Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Page 2
18
i|
Sjónvarp \ Sjónvarp
Pálína, ásamt hundínum, f yrir f raman bæinn sinn að Skarðsá í Sæmundarhlíð.
DV-mynd Bjarnleifur.
Sjónvarp nýársdag kl. 20.50—Lágu dyr og löngu göng:
PÁLÍNA HEIMSÓTT
í GAMLA TORFBÆINN
„Eg er bóndi héma og þaö veröur
aö hafa það,” sagöi Pálína Konráös-
dóttir aö Skarðsá í Skagafiröi í viö-
tali viöDV íhaust.
I sjónvarpinu á nýársdag klukkan
20.50 verður sýnd mynd um þessa
óvenjulegu konu sem mun vera eini
Islendingurinn sem heimili á í torf-
bæ. Pálína er orðin 84 ára gömul og
hefur mest alla ævi sina búiö í sömu
húsakynnunum, gamla bænum að
Skarösá. Síðustu þrjátíu ár hefur
hún veriöeinbúi.
Pálinaunirhagsínumvel. Húner
meö hross og kindur en einnig hund
og þrjá ketti. Enda þótt torfbærinn
sé meira en aldar gamall er þar aö
finna mörg nútímatæki, þar á meðal
frystikistu, útvarp, rafmagnseldavél
og sjálfvirkan síma.
Omar Ragnarsson sá um gerð
myndarinnar. Meö honum noröur í
Skagafjörö fóru Helgi Sveinbjörns-
son sem kvikmyndaöi og Oddur
Gústafsson sem nam hljóö. Myndin,
sem er fjörutíu mínútna löng, hefur
hlotið heitiö Lágu dyr og löngu göng.
-KMU.
Laugardagur
7. janúar
16.15 Fólk á förnum vegi. 8. Tölvan.
Enskunámskeiö í 26 þáttum.
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður
Ingólfur Hannesson.
18.30 Engin hetja. Annar þáttur.
Breskur framhaldsmyndaflokkur
í sex þáttum fyrir börn og
unglinga. Þýöandi Guörún
Jörundsdóttir.
18.55 Enska knattspyrnan.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 í lífsins ólgusjó. (It Takes a
Worried Man). Nýr flokkur — 1.
þáttur. Breskur gamanmynda-
flokkur í sex þáttum um hrellingar
sölumanns sem nálgast miöjan
aldur og hefur þungar áhyggjur af
útliti sínu og velferð. Aöalhlutverk
Peter Tilbury. Þýöandi Jóhanna
Þráinsdóttir.
21.00 Glæður. Um dægurtónlist
síöustu áratuga. 5. þáttur: Gömlu
dansarnir. Hrafn Pálsson ræöir
við Arna Isleifsson, Asgeir
Sverrisson og Jónatan Olafsson og
hljómsveitir undir þeirra stjórn
leika gömlu dansana og dixíland.
Stjórn upptöku: Andrés Indriða-
son.
21.45 Fjarri heimsins glaumi. (Far
From the Madding Crowd). Bresk
bíómynd frá 1967. Leikstjóri John
Schlesinger. Aöalhlutverk: Juiie
Christie, Peter Finch, Alan Bates,
Terence Stamp og Prunella
Ransome. Ung og fögur kona fær
stórbýli í arf. Hún ræöur vonbiðil
sinn til starfa en einnig keppa um
ástir hennar ríkur óöalsbóndi og
riddaraliösforingi meö vafasama
fortíö. Má ekki á milli sjá hver
verður hlutskarpastur. Þýöandi
Kristrún Þóröardóttir.
00.05 Dagskrárlok.
Eldfjörugir trúðar verða meöal þeirra er skemmta okkur i þýska fjöl-
leikahúsinu á gamlárskvöld.
Sjónvarp kl. 21.35 á gamlárskvöld:
ÞÝSKUR SIRKUS
AÐ ÞESSU SINNI
Undanfarin ár hefur sirkus Billy
Smart glatt unga sem aldna á
gamlárskvöld. Hefur þátturinn náð
miklum vinsældum hér á landi og
gert langt um betur en aö létta biðina
eftir áramótaskaupinu.
Því hver man ekki eftir atriöum
þar sem kattliöugt sirkusfólk hefur
hangið á ystu nöf, svo sjónvarps-
áhorfendur hafa gripiö andann á lofti
af spenningi.
En um þessi áramót veröur nokk-
urbreytinghérá. Víst veröur sirkus
á skjánum, en ekki flokkurinn hans
Billy Smart. I staö hans kemur þýsk-
ur sjónvarpsþáttur, þar sem fjöl-
listamenn, trúðar og dýr leika listir
sínar í hringsviöi fjölleikahúss. Von-
andi veröur enginn svikinn af aö
horfa á þá tilburði, þótt þess sé sárt
saknað aö Smart gamli birtist ekki á
skerminnum.
Kvikmyndir
Kvikmyndir
■JilllBlIl
JUJL
BÆJARINS
BESTU
HASKOLABIO:
SKILABOÐ TIL SÖNDRU
Skilaboö til Söndru er kvikmynd um miðaldra rithöfund sem ekki
hefur allt gengiö í haginn, hvorki í einkalífinu né á sviöi bók-'
mennta. Uppgjör hans við sjálfan sig og tengsl hans viö unga og
dularfulla stúlku sem veröur áhrifavaldur hans. Myndin er byggð
á skáldsögu Jökuls Jakobssonar og henni fylgt eftir í öllum
meginatriöum, sérstaklega í fyrri hluta myndarinnar. Þrátt fyrir
aö Skilaboð til Söndru sé hin ágætasta skemmtun er hún langt frá
því aö vera gallalaus. Liggur megingalli myndarinnar í handrit-
inu. Barátta rithöfundarins viö sjálfan sig veröur aldrei sannfær-
andi og kynni hans viö Söndru ná aldrei því plani sem lýst er í bók-
inni og á þar ekki minnstan þátt, ung og óreynd leikkona, Asdís
Thoroddsen. Hana vantar því miður þá reynslu er þetta hlutverk 1
býður upp á. En þaö sama verður ekki sagt um Bessa Bjarnason í
hlutverki Jónasar. Bessi sem er þekktari sem gamanleikari nær
vel aö sýna þennan lífsþreytta rithöfund sem fátt gengur í haginn
og endar sem veitingahússeigandi í Grikklandi.
HK.
LAUGARASBIO:
PSYCHO II
Aö gera framhaldsmynd eftir frægustu kvikmynd meistara
sakamálamyndanna Alfred Hitchcocs, Psycho, er verkefni sem
fáir heföu lagt út í fyrirfram. En leikstjórinn Richard Franklin og
handritshöfundurinn Tom Holland settu þaö ekki fyrir sig og
árangurinn Psycho II er einkar vel gerö kvikmynd og er hún
verðug þess að vera framhald meistaraverksins. Þaö eru kunnug-
leg andlit sem koma okkur fyrir sjónir í Psycho II. Ber þar fyrstan
aö telja Norman Bates (Anthony Perkins) sem hefur veriö sleppt
af geðveikrahæli eftir tuttugu ára veru þar og þrátt fyrir aö vera
stimplaöur heilbrigöur fer hann fljótt í sama far og áður, sér löngu
dauða móöur sína og heyrir rödd hennar skipa sér fyrir meö hinum
hörmulegustu afleiðingum. Einnig kemur aftur viö sögu Lila (Vera
Miles) sem ekki trúir því aö Norman sé orðinn heilbrigöur. I stuttu
máli sagt er þarna um aö ræöa stórgóöa hrollvekju sem hvaö eftir
annað fær áhorfandann til aö súpa hveljur af spenningi og á ekki
sístan hlut í því Anthony Perkins í hlutverki Norman Bates. Sá
ágæti leikari hefur greinilega engu gleymt. Norman er jafn-
óhugnanlegur persónuleiki og fyrir 20 árum.
HK.
STJÖRNUBÍÓ:
BLÁA ÞRUMAN
Einn á móti öllum. Uppistaöa Bláu þrumunnar er gamalt þema •
sem viö höfum séð í ótal bíómyndum. En þaö er ekki verra fyrir'
þaö. Að minnsta kosti ekki hér, í meðförum John Badham og
félaga. Blá þruman greinir frá Frank Murphy, þyrluflugmanni í
lögreglusveit Los Angeles. Murphy er fenginn til aö reynslufljúga
nýrri þyrlu, Bláu þrumunni, sem herinn hefur látiö framleiöa.
Þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar kemur í ljós aö yfirvöld ætla aö nota
tækiö til óhæfuverka. Murphy kemst aö því og þá byrjar ballið.
Bláa þruman endasendist um loftin blá meö aðrar þyrlur í eftir-
dragi uns kemur aö lokauppgjörinu milli hinna góöu og hinna
vondu. Árangurinn er fantalega skemmtileg ög spennandi kvik-
mynd þar sem öll vinna er í hæsta gæðaflokki. Sérstaklega er kvik-
myndatakan þó eftirminnileg og þær raunir sem tökumaöurinn1
hefur þurft aö leggja á sig. Fyrsta flokks skemmtun.
-GB .
TÓNABÍO:
OCTOPUSSY
James Bond er kominn enn einu sinni til að skemmta landanum
svona rétt fyrir jólin. Aö þessu sinni eru þeir tveir, en hér veröur
fjallaö um þann eina sanna fyrir langflesta, nefnilega Roger
Moore. Kappinn er í betra formi en oftast áður. Hann endasendist
heimsálfa á milli í baráttu sinni viö illu öflin og eins og alltaf tekst
honum aö sigra á síöustu stundu. Hér á hann í höggi viö brjálaðan
sovéskan hershöföingja og óvandaða fylgismenn hans sem m.a.
stunda skartgripasmygl. Til sögunnar er að vanda kallaðar marg-
ar fagrar stúlkur, og hafa þær sjaldan veriö jafnmargar. Bond
vefur þeim sumum hverjum um fingur sér, svona eins og gengur
og gerist og eru þaö rólegustu augnablik myndarinnar. Annars er
hraöinn mikill og spenna nokkur. Ekki má gleyma húmornum.
Hann er meö albesta móti og því ætti engum aö leiðast.
-GB.i
l_________
TCvikmyndir
Kvikmyndir
Illlllll
III,