Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1983, Síða 12
STÁLHE
Borgartúni 31 sími27222
Hafa áhrif á
skap okkar og
vinnugledi
Eru einhverjir litir til?
Þegar við erum í herbergi getum við
fullyrt aö veggirnir til dæmis séu rauð-
ir. En halda veggimir áfram að vera
rauðir þegar við slökkvum ljósiö og
byrgjum gluggana?
I bókinni Farver i Farver er talað
um þessi mál. Tilvitnun: „Þegar menn
fást við liti kemur að því að þeir spyr ja
sig spurningarinnar hvað litir séu.
Fyrst þegar augaö nemur endurskin
frá hlut sjáum við þennan hlut og gríp-
um lit hans. Flest dýr geta einungis
skynjað magnmismun ljóssins en æðri
apar og menn hafa auk þess hæfileik-
ann til að greina milli ljóss mismun-
andi tegundar meö misjafnri bylgju-
lengd. Þessi hæfileiki til að greina milli
mismunandi ljóss er nefndur litasjón.”
Litir hafa áhrif á líf okkar og augna-
bliksgeöbrigöi okkar. Litir geta æst
upp og þeir geta drepið niður.
Þegar maður horfir á rautt eykst
hjartsiátturinn, við að horfa á blátt fer
hjartað slá hægara. Þegar við erum
undir áhrifum rauðs litar ofmetum við
tímabil, þegar við erum undir áhrifum
frá bláum vanmetum við tímann.
Rautt veitir innblástur, ýtir undir aö
góðar hugmyndir fæðist. Blátt er
prýöilegt þegar kemur að því að vinna
úr hugmyndunum. Rautt ljós flýtir
vexti plantna og hraðar þróun lægri
dýrategunda. Rautt eykur hormóna-
starfsemi og kynhneigðir.
Læknirinn Niels R. Finsen rannsak-
aði áhrif ljóssins á lifandi vefi og
reyndi að lækna s júkdóma eins og húð-
berkla og bólusótt með ljósi á mismun-
andi bylgjulengdum. Finsen fékk
nóbelsverðlaun fyrir vinnu sína með
ljósameöferð.
Gleðimaður græn-gulur
Franskur læknir, Gaston Deribere,
reyndi að komast að því hvort blindir
gætu greint milli mismunandi lita.
Hann lét útbúa herbergi sem var með
veggjum úr lóðréttum þríhymdum
borðum sem voru málaöir gulir, rauðir
og bláir á hliðunum þremur. Hægt var
að snúa borðunum 120° þannig að hægt
var að skipta um liti á veggjum her-
bergisins á nokkrum sekúndum.
Deribere hélt því fram að hinir
blindu svöruöu ævinlega rétt og af því
má ef til vill draga þá ályktun að áhrif
lita séu ekki bara sjónræn heldur
skynji menn einnig útgeislun eða
bylgjulengd litanna.
Um aldir hafa menn reynt að finna
litunum eiginleika umfram þá sjón-
rænu. Ein hin elsta er hin forna grein-
ing lita og skapgerðar.
Ákafamaðurinn á við gul-rauðan,
hinn þunglyndi við rauð-bláan,
hinn skapstillti við blá-grænan,
gleöimaðurinn við græn-gulan.
Menn hafa gefið litunum marga eig-
inleika og þýðingu. Flestar þær grein-
ingar eru huglægar. Hér er útdráttur
úr þeim kenningum:
Blátt á að gefa afslöppun, tilfinn-
inganæmi, ró, ánægju og trúfestu.
Blátt á einnig að tákna nána vináttu,
ást, kvenleika, rólegt geð, kaldan
hreinleika. Dökkblátt gefur dýpt, ljós-
blátt víðemi. Hjá Goethe stendur blátt
fyrir mannvit.
Fjólublátt gefur samsömun,
óákveðni, kæti til kynna en einnig al-
vöru. Tilhneigingu til að vera leyndar-
dómsfullur. Hómóseksúal fólk, böm og
óléttar konur eru hrifin af fjólubláu.
Grænn af öfund
Rautt er fyllt spennu, sérvisku, æs-
andi og styður sigurvilja. Rautt er
geta, bæði kynferðislega og valdalega.
Rautt er hreyfing, íþróttir, bardagi,
framleiðsla, viljastyrkur, fíkn í upplif-
un. Eldur, viðvörun, ofstæki, virkni,
hiti, nútíð. Rautt er magnað, árásar-
gjamt og iðandi af lífi.
Rauðgult kemur til móts við menn.
Waram....
Mó
hringir
....ein af i$ju Eagnarsvörunum
■ IHNSYNING A
færði grænt, ekki bara úr hugarheimi
sínum heldur líka frá augliti sínu. Þeg-
ar hann heimsótti eitt sinn Kandinsky
skipti hann um sæti til þess að geta set-
ið með bakið í gluggann og þurfa ekki
að horfa á grænu trjánna. Hans Han-
sen, dönskum arkitekt, fannst liturinn
á grasi sérlega fáránlegur.
Grátt inniheldur enga litablöndun og
er þess vegna laust við hvers konar
sálræna hneigð. Grátt þýðir jafnvægi,
frelsi frá æsingi og er landamærin milli
spennu og lausungar, milli já og nei. Sá
sem kýs grátt einangrar sig. Sá sem
hafnar gráu hellir sér í slaginn. Grátt
er aðgerðalaust og jafnandi, róandi,
hefur aðeins lítið eigið líf. Grár hvers-
dagsleiki.
í því liggur
styrkurinn
Flesta liti sem koma fyrir í náttúr- Gult er gleði, hamingja, von um
unni má fá með því að blanda saman |freIsun- Gult bendir fram og stendur
frumlltunum sem eru blar, gulur og lGoethe stendur gult fyrir skynsemi.
rauður !Gult 8rvar andlega> styður samtal.
Með hinum heita ljósleika sínum gefur
gult hugmynd um léttleika. Gult hefur
frelsandi og upplífgandi áhrif. Á þýsku
er sagt gulur af öfund á ensku grænn,
(á íslensku stundum gulur og grænn
oftast þó grænn). Báðir Utirnir tengj-
astgallinu.
Grænt er spennt, hart, varanlegt,
varnandi. Virkar verndandi út á við og
gætandi inn á við. Grænt er einnig ótti,
bæling og það aö bera af sér. Grænt er
gagnrýnandi, greinandi, rétthymt.
Merkilitur hins harða manns. Grænt
Litaspiald þetta frá átjándu öld er róar og jafnar niöur, liggur milli heits
€ÍflhV€T fyrsta tilvailfl tll aö syfia Goethestendurgræntfyrirtilfinninga-
hlutfall milli allra sýnilegra lita. semi. Vonin er græn. Mondiran bann-
Litríka framtíð
Fólk verður að búa eins og það lang-
ar. Hlutverk hönnuðarins er að sýna og
benda á fleiri möguleika. Maður má
bara ekki vera of leiðinlegur. Smá-
skyssa er verri en þokkaleg meðal-
mennska.
Á barnsaldri lærir maður að elska
liti og nota þá. Síðan lærir maður nokk-
uð sem heitir smekkur. Hann takmark-
ar notkun litanna.
En þegar fólk vill skemmta sér fer
það á skemmtistað. Á öllum stöðum
erulitirnotaðir.
Börn elska liti. Það hefur aldrei
verið í tísku að gera grá barnaföt.
Hugsið ykkur bamahóp á feröalagi.
Það eru litríkustu og lífsglöðustu upp-
lifanir sem hægt er að eiga.
Menn verða að trúa á samtíð sína og
reyna eitthvað nýtt. I dag fremur en
nokkm sinni áður verðum við að nota
hugmyndir okkar. Slæmir tímar og
kreppur eru ekki neitt sem guð almátt-
ugur hefur fundið upp heldur eitthvað
sem við höfum sjálf skapað. Litríka
framtíðfyrir okkur öll.
. DV. LAUGARDAGUR 20. ÁGUST1983.
DV. LAUGARDAGUR 20. ÁGUST1983.
Steypustyrktarstál er ein af okkar
sérgreinum.
Við geymum stálið í húsi, sem
heldur því hreinu og gljáandi,
þannig verður það þægilegra í
vinnslu og sparar tíma. Markmið
okkar er fljót og góð sendingar-
þjónusta.
Notaðu aðeins gott steypustyrktar-
stál, í því liggur styrkurinn.
7 prósent karla litblind
Svart er fullkomið myrkur. Nei við
svörtu þýðir já við lit. Svart-hvítt er
ópersónulegt (þjónustulið) eða yfir-
máta persónulega veislukennt (veislu-
klæði). Svart er alvarlegt, fínt, mál-
efnalegt, samanþjappað. Það er notað
þegar Utur annarra hluta á að verka,
til dæmis í mátunarklefum.
Brúnt er þungt og drungalegt. Þægi-
leg hlýja bássins, vandamálalaust ör-
yggi. Hefur hlý, dempandi og róandi
áhrif. Á sérstaklega við fullorðið fólk.
Hvítt er hreint og skýrt, hlutlaust,
þyngdarlaust, spennulaust. Leyfir
frjálsasta mannlega þróun, sættir öli
litarafbrigði.
Goethe málaði herbergin í húsi sínu í
Weimar í mismunandi litum. Þeir sem
ekki voru velkomnir fengu kalt, blátt
herbergi. Þá fóru þeir fyrr aftur. Mat-
salurinn var í heitum gulum lit. 1 gulu
herbergi er alltaf sól. Goethe vann
sjálfur í grænu garðherbergi.
Hver einasta manneskja bregst á
sinn sérstaka hátt við litum. 0,5% allra
kvenna eru litblind og 7% karlmanna.
Dökkeygt fólk er viðkvæmara fyrir lit-
um en fólk með ljós augu. Á móti kem-
ur aö fólk með ljós augu er næmara
fyrir formi en fólk með dökk augu.
Það sem væri best væri að geta
breytt litunum í herbergi sínu eftir
skapi sínu eða dags- eða árstíma.
Notkun lita er eins og lífið, maður
verður að hafa markmið. Markmiðið
getur verið næstum hvað sem er.
Kannski að setja saman hræðilegustu
litina. Það getur leitt til spennandi og
óvæntra niðurstaöna.
Hægt er að gera herbergi glaðlegt
eða alvarleg. Brjálæðislegt eða þung-
legt. Odýrt eða munaðarlegt. Allt bara
með litum. Ég held að litirnir eigi
meira þátt í rúmskynjun en húsgögn
og munir. En röng lýsing getur eyði-
lagt jafnvel bestu liti.
Það sem steypt er þarf að styrkja
með stáli — Steypustyrktar stáli.
Án Ijóss geta engir litir orðið, eins og sjá má af þessari glerskál með
sykurkúlunum á. Hvítum Ijósgeisla er beint á miðja hrúguna og þar
Ijóma kúlurnar í skœrum litum. En til hliðanna, þar sem birtan
dvínar, verða þœr litlausar.
RED