Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1983, Page 16
16
DV. LAUGARDAGUR 20. AGUST1983.
Vafasöm sambilö meö
sllfurskottnm
— raunasaga ungs manns nr vesturbænum
Það var fyrir nákvæmlega einu ári
að ég kynntist þeim fyrst. Þessum
litlu, eldsnöggu, gráu og merlandi
kvikindum, silfurskottunum. Þá
hófum við búskap saman í litlum
kjallara í vesturbænum. Það er
kannski ekki rétt að segja aö við
höfum hafið sambúð, eiginlega ruddist
ég líkt og hver annar dóni inn í friðsælt
og hamingjuríkt samfélag nokkur
hundruð silfurskottna.
Grátt, lítið kvikindi.
Eg hitti þær fyrst á föstudagsriótt,
nýkominn af dansleik og allvel'
blekaður. Má vera að það hafi haft sín
áhrif því eins og alþjóð veit er slíkt
ekki taliö gæfumerki að kynnast nýj-
um sambúðaraðila undir áhrifum á-
fengis. En sem sagt, ég kem heim og
fer beina leið inn í eldhús, niðurlútur,
samkvæmt hinu foma samræmda
íslenska göngulagi. Sé ég þá merla á
grátt lítiö kvikindi sem þýtur meö eld-
ingarhraða þvert yfir gólfið og undir
eldhússkáp. Eg horfi betur í kringum
mig og sé þá annað kvikindi, hálfu
stærra, skjótast sömu leið. Var mér
hreint ekki um sel. Það setti aö mér
einhvem hroll og við lá að snarrynni af
mér. Var ég nú kominn með tremma
og farinn að sjá gráar pöddur úti um
allt? Gat það verið? Nei, það gat ekki
verið. Eg teist vart til stprdrykkju-
manna og það kváðu helst vera túra-
menn sem í slíku lenda.
Ógnvekjandi reynsla
Eg bakkaði út úr eldhúsinu og snar-
aöi mér fram á bað. Hugðist lauga
andlit mitt köldu vatni til hressingar
eftir þessa ógnvekjandi reynslu. Mér
varð því meira en lítið um þegar ég
kveikti ljósið, horfandi á gólfið, þegar
þrjú grá kvikindi sömu tegundar skjót-
ast alveg viö tæmar á mér á fullri ferð
og stinga sér beint ofan í niöurfallið.
Var þetta martröð, eöa var ég lentur
inn í kvikmynd eftir meistara
Hitchcock án þess að hafa verið
varaður við? Eg hreint út sagt þaut
fram á gang og inn í stofu. Þar kveikti
ég öll ljós og skimaöi vandlega inn í öll
horn en fann ekkert. Settist ég nú niður
og hugsaöi mitt mál.
Vettvangskönnun
Ekki haföi ég hugmynd um hvaö
þetta gæti verið. Eg held ég hafi aldrei
heyrt minnst á þessi kvikindi áður en
ég hóf búskap minn í vesturbænum. En
•þess ber að geta að ég hef alla mína tíð
búið í nýlegum steinhúsum innan um
snyrtiiegasta fólk svo það var varla
von.
Þar sem ég sit þarna og kemst ekki
að neinni niðurstöðu ákveð ég að
manna mig upp og gera allsherjar
vettvangskönnun. Kveiki ég öll ljós í
íbúöinni og athuga vandlega alla króka
og kima en ekki fundust fleiri kvikindi í
það skiptið.
Strax daginn eftir fór ég á stúfana
að kynna mér hvaö þetta hefði nú verið
sem ég sá kvöldið áöur. Var mér þá
fljótlega sagt af fróðum mönnum aö
hér hefði verið um kvikindiö silfur-
skottu að ræða. Þetta eru skorkvikindi,
um sentímetra löng, sem finnast
víöa í gömlum húsum. Þær halda sig
mest í grennd við hitaveitulagnir og
aðra raka staði. Þær lifa fyrst og
fremst á beðma en hann finnst t.d. í
rikum mæli í gólfdúkalími. Þær leggj-
ast ekki á matvöru og eru meinlausar
fólki en geta borið með sér óhreinindi
og svkla til ólíklegustu staða.
Varð það mér óneitanlega mikill
léttir að hér væri um sauðmeinlausa
skepnu að ræöa. Og hér var líka komin
skýring á því hvers vegna gólfdúkar
víða í íbúðinni voru svona illa famir.
Veiðitímabil
Velti ég þessum kvikindum ekki
mikið fyrir mér aftur fyrr en dag tók
aö stytta síðasta haust. Fór ég þá að
verða var við þær i auknum mæli og
jafnvel á daginn líka. Svo var það eitt-
hvert síðkvöld í nóvember að þær
gerðu mér aftur bylt við. Eg hafði
verið úti á landi í nokkra daga og kom
heim seint að kvöldi. Og beint inn í eld-
hús. Það hafa ekki verið færri en 20—30
stykki sem þutu í allar áttir þegar ég
kveikti ljósið. Nú fannst mér nóg
komið af umburðarlyndi í þeirra garð.
Eg stökk út á gólf og tókst aö kremja
tvær skottur til bana.
Fór nú í hönd mikið veiðitímabil á
heimilinu. Hvenær sem færi gafst
læddist ég aö þeim, stökk og reyndi að
kremja þær. Eg keypti mér meira aö
segja sérstaka skó með sléttum botni,
sem gerði þessa aðferð enn öruggari.
Aukaverkanir
Þannig þróuðust mál næstu mánuði.
Þaö var komið í mig keppnisskap hins
sanna íþróttamanns. Keppnin stóö um
það að drepa sem flestar í einu stökki
annars vegar og sem flestar á einum
degi hins vegar. Ég var, að eigin áliti,
orðinn ansi fimur í þessari íþrótt er
líða tók á vetur. Metiö var 6 silfurskott-
ur í einu stökki og 17 skottur sama
daginn. Þau met voru bæði sett 13.
mars 1983 og veit ég ekki um neinn sem
slegiðhefurþað.
En keppni þessi hafði ýmsar hliðar-
verkanir í för með sér. Eg var orðinn
ansi niðurlútur, réttara sagt gekk orðið
með höfuðið niðri á bringu og rýndi
eftir gólffletinum. Til að byr ja með bar
aöeins á þessu inni á mínu eigin heimili
en smátt og smátt ágerðist þetta og ég
fór aö ganga svona þar sem ég var
gestkomandi. Labbaði kannski fram í
eldhús, kveikti ljós og skaust með eld-
ingarhraöa inn á mitt eldhúsgólf, en
furðulostinn gestgjafinn stóö í eldhús-
dyrunum og spurði hvað gengi á.
Má vera að það sé ástæða þess aö
vinum mínum hefur fækkað svo mjög
aö ég gaf alltaf þá skýringu að ég væri
að athuga hvort ekki væru silfur-
skotturhjáþeim.
• Éta eigin meðbræður
En það var sama hvað ég stökk,
stappaði, hoppaði eða annars reyndi.
Silfurskottunum fækkaði ekkert
Skýringuna fann ég meö athyglis-
verðri tilraun sem ég framkvæmdi.
Eitt kvöldið, þegar ég hafði drepið
tvær skottur, dró ég hring utan um
líkin og fór svo út. Þegar ég kom aftur
tveim tímum seinna voru líkin horfin.
Ég endurtók tilraunina aftur seinna og
sama sagan endurtók sig. Þær, sem
sagt, átu lík meðbræðra sinna! Það
var því sama hvað ég hamaðist, þær
sem eftir lifðu höfðu það bara enn
betra og allir voru hinir ánægðustu
nema fórnarlömbin.
Ég eða skotturnar
En nú tóku að skipast verður í lofti.
Sem sé að heimilishagir mínir tóku
hægfara breytingum, og skyndilega
var kominn nýr sambúöaraðili til mín
og silfurskottnanna. Það var ekki laust
við að þessi nýi heimilismeðlimur hefði
aðra skoðun á silfurskottum en ég. Var
jafnvel ekki frítt við að hún hefði
áhyggjur út af sífellt hrakandi
geðheilsu minni samfara síauknum
skottuveiðum og endurbættum veiðiað-
ferðum. Svo einn daginn, nú í sumar,
kom þruman. Annaðhvort fer ég út eða
þær, sagði sambýliskona mín hin
rólegasta. Hún hafði uppdagað aö það
væri hægt að útrýma þessum ófögnuði
svo notað sé hennar orðalag.
Mig setti hljóðan s\'o sem menn
setur þegar stórar ákvaröanir eru
teknar. Eg valdi hana en hafnaöi skott-
unum.
Eiturefnahernaður
Þaö var svo á drungalegum mánu-
degi að tilkvaddir skordýraeyðar
mættu á staðinn með tól sín og tæki.
Þeir byrjuðu á því að skoöa staðinn og
hófu svo að bora göt í gólf og stólpa út
um alla íbúð. Síðan átti aö dæla eitri
niður um þessi göt og þannig stráfella
heilan ættflokk sem hér hafði búið í
langan tíma og liðið vel. Þetta var ekki
hinn sanni íþróttaandi. Að ráðast aftan
aö óvini sínum meö eiturefnahemaði.
Og í þokkabót varð ég nauðugur
viljugur að koma mér út á meðan af-
takan fór fram. Eg fékk ekki einu sinni
að vera viðstaddur aftökurnar á þess-
um gömlu kunningjum frá því í vetur.
Það síðasta sem ég sá til þessara eitur-
efnahermanna var að þeir voru
komnir með hermannalegar grímur
fyrir andlitin og vígalegar eiturbyssur
sér í hönd.
Unnið stríð, en...
Nú er nokkuð um liðið síðan hermenn
þessir komu hér í heimsókn. Eg hef
ekki séð eina einustu skottu skjótast
um gólfin síðan þá. Fyrstu kvöldin
stökk ég inn í eldhús svona af gömlum
vana, en greip alltaf í tómt. Núorðiö
geng ég miklu uppréttari, ber höfuðiö
hátt en það er kannski bara sektar-
tilfinning. Eg geng orðið rólega inn í
eldhús, bæði hér heima og annars
staðar, en stundum grípur mig sár
tómleikatilfinning þegar ég renni aug-
unum yfir tómt gólfið.
Stríöiö er unnið en kannski er ég
enginn sigurvegari eftir allt.