Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Side 37
DV. MÁNUDAGUR 9. JANUAR1984. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Raunir ógiftra kvenna íZimbabwe Stjórnvöld í Zimbabwe (áöur Ródes- ía) hafa skoriö upp herör gegn starf- semi gleöikvenna alls konar og hreins- uöu fyrir stuttu til svo um munaði og lengi veröur í minnum haft. Meö sömu nákvæmni og þekkist vart nema í þrautþjálfuöum herjum lét lögregla og her til skarar skríöa um land allt. Dyr kvikmyndahúsa voru rifnar upp á gátt og út teymdar konur sem voru einar síns liðs, krár og veitingahús fengu sömu meöferð og engar konur sátu þar eftir nema þær sem gátu sannað að þær væru í fylgd meö ektamökum. Götur og stræti tæmdust af kvenkyns- verum sem ekki gátu gefiö fullnægj- andi skýringar á útiveru sinni. Lög- reglustjórinn í höfuöborginni, Harare, kom sæll og ánægöur eftir velheppn- aöar aögeröir og komst þá aö því aö eiginkona hans haföi verið handtekin í hinum enda bæjarins fyrr um kvöldið. Skortur var á hjúkrunarkonum á sjúkrahúsum vegna þess aö þær voru flestar handteknar á leiö til vinnu. Næstu daga höföu eiginmenn í nógu aö snúast viö aö ná í konur sínar á lög- reglustöðvar víðs vegar um borg og bí og þurftu undantekningarlaust aö sýna vígsluvottorö áöur en frúnum var sleppt. Hinar, sem í raun og veru voru „sekar”, hafa nú veriö sendar í endur- hæfingarbúöir stjórnarinnar þar sem þær sækja námskeið í matargerð, saumaskap og samfélagsfræöi. Edison Zvobgo innanríkisráöherra þurfti aö biðjast afsökunar á mörgum óréttmætum handtökum en Mugabe forsætisráðherra gat huggað sig við að samanboriö viö annaö sem er aö gerast í landi hans voru þessar aögerðir hreinustu smámunir. Atvinnuleysi eykst óöfluga í Zimbabwe, veröbólgan æðir áfram, skortur er á neysluvörum og viðskipta- jöfnuöurinn viö útlönd ekki eins og best verður á kosiö. Mugabe vill ekkert röfi og /auslæti. Sr ii \f:m í m SSi» ■ Þaö verður í mörg horn aö líta fyrir þá sem vilja varöveita friöinn í heiminum á því ári sem nú er nýhafiö. I þaö minnsta ef marka skal þau orð og spádóma sem féllu á þingi stjömu- fræðinga, dularsálfræðinga og dul- spekinga af ýmsu þjóöerni sem haldið var í Jerúsalem um áramótin. Viöfangsefni þingsins var í stuttu máli: — Hvaöa ósköp dynja yfir heiminnárið 1984. Þaö var álit ýmissa á þingi þessu aö þriöja heimsstyrjöldin gæti hugs- anlega brotist út í framhaldi af átökunum fyrir botni Miðjaröarhafs. Ejölmargir þjóðarleiðtogar hverfa yfir móöuna miklu, þar á meðal Andropov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, Mubarak í Egyptalandi, og Shamir í Israel svo einhverjir séu nefndir. Ron- ald Reagan nær ekki endurkjöri sem forseti Bandaríkjanna og getur kennt misheppnuðu hernaðarbrölti um aö þannig fer. Veðurfarsbreytingar munu eyöileggja uppskeru, sérstaklega í Bandaríkjunum, og afleiöingarnar veröa alvarlegar fyrir alla heims- byggðina. Doktor Dada frá Indlandi spáði ófriði fram tH ársins 1986 en sjö friðsælum árum þar á eftir. 400 SPÁMENN —á Hilton hótelinu í Jerúsalem Fulltrúar Ananda Marga-hreyfing- arinnar á þinginu gátu þó flutt þátttak- endum þær góöu fréttir aö þrátt fyrir aö erjur og óeiröir myndu setja svip sinn á allt líf manna fram til ársins 1986 mætti búast viö betri tíö þar á eftir — í heil 7 ár. Þingfulltrúar voru sammála um aö atburðir framtíöarinnar mundu bera sterkan svip af áhrifum Satúrnusar á merki bogmannsins og þar aö auki myndu neikvæö áhrif frá Mars og Júpí- ter auka á eyöiieggingarmáttinn fram til ársins 1985. Þessi sérstaka afstaöa himintunglanna kemur aðeins fyrir á 25 þúsund ára fresti og er til marks um „kosmískt” ójafnvægi. Ráðstefnuna í Jerúsalem, sem haldin var á Hilton hótelinu, sóttu 400 spámenn víös vegar aö. Þannig iite þeir út öryggisverðirnir sem gripa inn i ef hermdarverkamenn láta á sér kræla i Los Angeles i sumar. 17.000 öryggisverðir á ólympíuleikunum Skipuleggjendur ólympíuleikanna í Los Angeles á sumri komanda ætla ekki að láta atburöina í Múnchen 1972 endurtaka sig, en þá voru sem kunnugt er 11 ísraelskir íþróttamenn myrtir. Edger Best, fyrrverandi yfirmaður útibús alríkislög- reglunnar í Los Angeles, hefur veriö ráöinn til aö sjá um öryggi íþrótta- fólksins og hefur hann 17 þúsund lögreglu- og öryggisveröi til ráðstöfunar. Einnig eru 42 sérþjálf- aðir hermenn til staöar í Washington og veröa þeir kvaddir til ef og þegar eitthvað fer verulega úr böndum. Ottast menn inest aðgeröir hryöjuverkamanna alls konar og hafa sendiboöar skipuleggjenda leik- anna veriö í Evrópu, Miö-Austur- löndum og Asíu og reynt aö hlera ráöageröir hermdarverkamanna. París, hundar og ryksugur Parisarbúar eru miklir hundavinir og eiga fyrir bragðið fjölmarga slíka. Urgangur hundanna hefur fram að þessu verið töluvert vanda- mál í borginni líkt og víða annars staöar ef Reykjavík er undanskilin. Ný hreinsunaraðferö hefur nú aftur á móti leyst þetta vandamál aö hluta og samkvæmt nýlegum rannsóknum er París orðin 85% hreinni en áöur. Því má þakka nýrri gerö af ryksugu sem fest er aftan á mótorhjól. Borg- arstarfsmenn aka síðan um götur Parisar, sigta út úrganginn, renna sér yfir hann og þar meö er máliö leyst. Sá böggull fylgir skammrifi aö hreinsunaraögeröir þessar kosta fé, sumir segja stórfé, 75 milljónir króna á ári og er fátt sem bendir til annars en borgarstjórinn greiöi þá upphæð möglunarlaust. Parísarbúar segja nefnilega aö enn sé sá stjórn- málamaður ófæddur sem þori aö segja hundaeigendum stríö á hendur. BURT0N Þ0RSTAHEFTUR Leikarinn Richard Burton hefur reynt flest ti7 að stemma stigu við áfengisnotkun sinni sem þykir vægast sagt mikil. Nú hefur hann leitað á náðir austrænna spekinga og sækir tíma hjá AIKIDO-lærimeisturum. Þeir stunda hugleiðslu til að auka viljastyrkinn og slappa af. Skyld'enn hanga þurr?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.