Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1983, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 20. AGUST1983.
11
tvtilli flöa
— sjötta grein Ara Trausta
Guðmundssonar nm áhugaverða
staði í náttúru landsins
til að skoða af hringveginum
liggur í loftinu. Lengra í burtu eru
Gufuskálar þar semenn másjá gömul
fiskibyrgi, fyrir nú utan risamastriö,
420mhátt.
Hafi menn ekki skoöað Eldborg fyrr
íferðinni má reyna viö sérkennilegan
eldgíg sem er eins og hringleikahús í
Hólahólum, — þangaö liggur slóö sem
á aö ganga en ekki aka!
Þrjú kauptún taka viö hvert af ööru,
Hellissandur, Rif og Olafsvík, og það
minnsta sögufrægast: Rif. fögur útsýn
er inn aö jökli yfir ár, fossaföll og
fjöll, af veginum milli Sands og Olafs-
víkur.
Við Olafsvík eru vegamót. Annar
kosturinn er aö aka yfir Fróöárheiöi og
áfram suður á Mýrar. Hafa menn þá
lokið skemmri hringnum á Nesinu.
Hinn kosturinn er aö aka fram hjá
Brimilsvöllum og Fróðá og stefna til
Stykkishólms, inn með Nesinu að
norðanveröu. Sú leiö svíkur engan.
/ Stykkishólm >
I Eyrbyggju er sagt frá mögnuöum
draugagangi og fordæðuskap, svo-
nefndum Fróöárundrum. Lítt ber
Fróöá þess merki nú, enda langt um
liðið og flestar forynjur hættar öllu
bauki. Vegurinn liggur hátt í Búlands-
höföa. Þar ofan vegar eru merkir
fundarstaðir steingervinga frá ísöld.
Svo sér yfir Lárós, stóra fiskiræktar-
stöö, og yfir á Kirkjufell. Þar rétt hjá
er Kvíabryggja sem var líklega eina
meðlagstugthús í heimi, en er nú af-
lagt.
Kirkjufelliö (sem er gengt) er jökul-
sorfiö mænisfjall og alls ekki píramídi
nema séö úr tveimur áttum. Danskur-
inn nefndi þaö Sykurtoppinn og hiö
flata fjall, Stööina, kallaöi hann Lík-
kistuna. Fjallahringur Grundarfjarð-
ar er vægast sagt flottur eins og Danir
segja. Auk Helgafells ná hnarreistar
Helgrindur nærri 1000 m upp yfir lág-
lendiö umhverfis þorpiö, en f jær er lit-
rík Grundarmönin; menjar um forna
eldstöð.
En nú vendum viö kvæði okkar í
kross og látum jaröfræði og náttúru aö
mestu lönd og leið en snúum okkur
þess í stað aö sögunni.
Grundarfjöröur er gamall versl-
unarstaöur með kaupstaöarrétt-
indi frá 1787. Frakkar höföu þar bæki-
stöö framan af 19. öld og Norðmenn
ætluöu aö reisa þar hvalveiöistöö. En
þéttbýli varö þar ekki til fyrr en á
stríðsárunum. Fjöröurinn heitir eftir
bænum Grund, en utar eru Hamrar og
Setberg, sem áðumefnd forn eldstöö er
kennd viö. Enn lengra er Hallbjamar-
ey ri sem tengist Eyrbyggjasögu.
I Kolgrafarfiröi hljóta fommenn aö
hafa unniö viðarkol og jafnvel jám úr
mýrarrauöa með svonefndum rauða-
blæstri. Þaö jám þótti reyndar lélegt
og var aö sögn ekki notað í vopn nema
handa arnnum húskörlum. Kolin vom
unnin þannig aö birkilurkar vom látnir
í djúpa gryfju, kveikt í og tyrft yfir. Aö
sólarhring liönum mátti lúka upp
dyngjunni og hirðakolin. Segja margir
að með þessu móti hafi töluverðum
skógiveriðeytt.
Austan viö fjöröinn er Berserkseyri
og handan við Hraunsfjöröinn er
Berserkjahraun. Nöfnin minna á sög-
una um berserki Víga-Styrs. Þeir
mddu veg sem enn sést (er líklega
síðari tima reiðgata) en hlutu bana aö
launum því að Víga-Styr sat á svikráð-
umvið þá.
Utan viö Bjarnarhafnarfjall er
Bjamarhöfn, landnámsjörð. Þar bjó
t.d.síðarOddurHjaltalín (1819—1862),
sem samdi fyrsta ísl. grasafræöiritiö.
Viö Drápuhlíðarfjall em vegamót.
Fjalliö er úr líparíti og hefur hrunið
duglega fram úr því þannig aö stór
skál er aö framanverðu. Mikið var
tekið þarna af steinflögum til skreyt-
ing og gnótt er af öörum steinum, svo
sem geislasteinum og jafnvel viðar-
steini. I austur liggur leiö út á Skógar-
strönd um Álftafjörð. Þaöan má fara
inn meö Hvammsfirði, í Dalasýslu og
áfram vestur á firði eða norður í land.
Þetta er falleg leiö, rík af sögulegum
minjum og með útsjón yfir Breiða-
f jaröareyjar á aöra hönd en til Ljósu-
fjalla á hina. I suövesturerKerlingar-
skarðsvegur sem nær yfir á upphafs-
leiðina. Skaröið er skessuslóö og í
Baulárvallarvatni eru a.m.k. fimm
vatnaskrimsli skv. munnmælum. Við
Vegamót er hringnum lokaö.
En áöur en fariö er um Kerlingar-
skarö er rétt aö renna til Stykkishólms,
enda stutt aö fara. Þá er valin leiöin til
norðurs. Nöfnin vitna áfram um sög-
una: Orrustunes, Þórsnes, Þingvellir
(meö blótsteini) og Hofsstaðir þar sem
fyrsti þingstaður landsins var hjá
honum Þórólfi mostraskegg.
Þekktast sögustaða er Helgafell,
bæöi bærinn og bungan meö stuðla-
bergi að norðan. Að Helgafelli var
klaustur frá 1184 til ca 1550 og hafa
ýmis handrit vafalítiö orðið þar til.
Þama bjó líka Snorri goöi og síðar
Guörún Osvífursdóttir. Enn síöar átti
Sæmundur Magnússon Hólm þar bú
(1749—1821), en hann var merkur
f jölfræðingur og teiknari.
Leiði Guðrúnar er merkt bauta-
steini. Þaöan skulu menn ganga þegj-
andi og líta ekki um öxl, upp á felliö og
inn í tóttina þar. Síðan er aö snúa sér í
austur og mæla fyrir í huganum þrjár
óskir. Séu þær mönnum til góðs munu
þær uppfyUast. Uppi á fellinu er hring-
sjá,enda víðsýnt og kennileiti mörg.
Ef tími vinnst til ættu feröalangar
endilega að bregöa sér í siglingu um
Breiöaf jörö, meö Baldri eöa leigubáti.
Eyjaþröngin er fjarskalega áhuga-
verö.
En sem sagt: Þama undir Drápu-
hlíöarfjalli á vegfarandinn völina. Er
hann hér með skilinn eftir.
,, n,an 'nn fyrir kl 11
Myndirnar tilbunar j n
Landsins
mesta úrval af
myndavélum.
Yfir 50
gerðir af:
CANON
KODAK
KONICA
MAMIYA
MINOLTA
NIKON
OLYMPUS
PENTAX
POLAROID
Einnig mikið|
urval af
töskum
filterum
þrífótum,
og öðrui
fylgihli
Takið nýjar
filmur með í
ferðalagið
log komið þeim
strax í
framköllun.
Þannig
tiyggjast
bestu
myndgæðin.
Góð
ireiðslukjjörj
Sendum I
póstkröfu.
Ljósmyndaþjónustan hf.
LLaugavegi 178 - Simi 8581
PO. Box 5211 -125 Reykjav