Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Qupperneq 16
f. T 16 Spurningin nTTH ^.rfTTTA * TT T DV. MANUDAGUR 9. JANUAR1984. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hvernig líst þér á þær breytingar sem gerðar hafa verið á Bifreiðaeft irliti ríkisins? Erlendur Sæmuudsson húsvöröur: Eg er hlynntur þeim, þaö mætti fjölga skyndiskoöunum eins mikiö og hægt er. Menn trassa það svo aö laga bíla sína. En aöalskoðun veröur aö haldast hjá eftirlitinu. Emil Ingólfsson prentari: Mér líst ágætlega á þær. Þaö mætti fylgja þeim eftir meö betra eftirliti meö eldri bíl- um. Axel Bryde rafeindavirki: Eg hef ekkert kynnt mér þaö að ráöi. Eg held þó aö þetta sé í rétta átt, að ekki þurfi aöskoða nýja bíla. Gunnar Sigurðsson afgreiöslumaður: Eg hef ekki myndað mér neina ákveöna skoöun á því. En mér líst vel á aö fækka skoöunum á nýjum bílum en það má samfekki á eldri bilum. Jóhannes B. Birgisson rennismiður: Þaö væri gott ef þeir skoðuðu bara nýja bíla eftir 3 ár en eftir þaö þyrfti aö skoöa bíla árlega. Og skoðunin þarf aö fara fram hjá Bifreiðaeftirlitinu. Jón Karlsson vélvirki: Mér líst vel á þaö og ég er hlynntur skyndiskoðun- um. En mér fyndist þaö óþarfi aö skoöa nýja bíla á hverju ári. Úlpu„monsterið” illræmda fer oft á kreik þegar snjóa tekur. Þá ættu allir að halda sig innandyra, það hafa utan- bæjarmenn gert með góðum árangri. Þannig verjast þeir lika óþægindum af völdum veðurofsa. Neyðar- ástand skapast — þegarsnjóar íReykjavík Utanbæjarmaður skrifar: Við íbúar úti á landi getum stundum ekki annað en brosaö þegar viö heyrum fréttir af því neyðarástandi sem skapast á höfuðborgarsvæðinu þegar þar kyngir niður snjó. Smáofan- koma og skafrenningur og allt stöövast. Höfuöborgarbúum væri hollt aö koma út á land og kynnast því þar hvaö : óveður er. Uti á Iandi eru ekki heilar sveitir snjóruöningstækja mættar á • staðinn til aö blása snjónum burt, jafn- vel áöur en hann sest. Þaö er annað en i Reykjavík og nágrenni, þar kvarta menn um þaö í blöðum aö of mikiö sé skafiö og saltaö. Ekki get ég vorkennt þessum vesa- lingum sem ekki vita betur og ana út í óveðrið á misjöfnum farartækjum og festast svo kannski í nokkra stundar- fjórðunga, eöa eru veöurtepptir á vinnustaö fram eftir degi. Viö utanbæjarmenn þekkjum þaö hvað þaö er aö vera veðurtepptur. Þegar allar samgöngur falla niöur meira og minna aö vetrarlagi. Fólk sest þá ekki niður og bíður eftir aö veörinu sloti, það reynir aö aölaga sig náttúrunni og hennar duttlungum. Höfuðborgarbúar mættu margt læra af því aö kynnast því hvernig veörið leikur fólk úti á landi og hvernig þaö bregst viö því. Þá mundi ekki skapast neyöarástand í hvert skipti sem snjó kyngdi niður á höfuöborgarsvæðinu. Góöir þættir um Víetnamstríöið 1267—9808 skrifar: I haust var ég stödd í Bandaríkj- unum og þar fylgdist ég meö'þáttum sem sýndir voru í sjónvarpinu og fjölluðu um styrjöldina í Víetnam. Þau átök sem þar voru hafa til skamms tíma veriö feimnismál í Bandarikjunum og annars staöar. Þessir þættir eru mjög málefna- legir og taka á málum sem ekki hafa verið í sviösljósinu. Þættirnir eru ekki nein áróöurherferö gegn nein- um, litiö er á staöreyndir í hlutlausu ljósi. Það væri viss hvíld í því að fá slíka þætti frá Bandaríkjunum og sönnun á því að menn þar í landi geta einnig gert góða heimildarþætti, en ekki bara lélegar sápuóperur. Það væri því óskandi að íslenska sjónvarpiö sæi sér fært að taka þessa þætti til sýningar. DV hafði samband við sjónvarpið og þar var sagt að umræddir þættir hefðu þegar verið pantaöir til skoðunar. Eftir að skoðunarmaður hefði skoöaö þá sendi hann umsögn um þá til útvarpsráös sem ákveður hvort þeir verða teknir til sýninga eða ekki. Þannig mætti jafnvel búast við því að þættirnir yrðu sýndir í vetur þó ekki væri búið að taka neina ákvörðun um það enn. það er búið i dag,” sagði þessi hermaður þegar afskiptum Bandarikjamanna af Vietnamstríðinu lauk. Nú haf a verið gerðir þættir um það stríð og vill bréf ritari að þeir verði sýndir í íslenska sjónvarpinu. Nöturleg nýársf rétt — úr ráðherrabústaðnum Skattgreiðandi skrifar: Það var næsta nöturlegt að sjá sjónvarpsfrétt á nýársdagskvöld í sjónvarpinu, frétt sem fræddi okkur á því aö nærri 400 manns — hvorki meira né minna — hefði verið boðið til síðdegisdrykkju í ráðherra- bústaðnum svokallaða. Nú er það ekki aöalmálið í sjálfu sér hvort þetta var boö á vegum for- seta Islands eða rikisstjórnarinnar. Þaö sem máli skiptir er það að þetta boö var haldiö fyrir forsvarsmenn lands og þjóðar og raunar fleiri og stakk mjög í stúf við þann sparnaðaráróður sem nú er hafður í frammi af hálfu ríkisstjómar og annarra forráöamanna. Ennfremur er þaö meira en lítil dirfska aö halda sUkt boö fyrsta dag ársins eftir boöskap ráðherra og for- seta landsins um að nú megi vænta þrengri kjara og meira aöhalds en áöur hefur þekkst. I sjónvarpsfréttinni á nýárskvöld fylgdi örstutt viðtal við forseta vom sem ítrekaði ást sína á þegnum og landi. Aðrir voru ekki teknir tali en sjá mátti margan manninn halda traustataki um glasið sitt og væntan- lega hugsa jafnákaft um sparnaðinn væntanlega og fyrr um daginn hafði verið klifað á í fréttum og ávörpum. En án alls gamans og gagnrýni, hvernig dettur gestgjafa þessa boðs í hug aö efna til slíkrar uppákomu á sama tíma og fjármálaráðherra lýsir því yfir daginn áður að ríkis- kassinn sé svo galtómur að í honum megi speglasig? Þaö er mörg Nígerían á jarðar- kúlunni, víst er um það. I „aðal- Nígeríunni” hefur nú opinberlega verið lagt til atlögu gegn spillingu. Og þrátt fyrir að Islendingar tali enn um „valdarán” eða að völdin hafi verið „hrifsuð” af lýðræðislegri stjóm þess lands (Nígeríu) munu forráöamenn okkar Islendinga bráðlega verða aö leggja af orðtakiö „valdarán” ef við ætlum að lifa í sátt við herforingjastjórnina þar syðra. Svona eru nú örlögin. Spilling í' Nígeríu og afnám hennar með „valdaráni”, — nýársdrykkja á spegUbotni ríkiskassans á Islandi. — QueUevie! Róðherrabústaðurinn i Reykjavík, en þar var haldið boð á nýársdag sem bréfritara finnst vera dirfska þegar ráðamenn hafa boðað almenningi að þeir megi vænta þrengri kjara og meira aðhalds.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.