Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Qupperneq 2
18
Sjónvarp , Sjónvarp
Sjónvarpsmyndin á laugardagskvöldið: „Handfylli af dínamíti”:
Mikið skotið og
margir drepnir
Bíómyndin í sjónvarpinu á laugar-
dagskvöldið heitir „Handfylli af dína-
míti” eöa „A Fistful of Dynamite” eins
og hún var skýrð á enska tungu.
Þarna er á ferðinni eldhress spag-
hetti-vestri, en svo hafa þær myndir
verið kallaöar, þar sem viðfangsefnið
er gamla vestrið í Bandaríkjunum eða
Rod Steiger.
Mexíkó og framleiðsla á myndinni fer
framáltalíu.
Margar af þessum spaghetti-mynd-
um hafa verið þokkalega góöar. Kemst
þessi mynd í eitt af efri sætunum í betri
helmingnum af þeim og segir þaö svo-
lítið um hana. Myndin var gerð árið
1971 og fær hún t.d. í einni af kvik-
myndahandbókunum okkar „Movies
on TV” tvær og hálfa stjömu og með-
mælin „Pretty Good”.
Það sem fyrst og fremst bjargar
þessari mynd eru tveir frábærir leikar-
ar, þeir Bod Steiger og James Coburn,
sem margir þekkja úr öörum mynd-
um. Þeir hafa að vísu báðir gert betur
en í þessari mynd, en þeir standa engu
að síöur vel fyrir sínu í henni.
Bod Steiger leikur mexíkanskan
bófaforingja sem kemur skemmtilega
á óvart strax í byrjun myndarinnar.
James Coburn leikur fyrrverandi
sprengjusérfræðing IBA og sameinast
þeir um að ræna vel varinn banka í
Mexíkó. Ekki tekst það sem skyldi, en
þeir standa allt í einu eftir það sem
miklar byltingahetjur. Hefst þá enn
meiri sprenginga- og skothríðarkafli en
áður, og mönnum nánast slátraö þá
eins og rollum í slátuitíöinni. Myndin
er spennandi og í henni léttur húmor og
á það ekki að skemma svefninn fyrir
neinum — nema kannski krökkum —
að horfa á hana. . . -klp-
James Coburn.
„Háspennugengið" heitir unglingamyndin sem tekur við af „Bngin hetja"
ð laugardögum. Segir þar frá krökkum sem stofna popphljómsveit og œtla
að verða ægilega fræg.
Lokaþáttur gamanm yndaflokksins ,,/ lífsins ólgusjó " verður á laugardags-
kvöldið og sjá vist ekkimjög margir eftir honum.
Undanfarin föstudagskvöld hafa sjónvarpsmyndirnar verið sænskar, kin-
verskar, sovéskar og þar fram eftir götunum. Á föstudaginn i næstu ■
viku fjölgar enn i„alþjóðakvikmyndasafninu okkar” en þá býður sjónvarp-
ið okkur upp á norska mynd, sem heitir,,lda litla".
21.05 Valentína. Spænsk bíómynd
frá 1982 gerö eftir skáldsögu eftir
Bamon J. Sender. Leikstjóri
Antonio J. Betancor. Aðalhlut-
verk: Jorge Sanz, Paloma Gomez
og Anthony Quinn. I myndinni
minnist stríðsfangi æsku sinnar í
þorpi á Norður-Spáni upp úr alda-
mótum. Sem drengur lagði hann
hug á jafnöldru sína. Æska þeirra
og stéttamunur meinar þeim að
unnast svo að þau taka það til
bragðs aö hlaupast brott saman.
Þýðandi Sonja Diego.
22.30 Strákurinn frá Cincinnati.
(The Cincinnati Kid). Bandarísk
bíómynd frá 1965. Leikstjóri
Norman Jewisson. Aöalhlutverk:
Steve McQueen, Edward G. Bobin-
son, Karl Malden, Tuesday Weld
og Ann-Margret. Mynd um mann
sem unni konum en spilurn þó meir
og vildi leggja flest að veði til að
verða fremstur í flokki póker-
spilara. Þýðandi Guðrún Jörunds-
dóttir.
00.15 Dagskrárlok.
Sunnudagur
12. febrúar
16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Jón
Helgi Þórarinsson flytur.
16.10 Húsið á sléttunni. Olgandi
hatur. Bandarískur framhalds-
myndaflokkur. Þýðandi Oskar
Ingimarsson.
17.00 Vetrarólympíuleikarnir. Brun
karla.
18.00 Stundin okkar. Umsjónar-
menn: Asa H. Bagnarsdóttir og
Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp-
töku: Tage Ammendrup.
18.50 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku. Um-
sjónarmaður Guðmundur Ingi
Kristjánsson.
20.45 Tökum lagið. Annar þáttur.
Kór Langholtskirkju ásamt hús-
fylli gesta syngur undir stjórn
Jóns Stefánssonar í Gamla bíói.
Þessi þáttur er helgaður lögum
sem oft eru sungin á þorrablótum,
árshátíðum og í öðrum mannfagn-
aði. Utsetningar: Gunnar Beynir
Sveinsson. Umsjón og kynningar:
Jón Stefánsson. Stjórn upptöku:
Tage Ammendrup.
21.25 Ur árbókum Barchesterbæjar.
Fjórði þáttur. Framhaldsmynda-
flokkur í sjö þáttum frá breska
sjónvarpinu, gerður eftir tveimur
skáidsögum frá 19. öld eftir
Anthony Trollope. Þýðandi Bagna
Bagnars.
22.20 Dave Brubeck. Bandarískur
djassþáttur. Frá tónleikum kvart-
etts Dave Brubecks í Sinfóníuhöil-
inni í Boston.
23.10 Dagskrárlok.
irrrii
DV. FOSTUDAGUB 3. FEBBUAB1984.
■ ■■■■iiirii'ii í 'B"ri ■ ■ i ■ iie
Kvikmyndir
Kvikmyndir
BÆJARINS
BESTU
W0 ■&****
BÍÓHÖLLIN:
THE DAY AFTER
Hvað gerist þegar kjamorkusprengja fellur á friðsælar sveitir
landsins, þar sem búsmalinn er á beit og fólkið gerir í því að vera
hamingjusamt? Jú, mannskepnan skiptist í tvennt, hina heppnu og
hina óheppnu. Hinir heppnu drepast strax og iáta sér fátt um
finnast um eftirleikinn. Hinir óheppnu lifa af sprenginguna, að
minnsta kosti um sinn, og upplifa víti á jörðu. Þessa niðurstöðu má
draga af einhverri umtöluöustu kvikmynd síðari ára, The Day
After, og eru þetta sjálfsagt ekki ýkjur. Leikstjóra myndarinnar,
Nicholas Meyer, tekst ætlunarverk sitt ágætlega. Honum tekst að
hræra upp í áhorfandanum og fá hann til að staldra við. Honum
tekst einnig að gera kjarnorkusprengjuna að heilmiklu „sjói”, eins
og Könum er einum lagið, og halda þannig athygli áhorfenda. The
Day After er bráðdrepandi holl kvikmynd fyrir alla f jölskylduna.
-GB.
STJÖRNUBÍÓ:
BLÁA ÞRUMAN
Einn á móti öllum. Uppistaða Bláu þrumunnar er gamalt þema
sem við höfum séð í ótal bíómyndum. En það er ekki verra fyrir
það. Að minnsta kosti ekki hér, í meðförum John Badham og
félaga. Blá þruman greinir frá Frank Murphy, þyrluflugmanni í
lögreglusveit Los Angeies. Murphy er fenginn til að reynslufljúga .
nýrri þyrlu, Bláu þrumunni, sem herinn hefur láliö framleiða.'
Þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar kemur í ljós að yfirvöld ætla að nota!
tækið til óhæfuverka. Murphy kemst aö því og þá byrjar ballið.
Bláa þruman endasendist um loftin blá meö aðrar þyrlur í eftir-
dragi uns kemur að lokauppgjörinu milli hinna góðu og hinna
vondú. Árangurinn er fantalega skemmtileg og spennandi kvik-
mynd þar sem öll vinna er í hæsta gæöaflokki. Sérstaklega er kvik-
myndatakan þó eftirminnileg og þær raunir sem tökumaðurinn
hefur þurft að leggja á sig. Fyrsta flokks skemmtun.
1 -GB
REGNBOGINN:
SKILABOÐ TIL SÖNDRU
Skilaboð til Söndru er kvikmynd um miöaldra rithöfund sem ekki
hefur allt gengið í haginn, hvorki í einkalífinu né á sviöi bók-
, mennta. Uppgjör hans við sjálfan sig og tengsl hans við unga og
dularfulla stúlku sem verður áhrifavaldur hans. Myndin er byggð
á skáldsögu Jökuls Jakobssonar og henni fylgt eftir í öllum
meginatriðum, sérstaklega í fyrri hluta myndarinnar. Þrátt fyrir
aö Skilaboð til Söndru sé hin ágætasta skemmtun er hún langt frá
því að vera gallalaus. Liggur megingalli myndarinnar í handrit-
inu. Barátta rithöfundarins við sjálfan sig verður aldrei sannfær-
andi og kynni hans við Söndru ná aldrei því plani sem lýst er í bók-
inni og á þar ekki minnstan þátt, ung og óreynd leikkona, Ásdís
Thoroddsen. Hana vantar því miður þá reynslu er þetta hlutverk
býður upp á. En það sama verður ekki sagt um Bessa Bjarnason í
hlutverki Jónasar. Bessi sem er þekktari sem gamanleikari nær
vel aö sýna þennan lífsþreytta rithöfund sem fátt gengur í haginn
og endar sem veitingahússeigandi í Grikklandi.
HK.
TCvikmyndir
Kvikmyndir