Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1984, Page 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 4. JUU1984.
13
DR. SIGURÐUR
PÉTURSSON
GERLAFRÆÐINGUR
ista hafa lýðræðissinnaöir og frelsis-
unnandi Islendingar eitt gott ráð, til að
byrja með, og yrði því beitt af Alþýðu-
sambandi Islands. Varðar það kjör-
gengi fulltrúa á Alþýðusambandsþing,
iíkt og lagabreytingin, er þar var gerð
árið 1930. Sú lagabreyting átti að
tryggja það, að einungis Alþýðuflokks-
menn væru kjörgengir til fuiltrúa-
starfa og í opinber embætti á vegum
sambandsins. Breytingin, sem nú þarf
að gera á þessari lagagrein, er aftur á
móti sú, aö kommúnistar séu úti-
lokaðir frá kjörgengi fulltrúa til
nefndra starfa á vegum Alþýðusam-
bands Islands.
Þannig breytt verður nefnd laga-
grein á þessa leið:
„Kjörgengi fulltrúa á fulltrúaráð, á
fjórðungsþing, sambandsþing og aðrar
ráðstefnur innan sambandsins, svo og í
opinberar trúnaðarstöður fyrir sam-
bandsins hönd, er bundið við, að full-
trúinn sé ekki kommúnisti og tilheyri
ekki Alþýöubandalaginu né neinum
öðrum stjórnmálaflokki, sem bundist
hefur Alþjóðasambandi kommúnista
(III. Internationale) í Moskvu.”
Um leið fellur úr gildi áðurnefnd
lagagrein, er samþykkt var á Alþýðu-
sambandsþingi þ. 29. nóvember 1930.
Fulltrúar á Alþýöusambandsþing geta
þá allir orðið nema Moskvukommún-
istar.
P. s. Greinaflokk undir heitinu
„Roðinn í austri” skrifaði ég í Morgun-
blaðið árið sem leið, júní-desember.
Þar er nánar gerð grein fyrir
viðskiptum sósialdemókrata og
kommúnista og fleiru úr sögu
kommúnismans.
Dr. Sigurður Pétursson.
Almenningssamgöngur
Sjálfsagt er nútímamanninum fátt
eins nauösynlegt í dag sem góöar,
öruggar og ódýrar samgöngur. Und-
anfarna öld hefir orðið gríðarmikil
breyting í atvinnuháttum heimsins
og mun varla unnt að sjá fyrir end-
ann á þeim, svo örar eru þær.
Samgönguhættir hafa og gjörbreyst,
ný samgöngutæki hafa komið fram
og sífellt er verið að endurbæta þau.
Á þéttbýlasta svæði Islands eru
a'jr.enningssamgöngur ekki í sem
bestu ástandi. Ýmsum er þetta ljóst
og því var lögð frarft á síðastliönu
Alþingi þingsályktunartilaga um
skipulag almenningssamgangna á
höfuðborgarsvæðinu. Flutnings-
menn voru úr öllum stjórnmála-
flokkum sem fulltrúa eiga á Alþingi
en þar sem tillaga þessi kom fram á
háannatima þingsins skömmu fyrir
þinglausnir kom hún ekki til um-
ræðu. Eg hygg að mál þetta sé eitt
hið merkasta sem kom til kasta
þessa þings og er afleitt aö ekki var
tekin nein afstaða til þessa máls.
Hlutur almenningsvagna
hefur snarminnkað
Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu
erueinkummeðtvennumóti: notkun
einkabíla og almenningsvagnar.
Hlutur einkabílsins er gríðarlega
mikill en þáttur almenningsvagna
hefir verið snarminnkandi síðast-
liðna áratugi. Mun hér vera komin
meginskýring á því hversu bílaeign
landsmanna er hlutfallslega mikil,
miöað við aðrar þjóðir, enda er
samgöngukostnaður Islendinga með
því allra hæsta í gjörvallri ver-
öldinni. Mun láta nærri að kostnaður
vísitölufjölskyldunnar í dag sé
uppundir lægstu lágmarkslaun
verkafóiks, (hvort tveggja miðað
viö mánuö). Skipulag samgangna á
höfuöborgarsvæðinu er gjörsamlega
í molum. Þessi mál hafa aldrei verið
tekin föstum tökum og skipulögð frá
grunni. Fjögur samgöngufyrirtæki
sjá um almenningssamgöngur á
þessu svæði og er það tilviljunum
háð hvernig þjónusta þessara fyrir-
tækja er: S.V.R., S.V.K., Landleiöir
hf. og Mosfellsleið hf.
Bestrar þjónustu njóta að sjálf-
sögðu þeir, sem búa í elstu hverfum
Reykjavíkur svo og þeir sem
miðsvæðis eru. Aðrir hafa lakari
aðgang að almenningsfarartækjum
og sumir jafnvel engan, t.d. þeir sem
búa í sveitum undir Esjuhlíðum svo
Kjallarinn
GUÐJÓN JENSSON
PÓSTAFGREIÐSLUMAÐUR
„Lausleg áætlun sórfræðinga telur að rekstur einkabíla á höfuðborgar-
svæðinu kosti þjóðarbúið um það bil sex milljarða króna á ári."
A „Skipulag samgangna á höfuðborgar-
w svæðinuergjörsamlegaimolum.’,
sem Kjalarnesi. Víða er pottur
brotinn. Aimenningssamgöngur í
sjálfri höfuðborg landsins eru því-
líkar aö þurfi einhver að komast
njilli langstærstu áningarstaöanna,
Hlemms og Lækjartorgs, verður að
bíða í uppundir hálfa klukkustund en
þá koma 4 ef ekki 5 vagnar í einni
bunu, eftir klukkan 19.00 á kvöldin og
um helgar. Er þetta ekki dásamlegt
skipulág á tímum tölvunotkunar og
aukinnar hagræðingar? Og ef einn
vinsamlegur vagnstjóri, sem
gjörþekkir þessi mál öll eins og
fingur sína, bendir á úrbætur er
hann látinn hirða pokann sinn með
þeim aðferðum sem tíökast í löndum
þeim sem stjómarfarið einkennist af
einræði og fasisma.
Spara má ógrynni fjár
I greinargerö sem fylgir tillögu
þeirri til þingsályktunar sem hér er
gerð að umræðuefni er ýmsan
fróðleik að finna. Þar er meöal
annars í stuttu máli dregin saman at-
riði tengd rekstri almenningsvagna
og hvernig unnt er aö spara stórfé
með auknu skipulagi með tilliti til
þarfa fyrir þessa þjónustu. Þessi mál
þarf að kynna alþjóð margfalt betur
en gert er, hefja þarf umræðu meðal
leikra og lærðra einkum með það að
leiðarljósi hvemig unnt sé á sem
hagkvæmastan hátt að bæta og
breyta almenningssamgöngum á
höfuðborgarsvæðinu. Augljóst er að
unnt er að spara ógrynni fjár með
bættum almenningssamgöngum
enda veitir ekki af slíku á þeim
víðsjárverðu tímum sem nú em.
Lausleg áætlun sérfræðinga telur að
rekstur einkabila á höfuðborgar-
svæðinu kosti þjóðarbúið um það bil
6.000.000.000 krónur á ári (6 millj-
arða króna). Hér eru feikilegir hags-
munir í húfi og ef unnt er að draga
eitthvað úr þessum gríðarlega
kostnaði er óhætt að kosta einhverju
til svo að unnt sé að spara fjárhæðir
semmunar um.
Guðjón Jensson.
afleiðingar verðbólgunnar — launa-
hækkanir — fremur en orsök hennar —
peningaþensluna. Sumir ráðherrar
hafa einnig staöið sig ágætlega.
Sverrir Hermannsson hefur selt ríkis-
fyrirtæki, Matthías Á. Mathiesen losað
um gjaldeyrisverslun, Albert Guð-
mundsson hefur komið lögum yfir
kaupfélagsstjórana. En Sís-veldið
hefur haldið áfram að vaxa. Það lagði
fyrir mörgum árum undir sig land-
búnaöinn meö þeim afleiðingum, að
bændur em láglaunamenn. Það er
öflugt í iðnaöi. Og þaö hefur síðustu
árin verið að seilast til sjávarútvegs og
verslunar. Ýmsum þykir satt að segja
orðið heldur þröngt fyrir sínum
dyrum. Á að gera alla Islendinga að
Síslendingum? Verður ættartala
Erlends Einarssonar forstjóra prentuð
fremst í lagasöfnum framtíðarinnar,
en ekki stjórnarskráin?
Viðvaranir Eyjótfs Konráðs
og Guðmundar
Síðustu vikurnar hafa tveir ágætir
menn, þeir Eyjólfur Konráð Jónsson
og Guðmundur H. Garðarsson, mjög
varað við þessari þróun. Eyjólfur
Konráð hefur bent á, hversu tregir
Sislendingar í ríkisstjóminni em til að
framkvæma þingsályktunartillögu,
sem samþykkt var á sinum tíma, um
beinar greiðslur afurðalána til bænda.
Hann hefur einnig sagt, að Sís-veldið
vaði í bankana og hirði þaöan fé án
þeirra trygginga, sem krafist er af
einkafyrirtækjum. Guðmundur hefur
lýst því, hvemig Sis-veldið hefur vegna
skattfríöinda, óeðlilegs aögangs að
lánsfé og gróða af íslenskum aðal-
verktökum haft upp í herkostnaðinn
gegn einkafyrirtækjunum. Hann hefur
og lagt til, að sjálfstæðismenn slíti
Hversu margir raðherrar nuverandi rikisstjórnar eru Islendingar og hversu margir Síslendingar?
stjórnarsamstarfinu við framsóknar-
menn.
Eg tek undir margt með þeim Eyjólfi
Konráð og Guðmundi. En ég held, að
rétta leiöin út úr vandanum liggi ekki
í neinum lögum gegn auðhringum,
heldur i fullkomnu jafnréttl á mark-
aðnum. Sum fyrirtæki eru stór og
öflug, af því að þeim hefur tekist að
selja betri og ódýrari vöru en öðrum.
Eg sé enga ástæðu til að setja lög gegn
þeim. önnur fyrirtæki eru stór og
öflug, af því að þau hafa notið óeðli-
legrar aðstöðu. Slíka aðstöðu á að
sjálfsögöu aö taka af þeim, en alls ekki
að setja gegn þeim lög, sem bitna síðan
á öðrum ágætum fyrirtækjum.
Leiðin út úr vandanum
Fyrsta skrefið í rétta átt er því að
breyta rikisbönkunum í einkabanka,
sem láni út fé samkvæmt arðsemi. (En
nefndin, sem skipuö var á sínum tíma
til að endurskoöa bankakerfið, lagði
ekki einu sinni til, að ríkisbönkunum
væri breytt í hlutafélög!) Annað
skrefiö að fella úr gildi allar lagaleg-
ar hömlur á samkeppni við samvinnu-
félög. Þriðja skrefið er að bjóða út all-
ar framkvæmdir varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli, svo að Sís-veldið
geti ekki hirt einokunargróða af Is-
lenskum aðalverktökum. Fjórða skref-
ið er að fella úr gildi öll skattfríðindi
samvinnufélaga. Og fimmta skrefið er
síðan tekið, þegar verðbólgan hjaðnar,
svo að Sís-veldið geti ekki hirt verð-
bólgugróöa. Sú ríkisstjórn, sem kemur
þessu til leiðar, á skilið að heita islensk
fremur en síslensk. Hún er ríkisstjórn
fyrir Islendinga alla, en ekki kaupfé-
lagsstjórana eina.
Hannes H. Gissurarson.
*.'*»*» a fc'6 0 8 ** t. * fc » * ■ ■ * I III irillll i * B JM i~JTJT J Jr 5; *,*, £ U. £ - íi a tíS.tf'S' ö