Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1983, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 20. AGUST1983. 23 Malcolm McLaren er kynlegur kvistur. Fyrir þá sem ekki kannast við nafnið er rétt að geta þess að hann syngur lagið Double Dutch sem þessa dagana er mjög vinsælt í Bretlandi og ku heyrast talsvert hér á öldur- húsum. Fyrr á árinu sendi hann frá sér annað nokkuð vinsælt lag, Buffalo Gals, en bæði þessi lög eru mjög sér- stæð, eins og höfundurinn, sem er þekktur fyrir að fara allt annað en hef ðbundnar leiðir í lífinu. Hann kom fyrst fram á sjónarsvið- 'l ið sem heilinn á bak við Sex Pistols, útsmoginn refur, að margra áliti, en kænn að sama skapi og hirðir lítt um álit annarra. Sex Pistols sló í gegn en féll ekki í kramið hjá almenningi sökum dólgsláta og fíflsku; samt markaði tónlist þeirra félaga tímamót og pönkrokkið varð til. Sumpart má skrifa það á reikning Malcolm MeLarens. Aður hafði hann sett á laggirnar fataverslun í Lundúnum, á ekki ófrægari götu en Kings Road. Þar höndlaði hann með skrýtin föt fyrir rokkfólk og líktust þau helst lörfum frá sjötta áratugnum; þar seldi hann líka plötur frá sama tíma og gerði það gott. Kaupmennskan átti þó ekki alls kostar við hann og þegar honum bauðst staða umboösmanns banda- rísku rokksveitarinnar New York Dolls sló hann til. Hann kom svo heim til Bretlands 1976 og ýtti pönk- fleytunni úr vör með Sex Pistols. Með BowWowWow Eftir að Sex Pistols sneru upp tánum við heldur sorglega við fráf all bassaleikarans Sid Vicious kom McLaren auga á nýjan hóp læri- sveina, hljóðfæraleikarana með Adam Ant og úr varð hljómsveitin BowWowWow. Söngkonan Annabella var enn á barnsaldri þegar hljóm^ sveitin hóf feril sinn og litlir kærleik- ar með móður hennar og McLaren; á konunni var helst að skilja að hún kysi að koma honum fyrir kattarnef við fyrsta tækifæri. Fræg er myndin utan á 2ja laga plötunni Go Wild in the Country. Þar er mynd af hljóm- sveitinni við stöðuvatn og er Anna- belle nakin; myndin er nákvæm eftirlíking af málverki Manets, Morgunverður í grasinu, og þar sem myndin var tekin áður en stúlkan varð fullra sextán ára lagði móðir hennar lögbann á birtingu myndar- innar. En það er önnur saga. Malcolm McLaren stjórnaði Bow- Wow-Wow framan af og kom á fram- færi gegnum hljómsveitina einskær- um áhuga sínum á afrískum takti. En svo fékk hann leið á BowWow- Wow og tók til að sinna hugðarefnum sínum á eigin snærum. Hann komst í kynni við Trevor Horn, upptökustjór- ann snjalla, fyrrum liðsmann Yes og Buggles, upptökustjóra ABC, Dollar og fleiri þekktra breskra flytjenda — og saman unnu þeir að gerð stóru plötunnar, Duck Rock, sem kom út í sumar og hefur meöal annars upp á að bjóða lögin Double Dutch og Buff- alo Gals. „Eg er eins og læknir,” sagði Trevor Horn þegar eitt bresku blaðanna vildi fá að færðast eitthvað um samstarf hans við McLaren, „ég má helst ekki tala um sjúklingana mína.” Hugsað með mjöðmunum Malcolm McLaren telur að popp- tónlistin hafi glatað hlutverki sinu gegnum tíðina. Honum verður tíð- rætt um hugtökin „rokk og ról” og „töfra”. Áður en hann hóf að vinna að plötunni sinni var eitt á hreinu: ætlunarverkið var að endurheimta, ef hægt væri, upphaflegu töfrana og æsinginn í rokki og róli. Til þess þurfti hann að leita upphafsins, rót- anna; þær fann hann í Afríku og gat Hann iftotar hljómplötuifta Double Dutch rakið þær beint til ungra blökku- manna í Bandaríkjunum, en einnig gerði hann víðreist um önnur menn- ingarsamfélög. Asamt Trevor Horn fór hann til Perú , Zululands, Swazi- lands, Dómeníska lýðveldisins og Kúbu, auk þess sem þeir dvöldust við plötugerðina í Tennessee, New York og Róm. BandarisU leikurinn Double Dutch, elnskonar tvöfalt snú- snú, og keppendur eiga til dæmis aðsnerta á sér tærnar iloftinu (efrimyndin). Hann heldur áfram: „Rætur rokksins liggja í myrkviði Afríku. Rokk er hugtak sem fólk er hrætt við að nota af því að það er klisja en eiginlega er það besta leiðin til að tjá vilja til að breyta hlutunum, ósk um að brjótast út fyrir þann ramma sem okkur er afmarkaður,” segir McLaren. „Englendingar hugsa með höfðinu en í Bandaríkjunum hugsa menn meira með mjöðmunum. Blökku- mennirnir koma upphaflega frá Afríku og þeir hafa enn í sér tiifinn- inguna fyrir því hvað tónlist fær áorkað, hvernig sálin upptendrast og líkaminn fylgir á eftir næstum því í dáleiöslu. Þannig var tónlistin áður fyrr og þegar rokkið byrjaði 1956 með söngvaranum EIvis Presley voru gömlu töfrarnir enn fyrir hendi. Hljómsveitir eins og ABC og Haircut 100 hafa gleymt uppsprettu töfranna og eru komnar langt frá kjarnanum. Þær eru bara eins og hver annar söluvarningur, eins og veggfóður eða klæðisplagg. Þær framkalla enga töfra í lífi fólks, sem var grundvall- artilgangur rokksins. I vaxandi mæli er fólk ekki lengur hluti af töfrum rokksins, andann skortir og litlum hugmyndum er pakkað inn í stórar umbúðir til þess að seljast; Bítlarnir og Rollingarnir voru aldrei beinlínis seld vara og ekki heldur Sex Pistols, en það verður að selja ABC, Haircut 100, Adam Ant...” Gömiu plöturnar „klóraðar Til þess að fá töfrana inn í mynd- ina á nýjan leik byrjaði Malcolm McLaren á laginu Buffalo Gals, lagi sem byggir á gömlum bandariskum dansi, sem kúrekar villta vestursins sömdu endur fyrir löngu og brúkuöu í þeim tilgangi að næla sér í stúlku; þetta er kallaður „square dance” ■vestra. Þetta var þeirra rokk, að því er Malcolm segir.og upprunalega út- gáfu af laginu er að finna á béhliö plötunnar með sama nafni. A-hliðin er allt öðruvísi þó hún byggi á sama stefi og nú koma töfrarnir til sögunn- ar. I New York rákust McLaren og Horn á unglinga sem voru að skapa tónlist með því einu að nota gamlar plötur. Þeir voru með tvo sam- byggða plötuspilara og tónblandara (mixer) og ýmist sneru plötunum áfram eöa aftur á bak, hratt eöa hægt, skáru orð í tvennt eða endur- tóku það tuttugu sinnum, bættu síðan gítar eða öðru hljóðfæri við af allt annarri plötu og blönduðu þessu saman. Þau kölluðu þetta klór — scratching. McLaren var heillaður og viðhafði sömu vinnubrögð við gerð lagsins Buffalo Gals, enda fannst honum gömlu töframir þarna endurbornir. Buffalo Gals er líka fyrsta klórlagið sem verður vinsælt. „Klór er frábær aöferð til þess að búa til sína eigin tónlist úr plötum annarra,” segir hann. „Allt sem til þarf eru tveir plötuspilarar, mega ekki vera sjálf- virkir, og tónblandari, auk tveggja hátalara. Kúnstin er sú aö nota plötu með til dæmis góðu diskóbíti og „klóra” síðan plötuna á hinum plötu- spilaranum, hoppa meö nálina frá einum staötil annars, jafnvel hreyfa plötuspilarann með höndunum, endurtaka sömu frasana ef til vill og gefa ímyndunaraflinu lausan taum- inn; búa til eigin tónlist. Að sögn McLarens eru ýmsir plötusnúðar í Bandaríkjunum byrjaðir að búa til lög með þessum hætti, þeir syngja stundum sjálfir með lögunum og hafa sumir hverjir náði mikilli leikni í „klórinu”. Mix og dub Hljóðblöndun (mix) er talið eitt veigamesta atriöið við gerð hljóm- plötu en það er ekki fyrr en á síðustu árum sem augu manna hafa opnast fyrir þeim fjölmörgu möguleikum sem hljóöblöndun hefur upp á að bjóða. Lög sem unnin hafa verið í stúdíói má nefnilega hljóðblanda á þúsund vegu með því að nota samt alltaf sömu grunnupptökur. Þannig kom til dæmis platan Dare með Human League út tvisvar sinnum í ólíkum útgáfum, fyrst undir heitinu Dare og síðan sem Love And Dancing; sú síðari var sérstaklega hljóðblönduð fyrir dansstaði. Og í seinni tíð hefur „dub”-ið náð mikilli útbreiðslu, sömu grunnupptökur sem fyrr en ýmsum aðskotahljóðum bætt við, söngur oft tekinn út, en viss orð endurtekin og þar fram eftir götun- um. Stór hluti af 2ja laga plötum nú til dags er til dæmis unninn þannig að aðallagið er í „dub”-útfærslu á bé- hliðinni, yfirleitt án þess að söngur- inn sé brúkaður óbreyttur. Að síöustu pínupons um Double Dutch: þetta er bandarískur leikur, mjög vinsæll meöal skólafólks, þar sem tvö snú-snú bönd eru notuð eins og sjá má á myndunum hér til hliðar. Keppt er í þessum leik í Banda- ríkjunum og keppendurnir tveir í hringnum eiga að leika eftir ýmsar kúnstir. Einnig er frjáls aðferð og stúlkurnar sem syngja með Malcolm McLaren í þessu lagi, The Ebonettes, eru bandarískir meist- arar í opna flokknum! Ekki er til neitt íslenskt orð yfir þennan leik en samkvæmt orðabókarþýðingu ætti Double Dutch að þýða djöfladanska eða hrognamál. En við bíðum eftir góöu íslensku orði yfir leikinn. Æ -Gsal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.