Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1983, Side 3
DV. FÖSTUDAGUR10. JUNl 1983.
3
Starfsmenn kerskálanna voru vigreifir í lok setuverkfallsins í gær. Eins og aörir hópar í álverinu béldu þeir fundi
til aö ræða um fjöldauppsagnirnar og leiðir til aö koma í veg fyrir þær. Rétt eftir aö myndin var tekin, hrópaði ein-
hver: „Piltar, klukkan er þrjú”. Þá var um leið tekið til við hin daglegu störf eins og ekkert hefði í Skorist.
DV-mynd: Loftur.
Stöðug ólga í álverinu vegna f jöldauppsagnanna:
Starfsmenn í tveggja
stunda setuverkfalli
Dæmdur í átta mánaða f angelsi:
SLAGSMÁL VORU
ORSÖK HNÍFS-
STUNGU BRETANS
Fyrrum starfsmaður breska sendi-
ráðsins sem stakk Islending i brjóstiö i
kjallaraíbúð við Laufásveg aðfara-
nótt 20. apríl síðastliðinn var í fyrra-
dag dæmdur í átta mánaða fangelsi í
Sakadómi Reykjavíkur.
Fimm þessara mánaða eru skilorðs-
bundnir og er skilorðstími þrjú ár.
Honum var einnig gert að greiða allan
sakarkostnað. Þá hefur Bretinn samið
við Islendinginn um að greiða honum
1700 pund eða rúmar 71 þúsund íslensk-’
arkrónur.
Eins og fram kom í frétt DV um
þetta mál miðvikudaginn 20. apríl,
hittust Islendingurinn og Bretinn í
veitingahúsinu Óðali um kvöldið 19.
apríl. Að skemmtun lokinni fóru þeir
tveir ásamt fleiri Islendingum í
kjallaraibúð hússins við Laufásveg 33,
þar sem Bretinn bjó.
Þar mun fólkið hafa setið að
drykkju, þegar eitthvað var liðið á
nóttina fóru allir í burtu nema þeir
tveir. Islendingurinn, sem er mállaus,
lagðist þá till svefns og sof naði.
Bretinn vakti hann, en viö það hljóp
mikill skapofsi i Islendinginn og keyrði
hann Bretann aftur á bak upp að fata-
skáp. I hræðslu sinni greip Bretinn til
hnifs og stakk Islendinginn í brjóstið'
og gekkhnífurinn ílunga hans.
Mikill hæðarmunur mun vera á þeim
og er talið að það sé ástæðan fyrir því
hve hræddur Bretinn varð. Eftir hnífs-
stunguna varð Bretinn örvinglaður yf-
ir verknaðinum og kallaði lögreglu og
s júkralið til.
. Islendingurinn var fluttur á slysa-
deild Borgarspítalans og komst fljót-
lega úrlífshættu.
Það skal ítrekaö að Bretinn er fyrr-
um starfsmaður breska sendiráðsins.
Hann hafði hætt þar störfum nokkrum
vikum áður en umræddur atburður átti
sér stað.
-JGH
— engin vinna milli eitt og þrjú í gær
meðan verkamenn héldu mótmælaf undi
Engin vinna var í Alverinu i
Straumsvík milli klukkan 13 og 15 í gær
vegna setuverkfalls starfsmanna.
„Við erum mjög óhress meö fram-
komu yfirmanna fyrirtækisins gagn-
vart starfsfólkinu,” sagði Asbjöm Vig-
fússon, trúnaðarmaður í kerskála,
þegar blaöamenn DV hittu verkamenn
þar að máli. „Okkur sýnist þeir beri
minni virðingu fyrir starfsmönnum en
nokkru sinni áður.” Asbjöm sagði
einnig að starfsfólkiö heföi átt von á
betri viðtökum forráðamanna fyrir-
tækisins vegna málaleitunar þess um
að uppsagnimar á dögunum yrðu
dregnar til baka. Ekkert hefði fengist
frá þeim nema neik væð svör. Væri ekki
annað að sjá heldur en að allt stefndi í
að allt samstarf starfsfólks og yfir-
manna f yrirtækisins myndi bresta.
Fréttabréf ASÍ:
UPPLAGIÐ
SJÖFALDAÐ
„Við höfum ekki haft undan að af-
greiða Fréttabréfið. Pantanir félag-
anna em komnar í um 13.500 eintök,
en venjulega upplagið er 1.800,” segir
Asmundur Stefánsson, forseti ASL
Fréttabréf ASI, kom út um síðustu
helgi til kynningar á afstöðu ASI til
stöðu efnahagsmála og aðgerða rikis-
stjómarinnar.
Eftir að spurðist að ritið hefði náð
þessum vinsældum, hlaut það titilinn
„vinsælasta megrunarritið” þessa
dagana.
HERB
I fréttabréfi, sem í gær var dreift til
starfsmanna ISAL, er greint frá því að
fy rsti viðræðuf undur með fulltrúum ál-
félagsins vegna fækkunar starfs-
manna hafi verið haldinn fyrir viku,
stuttu eftir sameiginlegan útifund
allra starfsmanna ISAL. Á þeim fundi
hafi ISAL mönnum verið kynnt álykt-
un og afstaða starfsmanna til fjölda-
uppsagnanna og jafnframt ákveðinn
fundur sem haldinn var í fy rradag.
Fram kemur líka að Ragnar Hall-
dórsson forstjóri hefði ekki mætt til
fundarins. Fulltrúar IS AL og trúnaðar-
ráðs verkalýðsfélaganna skiptust á
skoðunum um yfirvinnu og starfsemi
verktaka. Ekki heföu fengist
upplýsingar sem fulltrúar starfs-
manna óskuöu eftir um fyrirliggjandi
verkefni í ýmsum deildum og áætlað
vinnuskipulag eftir fækkun starfs-
manna.
Fulltrúar starfsmanna leituðu líka
eftir vilja ISAL til að endurskoða og
afturkalla uppsagnir, meðal annars
með tilliti til verulega betri stöðu á ál-
mörkuðum og að í haust verði verit-
smiðjan komin með full framleiðsluaf-
köst. Svör ISAL manna hafi verið:
„Nei, fækkun starfsmanna er miðuð
við að verksmiðjan sé rekin með full-
um afköstum.” Af þessu er dregin sú
ályktun aö ISAL hafni algjörlega að
breyta afstöðu sinni til uppsagna
starfsmannanna og því er mótmælt.
Mikil og almenn þátttaka var í verk-
fallinu í gær, en það var ákveðið
skömmu fyrir hádegi. Haldinn var
f undur í hverri deild þar sem trúnaðar-
menn gerðu grein fyrir gangi málsins
og starfsmenn lögöu á ráðin um frek-
ari aðgerðir.
JBH
ÆFINGA- OG
JOGGING GALLAR
Póstsendum
samdægurs.
Sportval
Hlemmtorgi — Símar 14390 og 26690
FÓTBOLTAR
HANDBOLTAR
•
ÍÞRÓTTA
SKÓR
VINDGALLAR
•
GÖNGU-
FATNAÐUR
VIKURA f
2JA VIKNA VERÐI
15. jÚNÍ.
Frítt fyrir börn
í fylgd með fullorðnum
Greiðslukjör Opið laugardaga kl. 10—4
777 þess að auðvelda fjölskyldum að
komast með börnin i sólina hefur
okkur tekist að fó þau kostakjör sam-
þykkt að fá frítt fyrir börnin i fylgd
með fullorðnum í vinsælum fyrsta
flokks íbúðum á Mallorka.
fílotið tækifærið STRAX þvi pláss
það sem býðst á þessum kjörum er
takmarkað.
Beint dagflug báðar leiðir
15. júní, 6. og 27. júlí, 17. ágúst,
7. og 28. sept. 22 daga
FLUCFERD/R
SOLARFLUG
-AiM..
VESTURG0TU 17 b. ........ „„
. **««« ssrj&SwL.
IbJJl Ub ZZIUU meðfarseðlinum.