Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Blaðsíða 13
DV. MANUDAGUR 9. JANUAR1984.
13
beinlínis kennt, ekki þessari ríkis-
stjórn aö minnsta kosti, þótt flestir,
sem hana skipa, beri sína ábyrgö á því,
hvernig nú er komið. Stór hluti þess
vanda, sem nú blasir viö okkur, er af-
leiöing rangrar stefnu undanfarinna
ára, hömlulausrar sóknar í dýrmæt-
ustu fiskistofna okkar og fyrirhyggju-
lausrar fjárfestingar í fiskiskipum,
Sjónarmiö rányrkju og stundargróöa
hafa reynst okkur dýrkeypt.
Minnkandi fiskafli hefur þegar sett
mark sitt á líf fjölmargra fjölskyldna.
Stööugt berast fregnir af uppsögnum í
fiskvinnslu og útgerð. Á Suðurnesjum
er atvinnuástand orðiö mjög alvarlegt.
Þar skipta atvinnulausir nú hundruö-
um, og meirihluti þeirra er konur.
Eru konur ekki fyrirvinnur?
Þaö furöulega er, aö ótrúlega margir
líta atvinnuleysi misjafnlega alvar-
legum augum eftir því hvort í hlut eiga
karlar eöa konur. Dæmi um slík
viöhorf mátti sjá í Alþýðublaðinu 13.
des. sl., þar sem rætt var viö Sigur-
björn Björnsson hjá Verkalýös- og
sjómannafélagi Keflavíkur um at-
vinnuástandið á Suöurnesjum. Eftir
aö hafa látið í ljósi áhyggjur af
ástandi og horfum, segir hann orörétt:
„Þaö sem bjargar dálítið stööunni
hjá okkur er að stærri hluti atvinnu-
lausra eru konur og því ekki fyrirvinn-
ur. Við teljum, aö um þriðjungur at-
vmnulausra séu karlar, en tveir þriðju
konur. Þannig aö í sumum tilvikum
hefur þetta ekki afgerandi áhrif á af-
komu heimilanna, þar sem konan er
ekkifyrirvinnan.”
Eg mótmæli harðlega viöhorfum af
þessu tagi. Þau eru beinlínis ósæmileg
og gjörsamlega úr takt viö raun-
veruleika nútímans. Atvinnuleysi
kvenna er nákvæmlega jafnalvarlegt
og atvinnuleysi karla. Konur hafa í
sívaxandi mæli tekið aö sér fyrirvinnu-
hlutverkiö, ýmist viö hliö karla eöa
einar og óstuddar. Við skulum ekki
gleyma því, aö fjóröa hvert barn á
landinu er á framfæri einstæðra for-
eldra, í langflestum tilvikum ein-
stæðra mæðra.
„Konur eru ekki lengur neitt varavinnuafl, sem iœtur bjóóa sér hvaO sem er.
A „Það furðulega er að ótrúlega margir líta
^ atvinnuleysi misjafnlega alvarlegum
augum eftir því hvort í hlut eiga karlar eða
konur.”
Konur ekki lengur vara-
vinnuafl
Þaö má búast viö fleiri dæmum af
þvi tagi, sem greint var frá hér að of-
an. Þaö er staðreynd, aö konur hafa
löngum veriö notaöar — og látið nota
sig möglunarlítiö — sem eins konar
sveiflujafnara í atvinnulífinu. Þær
hafa veriö kallaðar út á vinnumark-
aöinn á þenslutímum, • en sendar heim
á samdráttartímum. Um þaö eru ótal
dæmi frá ýmsum tímum alis staðar í
heiminum.
En þjóðfélagsgerðin er breytt.
Konur eru ekki lengur neitt varavinnu-
afl, sem lætur bjóöa sér hvaö sem er.
Konum hefur aukist sjálfstraust á und-
anförnum árum. Þær hafa vaknað til
vitundar um, aö þær þurfa ekki að
biðjast afsökunar á tilveru sinni. Þær
láta ekki lengur ýta sér til hliðar. Um
þaö vitna meðal annars margvíslegar
aðgerðir kvenna á síöasta ári, árangur
þeirra í síöustu alþingiskosningum,
þverpólitískt samstarf um launamál,
friðarmál og fræöslumál, frumkvæði
aö ráöstefnum um ýmis mál, og síðast,
en ekki síst, stofnun samtaka kvenna á
vinnumarkaði. Allt þetta starf hefur
þegar skilaö árangri og á eftir að skila
enn meiri árangri til hagsbóta fyrir
alla.
Þrátt fyrir uggvænlegt útlit í at-
vinnu- og efnahagsmálum á þessu ári
er því engin ástæöa til örvæntingar.
Viö munum vinna okkur út úr vand-
anum, og þar mun hlutur kvenna ekki
eftirliggja.
Kristín Halidórsdóttir
þingmaður Samtaka um
kvcnnalista. ,
lista viðkomandi verksamninga Aðal-
verktaka og Keflavíkurverktaka við
varnarliðiö og geta því engan saman-
burð gert á því hvort hinar tollfrjálsu
vörur séu í samræmi við innflutnings-
skjöl (farmskrár). Sama gildir um
varahluti, bifreiðar, dekk og annan
tækjabúnað, sem ekki tengist
ákveðnum verksamningum fyrir
vararliðið.
Hættulegur innflutningsmáti
Aö vísu stimplar gjaldeyrisdeild
Landsbankans á innflutningspappíra
og kannar aö gjaldeyrisheimildir séu
til staöar. Augljóst er aö samanburður
tollgæslunnar á farmskrám viö inn-
flutt vörumagn er óraunhæfur ef hann
er ekki borinn saman viö efnisliöi verk-
samninga verktakafélaganna, sem í
reynd er heimildin fyrir hinum toll-
frjálsa innflutningi. Eg hef margsinnis
bent viðkomandi yfirvöldum á þá
hættu sem slíkur innflutningsmáti
hefur í för meö sér og jafnframt staöið
aö því á sínum tíma aö upplýsa stór-
vægileg misferli í þeim efnum og má
þar tilnefna mál Olíufélagsins hf. o.fl.
Viökomandi embættismenn virðast þó
lítiö sem ekkert hafa lært af þeim mis-
tökum, en í þeim málum upplýstist á
eftirminnilegan hátt hvernig á einfald-
an hátt var hægt aö flytja til landsins
meö ólögmætum hætti tollfrjálsar
vörur fyrir tugmilljónir króna vegna
varnarliösframkvæmda. Verulegur
hluti dómskjala í olíumálinu hf. vegna
hins ólögmæta innflutnings báru árit-
anir og stimplanir varnarmáladeildar,
tollgæslu og gjaldeyrisdeildar Lands-
bankans. Sumir vildu beinlínis halda
því fram að „vanræksla og sérlega
lipur fyrirgreiðsla” viökomandi emb-
ættismanna hafi veriö aöalorsakavald-
urþessa máls.
Eins og kunnugt er reka Islenskir
aöalverktakar innkaupaskrifstofu í
Norfolk í Bandaríkjunum sem útvegar
efni til verkframkvæmda fyrirtækisins
á Keflavíkurflugvelli, en tæknileg
hönnun verkefna er aðallega unnin í
Bandaríkjunum. Aðalverktakar
virðast hafa fengið háar gjaldeyris-
yfirfærslur vegna þessarar innflutn-
ingsskrifstofu sinnar og væri ekki
óeðlilegt, sérstaklega þar sem ríkis-
sjóður á hlut að, að upplýst sé hverju
þær fjárhæðir nema og hvernig
sundurliðun á skilagrcinum til bank-
ans er háttað. Þá er jafnsjálfsagt að
upplýst sé hver hagnaður rikissjóðs er
í rekstri íslenskra aðalverktaka og
hvernig þeim hagnaði hefur verið
ráðstafað. Rikisbókhaldið ætti að geta
upplýst á einfaidan hátt hver hagnaður
ríkissjóös hefur verið af einstökum
verksamningum íslenskra aðaiverk-
taka við varnariiðið. öll leynd í
þessum efnum kallar á tortryggni
enda ber lögum samkvæmt aö láta
slíkar upplýsingar í té sé eftir leitaö af
réttum aöilum.
Leggja Aðalverktaka niður
Þaö hefur veriö skoöun mín um lang-
an tíma aö leggja beri niöur alla starf-
semi Islenskra aöalverktaka á Kefla-
víkurflugvelli. Þjóðhags- og fjárhags-
lega er þaö íslensku þjóöinni óhagstætt
aö láta erlent fjármagn koma inn í
landið án nokkurra skuldbindinga eöa
eftirlits um skipuiega fjárfestingu.
Einnig er það nokkurt vafamál aö
bandarísk stjórnvöld séu hlynnt því aö
ákveðnir aöilar auögist meö þeim hætti
sem hér hefur gerst enda þótt vin-
veittir séu Bandaríkjunum. Miklu
fremur má ætla aö bandarísk stjórn-
völd vilji aö það fé sem þeir verja hér
vegna varnarliðsframkvæmda komi
þjóöinni í heild til góöa.
Skynsamlegast væri að ríkið til-
nefndi íslenska verkfræðinga til að
gera alla verksamninga við varnar-
liðiö en síðan væru þeir boðnir út á
frjáisum markaði. Sá hagnaður sem
yrði, þ.e. mismunur á verktilboðum
verktaka og vcrkútboða ríkissjóðs við
varnarliðið, færi í ríkissjóð. Þá pen-
inga mætti m.a. nota til vega- og flug-
vallagerðar, almannavarna o.fi. í stað
þess að gróði Aðalverktaka hefur aðal-
lega farið í skrifstofu- og verslunar-
hallir í Reykjavík. Ef þessir f jármunir
heföu runniö í ríkissjóö má æt!a aö
hringvegurinn væri nú með varanlegu
slitlagi og flestir flugvellir landsins í
góöu ásigkomulagi. Þaö má undrum
sæta hversu stjórnir sveitarfélaga á
Suðurnesjum og þingmenn kjördæmis-
ins hafa verið sofandi fyrir hags-
munum sinna byggöarlaga þegar
Islenskir aöalverktakar hafa átt i hlut.
Fjármagnsins er aflaö á Suöurnesjum
en síðan flutt þaöan þegjandi og hljóða-
laust til höfuöborgarsvæðisins. Nú er
ég búinn aö vísa yður veginn, hr. fjár-
málaráðherra, varla ætti það aö vera
yður á móti skapi eöa stríöa gegn lífs-
skoöunum yðar og annarra athafna-
manna Sjálfstæöisflokksins aö frjáls
samkeppni ríki um verkútboð varnar-
liösins.
Skipulagsbreyting
I viöræðum viö skoðanabræöur yöar
í Reykjaneskjördæmi hefur oftsinnis
komiö fram vilji þeirra til aö breyta
þessu á þann hátt sem hér hefur veriö
lýst. Þaö er sannarlega kominn túni til
aö fram komi skipulagsbreytingar,
sem ekki einungis varða stöðu þeirra
sem minna mega sin í þjóöfélaginu,
heldur tilfærslu á fjármunum auö-
hringja til hagsbóta fyrir almenning í
landinu. Þaö virðist sem flesta hafi
skort kjark, einurö og heiöarleika til aö
breyta þessu rekstrarfyrirkomulagi.
Flestir virðast því miöur hafa þá
skoðun hér á Suöurnesjum aö ekki sé
hægt að breyta neinu í þessum efnum
þar sem hagsmunir tveggja stærstu
stjórnmálaflokka landsins séu aö
viöhalda Islenskum aðalverktökum í
núverandi mynd. Jafnframt er að því
látið liggja aö háar peningaupphæðir
séu greiddar af Aðalverktökum í kosn-
ingasjóöi þessara flokka og því sé
flokksstarfið meira og minna háö til-
vist þeirra. Ef þessi tilgáta er rétt má
meö nokkrum rökum halda því fram
að bandariskt fjármagn, í gegnum
Islenska aöalverktaka hafi bein áhrif á
stööu þessara flokka. Sá fjárhagslegi
ávinningur sem viö höfum af veru
varnarliösins hér á að ráöstafa til al-
mennrar uppbyggingar iandi og þjóð
til gagns.
Eg dreg ekki í efa heiðarleika og
kjark yöar, hr. fjármálaráöherra, þess
vegna veröur sérstaklega áhugavert
aö fylgjast meö viöbrögðum yöar í svo
þýöingarmiklu máli.
Kristján Pétursson.