Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Page 40
79090
SENDIBÍLASTÖÐ
KÓPAVOGS
SKEMMUVEGI 50
Símsvari á kvöldin
og um helgar
OTnOO auglýsingar
ZmtXJjLjL SÍÐUMÚLA 33
SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI 11
Q//1 1 RITSTJÓRN
OOO I I SÍÐUMÚLA 12—14
Kópavogur:
Bæjarstjóra
heimilað að undir-
rita samninginn
Bæjarráö Kópavogs samþykkti á
fundi sínum í gær að heimila bæjar-
stjóra að skrifa undir skólasamning-
inn sem mennta- og fjármálaráð-
herrarnir skrifuöu undir síöastliöinn
* föstudag. Mun bæjarstjóri að líkind-
um undirrita samninginn í dag en
meö fyrirvara um samþykki bæjar-
stjórnar Kópavogs. Hún fjaliar um
máliöá föstudag.
Á bæjarráðsfundinum ályktaöi
ráöiö um nemendurna sem þurfa aö
fiytjast úr Víghólaskóla þegar hann
leggst niður sem grunnskóli. Lögö
var áhersla á að reynt yrði að koma
breytingunni fyrir meö hagsmuni
nemenda í fyrirrúmi. Guömundur
Oddsson bæjarfulltrúi bókaöí sér-
staklega að reynt yröi að leysa máliö
þannig aö bekkjunum þyrfti ekki að
splundra. A almennum fundi meö
foreldrum í Digranesskóla í gær-
kvöldi, þar sem fyrirhugaðar breyt-
ingar voru kynntar, kom fram sú til-
laga aö veröi samningurinn sam-
þykktur skuli athuga möguleika á
að koma þessum bekkjum fyrir í hin-
um nýja Hjallaskóla sem á að byrja í
haust. 1 stað þess að flytja börn úr
yngstu bekkjum Digranesskóla í
hann, yrði byrjað ofan frá meö 8. og
9. bekk.Slíktgætimildaðþáröskuná
högum nemenda sem fyrirsjáanleg
er vegna skólasamningsins.
Cavallena Rusticana:
NýrTuriddo
kemuríkvöld
Bandariski tenórsöngvarinn
Maurice Stem kemur til landsins í
kvöld til þess að taka viö hlutverki
Turiddo í Cavalleria Rusticana.
Övænt brottför rúmenska tenórs-
ins Constantin Zaharia, sem ráðinn
haföi verið í hlutverkið, olli eins og
vænta mátti miklum erfiöleikum.
Zaharia hélt af landi brott í
gærmorgun; taldi rödd sinni ofboöiö
með of þéttum sýningum og hafði
yfirleitt allt á hornum sér sama hvað
gert var til þess aö búa í haginn fyrir
hann.
Aöstandendur Cavalleria Rusti-
cana sátu viö síma sína mánu-
daginn og bróðurpart dagsins í gær;
liringt var út um allan heim til þess
að finna einhvern sem gæti tekiö að
sér mjög erfitt hlutverk Turiddo.
Erfiöið bar árangur: Maurice Stem
fékkst „aö láni” frá ópemnni í
Diisseldorf.
-FG.
LOKI
Þeir segja aö Geir stigi!
upp í sjöunda himin á
morgun. j
RÁÐA ÚTREIKNING-
AR JÓNS ÚRSUTUM?
—Alþýðubandalagið reiðubúið til viðræðna við Sjálfstæðisf lokkinn
Reiknaö er meö aö úrslit stjórnar-
myndunarviöræöna sjálfstæðis-
manna og framsóknarmanna ráöist
á þingflokksfundum beggja, sem
hefjast klukkan 14 í dag. Þá munu
viöræðunefndir leggja fram útreikn-
inga þá á kostum í efnahagsmálum
sem Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, gerði í gær og lagði
framsíödegis.
Á fundum þingflokkanna í gær var
staöan aö mestu óbreytt frá undan-
fömum dögum. Samkvæmt heim-
ildum DV er taliö aö útreikningar
Jóns varpi nýju ljósi á áhrif þeirra
úrræöa sem flokkarnir bítast um. Og
aö þeir kunni jafnvel aö ráöa
úrslitum um hvort þessir tveir
flokkar ná saman um efnahags-
úrræöi eöa ekki, á þessu stigi
málsins.
Þingmenn sem DV ræddi við í
morgun voru mjög á báöum áttum
um horfurnar og biöu eftir aö sjá
þessa síðustu útreikninga. Skoöanir
þeirra voru þó enn sem fyrr mjög
skiptar um samstarf flokkanna yfir-
leitt.
Aö öllu samanlögöu virðast viöhorf
aöila þurfa aö breytast vemlega til
þess að saman gangi. Bilið á milli
þeirra efnahagsúrræöa sem hvor
flokkur um sig hefur lagt áherslu á
hefur þótt þaö breitt. En heimildar-
menn DV gáfu í skyn að útreikning-
arnir f rá í gær hefðu minnkaö bilið.
Ef ekki horfir mun vænlegar en
síðustu daga um samstarf flokkanna
tveggja mun viðræöum þeirra ljúka í
dag og Geir Haligrímsson skila um-
boðinu, en Steingrímur Hermanns-
son væntanlega fá þaö í hendur.
Þaö kom þingmönnum sjálfstæöis-
manna, sem DV hafði tal af í
morgun, á óvart aö Svavar Gestsson,
formaöur Alþýðubandalagsins, hefði
þá tjáö sig reiðubúinn til viöræðna
við sjálfstæöismenn um stjórnar-
myndun. I viötali viö DV sagðist
Svavar hafa átt ítrekaö viöræöur við
Geir Haligrímsson, síðast í gær, eftir
að alþýöuflokksmenn gengu úr
skaftinu. Geir hefði því verið
fullkunnugt um þessa afstööu
alþýðubandalagsmanna.
ÓEF/HERB
Vorið er vonandi komið, a.m.k. er ekki annað að sjá á þessum ungu mæðrum.
Annars er gæðunum misskipt. Veðrið er þokkalegt sunnanlands en kuldi og snjór
norðanlands og vestan. DV-mynd GVA.
— enkemursumartö
klukkan f jögur
á laugardaginn
Norðankuldi ríkir nú á Noröur-
landi og Vestf jöröum og snjóaöi tals-
vert í nótt á austanverðu Noröur-
landi. Lítið snjóaði hins vegar í inn-
sveitum Húnavatnssýslu og Skaga-
firði.
„Alhvítt að líta hér í kring,” sagöi
lögreglumaður á Akureyri í morgun.
„Stórhríö í nótt og kominn jafn-
fallinn 15 til 20 sentimetra snjór,”
sagöi viömælandi okkar á Húsavik í
morgun. Á lsafiröi fengust þær
upplýsingar að bölvaður hraglandi
væri af og til en snjór hefði ekki náö
að festast. Og á Sauðárkróki var
noröanstormur og kuldi en lítið
snjóaðíbyggð.
Vegurinn til Siglufjarðar var ófær
vegna snjóa og stórhríðar í morgun.
Og ekki var hægt aö opna Möörudais-
öræfi, því ekki var vinnuveður vegna
snjókomu.
En þrátt fyrir þetta kemur
sumarið vonandi klukkan fjögur á
laugardag, eöa svo segja Vopn-
firöingaraðminnstakosti. -JGH.
Arnarvatnsheiði:
Ljót för vegpa jeppaleidangurs
Jeppaleiðangur af höfuöborgar-
svæöinu upp á Amarvatnsheiði um
síðustu helgi hefur valdið reiði meöal
fólks í Hvítársíðu og Hálsasveit.
„Þetla verður ábyggilega kært,”
sagði Þórður Stefánsson, oddviti Háisa-
hrepps.
„Ég er alveg hissa á fullorðnum
mönnum aö reyna þetta. Þaö er allt-
af verið aö tala um aö umferö utan
vega fari illa með land,” sagöi odd-
vitinn.
Þrír jeppar, með RogG númerum
af geröinni Toyota, Wagoneer og
Lapplander, komu aö Kalmans-
tungu síðastliöinn laugardag. Bónd-
inn þar, Kalman Stefánsson, benti
jeppamönnum á að ekkert vit væri í
að leggja á Amarvatnsheiðina á
þessum tíma árs. Leiðin væri ófær
vegnableytuogsnjóa.
Jeppamenn sneru þá frá Kaimans-
tungu en í staö þess aö hætta viö fyr-
irhugaöan leiðangur óku þeir aö
næsta bæ, Fljótstungu, og reyndu
þar. Uröu þeir aö snúa við en fundu
aöra leið skammt frá og héldu þar
upp á heiðina, samkvæmt upplýsing-
um heimamanna.
Ekki gekk feröalagið áfallalaust
því Lapplanderjeppinn fór á bólakaf
í Norðlingafljót og sat þar fastur.
Fór Wagoneer-jeppinn niöur á
sunnudag til að ná í aðstoð. Á mánu-
dag komu svo tveir jeppar úr
Reykjavík til aö bjarga Lapplandern-
um úr fljótinu. Þaö tókst.
, ,Eg skil ekki af hverju þeir reyndu
ekki að fá frekar aöstoö úr sveit-
inni,” sagði Jón Kristleifsson frá
Húsafeili en hann flaug yfir jeppa-
menn. Geirshlíðarbræöur flugu einn-
ig yfir.
„Þaö eru ljót ummerki eftir þá.
Það er spark eftir allri leiöinni eftir
þá, ljót för í landinu. Þetta var bölv-
aö flan á þeim og fíflagangur,” sagði
JónKristleifsson.
1 iandi Fljótstungu keyrðu jeppa-
menn niður hliö á girðingu. Þeim
tókst ekki að opna hliðið vegna klaka
og key rðu það bara niöur.
„Þeir fóru yfir mitt land í óleyfi og
þar sem ekki er vegur. Svo tókum við
bara á móti þeim. Þeir játuðu brot
sitt og buöust til aö greiða skaðabæt-
ur,” sagði Ámi Þorsteinsson, bóndi í
Fljótstungu.
„Menn hafa ekkert að gera þama
um þetta leyti árs. Þaö er ekkert að
sækja í þarna núna nema kannski
bara að reyna aö komast um og gá
hvaö hægt er aö komast,” sagði
Þórður Stefánsson oddviti.
Jón Kristleifsson sagöist halda að
mennirnir væru slökkviliðsmenn.
-KMU