Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Qupperneq 3
ER Á SEY
HELGINA?
Messur
Guðsþjónustur í Reykja-
víkurprófastsdæmi sunnu-
daginn 5. febrúar 1984
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Bamasamkoma í
safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30.
Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu kl. 2.00.
Organleikari Jón Mýrdal. Væntanleg ferm-
ingarbörn lesa ritningartexta í messunni. Sr.
Guðmundur Þorsteinsson.
ÁSKIRKJA: Bamaguösþjónusta kl. 11.00.
Guðsþjónusta kl. 2.00. Sr. Schappel Elöm
framkvæmdastjóri danska Biblíufélagsins
prédikar en sr. Jónas Gislason lektor túlkar
mál hans. Sr. Ámi Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Laugar-
dagur: Bamasamkoma kl. 11.00. Sunnudag-
ur: Messa kl. 2.00 í Breiðholtsskóla. Sr. Lárus
Halldórsson.
BÚSTAÐ AKIRK JA: Barnasamkoma kl.
11.00. Sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir.
Guðsþjónusta kl. 2.00. Organleikari Guðni Þ.
Guðmundsson. Miðvikudagur 8. febrúar:
Barnasamkoma vegna sjónvarpsupptöku kl.
I. 00. Félagsstarf aidraðra kl. 2—5. Æskulýðs-
fundur kl. 20.00. Fimmtud. 9. febr. Æskulýðs-
fél. yngri deild fundur kl. 16.30. Sr. Olafur
Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL: Laugardagur:
Bamasamkoma í safnaðarheimilinu við
Bjamhólastíg kl. 11.00. Sunnudagur: Guðs-
þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00. Sr. Þor-
bergur Kristjánsson.
DÖMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Dómkórinn
syngur, organleikari Marteinn H. Friðriks-
son. Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 2.00.
Vænst er þátttöku fermingarbama og for-
eldra þeirra. Fermingarböm lesa bænir og
texta. Sr. Þórir Stephensen. Laugardagur:
Barnasamkoma að Hallveigarstööum kl.
10.30. Sr. Agnes Sigurðardóttir.
LANDAKOT: Messa kl. 10.30. Organleikari
Birgir As Guðmundsson. Sr. Þórir Stephen-
sen.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10.00.
Sr. Lárus Halldórsson.
FELLA- OG HOLAPRESTAKALL: Laugar-
dagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl.
2.00. Sunnudagur: Barnasamkoma í Fella-
skóla kl. 11.00. Guðsþjónusta í Menningarmið-
stöðinni við Gerðuberg kl. 2.00. Sr. Hreinn
Hjartarson.
FRDCIRKJAN 1 REYKJAVlK: Guðsþjónusta
kl. 14.00. Ræöuefni: Hann tekur þig gildan.
Reynir Guðsteinsson tenór syngur, við orgelið
Pavel Smid. Fermingarböm og foreldrar
þeirra hvattir til að koma. Munið þorrafagn-
aðinn í Oddfellowhúsinu sunnudagskvöld kl.
19.00. Sr. Gunnar Bjömsson.
GRENSÁSKIRKJA: Bamasamkoma kl.
II. 00. Guðsþjónusta kl. 2.00. Organleikari
Árni Arinbjamarson. Æskulýðsfundur
mánudag kl. 20.00. Almenn samkoma nk.
fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S.
Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Bamasamkoma og
messa kl. 11.00. Sr. Gunnar Staalsett frkvstj.
norska Biblíufélagsins þrédikar. Altaris-
ganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kvöldmessa
með altarisgöngu kl. 5.00. Sr. Ragnar Fjalar
Lárusson. Þriðjudagur 7. febr. fyrirbæna-
guðsþjónusta kl. 10.30., beðið fyrir sjúkum.
Miðvikudagur 8. febr. Náttsöngur kl. 22.00.
Fimmtud. 9. febr. opið hús fyrir aldraða kl.
14.30. Laugard. 11. febr. samvera fermingar-
bama kl. 10—14.
HÁTEIGSKIRKJA: Laugardagur: Bama-
guðsþjónusta kl. 11.00. Sunnudagur: Messa
kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 2.00.
Sr. Aragrimur Jónsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Laugardagur:
Bamasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum
kl. 11.00 árd. Sunnudagur: Guðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 2.00. Kaffi og umræður í
sahiaðarheimili aö lokinni messu. Þriðjudagur
7. febrúar, fundur á vegum fræðsludeildar
safnaöarins kl. 20.30. Dr. Sigurbjörn Einars-
son, biskup, flytur kynningu á sr. Hallgrími
Péturssyni og Guðríði konu hans. Kaffiveit-
ingar og umræður. Allir velkomnir. Sr. Ami
Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Oskastund bamanna
kl. 11.00. Söngur-sögur-leikir. Sögumaður
Sigurður Sigurgeirsson. Guðsþjónusta kl. hálf
tvö, ath. breyttan messutima. Fermdur
verður Helgi Oskarsson, Gnoðarvogi 74. Org-
anleikari Jón Stefánsson, prestur sr. Sigurður
Haukur Guðjónsson. Vekjum athygli eldri
sóknarbúa á því að óski þedr aðstoðar við aö
sækja guðsþjénustu í Langholtskiikju, þá láti
þeir vita í sima 35750 milli kl. 10.30 og 11.00 á
sunnudagsmorgun. Sóknamefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Bamaguðsþjónusta
kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 14.00. Sr. Ingólfur
Guðmundsson.
NESKIRKJA: Laugardagur: Samverustund
aldraöra kl. 15.00. Heimsókn á Veðurstofu
Kvikmyndahátíð í Reykjavík
— „Hrafninn f lýgur” f rumsýnd um helgina og 35 erlendar myndir fylgja á eftir
Sjötta kvikmyndahátíðin í Reykja-
vík hefst á laugardag og verður
opnunarmyndin Hrafninn flýgur en
Ieikstjóri hennar er Hrafn Gunn-
laugsson. Hátiöin stendur frá 4.—12.
febrúar og verða sýndar 35 erlendar
kvikmyndir frá fjórtán löndum.
Einnig veröa sýndar allar þær ís-
lensku kvikmyndir er hafa verið
gerðar á undanfömum árum. Allar
myndimar verða sýndar í Regn-
boganum, aö undanskildri Hrafninn
flýgur, sem sýnd verður í Háskóla-
bíói. Flestar eru kvikmyndirnar frá
Bandaríkjunum, Spáni og Frakk-
landi.
I tilefni kvikmyndahátíðarinnar er
boðið erlendum gestum til landsins,
samtals tólf manns, og em það
leikstjórar, blaðamenn og
dreifingaraðilar. Munu sumir
erlendu gestanna halda fyrirlestra.
Ávallt hefur verið góð aðsókn að
kvikmyndahátíðinni í Reykjavík og
er ekki aö efa að einnig verði svo í
þetta skiptið, enda er margt forvitni-
legra mynda og ættu allir áhuga-
menn um kvikmyndir að finna eitt-
hvað fyrir sinn smekk.
He/gi Skú/ason ákveðinn á svip, með boga sinn ihöndunum imyndinni„Hrafninn f/ýgur"
Menntaskólinn í Kópavogi:
Frumsýnir um-
deilt verk
- „Vorid vaknar” eftir Frank Wedekind
Leikfélag Menntaskólans í Kópa-
vogi frumsýnir sunnudaginn 5.
febrúar í félagsheimili Kópavogs,.
leikritið Vorið vaknar eftir Frank
Wedekind.
Leikritið var skrifað árið 1891. Olli
það samstundis miklum deilum í
Þýskalandi og var umsvifalaust
bannað af yfirvöldum og fékkst ekki
sýnt fyrr en 1906 er Max Reinhardt
færði það upp i Berlín. Sigurganga
leikritsins var slik að 1920 var búið
að sýna það óslitið frá frumsýningu á
alls yfir 600 sýningum.
Verkiö er meinhæðin ádeila á sam-
skipti unglinga og fullorðinna; for-
vitnir unglingar leita svara við öllu
er snertir lífið og tilveruna, en reka
sig jafnharðan á hart og ósveigjan-
legt siðakerfi hinna f ullorðnu.
- Frumsýningin á sunnudaginn
verður í félagsheimilinu kl. 20.30.
önnur sýning verður fimmtudaginn
9. febrúar kl. 20, og þriðja sýning
laugardaginn 11. febr. kl. 20.
Upplýsingar og miðapantanir frá kl.
13—15 í síma 43440. Miðar einnig
seldir við innganginn. Miðaverð kr.
150. Þýðandi og leikstjóri sýningar-
innar er Hávar Sigurjónsson.
Sýnir f rá Hlemmi
niður á Lækjartorg
— oghefuropið
allan sólarhringinn
I dag, föstudaginn 3. febrúar,
opnar Bessi Jónsson myndlistar-
sýningu á Laugaveginum og nær hún
frá Hlemmi og niður á Lækjartorg. Á
sýningunni eru 50 tússteikningar,
unnar á þessu og síðasta ári.
Þetta er fyrsta einkasýning Bessa
en síðasta haust myndskreytti hann
bókina ,ySnúningurinn” eftir Kristin
Sæmundsson. Sýningin á Lauga-
veginum stendur til 21. febrúar og er
opin allan sólarhringinn. Allar
myndirnar eru til sölu.
Eitt af verkunum ó sýningu Bessa
á Laugaveginum.
Strax eftir að ráðstefnan hefur verið sett mun verða sýnd kvikmyndin
„Eng/aryk" sem gerð er fyrir tilstuðlan leikarans fræga, Paul
Newmans, en hann missti son sinn af völdum þess efnis.
ÓLÖGLEG
FÍKNIEFNI
— Ráðstef na á vegum SUS og
Heimdallar á laugardaginn
Olögleg fíkniefni er yfirskrift ráð-
stefnu sem Samband ungra sjálf-
stæðismanna og Heimdallur gangast
fyrir nú um næstu helgi. Ráðstefnan
verður haldin í Valhöll við Háaleitis-
braut og hefst kl. 13.30 laugardaginn
4. febrúar.
Fjögur framsöguerindi verða flutt
á ráðstefnunni. Asgeir Friðjónsson
sakadómari fjallar um þróun fíkni-
efnamála á Islandi, Kjartan Gunnar
Kjartansson heimspekinemi rekur
siðferðilegar forsendur laga um
fíkniefni, Jóhannes Bergsveinsson
yfirlæknir fjallar um orsakir, áhrif
og afleiöingar fíkniefna og Þórarinn
Tyrfingsson yfirlæknir segir frá út-
breiöslu, meðferð og fyrirbyggjandi
aögerðum i f íkniefnamálum.
Á ráöstefnunni verður einnig sýnd
kvikmynd um hið svokallaða
„Englaryk”, en myndin er gerð fyrir
tilstuðlan Paul Newmans sem missti
son sinn af völdum þessa efnis.
Ráðstefnan er öUum opin og bent
er á að barnagæsla verður á staðn-
um. Ráðstefnustjórar verða þeir
Auðun S. Sigurðsson læknir og
Sigurbjörn Magnússon laganemi.