Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Side 10
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
DV. MÁNUDAGUR 9. JANUAR1984.
Þeir halda því fram aö þessi stefna
hafi skilað uppörvandi árangri fram
til þessa og benda á aö veröbólgan
hafi hjaönað, lánsvextir lækkaö og
dregiö úr greiösluhalla viö útlönd.
Leggja þeir fast aö kjósendum aö
gefa þeim tækifæri til þess aö halda
áfram á sömu braut.
Jafnaðarmenn (sósíaldemókrat-
ar), sem eru stærsti flokkurinn, og
líklegastir til forystu um myndun
nýrrar stjórnar, ef kjósendur gerðu
skoöanakönnunum skömm til,
segjast einnig vilja draga úr halla
fjárlaganna. Aöaliega hugsa þeir sér
aö gera þaö með því aö hækka skatta
á fyrirtækjum og hætta ýmsum
skattaívilnunum atvinnurekenda.
Þeir hafa í ræöum sínum látiö sér
annt um aö 281 þúsund Danir eru
atvinnulausir og vilja bæta úr at-
vinnuleysinu meö því aö stytta
vinnuvikuna hjá opinberum starfs-
mönnum.
Ihaldsflokkur Schliiters, ásamt
frjálsiyndum, miödemókrötum og
Kristilega alþýöuflokknum, sem
saman stóðu aö sparnaöaraögerðun-
um í síöustu stjórn, haga haft sam-
flot í kosningabaráttunni og lofa
kjósendum meiru af því sama
áfram. Svo sem eins og draga smátt
og smátt úr halia fjárlaganna
(síöustu fjárlög fólu í sér minnkun
hallans úr 66 milljöröum í 63 mill-
jaröa), úthlutun nokkurra fyrri
verkefna ríkisfyrirtækja til einka-
framtaksins og hrinda í framkvæmd
áætiun um meiri tæknivæðingu sam-
keppnishæfari á alþjóöamörkuöum.
Niöurstööur skoöanakannana hafa
bent til þess aö sósíaldemókratar
muni tapa einhverjum þingsætum en
þingflokkur þeirra veröi þó áfram
eitthvað fjölmennari en íhalds-
manna sem eru aðalkeppinautar
þeirra um hylli kjósenda.
Kosningarnar
breyta naum-
ast stjóm-
málamyndinni
í Danmörku
Flestir spá því aö miö- og hægri-
flokkastjórn Danmerkur veröi
áfram viö völd eftir skyndikosning-
arnar á morgun. Vænta má því fram-
halds sparnaöarstefnunnar sem Poul
Schliiter fékk ekki þingfylgi fyrir og
varö til þess að hann boðaði til þing-
kosninganna fyrr en annars heföi
verið ástæöa til.
Allar síðustu skoöanakannanir
benda til þess aö minnihlutastjórn
Schluters hafi fengiö hljómgrunn hjá
kjósendum fyrir áætlanir sínar um
niöurskurð opinberra útgjalda.
Þykja fylgiskannanirnar hafa sýnt
aö stjórnin eigi eftir aö bæta viö þau
65 þingsæti sem hún haföi á þjóöþing-
inu (þar sem eru 179 þingfulltrúar).
En óvissan sem einkenndi síöasta
stjórnartímabil, vegna veikrar stööu
minnihlutastjórnarinnar, verður þó
ekki þar meö úr sögunni aö mati
flestra fréttaskýrenda. Þótt
íhaldsflokkur Schluters tvöfaldi
kannski þingmannatölu sína (sem
var 26), eins og margir spá, þá mun
hún taka eitthvað af því fylgi frá
hinum þrem minni meðstjórnar-
flokkunum eftir því sem skoðana-
kannanir gefa til kynna.
Fari kosningarnar eins og spáö
hefur veriö í niðurstöðum skoöana-
kannana mun stjórnarsamsteypan
fá áttatíu þingmenn kjörna. Vantar
hana þá ekki nema herslumuninn til
þess aö ná meirihluta. Verður hún þá
enn á ný, ef stjórnin ætlar aö sitja
áfram, aö reiða sig á óöruggan
stuöning einhvers af smærri flokkun-
um eöa jafnvel tveggja. Þannig
horfir til þess að eiginlega muni
kosningarnar litlu breyta í reynd
ööru en því aö fyrir mun liggja skýr-
ari vilji kjósenda.
Hinn 54 ára gamli Schliiter boöaði
til kosninganna í byrjun síöasta mán-
aðar þegar ljóst var aö þingið mundi
hafna fjárlögum stjórnar hans fyrir
áriö 1984. Þau báru mestan svip af
viðleitni til þess aö draga úr 63 millj-
aröa danskra króna halla. Þaö var
fyrsti ósigur minnihlutastjórnarinn-
ar á sviði efnahagsmálanna þótt hún
heföi nokkrum sinnum tapaö at-
kvæöagreiöslu um stefnuna í ut-
anríkismálum og hafi því oft verið aö
falli komin þessa sextán mánuöi sem
hún sat.
Sósíaldemókratar í stjórnarand-
stöðunni höfðu mest áhrif á þaö aö
fjárlögin voru felld. Þeir voru stærsti
þingflokkurinn og ákváöu að greiða
atkvæöi gegn fjárlögunum. I 53 ár
hafa sósíaldemókratar aldrei greitt
atkvæöi gegn fjárlögum hvaöa
flokkar sem í stjórn hafa setið. Þetta
var í fyrsta sinn enda haföi mjög
veriö aö flokksforystunni lagt af
Stöku fréttaskýrendur hafa viljað
rekja fylgistap jafnaöarmanna í
skoöanakönnunum til þess aö flokks-
forystan hafi veriö tvístígandi í
ýmsum stefnumálum og ekki alltaf
samkvæm sjálfri sér. Sem dæmi þar
um er bent á stuðning sósíaldemó-
krata, á meöan þeir sátu í stjórn, viö
ákvörðun NATO 1979 um fram-
Poul Schliiter og Anker Jörgensen umkringdir blaðamönnum á
leið á framboðsfund.
verkalýðshreyfingunni, aðalbak-
hjarii flokksins.
Verkalýðshreyfingunni haföi ekki
þótt fjárlögin ganga nógu langt til
þess aö stemma stigu viö vaxandi
atvinnuleysi sem nú er oröiö 10,7%.
Auk þess settu launþegasamtökin sig
upp á móti niðurskuröi fjárveitinga
til félagsmála.
Áöur en til atkvæðagreiðslu kom í
þinginu um fjárlögin haföi Schliiter
samt tryggt sér stuðning Róttæka
frjálslynda-flokksins (sem er hálf-
gildings miðflokkur þrátt fyrir
nafnið). Er almennt búist við aö þaö
óformlega bandalag haldist áfram
eftir þingkosningarnar nema ef
Schliiter þyrfti ekki á því aö halda
vegna þess aö hann ynni óvænt
meirihluta.
Sú samvinna mundi þó aldrei ná aö
breyta ályktun þingsins frá því í des-
emberbyrjun varöandi eldflauga-
áætlun NATO. Þar snerist þingmeiri-
hlutinn gegn stefnu stjórnarinnar og
afstööu til staösetningar nýrra eld-
flauga í Evrópu sem Schliiterstjórn-
in hefur veriö fylgjandi.
Radíkalarnir hafa lengi verið
algjörlega á bandi friöarhreyfing-
arinnar og eindregiö á móti meöal-
drægum kjarnaflaugum. Þeir
segjast ekki munu líöa neina
breytingu á stefnunni í varnar-
málum.
Eldflaugamálið hefur þó lítiö
dregist inn í umræöu stærri flokk-
anna í kosningabaráttunni. Þar hafa
efnahagsmálin yfirgnæft allt annaö.
kvæmd eldflaugaáætlunarinnar. En
þessa kosningabaráttu heyja þeir
hins vegar í andstööu viö eldflaug-
amar. Annaö dæmi er svo ákvörðun
sósíaldemókrata um aö fella stjóm
Schliiters vegna fjárlaganna, sem
fólu í sér minni halla, en lofa nú í
kosningabaráttunni að stefna aö
sama marki.
Slíkur hringlandaháttur hefur
mglaö kjósendur þeirra og hin ríka
kímnigáfa Dana lætur ekki slíkt
tækifæri ónotað til aöhláturs.
Andstæöingar Schliiters í
launþegasamtökunum hafa gagn-
rýnt harðast sparnaöaráætlanir
hans í fjárveitingum til félagsmála
sem þeir telja höggva mest gegn
barnmörgum fjölskyldum, ellilíf-
eyrisþegum, öryrkjum og atvinnu-
lausum. „Sósíallinn” danski er þeim
heilög kýr sem þeir telja sig hafa náö
fram meö margra áratuga baráttu
og eru ekki á því aö gefa neitt eftir af
þeim ávinningi. — Þeir vilja einnig
meina að helstu úrbætur, sem náöst
hafa á sviöi efnahagsmála í stjórnar-
tíö Schliiters — og ekki eru vefengd-
ar — megi þakka ytri aðstæðum, eins
og þróun olíuverös á alþjóöamörk-
uðum, sem Danmerkurstjórn geti
ekki þakkaö sér.
Þaö eru alls þrettán stjórnmála-
flokkar sem berjast í þessum kosn-
ingum um 175 þingsæti. Flokkar á
Grænlandi og í Færeyjum kjósa
síöan fjóra þingmenn. Bæði þessi
lönd eru sjálfstjórnarríki undir
dönsku krúnunni og eru þeim tryggö
tvö þingsæti hvoru á þjóðþinginu. Á
síðasta þingi studdu báöir græn-
lensku þingmennirnir sósíaldemó-
krata í andstöðunni og annar Fær-
eyingurinn en hinn studdi frjáls-
lynda í stjórninni.
Níu flokkar áttu fulltrúa á síöasta
þingi enda eru þingræöisreglur Dana
aö því leyti ööruvísi en víöa annars
staðar í álfunni aö í hlutfallskosn-
ingunum þarf flokkur ekki nema tvö
prósent til þess aö fá mann kjörinn á
þing.
Umsjón: Guðmundur Pétursson