Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Qupperneq 2
20
l
DV. FÖSTUDAGUR18. NOVEMBER1983.
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Sjónvarp
Sjónvarpið föstudags- og laugardagskvöld:
Stórmyndin SYBIL
— EIN—enþó búa
íhenni 16 mismun-
andi manneskjur
Stórvirki er ó dagskrá sjónvarpsins
um þessa helgi. Þaö er bandariska
sjónvarpsmyndin Sybil sem gerð var
áriö 1976. Hún tekur vel rúma þrjá
tíma í sýningu og verður af þeim
sökum skipt niöur á dagskrá föstu-
dags- og laugardagskvölds.
Sybil fékk slíkt einróma lof gagnrýn-
enda þegar hún var frumsýnd fyrir sjö
árum aö tíðindum þótti sæta. Myndin
f jallar lika um óvenjulegt en jafnframt
áhugavert viöfangsefni. Hún styöst viö
sanna lífsreynslusögu ungrar stúlku
sem hefur gengiö í gegnum ömurlegt
uppeldi móður sinnar og er svo að
segja eyöilögö manneskja þegar hún
stendur frammi fyrir því aö þurfa aö
standa á eigin fótum. Henni er komið
undir hendur geðlæknis sem leiðir þaö í
ljós aö í Sybil búa sextán mismunandi
manneskjur. Myndin gengur síðan út á
meöhöndlun læknisinsá Sybil.
Eins og fyrr segir áttu margir gagn-
rýnenda ekki orö yfir hrifningu sína á
þessu verki. Þaö þótti sanna getu
sjónvarpsins sem listræns miöils. Sybil
sópaöi lika aö sér hverskyns verðlaun-
um fyrir leik, leikstjórn, handrit og
kvikmyndun. Meðal verðlauna fékk
myndin hin eftirsóttu Emmy-verölaun
sem veitt eru árlega í Bandaríkjunum
fyrir besta sjónvarpsefniö.
Hæfileikamiklir leikarar eru í öllum
helstu hlutverkum. Þar má fyrstar
nefna Sally Field, sem leikur sjálfa
Sybil, og Joanne Woodward sem leikur
geðlækni hennar. Brad Davis þekkja
unnendur kvikmynda úr aöalhlutverki
stórmyndarinnar Midnight Express,
sem Alan Parker geröi svo ógleyman-
lega, en sú mynd var sýnd hér nýlega
viö mikla aösókn. Meöal annarra leik-
ara í Sybil má svo nefna Martine Bart-
lett, Jane Hoffman, Charles Lane,
Jessamine Milner og William Prince,
allt þekkta sjónvarpsleikara.
Johanne Woodward — eiginkona Paul Newmmn — leikur geðlækninn i
myndinni Sybilsem sjánvarpið sýnir ikvöld og annað kvöld.
Leikstjóri myndarinnar er Daniel
Petrie, einhver virtasti sjónvarpsleik-
stjóri vestanhafs, og mun þetta vera
fyrsta verk hans sem sýnt er hérlendis.
Hann fæddist áriö 1920 og var meðal
fyrstu Bandaríkjamanna sem lögöu út í
ítarlegt nám í sjónvarpsleikstjórn.
Petrie þykir afar vandaður leikstjóri
og þekktur fyrir aö fást við allt annaö
en auðvelda hluti. Eftir hann liggja
líka fáar en góöar myndir og mun Sybil
vera áttunda sjónvarpsverk hans til
þessa.
Sybil þykir magnþrungin og drama-
tísk saga sem á auðvelt meö að hrífa
áhorfendur með sér. Efni hennar
kemur öllum viö og þvi er ekki annað
aö segja en hvetja sjónvarpsnotendur
til aö gefa henni gaum.
Sýningartími Sybil eru réttar hundr-
aö mínútur hvort kvöldiö sem hún
verður sýnd. -SER.
Geer og Rupert Crosse. Myndin *
gerist skömmu eftir aldamótin.
McCaslin-fjöIskyldan kaupir
fyrstu bifreiðina sem kemur til
smábæjar í Mississippi. Ungur
galgopi veröur ökumaöur fjöl-
skyldunnar. Hann tekur bílinn
traustataki og býöur tólf ára lauki
ættarinnar meö sér til að kynnast
lystisemdum stórborgarinnar og
veröa aö manni. Þýöandi Guörún
Jörundsdóttir.
00.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur
27. nóvember
16.00 Sunnudagshugvekja. Baldur
Kristjánsson flytur.
16.10 Húsiö á sléttunni. 3. Anna-
bella. Bandarískur framhalds-
myndaflokkur. Þýöandi Öskar
Ingimarsson.
17.05 Frumb.vggjar Norður-
Ameríku. 5. Fyrstu auömenn
Ameríku. 6. Þjóðirnar sex.
Breskur myndaflokkur um
indíána í Bandaríkjunum. Þýöandi
og þulur Ingi Karl Jóhannesson.
18.00 Stundin okkar. Umsjónar-
menn: Ása H. Ragnarsdóttir og
Þorsteinn Marelsson. Stjóm
upptöku: Elín Þóra Friöfinns-
dóttir.
18.50 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Sjónvarp næstu viku.
Umsjónarmaöur: Guðmundur
Ingi Kristjánsson.
21.00 Glugginn. Þáttur um listir,
menningarmál og fleira. Umsjón-
armaöur Áslaug Ragnars. Stjórn
upptöku: Viöar Víkingsson.
21.50 Wagner. Lokaþáttur. Wagner
æfir af kappi „Rínargull” sem
sýna á í Miinchen. Stríð skellur á
milli Frakka og Þjóðverja. Niet-
zsche, vinur Wagners, gerist sjálf-
boöaliöi og kemur aftur reynslunni
ríkari. Cosima og Wagner ganga í
hjónaband. Missætti kemur upp
milli Lúöviks konungs og Wagners
og hann fer aö svipast um eftir
staö til aö láta reisa leikhús.
Þýöandi Oskar Ingimarsson.
22.50 Dagskrárlok.
Þátturinn i breska unglingem yndafiokknum „Innsiglað með ástarkossi" er
i sjónvarpinu 6 laugardögum ki. 18.30.
Myndin sem sýnd verður i sjónvarpinu é Imugmrdeginn / nmstu viku heltir
„Reyfaramir" eðm „The relvers". Þettm er umdelld mynd. Hún fmr t.d.
hæstu einkunn ffjórer stjömur) i bókinni Movies on TV en þriðju hæstu
einkunn i bókinni Guide to Movies on TV fri Sunday Times. Steve
McQueen leikur aðaihiutverkið i myndinni og nægir það sjáifsagt mörg-
um.
■■■■■■■■■■■■
BÆJARINS
BESTU
Regnboginn,
VERÓNIKA VOSS:
Rainer Werner Fassbinder verður aö teljast í hópi áhuga-
veröustu leikstjóra síöustu ára. Ekki er þaö aðeins fyrir heillandi
og áræðin viöfangsefni heldur ekki síöur fyrir listrænt og afar
frumlegt handbragð. Af þessum sökum kom fráfall hans á síöasta
ári mjög viö kvikmyndaunnendur. En tölum ekki um þaö. Einhver
allrasíöasta mynd hans er nú til sýninga í Regnboganum, Löngun
Veróníku Voss. Þetta verk lýsir á nærfærinn og hnitmiðaðan hátt
þvf hverníg kvikmyndastjarna fellur í djúp gleymsku og eitur-
lyfja. Sálarstríö hennar er hatrammt við hvorutveggju sem þó aö
lokum yfirbugar hana. Þetta efni hefur veriö tekið fyrir af öörum
leikstjórum en aldrei áöur með slíkum töfrum og Fassbinder tókst
að glæða þaö. Þaö er ekki aðeins stórkostleg leikstjórn hans og
kvikmyndataka sem lyftir þessu verki hátt upp heldur líka leikur
fólks í helstu hlutverkum. Hann er framúrskarandi og oft á tíðum
magnaöur. Kóróna þessa alls er leikur ljóss og skugga í þessu
i svart/hvíta verki. Hún krýnir Fassbinder fyrir frábæra
frammistööu.
-SER.
AUSTURBÆJARBIÓ:
BLADE RUNNER
Blade Runner er framtíðarleynilögreglumynd. Ridley Scott er
geröi Alien er viö stjórnvölinn ásamt skærustu stjörnu ævintýra-
kvikmyndanna í dag, Harrison Ford, og útkoman er virkilega
skemmtileg ævintýramynd sem látin er gerast í Los Angeles
framtíöarinnar þegar mengunin er orðin svo mikil aö fólk sem vill
■lifa við bærileg kjör býr ekki neðar en á 60. hæö í skýjakljúfum. Til
að gera sviöið enn áhrifameira er látin vera rigning í borginni alla
i myndina og á götum er sóðaskapurinn og hirðuleysið algert. Harri-
son Ford leikur lögreglumann sem hefur atvinnu af því að elta uppi
replikur, er hafa strokiö, en replikur kallast fólk sem framleitt er
; til aö vinna ýmisleg störf í þágu mannsins. Ævitími þeirra er
stuttur og sem skiljanlegt er vill þaö lifa sínu stutta lífi eftir sínu
höföi. Þaö er margt æsispennandi atriöa í myndinni og öll sviðsetn-
, ing er stórbrotin og tækniatriöin vel gerö. Sem sagt ævintýrakvik-
; mynd eins og þær gerast bestar.
• -HK.
HÁSKÓLABÍÓ:
FORINGIOG FYRIRMAÐUR
Foringi og fyrirmaöur sannar aö enn má framleiöa gamaldags,
rómantískar kvikmyndir og fá fólk til aö flykkjast í kvikmynda-
húsin, en myndin var ein allra vinsælasta kvikmynd vestan hafs á
síðastliðnu ári. Foringi og fyrirmaður er mynd er fjallar öörum
þræöi um ungt fólk sem ætlar sér að gerast þotuflugmenn í banda-
ríska hernum og þaö stranga þjálfunarprógramm er þaö þarf aö
fara í gegnum til aö öðlast þá líkamlegu burði er þotuflugmenn
þurfa að hafa til aö hreppa þetta eftirsótta starf. Einnig lýsir hún | *
sambandi tveggja flugnema viö ungar stúlkur frá smábæ sem er
nálægt herbúðunum, en þær eiga þá ósk heitasta aö losna frá
þessum staö og þeirri tilbreytingarlausu atvinnu er þær stunda í i
verksmiöju í bænum. Þess vegna hafa þær augastað á tilvonandi
flugmönnum sem þær vita að eiga eftir aö ferðast um allan heim.
Þaö er margt gott um myndina aö segja. Hún er virkilega vel gerö
og aöalleikararnir, Richard Gere, Debra Winger og Louis Gosset
jr. eru mjög góöir og tekst þeim oft, þegar söguþráöurinn jaðrar
viö væmni, aö lyfta myndinni á þaö plan aö vera góð afþreying.
1 -HK.
IMÝJA BÍÓ
NÝTT LÍF
Það er óhætt aö segja að mikið er hlegiö í Nýja bíói þessa dag- .
ana, enda er nýjasta íslenska kvikmyndin Nýtt líf bráðsmellin
gamanmynd, þar sem aðalleikararnir, Eggert Þorleifsson og Karl
Ágúst Ulfsson, fara á kostum. Sérstaklega er Eggert fyndinn og C
virðist engu hafa gleymt frá því hann lék í Meö allt á hreinu. Nýtt
lif segir frá tveimur ungum mönnum sem er sagt upp störfum á
Hótel Sögu og ákveða að fara til Vestmannaeyja til aö vinna sér inn
peninga í höfuðatvinnuvegi Islendinga, sjávarútveginum. Ekki eru
þeir nú mikiö fyrir erfiðisvinnuna og eru fljótir aö koma sér vel
fyrir án þess aö erfiöa of mikið. Þeir félagar lenda í mörgum ævin-
týrum, flestum spaugilegum. Aukaleikarar í Nýtt líf eru allir
áhugaleikarar frá Vestmannaeyjum og koma á óvart meö eðli-
Uegum leik í sinni fyrstu kvikmynd. Tæknivinna við myndina er
ekki eins góö og búast heföi mátt við, miöað viö fyrri reynslu, og
heföi mátt vanda meira til hennar. En þrátt fyrir það hefur Þráni
Bertelssyni tekist þaö sem hann hefur ætlaö sér, aö gera gaman-
mynd sem kæmi fólki í gott skap.
HK.
lliniim
Rvikmyndir
Kvikmyndir
i&AAJhJ
J4UL
JU4