Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1984, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 4. JULÍ1984. - '”í DV-myndir GVA. Ævintýri á gönguför — Páll ogBeta f bænum Það er hægt að fara i bíó i Reykjavik þótt myndirnar séu ekki iengur með dönskum skýringartextum. Eða þá bara að taka pizzu með heim. Vel heppnaðri heimsókn dönsku for- sætisráðherrahjónanna lauk síðdegis í gær er þau flugu heim til Kaupmanna- hafnar. Þau voru í f jóra daga á íslandi og fengu að sjá allt þaö sem tslending- ar eru hvað stoltastir af: Þingvelli, Bessastaöi, Vigdísi, handritin, Dettifoss, Mývatn og Húsavík. Því miður duttu Vestmannaeyjar út af dagskránni vegna veðurs og þá er átt viö flugveður því hin mesta blíða ríkti á landinu öllu á meðan Schliiter gerði stans. Einna líkast sumarveðri á Jót- landi þar sem kaupmannssonurinn Poul Schliiter fæddist fyrir tæpum 60 árum. Eða þá ágústveðri í Kaupmannahöfn þar sem Lisbeth kona hans fæddist 20 árum síðar. Þau hjónin tóku það ekki nærri sér þó flugið til Vestmannaeyja hefði fallið niður í gær, Svartsengi átti að koma í staðinn en undan þeirri ánægju báðust forsætisráðherrann og frú hans. I staðinn brugöu þau sér í bæinn, hönd í hönd og skoöuðu í búðarglugga eins og sjá má á þeim myndum sem hér fylgja. -EER. Og svo eru það ís/ensku ullarteppin sem geta komið sór veI þegar kaldir vetrarvindar gnauða á Jótíands- heiðum. I dag mælir Dagfari í dagmælir Dagfari I dag mælir Dagfari Útifundurinn yggldi sig Samanlögð stjórnarandstaða á tslandl boðaði til útifundar í fyrra- dag. Þar var teflt fram helstu mælskusnillingum fjögurra stjórn- málaflokka og fundarefnið var að skamma ríkisstjórnina. Flokkur mannsins fékk ekki að vera með enda enn óljóst hvort hann tilheyrir stjórnarandstöðu eða stjórn- arsinnum. Það fer eftir því hver maðurinn er sem flokkurinn er stofnaður um. Það leyndarmál hefur ekki verið upplýst enn og á meðan er flokki mannsins ekki boðin þátttaka á útifundum. Mikil veðurblíða dundi yfir meðan á fundinum stóð. Sói og hitl. Venju- lega hefur það haft áhrif til sæmilegrar mætingar á útifundi, enda helsta áhyggjuefni þelrra sem til útisamkoma efna hér á iandi að veður verði siæmt. Það dregur úr aðsókn. í þetta skipti dró góða veðrið úr mætingu, að sögn fundarboðenda, og er nú ljóst að stjómarandstaðan þarf á slæmu veðri að halda þegar hún boðar til útifunda. Rigning tryggir aðsókn, ef marka má tals- menn stjóraarandstöðunnar. Þess ber þó að geta að Aiþýöu- blaðið var ánægt með aðsóknina og taldi fundinn f jölsóttan. „Fundurinn á Lækjartorgi í gær var mjög fjöl- sóttur og vel heppnaður,” sagði Alþýðublaðið. Að sögn viðstaddra og lögreglu og fjölmiðla voru rúmlega 300 manns staddir á torginu, þegar flest var, og era þá þeir meðtaldir sem áttu leið framhjá í strætó. Þetta gera rúm- lega 70 manns á flokk, þar sem flokkarnir vora fjórir sem stóðu að Fundinum. Getur hver maður skilið að Alþýðublaðið telur það fjölsóttan fund og velheppnaöan enda kratar óvanir að sjá sjötíu manns á fundi hjá sér. Er gott til þess að vita að Al- þýðuflokkurinn sé í sókn að eigin mati þegar slíkt margmenni vill njóta sólar á Lækjartorgi. Svavar Gestsson kristallaði það sem fram fór í hugum fundarmanna, samkvæmt frásögn Þjóðviljans, þegar hann sagði: „Það sem sameinar okkur er flest allt sem kallar á i veruleika samtímans.” Þessi spakmæli verður að varöveita uppi í Landsbókasafni því það er svo sannarlega ekki á hverjum degi sem þrjú hundruð manns safnast saman á Lækjartorgi og hefur sameiginlega „flest allt sem kallar á í veruleika samtímans”. Svavar upplýsti hins vegar ekki hvað það er sem kallar svona óskaplega á þennan hóp í veruleika samtimans. En allavega er gott til þess að vita að eltthvað skuli yfirleitt „fara fram” í hugum þessa fólks og það sé bundið við veruleika samtímans. Það væri laglegt ef stjóraarandstaðan efndi til útifundar um óraunverulega framtíð eða hugarheim fortíðar. Hámarki náði f undurinn þegar Jón Baldvin spurði: „Hvað hefur ríkis- stjórnin boðið upp á nema skemmdar kartöflur og steina fyrir brauð?” Síðan yggidi ræðumaður sig framan i stjórnarráðið samkvæmt frásögn eins stjóraarand- stöðublaðsins og hefur það sjálfsagt verið ákallið sem Svavar minntist á að sameinaði þá kumpána í veruleika samtímans. Stjórnarandstaðan hefur loks náð saman. Hér eftir mun hún bindast samtökum gegn f jandsamlegri rikis- stjóra og yggla sig í sameiningu framan í stjórnarráðið þegar mikið liggur við. Herör var skorin upp á útifundinum í fyrradag að viðstöddu þrjú hundrað manna f jölmcnni. Það gerði góða veðrið. Næst mun stjórnarandstaðan boða útifund i súld og slagviðri. Þá mun enn fjölga. Þá er ekkl einu sinni vist að sam- einuð stjórnarandstaða komist fyrir á torginu öllu. Hvað þá þegar flokkur mannsins bætist við. Ríkisstjórnln má sannarlega vara sig á því sem „fram fer” í hugum stjórnarand- stöðunnar næst þegar hún ygglir sig framan í stjórnarráðið. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.