Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Qupperneq 37
DV. MIÐVKUDAGUR11. MAI1983.
37
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Já, var það ekki? Karlpeningurinn gat ekki setið heima án sinna heitt-
eiskuðu og kom því niður i Sjaiia þegar skyggja tók og barði allt að
utan. Hér koma þeir fyrstu inn og þeir fengu blóm. „Svona, krúttin,
gangið i bæinn," mundu þær norðlensku hafa sagt, aldrei þessu vant.
Jónas Jónasson var heiðursgestur kvöldsins. Hann er hér ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Sigurðardóttur,
tí! hægri, og Margréti Jónsdóttur. D V-m yndir: Guðmundur Svansson.
Norðlensk krútt á kútmagakvöldi
Frá Guðmundi Svanssyni, fréttarit-
ara DV á Akureyri.
Nokkrar konur komu saman hér á
Akureyri fyrir stuttu og ákváöu aö
halda eitt allsherjar kútmagakvöld í
Sjallanum. Þær voru ekki í vandræö-
um meö undirbúninginn, og þann 30.
apríl rann stóra stundin upp meö allt
fullt af kútmögum og kræsingum.
Ekki voru neinir erfiðleikar meö
að fylla Sjallann og seldust miöamir
á aðeins tuttugu mínútum. Segir sag-
an aö margar hafi þurft frá aö
hverfa, glorhungraðar í miða.
Um 40 konur frá Grenivík mættu í
veisluna og tóku óspart þátt í glens-
inu sem ætlaði alla aö trylla og síöar
fylla.
Aö sjálfsögöu má ekki gleyma því
aö hann Valli, sem er víkingakokkur,
sá um aö matreiöa sjávarréttina
sem smökkuöust ótrúlega vel.
Gleðin var sett í botn og var leik-
hópur frá Grenivík með söng og viki-
vakadansa. Síðan kom tískusýning
þar sem konur úr kútmaganefndinni
sýndu föt frá Kaupfélaginu á Hjalt-
eyri svo notuö séu orö Sunnu Borg.
Viöþolslaus karlpeningurinn beiö
fyrir utan húsiö um klukkan ellefu er
þeim var skyndilega hleypt inn.
Þeim var klappaö lof í lófa og fengu
tveir fyrstu afhent blóm.
Og það var ekki að spyrja aö því,
framvegis ætla konurnar að hafa
kútmaga á hverju ári. Gárungarnir
hafa reyndar sagt, í gríni, aö nær
væri aö kalla þessi kútmagakvöld
kvennanna krúttmagakvöld.
-JGH.
Allt i dúndri i Sjallanum. Kútmagarnir bragðast greinilega vel hjá Valla kokki og ekkert annað en að gefa
kvöldinu gott klapp.
Hlutí leikhópsins frá Grenivik. Allar léttar i lund og taka lagið. Og / takt
við kvöldið voru þetta auðvitað gamanvísur, sem þœr sungu.
W. -
„BÓKIN” ER
LOKUÐBÓK
Þaö er ekki á hverjum degi sem
menn taka sig til og semja bók sem
heitir því merkilega nafni „Bókin”.
Ein meö slíku nafni kom þó út fyrir
stuttu. Hún er eftirSverriStormsker
og hvort sem þiö trúiö því eöa ekki,
þá segir höfundur að búið sé aö þýöa
bókina á hvorki meira né minna en
átta tungumál, ensku, dönsku,
þýsku, frönsku, norsku, sænsku,
hollensku, og finnsku. Hafa Islend-
ingar veriö þar aö verki.
Aö sögn Sverris var innihaldiö allt
í aUt um eitt og hálft ár í smíöum,
„Bókin var tilbúin undir tréverk í
mars, aö mig minnir,” svo notuö séu
orð höfundar.
Bókin er skorin út í tré og gefin út í
sjö eintökum. Utgefandi bókarinnar'
er „Alfar í Hóladal.” Og hún er ekki
gefin þvíhverteintakkostarsjöþús-
und krónur. Já, hver blaðsiða á
hundraö kaU, takk fyrir.
En um hvað f jallar svo „Bókin”?
„Því vU ég ekki svara. Eg telað bók-
in myndi hreinlega ekki seljast ef ég
leyföi mönnum aö blaða í henni áður,
eins og tíðkast í verslunum, vegna
þess aö eftir einn lestur yröi bókin
þeim ennþá lokuö bók.”
Þrjú eintök af „Bókinni” eru nú
seld og er ein þeirra farin á safn í
Bandaríkjunum. Hún er ekki seld í
verslunum en Sverrir heimfærir
hana sjálfur í eigin persónu. Ekkert
annaö að gera en hring ja í síma 24862
ogpanta eintak.
Sverrir er nítján ára gamall og er
„Bókin” önnur bók hans, en í fyrra
kom út á vegum Fjölva ljóðabókin
„Kveöiðíkútnum”.
-JGH.
Svorrír Stormsker með bókina leyndardómsfullu. „Innihaldið var allt i
allt um eitt og hálft ár í smiðum, en bókin yar tilbúin undir tréverk i
mars að mig minnir." Bókin er alls 70 blaðsiður og kostar sjö þúsund
krónur. Blaðsiðan semsé á hundrað kall. Og það sem meira er, fólk fær
ekkiað vita hvað er ibókinni, þegar það kaupir hana.