Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Blaðsíða 36
36 DV. MÁNUDAGUR 9. JANUAR1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Billy Joel er ekki bara vinsæll á ströndinni heldur Hka á rás 2. Ekki er þó vist að það só „ Uptown Giri'' sem þarna situr hjá honum íhlýjum sandinum. 2104 LÖG LEIKIN Á RÁS 2 í DESEMBER — Billy Joel og Uptown Girl hljómuðu oftast Sumir seKja aö þaö séu atltaf sönn löj'in sem hljómi á rns 2. dmrinn út ofc daf'inn inn. Því fei viö. fjarri I narka skal niðurstöður skyiulikoimunar sein gerð var nú fyrir nokkrum dögum og náði til allra hljóða sem bárust úr rás- inni í desember, fyrsta mánuðinn sem stöðin var starfrækt. Þá voru leikin hvorki fleiri né færri en 2104 lög og nokkur oftar en önnur eins og gerist og gengur. Uptown Girl, meö Billy Joel, var leikið 17 sinnum í desember, Miðnætur- sól, með Me/zoforte, 13 sinnum. Her- maöui Bubha Morthens, 12 sinnum, Say, Say, Say, með P. McCartney og Michael Jackson, 11 sinnum og Sunshine Reagge og Carma Cameleon, lOsinnumhvort. „Það er að sjálfsögöu náið samband okkar við hlustendur sem gerir þaö að verkum aö sum lög hljóma oftar en önnur,” sagði Þorgeir Astvaldsson stöðvarstjóri. ,,En við verðum að hafa þaö hugfast að rás 2 er ný af nálinni og starfsfólk hér hefur haft svo mikið að gera að varla hefur verið tími til að halda fund. En nú veröur hann haldinn og málin skoðuð meö opnum og gagnrýnumhuga.” -EIR. SKÁLAKÚNSTIR Japanskir unglingar eru undantekningarlitið stærri en foreldrarnir — enda borða þeirhráan fisk. JAPANIR STÆKKA Japanir eru sem kunnugt er mun lægri vexti en Islendingar — fróöir menn áætla að þeir séu að meðaltali 6 sm minni en Evrópubúar almennt. Eitthvaö er þetta nú að breytast, japanskir táningar nútímans eru undantekningarlaust stærri en for- eldrarnir og eru skýringar þess aö vonum margvíslegar. Ein mun vera sú aö Japanir boröa í dag meira kjöt en áður og hrár fiskur, sem fyrir stríð þótti aðeins herramansmatur, er nú á hvers manns borði. Aöur fyrr varð almenningur aö láta sér nægja hrísgrjón og alls kyns hafrategundir. Nú munu 5 Isléndingar vera búsettir í Japan, 3 stúlkur í Tókíó, einn karlmaður, sem leggur stund á sjávarfræði einhvers konar í smábæ úti á landi, og svo annar í Úsaka sem er tíunda stærsta borg í heimi, og þar er Islendingurinn með stærstu mönnum. -EIR. Sandljós i beinni útsendingu. RER Menn kasta af sér vatni með ýmsum hætti ef marka skal vísindalega úttekt sem á því var gerð og birt í erlendu blaði ekki alls fyrir löngu. Rann- sóknarmennirnir ferðuðust á milli opinberra salerna (karlar/men) og rýndu í aðferðir og tilburði. Niöur- stöðurnar urðu þær að nú virðist vera hægt að skipta mönnum niður í 17 flokka eftir því hvernig þeir bera sig að. Sá feimni heldur um neösta hluta hálsbindisins og pissar í buxurnar. Sá montni hneppir 6 tölum frá þó hann geti vel komist af meö tvær. Sá barna- legi reynir að skjóta niður flugur meö bununni og sá vísindalegi reynir að reikna út samhengið á milli þrýstings á blööru og loftkúlnanna sem myndast í skálinni. Nú er beðið eftir svipaðri könnun á aðferðum kvenna við sömu aðstæður. Karimonnum er skipt niður í 17 flokka eftlrþvihvernig þeir bera sig að við þessa iðju DV-mynd GVA. BUDDI OG HEIMS- METIÐ „Sendið mér póstkort — ég á aðeins fáeinar vikur eftir ólifaöar — mig lang- ar svo aö komast í heimsmetabók Guinnes.” Eitthvaö á þessa leiö hljóð- aði skeyti sem barst inn á ferða- og flugfélagaskrifstofur víða um heim rétt fyrir jól. Undir bónina skrifaði Buddi, aðeins 9 ára. Viö nánari athugun kom í ljós aö ind- verska flugfélagið Air-India hafði fengiö fyrsta skeytiö og sent þaö áfram til viðskiptavina sinna á ferða- málasviöinu. Mörg augu vöknuðu og álíka mörg póstkort voru send af staö. En hvort Buddi litli kemst í heims- metabókina er óvíst, enginn veit enn hver hann er, öll spor enda í pósthólfi í Skotlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.