Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 2
2
DV. LAUGARDAGUR 7. JULl 1984.
Ur þjóðhagsspá?
Smálaxinn er aö koma
Kaupmáttur ráðstöf unartekna:
Lakarí en í fyrra
„Spár um þróun verðlags og
launa á árinu eru litt breyttar frá
þeim, sem settar voru fram að af-
stöðnum kjarasainningum og fjár-
málaráðstöfunum, sem þeim fylgdu.
Spáð er 13—14% verðhækkun frá
upphafi til loka árs og um 10% verö-
bólguhraða um áramót að ó-
breyttum kjarasamningum og
gengisstefnu. Kaupmáttur ráð-
stöfunartekna á árinu er talinn verða
svipaöur og var á síðasta fjóröungi
ársins 1983, eöa um 5—6% lakari en
að meöaltali það ár. Nokkur óvissa
ríkir um raunverulega tekjuþróun,
og fremur á þann veg að tekjur og
kaupmáttur í heild verði meiri en
beinaráætlanirbendatil.” -JGH
Lántökur erlendis
veröa afar miklar
— viðskiptahallinn allt að 4%
af þjóðarframleiðslu
„Vegna mikils innflutnings það
sem af er ári eru nú horfur á mun
meiri viöskiptahalla en áður var gert
ráð fyrir, allt að 4% af þjóðarfram-
leiöslu, þrátt fyrir meiri útflutnings-
framleiðslu og útflutning en áður
var spáð.”
,,A bak viö viðskiptahallann gagn-
vart útlöndum býr misvægi í inn-
lendum fjármálum og peninga- og
lánamálum. Nokkur halli er á rikis-
búskapnum, og þenslu gætir á lána-
markaði þrátt fyrir hækkun raun-
vaxta. Erlendar lántökur verða afar
miklar á árinu og skuldir þjóðar-
innar erlendis lækka ekki í hlutfalli
við þjóöarframleiðslu.”
„Framvindan á fyrri hluta ársins
sýnir, að afar mikiö hefur dregið úr
verðbólgu. Enn er þó við verulegt
misvægi að glíma í þjóðarbú-
skapnum. Þetta misvægi birtist nú
fyrst og fremst í mynd vaxandi við-
skiptahalla.”
JGH
Þjóðarframleiðsla og einkaneysla:
Lftill samdráttur
er í einkaneyslu
„Þjóðarframleiðsla dregst
minna saman árið 1984 en spáð var í
ársbyrjun, eða um 1 1/2% í staö um
4% frá fyrra ári. Hér veldur meðal
annars rýmkun aflakvóta, en einnig
almenn aukning eftirspumar í
landinu frá fyrri spá. Ýmis merki
eru um það, að botni hafi verið náð í
hagsveiflunni.”
,Jiamdráttur einkaneyslu virðist
lítill það sem af er ári, og fyrir árið
allt minni en fylgja ætti beinum
áætlunum um kaupmátt tekna al-
mennings. Endurskoðun á fjárfest-
ingarhorfum bendir nú til litilsháttar
aukningar í stað fyrri spár um
nokkurn samdrátt. I heild virðist
horfur á, að þjóðarútgjöld minnki lítt
eðaekki þettaár.”
—JGH
Atvinnuvegimir:
Hagur iönaöar
meö besta móti
„Hagur atvinnuvega er misjafn
um þessar mundir. Sjávarútvegs-
fyrirtækin berjast sum í bökkum
vegna minnkandi þorskafla og
mikilla skulda sem hvila á fiski-
skipaflotanum og farið hafa vaxandi
samtímis þverrandi afla. Hagur
iönaðar og ýmissa annarra atvinnu-
vega virðist á hinn bóginn með besta
móti, og sér þess stað í áformum ur i
framkvæmdir og ný fyrirtæki.”
„Atvinnuástand hefur, þegar á
heildina er litið, verið svipaö og árið
1983 og ekki virðast horfur á miklum
breytingum á því á næstunni. ” -JGH
— Fréttír úr Þverá, Brennunni, Leirvogsá og Flóku
Allt er á ferð og flugi í laxveiöinni
þessa dagana og veiðimenn renna á
fullu en misjafnlega gengur þetta nú
samt fyrir þaö. Það er líklega þaö sem
heldur spennu í þessu sporti. En hér
koma veiðifréttir úr nokkrum veiöiám.
Þær fréttir berast úr Þverá og
Kjarrá að komnir séu 375 laxar úr báð-
um ánum. Þverá hefur gefið 132 laxa
og Kjarrá 243 laxa. Utlendingar eru við
hann veiddi í vikunni 19 punda lax á
Landaklöpp, en veiðitölur frá svæðinu
hljóða upp á 6—7 laxa.
Á fimmtudagskvöldið voru komnir
29 laxar úr Leirvogsá og veiddust 11
laxar þann dag sem er metdagurinn í
ánni. Töluvert af laxi er að ganga í ána
og er hann frekar smár. Uppi í gljúfri
er töluvert af laxi og sumir vænir en
þeir eru ekki á því að bíta á. Hann er 12
punda sá stærsti sem veiöst hefur.
„Þetta hefur veriö rólegt í veiöinni
og það munu vera komnir 40 laxar,”
sagði Ingvar Ingvarsson á Múla-
stööum er við spuröum frétta um
Flóku. „Það er töluvert af laxi en hann
er tregur. 18 punda sá stærsti og veidd-
ist í Ráng á maök.” G.Bender.
VEIÐIVON
Gunnar Bender
veiðar í Kjarrá og fengu á fimmtudag
11 laxa og Islendingar voru við veiðar í
Þverá og höfðu fengið, fyrir mat á
fimmtudag, 5 laxa. En þá kom nýtt holl
í ána. Hann er ennþá 21 pund sá
stærsti.
Viö fréttum aö komnir væru 30 laxar
úr Brennunni í vikunni og væri smálax-
inn farinn að láta sjá sig. Veiðimaöur
sem renndi fyrir fisk í vikunni, í þrjá
daga, fékk 10 laxa. Stærsti laxinn sem
kominn er ennþá 16 pund og veiddist á
flugu. Mjög gaman er að veiöa þarna
og fengu veiðimennimir sannkallaö
Mallorcaveður.
Ulfasrá hefur gefið 60 laxa og þar
hefur veiðst ágætlega síöustu daga.
Frá Syðri-Brú í Soginu berast þær
fréttir að veiðimaðurinn Hrafnkell
Kjartansson hafi sett í þann stóra, en
Hvaða flugu skyldi hann taka? Brúna, rauða, bláa, bleika, það er vist aðalmálið
þegar laxinn er annars vegar. DV-mynd G. Bender.
Sendiö DV sumarmyndir
Tíu myndavélar í verölaun
Keppnin um sumarmynd DV 1984 er
nú hafin. öllum lesendum blaösins er
heimilt að taka þátt í keppninni.
Verðlaunin fyrir bestu sumarmyndim-
ar eru tíu glæsilegar myndavélar.
Keppt veröur í tveimur flokkum.
Annars vegar veröa valdar bestu lit-
ljósmyndirnar en hins vegar bestu
svart-hvítu ljósmyndirnar. Verðlaun
verða veitt fyrir fimm bestu myndirn-
ar í báðum flokkum. Fyrstu verðlaun í
báðum flokkum em NKON EM Reflex
myndavélar með 50 mm 1,7 standard
linsu. Önnur verðlaun í báðum flokk-
um eru POLAROID 660 og þriðju til
fimmtu verðlaun í báðum flokkum eru
POLAROID VIVA myndavélar. Verð-
launin eru frá Ljósmyndaþjónustunni
hf. Laugavegi 178.
I þessu blaði verða kynnt fyrstu
verðlaunin í báöum flokkum, en það
eru NIKON EM myndavél meö 50 mm
1,7 standard linsu og notarhún 35 mm
filmu. NIKON EM er reflexvél, þ.e. vél
sem hægt er að skipta um linsu á. Hún
er hálfsjálfvirk að því leyti að notand-
inn stiliir ljósopið en vélin stillir
hraðann hverju sinni í samræmi við
gefið Ijósop.
NIKON EM vélin er einföld og þægi-
leg í notkun og hægt er að kaupa alla
fylgihluti svo sem sérhannað leiftur-
ljós, sjálftrekkjara og allar aukalinsur.
NIKON merkið er viðurkennt af þeim
sem til þekkja sem besta merki á sviöi
ljósmyndunar i heiminum í dag og þaö
merki sem fagmenn kjósa sér gjaman.
Til marks um útbreiðslu NIKON má
geta þess að NASA, Geimferðastofnun
Bandaríkjanna, valdi NIKON-vélar til
myndatöku á tunglinu og má með
sanni segja aö meiri útbreiðslu er ekki
hægtaönáídag.
Þátttakendum í sumarmyndakeppni
DV 1984 er heimilt að senda fleiri en
eina mynd í keppnina og auka þannig
sigurmöguleika sína. Allar myndir
skulu merktar með nafni og heimilis-
fangi ljósmyndarans á bakhliðhverrar
myndar. Myndirnar á að senda á rit-
stjórn DV, Síðumúla 12—14, 105
Reykjavík, merktar „Sumarmynd”.
Áríðandi er að hverri sendingu fylgi
frímerkt umslag með utanáskrift send-
anda svo hægt verði aö endursenda all-
ar myndimar.
I dómnefnd sumarmyndakeppninn-
ar sitja þrír valinkunnir menn, þeir
Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari
DV, Gunnar Kvaran, listfræðingur og
myndlistargagnrýnandi DV, og
Ragnar Th. Sigurðsson, ljósmyndari
Vikunnar. Nefndin mun skoða allar
myndir sem blaöinu berast og velja
fjölda þeirra til birtingar. Að lokum
verða svo bestu myndirnar valdar.
Sumarmyndakeppni DV 1984
stendur til loka ágústmánaöar en
skilafrestur síðustu mynda er þó til 10.
september. Áhugaljósmyndurumgefst
enn á ný gullið tækifæri til að taka þátt
í spennandi keppni og vinna til glæsi-
legra verölauna. Ráölegt er að taka
sem fyrst þátt og senda blaöinu
fyrstu sumarmyndimar. önnur til
fimmtu verðlaun verða kynnt á næst-
unni. -SLS
mmmmm
Fyrstu verðlaun í báðum flokkum em NIKON EM myndavélar með 50 mm 1,7
standard linsu. DV-mynd Arinbjörn
DV adstoðar Morgunblaðið
—■ Kristinn var það, heillin
Morgunblaðið birti á föstudag at-
hyglisverða grein sem rétt er að vekja
athygli á. Hún hefst á svofelldan hátt:
,4 Galerie Liliane Francois við me de
4C
Kristinn Nicolai.
Seine númer 15 gaf að líta sýningu á
verkum ungs Islendings í vor sem kall-
ar sig Nicolai. Hans íslenska nafn
vitum við ekki hvert er, því tilraunir
blaðamanna af Morgunblaðinu til að
komast að meiru um manninn hafa
reynst með öllu árangurslausar. Það
eina sem við getum gert fyrir lesendur
okkar er því að sýna þeim nokkrar
myndir af sýningunni...” Ekki skal
dregið í efa að blaðamenn Morgunblað-
sins hafi haft öll spjót úti til aö komast
að því hver huidumaðurinn væri. Hins
vegar hefur þeim, að því er virðist,
láðst að athuga eigið blað í þessu sam-
bandi. Oft leita menn langt yfir
skammt því Morgunblaðið hefði getað
komist að meim um manninn ef það
læsi sig sjálft. Morgunblaðið hefur sem
sé áður fjallað um téöan Nicolai.
Fréttaritari blaösins í París, Anna
Niessel, rabbaði viö listamanninn og
birti grein um hann hér um árið.
Huldumaöurinn heitir Kristinn Nicolai
og er sonur Nicolai Nicolaissonar bif-
vélavirkja í Reykjavík. Kristinn hefur
veriö búsettur í París um langt árabil
og starfað að list sinni við góðan orðstír.
Hann hefur tekið þátt í fjölda sam-
sýninga í París, Niirnberg og nokkrum
öðrum stöðum í Frakklandi. Einka-
sýningar hefur hann haldið tvívegis í
Galeri Liliane Francois í París en auk
þess í Tókíó og á Kjarvalsstöðum í
Reykjavík.
-ás