Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 15
hQnrtn'TT r cTTTrv^ rrty f a t x»rr
DV. LAUGARDAGUR 7. JtJLl 1984. 15
I
•tmStif '■
F jaðrárgl júf ur í Vestur-Skaftaf ellssýslu:
Nt FLUTTIR!
Bergveggurinn skagar í háifhríng út i gijúfríð.
Hríkalegt er að horfa niður. Gatklettar og tröllkeríingar eru i berginu.
Lengst niður frá sést brúin yfir Fjaðrá. Enn fjær er Eidhraun.
flestir bruna fram hjá
Nú þegar aðalferöamannatíminn fer
í hönd er vert að vekja athygli þeirra
sem fara um Skaftafellssýslur í fríinu
á að örskammt frá Kirkjubæjar-
klaustri er að finna náttúruperlur, sem
allt of fáir vita um og hafa séð.
I stað þess að æða áfram hringveg-
inn ættu menn að gefa sér tíma til að
skoöa Fjaðrárgljúfur og Holtsborg, tvö
fögur náttúrufyrirbrigði rétt við þjóð-
veginn.
Þar sem Eldhraunið stöðvaðist vest-
an við Kirkjubæjarklaustur er afleggj-
ari af þjóðveginum að bænum Hunku-
bökkum. Ekið er fram hjá Hunkubökk-
um, ekki beygt upp að bænum Heiðar-
seli, því þá eru menn komnir á leiðina
upp að Lakagígum, heldur haldið
áf ram áleiöis aö bænum Holti.
Yfir Holti gnæfir Holtsborg, fagur
stuðlabergshnjúkur. Að borginni er
fárra mínútna gangur frá bænum.
A leiöinni að Holti fara menn yfir
brúna yfir Fjaðrá. Þeir sem í fyrsta
sinn aka yfir þessa brú hljóta ósjálf-
rátt að stöðva á henni. Við blasir nefni-
lega eitt stórfenglegasta gljúfur á Is-
landi, Fjaðrárgljúfur.
Islendingurinn, sem þama horfir í
fyrsta sinn inn í gljúfrið, spyr trúlega
sjálfansig: Hefégekkiséðþetta áður?
Þá rifjast upp fyrir honum að mynd
af gljúfrinu var á frímerki, sem Póst-
og símamálastjóm gaf út fyrir meira
en áratug.
Bíllinn er skilinn eftir en myndavélin
tekin með. Um þrjár leiðir er að velja:
Inn í gljúfrið, eftir vesturbrúninni eöa
eftir austurbrúninni. Inn í gljúfrið fara
menn ekki nema í háum vaðstígvélum.
Vænlegast er að fara austanmegin,
ganga eftir barminum og horfa niöur í
gljúfrið.
Gengið er upp vel grónar brekkur.
Ferðamaðurinn sér fljótt kynjamyndir
í berginu. Sérkennilegur bergveggur,
sem skagar út í gljúfrið í hálfhring,
rétt eins og hann hafi verið steyptur af
mannahöndum er of freistandi til að
hægt sé að sleppa því að ganga út á
hann. Fyrir neðan má sjá drauma-
tjaldstæöi.
Afram er haldiö. Leiðin er upp á við
og gljúfrið dýpkar. Ahorfandinn finnur
hvernig stígandi er í göngutúrnum. Ut-
sýnið verður sífellt magnaðra. Hann
sér gatkletta og tröllkerlingar. Manns-
myndir og dýrahöfuð.
„Ef álfar og huldufólk er til þá er
höfuöborgin þeirra héma,” segir ljós-
myndarinn, Gunnar V. Andrésson,
sýnilega heillaður.
Utsýnið er orðið hrikalegt. Lengst
niðri beljar áin. Menn freistast fram á
ystu nöf til að sjá betur en fara verður
varlega. Til suðurs sér yfir Eldhraun.
Hámarki nær gangan þegar skyndi-
lega birtist foss. Reyndar tveir fossar.
Og ofar sér í úöann af þeim þriðja.
Fossamir tveir eiga sameiginlegan
hyl. Sá vatnsmeiri fellur niður vestur-
vegg gljúfursins. Hinn frussast niður
austurvegginn. Fiðringur fer um
ferðalanginn.
Þriðji fossinn reynist vera upphaf
gljúfursins. Ofar rennur áin fremur ró-
TW. 742 TW . 742 A
I stærri og bjartari sýningarsal
að Auðbrekku 9, Kópavogi.
Vorum að taka upp mikið magn af reyrhús-
gögnum í miklu úrvali og verðið er hreint
ótrúlegt.
Sendum
í póstkröfu.
^rtrið
AUÐBREKKU 9, Kópavogi, sími 46460.
lega meðfram túnum Heiöarsels.
Þarna er snúið til baka og gengíð
rösklega niður í móti að bílnum. Það
tekur um fimmtán mínútur að ganga
til baka. Fjaðrárgljúfur er um einn
kílómetri að lengd. Ógleymanleg
skoðunarferð sem þessi þarf því ekki
aðtaka nema klukkustund.
-KMU.
„Efálfar og huldufólk eru tílþá er höfuðborg þeirra hérna.
TW. 822 A
Munið nýja heimilisfangið.
Hrikalegt kynjagljúfur sem