Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1984, Blaðsíða 2
Sjónvarp Úr kínversku stórmyndinni Myndir úrgömlu Peking. Sjónvarp laugardag kl. 22.00: Æskuminningar — kínversk úrvalsmynd Það er nokkuð ljóst að engilsaxnesk- ar þjóðir ráða ferðinni í kvikmynda- heiminum, hvar sem er í heiminum.í öllum heiminum. Engu að síður þrífst blómlegt kvik- myndastarf í löndum sem ekki hafa þá náttúru að íbúar þess tali ensku eða eitthvert voða skylt tungumál. Island er gott dæmi um þaö. Á laugardaginn kl. 22 verður annað gott dæmi um þetta. Þá verður sýnd kínversk kvikmynd með nafninu Myndir úr gömlu Peking. Þessi mynd er um stúlku sem kemur til Peking frá ’Taiwan. Eins og venjan er um börn þá vekur ýmislegt í stórborginni furðu hennar. Höfundurinn er að skýra frá sjálfum sér og lætur hugann reika aftur í tím- ann og minnist þess fólks sem hann þekkti er hann var lítill. Einn af öðrum hurfu þeir svo úr lífi hans og nú lifa, þeir aðeins i huga hans. Hví er heimur- inn fullur af leiðindum? Litla stúlkan reynir að f inna lausn en tekst ekki. Síðan eru liðin rúm fimmtiu ár og stúlkan er orðin gömul kona. Og þó hún sé flutt frá Peking getur hún ekki gleymt þessum tíma lífs síns. Hjarta hennar er þungt og hún fær heimþrá. Fyrir þá sem vilja vita lengd mynd- arínnar þá er hún 2627 metrar á lengd. SigA. Umsjónarmenn: Asa H. Ragnars- dóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upptöku: Tage Ammen- drup. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir, veður og dagskrár- kynning. 20.20 Ásgrímur Jónsson listmálari. Heimildarmynd um Ásgrím Jóns- son (1876—1958), einn af fyrstu ís- lensku listmálurunum sem komu fram á sjónarsviðiö um og upp úr síðustu aldamótum. Islenskt landslag og blæbrigði þess er höfuðviðfangsefni hans á löngum og frjóum listamannsferli. I mynd- inni er vitjað eftirlætisstaða Ásgríms, svo sem Húsafells í Borgarfirði, þar sem hann undi löngum. Samferðamenn segja frá kynnum sínum af manninum og málaranum og kynnt eru verk hans. Kvikmyndun: Oh Örn Andreasson. Ljósmyndun: Hörður Kristjánsson. Hljóð: Jón Arason. Umsjón: Hrafnhildur Schram. Stjórn upptöku: Þrándur íhorodd- sen. 21.30 Nikulás Nickleby. Fimmti þáttur. Leikrit í níu þáttum gert eftir samnefndri sögu Charles Dickens. Þýðandi Kristmann Eiös- son. 22.30 Pygmalion. Bandarísk sjón- varpsmynd gerð eftir gamanleik- riti George Bernard Shaws. Leik- stjóri Alan Cooke. Aðalhlutverk: Peter O’Toole, Margot Kidder, Shelagh McLeod, Ron White, Nancy Kerr og Donald Ewer. Henry Higgins prófessor er viður- kenndur málfræðingur og stað- fastur piparsveinn. Hann veðjar um þaö við vin sinn að hann geti gert hvaöa götustelpu sem vera vill aö hefðarkonu meö réttri til- sögn. Fyrir valinu verður blóma- sölustúlkan Eliza Doolittle. Eftir sama ieikriti er einnig söngleikur- inn „My Fair Lady”. Þýðandi Oskar Ingimarsson. 00.20 Dagskrárlok. A miðvikudagskvöldið — siðasta vetrardag — býður sjónvarpið upp á heila kvikmynd i lokin. Er það hin umtalaða bandariska mynd „Apaplánetan" sem gerð var 1968. meir vináttu þeirra Jerrys en for- ingjaskyldur og veröur það honum dýrkeypt. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. 00.55 Dagskrárlok. Sunnudagur 22. aprfl Póskadagur 17.00 Páskamessa í Akraneskirkju. Sóknarpresturinn, séra Björn Jónsson, predikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Akraness syng- ur. Organleikari: Jón Olafur Sigurðsson. Félagar úr strengja- sveit Tónlistarskólans á Akranesi leika. 18.00 Páskastundin okkar. Efni: „Tunglið, tungliö,, taktu mig...” þula eftir Theodóru Thoroddsen. Leikstjóri Þórunn Sigurðardóttir. Leikendur: Jóhann Sigurðarson, Kristín Olafsdóttir, Unnur Stefánsdóttir o.fl. Leikmynd: Baldvin Björnsson. Séra Agnes M. Sigurðardóttir flytur páskasögu. Málfríður og Sesar, Smjattpattar, Daníel Sullskór, Alli og Olla. IGNIS Ódýr en vönduö heimilistæki RAFIÐJAN S/F Ármúla 8, s. 19294. m m DV. FOSTUDAGUR13. APRIL1984. mffirrffvv Kvikmyndir ummmmmmmm-ww Kvikmyndir BÆJARINS BESTU UMSJÓN: HILMAR KARLSSON REGNBOGINN: GALLIPOLI Peter Weir er fremsti og um leið þekktasti leikstjóri Ástralíu-1 manna og hefur átt mikinn þátt í að skipa ástralskri kvikmynda- gerð á þann virðingarpall hjá kvikmyndaáhugamönnum þar sem hún er í dag. Tvær helstu mynda hans hafa verið sýndar hér áður, Picnic At Hanging Rock og The Last Wave, sú síðamefnda hefur einnig verið sýnd í sjónvarpinu. Og þeir sem heilluðust af þessum tveimur myndum verða ekki fyrir vonbrigðum með Gallipoli. Myndin er um tvo unga menn sem kynnast og verða vinir viö hlaupaæfingar og liggja leiðir þeirra saman í hernum þegar fyrri heimsstyrjöldin skellur yfir heimsbyggðina. Við þaö breytist undirtónn myndarinnar. Framan af hefur myndin verið Ijúfur leikur þeirra félaga en nú tekur alvaran við og þrátt fyrir áhuga- leysi herdeildarinnar í heidl verða þeir að taka þátt í orrustu viö Gallipoli sem endar með hörmungum fyrir hinn illa þjálfaða her Ástralíumanna. Gallipoli er mjög áhrifamikil kvikmynd sem lætur engan ósnortinn og þótt þáttur Peter Weir sé mikill í gerö hennar má ekki gleyma hlut kvikmyndatökumanns hans, Russel Boyd, sem hefur stjórnað kvikmyndatöku við allar hans myndir hingað til. Myndatakan er stórfengleg. Einnig er leikur þeirra Mark Lee. og Mel Gibson mjög góður. REGNBOGINN: FRANCES Ævi Frances Farmer var mikil harmsaga. Hún hefur að líkind- um verið nokkrum hæfileikum búin sem leikkona, en skapbrestir hennar og þær aöstæður sem leikarar í Hollywood á fjórða ára- tugnum urðu að búa við gerðu það að verkum að saga hennar er enn einn ljótur blettur á höfuðborg kvikmyndanna, Hollywood. Það er óhætt að segja að Frances er ein af fáum kvikmyndum er gerðar hafa verið eftir ævisögum þekktra persóna sem heppnast vel. Bæöi er að handritahöfundar og leikstjóri hafa lagt mikla alúð við viöfangsefnið og svo hitt að þeir hafa valið réttu leikkonuna í hlut- verkið. Jessica Lange vinnur stórsigur sem Frances Farmer. Henni tekst að koma persónunni það vel til skila að áhorfandinn hrifst mjög af þessari þjökuöu konu og fyrirgefur henni þá skap- bresti sem er undirstaöa hegðunar hennar. Aðrir leikarar gera hlutverkum sinum ágæt skil. Sérstaklega er Kim Stanley góð í hlut- verki móðurinnar, manneskju sem hafði þann æðsta draum að dóttir hennar yrði fræg og dáð. Þótt líf og leikferill Frances Farmer hafi næstum verið fallin í gleymsku hefur með þessari kvikmynd verið rækilega minnt á örlög hennar. AUSTURBÆJARBÍÓ: ATÓMSTÖÐIN Þá hafa Islendingar loks gert kvikmynd eftir skáldsögu Halldórs Laxness. Atómstöð Þorsteins Jónssonar er árangurinn. Það verður að segjast eins og er aö hún veldur töluverðum vonbrigöum. Efni-' viðurinn gefur tilefni til kraftmikillar og áhrifamikillar myndar, en útkoman verður því miður nokkuð á hinn veginn. Myndin líður hjá án mikilla sýnilegra átaka, hvorki á milli fylgjenda og andstæð- inga atómstöðvarinnar, sem pólitíkusar eru aö makka um, né held- ur átaka innra með persónunum. Allt verður á einu plani. Myndin er engu að síður þó nokkurt augnayndi. Þar tvinnast saman á skemmtilegan hátt gullfalleg leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar, búningar Unu Collins og kvikmyndataka Karls Oskarssonar. Per- sónusköpun af hálfu höfunda handrits er oft af skomum skammti og því engin tilþrif hjá leikurum, nema-helst hjá Gunnari Eyjólfs- syni í hlutverki Búa Arland. Allt um það er Atómstöðin vel þess virði að eyöa með henni einni kvöldstund. NÝJA BÍÓ: HRAFNINN FLÝGUR Hrafninn flýgur er ein hin eftirminnilegasta íslenska kvikmynd er gerð hefur verið. Það er niargt sem hjálpar til viö að gera myndina eins góða og hún er. Efniö er spennandi saga um blóðþorsta, hefndir og tortryggni. Handritsgerð Hrafns er að vísu í veikara lagi, en leikstjóm hans er handverk manns sem veit nákvæmlega hvaö hann vill gera úr hlutunum og kvikmyndataka Tony Forsberg er með eindæmum góð, hvort sem er í nærmyndum af hinum stór- brotnu persónum myndarinnar eða þegar landslagið nýtur sín sem umgjörð um atburðarásina. Tónlist Hans-Erik Philip á líka sinn þátt í því að skapa heildina. Þetta er kvikmyndatónlist eins og hún getur best orðið, fellur vel að efninu og eykur stundum á spennuna. Aðalleikarar myndarinnar standa sig allir með mikilli prýði. Helgi Skúlason og Flosi Olafsson eru báöir frábærir í hlutverkum skúrk- anna og Edda Björgvinsdóttir í eina stóra kvenhlutverkinu í myndinni sýnir að hún kann meira fyrir sér en gamanleikinn. Það er helst að Jakob Þór Einarsson í aðalhlutverki myndarinnar sem vígamaðurinn nái ekki aö vera eins sannfærandi, en leikur hans er samt sem áður lipur en hörkuna vantar. I heild er Hrafninn flýgur samt best heppnaða kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar. Mynd sem á eftir að skapa honum nafn erlendis. Kvikmyndir Kvíkmyndir iu ■■■■■■■■ i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.