónusta verður kl. 2 s d. þar sem prestur safnaðarins predikar, kirkjukórinn leiðir söng og einsöngvarinn, frú Ingibjörg Marteinsdóttir, eykur kirkjugestum gleði og hugljómun með list sinni. Eftir messuna verður gengið í safnaðarsaU kirkjunnar þar sem forstöðukona öldrunarstarfsins, frú Ás- laug Gísladóttir, býður gesti velkomna og opnar sýningu á þeim munum sem unnir hafa verið i félagsstarfi aldraöra á liönum vetri. Mun þar kenna margra grasa og allra harla listilegra þar sem ekki er aðeins saumað út og unnið í léreft og garn, heldur líka unnið með litum og penslum og máluð málverk. Hlaðið kaffiborð verður einnig tii að auka gestum yndi og ekki spillir það gleðinni að Árnesinga- kórinn í Reykjavík mun syngja undir stjórn Guðmundar Ömars Oskarssonar. Er það von þeirra sem að dagskrá standa að hún laði sem flesta aö og fólk gefi sér góðan tíma að skoða muni og njóta hressingar þeirrar sem fram verður borin. Múlhreppingar Gamlir íbúar úr Múlahreppi, A- Baröastrandarsýslu, ætla að hittast í Þinghóli, Hamraborg íKópavogi, laug- ardaginn 14. maí. Samkoman hefst kl. 20.30. Minningarkort Minningarsjóðs Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar fást á eftirtöldum stöðum: Kjarvalsstöðum, Bókasafni Kópavogs, Bókabúöinni Veda, Hamraborg, Kópavogi. Tónleikar Hallgrímskirkja Náttsöngur verðu í kvöld, miðvikudag, kl. 22.00. Sinfóníuhljómsveit íslands Þrátt fyrir hið mikla og fjölbreytilega tón- leikahald sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa átt kost á að sækja á undanförnum árum og áratugum hefur ein gerð tónhstar löngum verið útundan en það er flutningur meiri hátt- ar kammertónverka. Til þess liggja eðlilegar ástæður þar sem hér er um að ræða mjög krefjandi og kostnaðarsama vinnu sem ofviða er þeim áhugamannahópum sem með lofs- verðum dugnaði og ódrepandi elju hafa haldið uppi flutningi kammerverka af viðráðanlegri stærð í gegnum árin og eiga vonandi eftir að gera um ókomin ár. Sinfóníuhljómsveit islands hefur í hyggju að fara inn á þetta svið tónbókmenntanna og efnir til fyrstu kammertónleika sinna í kvöld, miðvikudaginn 11. maí, í Gamla bíói. Þar mun strengjasveit hljómsveitarinnar leika undir stjórn Mark Reedmans, Divertimento eftir Mozart, Serenöðu fyrir strengjasveit -ftir Dvorak, Konsert í D-dúr eftir Stravinsky og Introduction og Allegro eftir Elgar. I starfsáætlun hljómsveitarinnar fyrir næsta starfsár eru fyrirhugaðir femir tónleikar þar sem flutt verða viðamikil kammertónverk og verða þeir kynntir nánar um leið og verkefna- skrá hljómsveitarinnar kemur út. Thérése Juel Sænska vísnasöngkonan Thérése Juel heldur tónleika. Sænska vínasöngkonan Thérése Juel er nú í heimsókn á Islandi í boði Vísnavina. Hún er vel þekkt í heimalandi sínu en lítið hér á landi. Mun hún halda konserta og koma fram á vísnakvöldum. Fyrsti konsertinn verður í menningarmið- stööinni við Gerðuberg fimmtudaginn 12. maí og hefst hann kl. 21. Þar koma einnig fram nokkrir félagar úr Vísnavinum. Mánudaginn T6. maí verður vísnakvöld í Þjóðleikhúskjall- aranum og mun Théré/e koma þar fram. Ráð- gert er að halda konsert með henni á Akranesi þriðjudaginn 17. maí en fimmtudaginn 19. maí halda Vísnavinir stórkonsert á Borginni, þar sem þeir bjóða upp á þaö besta, sem til er hér á landi, varðandi þessa tónlistarstefnu. Koma þar fjölmargir listamenn fram og verður Thérése Juel meöal þeirra. Síðasti konsert Thérése verður í Norræna húsinu þriðjudaginn 24. maí. Kór Langholtskirkju með tónleika í Selfosskirkju Dagana 20.—23. apríi sl. var í Skálholti tekin upp hljómplata með kór Langholtskirkju. Ut- gefandi er sænska útgáfufyrirtækið BIS en það er stærsti útgefandi sígildrar tónllstar á Norðurlöndum. A uppstigningardag, 12. maí ki. 21.00, heldurkór Langholtskirkju tónleika í Selfosskirkju og verður efnisskráin sú sama og á plötunni og e.t.v. flýtur fleira með. Laug- ardaginn 14. maí verða síðan tónleikarnir endurteknir í Langholtskirkju kl. 16.00. Golf Fjórmenningur Grafarholtsvöllurinn verður tekinn í notkun á morgun og bregða kylfingar GR sér þá á leik og leika f jórmenning. Keppnin hefst kl. 9. Fagna komu kríunnar Kylfingar úr Nesklúbbnum fagna komu krí- unnar á morgun með því að halda hið árlega mét — Kriumótið. Það hefst kl. 13.30. Víkurbæjarkeppnin Um næstu helgi fer fram opið golfmót hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Það er Vikurbæjar- mótið og verður keppt í 2. og 3. flokki á laugardaginn og 1. og meistaraflokki á sunnu- daginn. Fundir Kommúnistasamtökin með opinn umræðufund Að afloknum kosningum er rétt að huga að stöðu vinstri hreyfingar í landinu. 1 því skyni boða Kommúnistasamtökin til opins umræðu- fundar. Fundarefni eru tvö: — Henta svokölluð „regnhlífarsamtök” að hætti franskra sósíalista íslenskum jafnaðarmönnum og sósíalistum? — Þarf að breyta skipulagi íslenskrar verkalýðshreyfingar? Fundurinn verður í kjallarasai Hótel Heklu v/Rauðarárstíg fimmtudaginn 12. maí (upp- stigningardag) kl. 20.30. Hann hefst á stuttum framsögum, síðan veröa fyrirspurnir og um- ræður og loks lokaorð frummælenda. Væntanlegir frummælendur eru: Frá Alþýðuflokki: Þráinn Hallgrímsson blaðamaður. Frá Alþýðubandalagi: Einar Karl Haralds- son, form. skipulagsnefndar. Frá Fylkingunni: Pétur Tyrfingsson verkamaður. Frá Bandalagi jafnaðarmanna: Vilmundur Gylfason eða einhver annar. Frá Kommúnistasamtökunum: Ari Trausti Guðmundsson kennari. Kaffiveitingar. Bella Finnst þér í rauu og veru aö enginn taki þig alvarlega? Þaö hlýtur að vera út af því hvað þú ert gamansamur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.