Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1983, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1983, Qupperneq 2
2 DV. LAUGARDAGUR 20. AGUST1983. „Beljurnar taka mér vel þó ad oft gangi á ýmsu...” — seglr sæðlngamaðuriim Sveinn Sigurmundsson DV-myndir Einar Ólason. Frjótœknirínn að störfum. Bóndinn aðstoðar við verkið. Taaknifrjóvgunin er orðin hversdagsleg athöfn i augum sveitafólks þó hún koti ósamt ungbarni sinu lóta vel að annarri kvigunni sem fijóvguð var sé ennþó nokkuð framandi i hugum borgarbúa. Hór sóst húsfreyjan i Ara- þennan daginn. „I augum sveitafólksins er þessi aö- gerö orðin ákaflega hversdagsleg. En því er ekki að neita að óvönu fólki finnst hún svolítið framandi og spenn- andi. Til eru jafnvel menn sem finnst hún ósæmileg og vilja leiða hana hjá sér.” — Þessi orð mælir Sveinn Sigur- mundsson og hann er þama aö tala um viðbrögð fólks við starfinu sem hann gegnir. Sveinn er frjótæknir. Hann hefur unnið við þá fámennu atvinnugrein sem sumarafleysingamaður síðustu sjö sumur, eða f rá árinu 1977. Lærður í faginu Það má skeyta orðinu „löggiltur” framan við starfsheiti hans. „Já, ég er lærður í faginu. Er reynd- ar búfræðingur að mennt en hef auk- reitis setið sjö vikna námskeið á veg- um Búnaðarfélagsins þar sem kvígu- sæðing og allt sem viðkemur henni er kennd. Þetta er hvort tveggja bókleg og verkleg kennsla sem veitt er á þessum námskeiðum en einungis fulllærðir bú- fræðingar geta sótt þau. Menn læra meðal annars undirstöðuatriðin í líf- fræði og líffærafræði svo og almenna dýralæknisf ræði. ” — Sveinn er búsettur fyrir austan f jall, ættaður úr Skeiðahreppi. Og þar um slóðir — í einu mesta nautgripa- ræktarhéraði landsins — er starfsvett- vangur hans. Reyndar er sveitum landsins skipt í ák\'eðin sæðingasvæði og tilheyra hvert þeirra einum f rjótækni. Sæðinga- svæði Sveins spannar þrjá og hálfan hrepp, einkum á Skeiðum og í Flóa. „Þetta er fullt starf,” segir Sveinn, „og getur verið ærið erilssamt,” bætir hann við. „Ég er á ferðinni milli fjósa alla daga nema sunnudaga. Þarf sem sagt að koma víða við.” Hjákátleg uppnef ni — Þykir þetta ekki óvanalegt starf? „Það þykir það vissulega. Sumum mönnum er hætt við að brosa ansi vandræðalega út í annað þegar á það er minnst. Og allt frá því þetta starf kom fyrst til sögunnar hefur það verið tilefni ýmissa spaugyrða manna í mill- um. Menn hafa svo sem fundið því nokkuð hjákátleg uppnefni sem kannski er ekki ástæða til að vera að fárameðhér.. . ” — Nefndu samt nokkur. „Ja, fyrir þaö fyrsta má það koma fram að orðið frjótæknir er tiltölulega ný til komið en þessi starfstétt var áður kjölluö sæðingamenn. En uppnefnin já, þau erumörg. Við frjótæknar höfum til dæmis ver- ið nefndir nöfnum eins og töskutuddar eða hjólatuddar svo og hinu ósæmilega orði, bryndlar. Við skulum ekkert fara nánar út í þessi nöfn hér.” Sumum bregður — Vill bregða við að litiö sé niður á þessa starfstétt? „Nei, ekki segi ég það. Þó svo menn skopist stundum með hana þá hvílir aldrei nein alvara þar aö baki. Aö ég held. Því er samt ekki að neita að sumum bregður við eðli starfsins, finnst það óþrifaverk og ósmekklegt og þar fram eftir götunum. Starfssvið okkar snertir jú það líffæri skepnanna sem verið hef- ur eins konar feimnisblettur um aldur og ævi, sérstaklega meðal þeirra sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.