Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1983, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 20. AGUST1983. 19 Ástralski leikstjórinn Peter Weir er löngu orðinn heimsfrægur fyrir kvikmyndir sínar en meðal þeirra má nefna Picnic at Hanging Rock, The Cars that Ate Paris og Gallipoli. Nýjustu myndar hans, The Year of Living Dangerously, var beðið með mikilli eftir- væntingu en því miður urðu allmargir gagnrýn- endur, jafnt sem aðrir áhorfendur, fyrir all- miklum vonbrigðum með myndina. Söguþráðurinn er ekki slæmur, að minnsta kosti ekki hugmyndin á bak við hann, þó úrvinnslan sé ekki sem best. The Year of Living Dangerously gerist í Indónesíu á miðj- um sjöunda áratugnum eða á þeim tíma sem stjórn Sukarnós riðaði til falls. Borgarastríð er á næstu grösum og kommúnistar hyggja á valdatöku. Ljósmyndari í aðalhlutverki Aöalpersónur myndarinnar koma úr ýmsum áttiun. Guy Hamilton (Mel Gibson) er ungur útvarps- fréttamaöur frá Ástralíu sem ætlar aö nota sér ástandið í Indónesíu til að auðvelda sér frægö og frama. Jill Bryant (Signourney Weaver) vinnur í sendiráði Breta í Jakarta og verður Bryant bæði ástkona og hentugt verkfæri til upplýsingaöflunar. Stjarna myndarinnar er svo leikkon- an Linda Hunt, en hún leikur karl- kyns ljósmyndara, Billy Kwan. The Year of Living Dangerously fjallar framar ööru um árekstra sem hljóta að verða milli austurs og vesturs og að auki er ábyrgð frétta- manna og barátta þeirra við að halda fullu hlutleysi í fréttaflutningi tekin til meðferðár. Ljósmyndarinn Billy Kwan er sá sem allt veltur á í samskiptum Hamiltons við innfædda og Kwan hefur líka mikil áhrif á fréttaflutning Ástralíumannsins. Frá nógu að segja Billy Kwan er kínverskur að hálfu og Ástrali að hálfu (hann er reyndar leikinn af bandarískri kynblendings- stúlku) og þess vegna á hann hvorki heima í hinni vestrænu veröld né hinni austurlensku. Og til að bæta gráu ofan á svart er Billy Kwan dvergur. Litarhátturinn gerir honum auðvelt aö komast nokkuð nærri íbúum Indónesíu og að auki hefur hann mikla samúð meö þeim uppreisnargjörnu. Kwan notar sér framagirni Hamilton og fær hann til að senda ýmsar fréttir sem hinir fréttamennimir skildu ef til vill ekki eða höfðu ekki aðgang að. Það var frá nógu að segja í Jakarta á því herrans árið 1965. Um þaö leyti reyndu vinstrimenn að gera byltingu en voru barðir niður af her og hægrimönnum. Herinn sá þá fljót- lega að hann haföi enga þörf fyrir Sukarno sem var heldur hófsamur miðjumaöur. Dvergurinn lendir i klemmu Kwan tekst að nota Hamilton sem málpipu fyrir skæruliða kommúnista sem eru að undirbúa valdaránið. En það tekst ekki lengi því Hamilton sjóast og sér að kommúnistar iðka ekki bara ræðuhöld heldur standa í ströngu við vopnainnflutning. Hann sendir frá sér frétt um þetta brölt og kemst aö því loknu á lista kommún- ista yfir þá sem þeir vildu helst sjá falla í valinn. I þessum átökum skæruliða og fréttamanns er það ffl líliB I „ lÁKiM'1 auövitað Billy Kwan sem lendir í verstu klemmunni og hann fremur (því sem næst) sjálfsmorð. En það skiptir minnstu máli því honum hefði veriö sálgaö hvort eð var. Tvöfalt hlutverk ástkonunnar Inn í frásögn af valdaráni og fréttamennsku er svo fléttaö ástar- ævintýri Hamiltons og Jill Bryants. Bryant hefur tvöfalt hlutverk í myndinni, hún miðlar Hamilton upplýsingum og lífgar upp á söguþráðinn, rómantískum áhorfendum til óblandinnar ánægju. En bölvun blaðamennskimnar hvílir yfir sambandi elskendanna og Hamilton mun aö líkindum arka einn sinn æviveg með framavonir að leiðarljósi. „Vesturlandabúar vita ekki réttu svörin,” segir Indónesi í The Year of Living Dangerously. Þetta er að öllum líkindum boðskapur myndarinnar og fyr- ir bragöið veitir hún lítil svör við spurningum um ástandið í Austur- löndum fjær. Myndin fjallar um áhugavert tímabil en henni hefur helst verið fundið það til foráttu að hún er ruglingsleg á köflum og fram- vinda atburða ekki nógu markviss. Vonandi nær Peter Weir sér aftur á strik. -SKJ sitt sýtdst huerjw”*. uMidg**' nyjus,M P®í*r The Weirs, 111 Veor of I.irit*íl pangrr- ously Mel Gibbson i hlutverkl Mad Max. IVý stjarna Mel Gibbson og Sigourney Weaver i Year of Living Dangerously. Það tók ekki langan tíma fýrir Mel Gibson, aðalleikarann í The Year of Livlng Dangerously, að komast upp á stjömuhimininn. Hann vann fyrst til verðlauna eftir að hann lék van- gefinn pilt í kvikmyndinni Tim og frami hans jókst þegar hann birtist á hvíta tjaldinu í mynd Peter Weir, Gallipoli. A eftir fylgdu myndirnar um Mad Max en í þeim lék Gibson aðalhlutverkið. Síðasta mynd Gibson, aöalleikarinn i The Year of Living Dangerously, en aö auki hefur hann þegar undirritað samninga um leik í tveim kvikmyndum til við- bótar. Mel Gibson hefur til þessa hlotið frama sinn í áströlskum kvikmynd- um en hann er raunar Bandaríkja- maður að uppruna því að foreldrar hans fluttust til Ástralíu þegar hann var tólf ára. Hann hlaut klassíska leikaramenntun í Astralíu og lék á leiksviöi áður en hann sneri sér að kvikmyndunum. Gallipoli er áreiöanlega fyrsta meiriháttar myndin sem Gibson lék í (myndin er væntanleg í Háskólabíó áður en langt um líður,) og sagt er aö hún sé hatrammasti áróður gegn stríðsrekstri sem sést hefur á hvíta tjaldinu. I henni er teflt saman áhyggjuleysi æskunnar og ógeðslegu ofbeldi styrjaldarinnar. I næstu myndum sínum tveim, Mad Max og Mad Max II, þurfti Gibson ekki að læra langa ruUu en likamlegt atgervi hans hafði því meira að segja. Myndirnar eru ákaflega hrottafengnar ofbeldis- myndir sem segja sögu lögreglu- manns sem á harma aö hefna á mótorhjólatöffurum. Nú er allt útlit fyrir að Mel Gibson snúi aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur undirritað samning við MGM um að leika i kvikmyndinni Running Man, fyrir eina milljón dollara. Því næst fer hann með hlutverk í nýrri endurgerð af Uppreisninni á Bounty. Launaseðill Mel Gibsons segir ef til vill lítið um hæfileika hans sem leik- ara en ein miUjón doUara sýnir og sannar aö hann er kominn í hóp með stórstjörnunum. -SKJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.