Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Qupperneq 35
DV. MIÐVKUDAGUR11. MAI1983.
35
Þjóðhátíðarsjóður
úthlutar styrkjum
Lokiö er úthlutun styrkja úr Þjóð-
hátíðarsjóði fyrir árið 1983 og þar meö
sjöttu úthlutun úr sjóðnum. TU úthlut-
unar í ár komu 4,2 milljónir króna.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins
skal fjórðungur fjárhæðarinnar, 1.050
þúsund krónur, renna til Friðlýsingar-
sjóðs til náttúruverndar á vegum Nátt-
úruverndarráðs, annar fjórðungur
skal renna til varðveislu fomminja,
gamalla bygginga og annarra menn-
ingarverðmæta á vegum Þjóðminja-
safnsins. Helmingi úthlutunarfjár, 2,1
milljón króna, er varið til styrkja
samkvæmt umsóknum. Bárust alls 86
umsóknir um styrki að f járhæð um 9,6
milljónirkróna.
Náttúruvemdarráð hefur ákveöið að
verja sínum fjórðungi í þjónustumið-
stöð í Ásbyrgi, endurbætur á móttöku
ferðafólks í Skaftafelli og í frágang á
kjallara prestseturshúss á Skútustöð-
um.
Þjóðminjasafnið hyggst ráðstafa
sínum fjórðungi í framhald fornleifa-
rannsókna að Stómborg undir Eyja-
fjöllum, í kopieringu og skráningu
gamalla ljósmyndaplatna safnsins, í
viðgerð vörugeymsluhúss frá Vopna-
firði í Árbæjarsafni, í viðgerð Grund-
arkirkju í Eyjafirði, í heimildasöfnun
um þjóöhætti, í skráningu fomleifa í
nærsveitum Reyk ja víkur og í forvörslu
safngripa.
Frá afhendingu gjafarinnar. Talið frá vinstri: Þorvaldur Guðmundsson, Þor-
varður Guðjónsson, Bjarni Gíslason, Andrés Sigurðsson, Ólafur Karisson,
Heigi Guðmundsson, Haukur Hannesson, Þorsteinn Koibeins, ingi
Adolphsson, Reynir Einarsson, Eyjóifur Guðmundsson, Bjarni Guðmunds-
son, forseti Eldeyjar, Eyjólfur Kolbeins, Þorgeir Runólfsson, framkvæmda-
stjóri Sunnuhlíðar, Björn Jóhannesson, Ingvar Magnússon, Vernharður
Aðalsteinsson, Þórhallur Sigurjónsson og Eyþór Guðmundsson.
Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi:
Færði hjúkrunarheim-
ilinu 60 þúsund kr.
Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópa-
vogi hefur starfað i 11 ár. Á þessum ár-
um hefur klúbburinn lagt lið margvís-
legum líknar- og menningarmálum í
byggöarlaginu.
Nú undanfarin ár hefur stuðningur-
inn aðallega beinst aö hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð. Á vígsludegi sl. ár
færðu Eldeyjarfélagar hjúkrunar-
heimilinu hnífapör fyrir 100 manns
ásamt stórri hrærivél í eldhús. Enn
vantar nokkuð á til þess aö hægt sé aö
taka kjallara hússins í notkun og einn-
ig nokkur hjálpartæki.
Fyrir nokkm síðan heimsóttu Eld-
eyjarfélagar Sunnuhlíð. Skoðuðu húsiö
og búnað þess og þáðu veitingar. I leið-
inni færðu þeir heimilinu kr. 60 þús.
sem verja skal til stofnframkvæmda
eða tækjakaupa og er myndin tekin við
þaðtækifæri.
Laugameskirkja:
Nýtt safnaðarheimili
tekið í notkun
Nýtt safnaðarheimili Laugames-
kirkju veröur notað í fyrsta sinn á upp-
stigningardag, 12. maí.
Guðsþjónurta verður í kirkjunni kl.
14 þar sem Sigurbjöm Einarsson bisk-
up mun predika og Halldór Vilhelms-
son syngja hluta úr kantötu eftir Gunn-
ar Reyni Sveinsson. Konur úr kvenfé-
laginu lesa ritningarorö. Meðan gengið
verður úr kirkju í nýja safnaðarheimil-
ið mun Lúðrasveit Laugarnesskóla
leika nokkur lög undir stjóm Stefáns
Stephensen.
I safnaðarheimilinu nýja verður síð-
an hin árlega kaffisala Kvenfélags
Laugarnessóknar. Þorsteinn Olafsson,
formaöur sóknamefndar, mun flytja
ávarp, Halldór Vilhelmsson flytur
söngdagskrá viö undirleik Gústafs Jó-
hannessonar og Aage Lorange mun
leika létta tónlist á píanóið meðan fólk
nýturveitinga.
Allur ágóði rennur til nýja safnaðar-
heimilisins.
Hið nýja safnaðarheimili Laugarnes-
kirkju sést hér í forgrunni. Það hefur
verið í byggingu síðastliðin fjögur ár
og verður notað í fyrsta sinn á morgun.
Heimilið er þó ekki alveg fullfrágengið
og veröur því vígsluhátíð látin bíöa enn
um sinn.
Auk framangreindra verkefna hefur
stjóm Þjóöhátíöarsjóös ákveðið aö
styrkja Þjóðminjasafnið sérstaklega
með 150 þúsund króna framlagi vegna
kaupa safnsins á myndum úr Islands-
leiðöngmm Stanleys og Banks á síðari
hluta átjándu aldar. Myndir þessar
em taldar ómetanlegar heimildir
fræðimönnum um náttúm landsins og
mannlíf á þessum tíma.
Þá var úthlutað styrkjum til 33 aöila
af 86 sem sóttu um. Meðal verkefna
sem styrkt voru má nefna framhald
viðgerða á Kútter Sigurfara, afritun
Þjóðfræöaefnis á geymslubönd á veg-
um Stofnunar Áma Magnússonar,
tölvuskráningu uppflettioröa í seöla-
sa&ii Orðabókar Háskólans, fornleifa-
uppgröft á lóðinni Suðurgata 7 í
Reykjavík, útgáfu Fagurskinnu og
Eyrbyggju, útgáfu myndskreyttrar
skrár um verk í eigu Listasafns Is-
lands, skjólbelti á og við nýtt tjaldstæði
í þjóðgaröinum í Jölulsárgljúfrum og
göngubrú yfir Námakvísl í Land-
mannalaugum.
I stjóm Þjóðhátíðarsjóðs eiga sæti
Björn Bjarnason blaðamaöur,
formaður, skipaður af forsætisráð-
herra, Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri, varaformaður, tilnefndur af
Seðlabankanum, Eysteinn Jónsson,
fyrmm ráöherra, Gils Guðmundsson,
fyrrum forseti Sameinaðs Alþingis, og
Gísli Jónsson menntaskólakennari.
Þrír síðastnefndu vom kjörnir af
Alþingi. Ritari sjóðsstjómar er Svein-
björn Hafliðason lögfræðingur.
-KMU
Á LAUGAVEG 71
Verðkr. 490,-
Mjúkur PU-sóli.
Verðkr. 380,-
Mjúkur UP-sóli.
Verðkr. 310,-
Póstsendum
SrœSur
Laugavegi 71,
simi 13604 - 15955.
Prentari óskast
Öskum aö ráða prentara í smáverkefnaprentun.
Uppl. gefur Olafur Brynjólfsson.
HILMIRH/F
SÍÐUMÚLA12.
----VIDEO
OPID ÖLL KVÖLD TIL KL. 23
kvikmynoamarKaoumnm
8k6lavfir0ustis 19 Itvfk.
S. 15489.
Kirfcjuwgí IIVMtm.
IV—tmwyjmwr oplð kl. 14
VIDEOKLÚBBURaMN
S.3MD.
m um htlflT kl. 14— 1S.
VIDEO____________
Kaffisala
Kvenfélag Laugarnessóknar gengst fyrir kaffisölu í hinu nýja
safnaðarheimili Laugarnessóknar fimmtudaginn 12. maí
(uppstigningardag) kl. 15.00 að aflokinni messu.
Komið og styrkið gott málefni.
Kvenfélag Laugarnessóknar.
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
Fyrirtæki, einstaklingar
Erum að senda sölumenn okkar í hringferð um landiö í júní-
mánuöi. Getum tekið aö okkur vörur frá fleiri fyrirtækjum og
einstaklingum. Upplýsingar í síma 43969.
x
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
arnarfwghe Aðalfuiidur
Arnarflug hf., heldur aðalfund sinn að Hótel Sögu, hliðarsal 2.
hæð, miðvikudaginn 25. maí 1983 kl. 14.00.
Dagskrá:
Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
STJÓRNIN.
TILSOUJ
NOT/IÐIR
BILAR
Vantar þig notaðan bíl
góðum kjörum?
Dodge Aspen árg. 1976 VERÐ KR: 90.000
Plymouth Duster árg. 1975 65.000
Simca 1100 árg. '77 45.000
Wagoneer árg. 1974 110.000
Fíat 125P árg. 1979 65.000
Fíat 125P árg. 1978 45.000
Chevrolet Nova árg. 1977 80.000
Chevrolet Nova árg. 1974 60.000
Simca 1508 árg. 1976 45.000
Escort árg. 1974 40.000
Bílarnir eru til sýnis
og sölu á staðnum.
notoöír bííitr
EGILL ágó&umhl&rum
VILHJÁLMSSON HF
Smiðjuvegi 4, Kópavogi, s. 77200 og 77202