Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1984, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1984, Síða 3
19 Messur ASKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Ami Bergur Sígurbjömsson. BÚSTAi)AKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 10.00. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, organleikari Oddný Þorsteinsdóttir. Sóknar- nefndin. DOMKIRKJAN: Kl. 11.00 messa við upphaf menningarráðstefnu heimssamtaka I.O.G.T. Sigurbjöm Einarsson, fyrrverandi biskup Is- iands, prédikar. Sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Kl. 17.00 leikur dómorgan- istinn á orgel kirkjunnar í 3 stundarfjórðunga. Aðgangurókeypis. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. 10.00. Magnús Gunnarsson guðfræðinemi pré- dikar. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kL 11.00. Oigan- leikari Olafur W. Finnsson. Sr. Karl Sigur- bjömsson. Fyrirbænaguðsþjónusta á þriðju- dag kl. 10.30. Náttsöngur miðvikudagskvöld kl. 22.00. Guðrún Birgisdóttir og Martial Marcieau leika saman á flautur. LANDSPITALINN: Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjömsson. HATEIGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Bragi Skúlason messar. Sóknarnefndin. KOPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardagur: Guðsþjónusta Hátúni 10B, 9. hæð, kL 11.00. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Fenndir verða Stefán og James Winter frá Houston i Texas (hér: Hringbraut 91, Reykjavik). Organleik- ari og kórstj. Reynir Jónasson. Miðvikudag- ur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmund- urOskarOlafsson. SELJASOKN: Guðsþjónusta i í Olduselsskól- anum kl. 11.00. Fimmtudagur 26. ágúst: Fyr- irbænasamvera Tindaseli 3 kl. 20.30. Sóknar- prestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Laugardagur, kvöld- vaka kl. 20.30, náttsöngur. Sunnudagur, guðs- þjónusta kL 14.00. Séra Heimir Steinsson. Sýningar GALLERt DJUPIÐ: Olafur Sveinsson mynd- listarmaður sýnir þar verk sin. Verkin em 15, ýmist unnin með vatnslitum, pastel eða vax- litum. NATTURUFRÆÐISTOFA KOPAVOGS erop- in á miðvikudögum og iaugardögum frá ki. 13.30-16.00. HORNIÐ HAFNARSTRÆTI: I sýningarsal veitingastaðarins Homsins sýnir Olafur Sveinsson 15 vatnslita- og pastelmyndir og em þær allar til sölu á viðráðanlegu verði. Sýningin verður opin til 5. ágúst. ASMUNDARSAFN VIÐ SIGTON: Þar stend- ur yfir sýning sem nefnist „Vinnan i list As- mundar Sveinssonar”. Sýningm er opin dag- legakl. 10-17. SUMARSVNINGIASGRÍMSSAFNI: Oliu-og vatnslitamyndir, þ. á m. nokkur stór oliumál- verk frá Húsafelli. Þá má nefna oliumálverk frá Vestmannaeyjum frá árinu 1903 sem er eitt af elstu verkum safnsins. Sumarsýningar Asgrimssafns em jafnan fjöl- sóttar af ferðafólki. Asgrímssafn, Bergstaða- stræti 74, verður opið daglega kl. 13.30—16.00 nema laugardaga i júni, júli og ágúst. Að- gangur er ókeypis. LISTASAFN EINARS JÚNSSONAR: Lista- safn Einars Jónsson er opið daglega, nema á mánudögum, frá kl. 13—16, en höggmynda- garðurinn er opinn daglega frá kl. 10—18. KJARVALSSTAÐIR: 10 gestir Listahátíðar. Erró, Hreinn Friðfinnsson, Jóhann Eyfells, Kristín Eyfells, Kristján Guðmundsson, Louisa Matthiasdóttir, Sigurður Guðmunds- son, Steinunn Bjamadóttir, Tryggvi Olafsson og Þórður Ben Sveinsson. Opið kl. 14—22. Graffk í Hérafls- bókasafni Kjósarsýslu Lísa K. Guðjónsdóttir hefur opnað grafíksýn- ingu i Bókasafni Mosfellssveitar, Markhoiti 2. Sýningin stendur til 10. ágúst og er opin alla virka daga kL 13—20. Sýning frá Færeyjum í Árbæjarsafni Arbæjarsafn er opið alla daga nema mánu- daga frákl. 1330—18.1 Eimreiðarskemmunni er sýning frá Færeyjum sem f jaUar um lff og störf fólksins þar 1920—1940. GuUborinn verð- ur Ul sýnis bæði laugardag og sunnudag. Kaff iveitingar em í Dillonshúsi. Hálf rar aldar vígsluaf mælis Dagverðarneskirkju minnst Sunnudaginn 22. júlí nk. verður minnst 50 ára afmælis Dagverðarnes- kirkju í Dalasýslu, en hún var vígð 22. júli 1934, og af þessu tilefni fer fram hátiðarguðsþjónusta í kirkjunni kL 2 e.h. Þar mun sr. Þórir Stephensen dóm- kirkjuprestur prédika, en hann þjónaði kirkjunni áður um sex ára skeið, en sóknarpresturinn, sr. Ingiberg J. Hannesson, prófastur á Hvoli, flytur ávarp og þjónar fyrir altari ásamt sr. Gisla H. Kolbeins í Stykkishólmi og sr. Friðrik J. Hjartar í Búðardal. Dagverðameskirkja stendur á eyði- jörð og vegarsamband þangað er ekki upp á það besta, en þó er þokkalegt að komast leiðar sinnar þegar þurrast er og best að sumarlagi. Kirkjan var staðsett í Dagverðamesi á sínum tíma meðan nærliggjandi eyjar vora i byggð, en nú er öldin önnur, og kirkjan því orðin nokkuð úr leið fyrir sóknar- fólk til reglulegra nota, enda sóknin fá menn orðin. Grafíksýning í Nýlistasafninu I dag, 20. júlí, verður opnuð sýning á grafíkmyndum i Nýlistasafninu, Vatnsstig 3b. Myndirnar eru eftir Kees Visser, Tuma Magnússon, Kristján Steingrím, Harald Inga Haraldsson, Pétur Magnússon, Ingólf Amarson, Helga Þorgils Frið- jónsson, Sólveigu Aðalsteinsdóttur, Arna Ingólfsson og fleiri. Sýningin stendur til 29. júlí. Nýlistasafnið er opið virka daga frá kl. 16 til 20 og um helgar frá kl. 14 til 20. í Eitt verka Tuma Magnússonar, en hann er meðal þeirra sem sýna i Nýlistasafninu. Hallbjörn Hjartarson fyrir framan Kántríbæinn sinn á Skagaströnd. KÁNTRÍHÁTÍÐ Á SKAGASTRÖND „Það verður sannkölluð kántrí- hátíð hér á Skagaströnd um helg- ina,” sagði Hallbjörn Hjartarson, kántrisöngvari frá Skagaströnd. „Undirbúningur hefur staðið í tæpan mánuð og hafa forráðamenn Stúdió Bimbó á Akureyri aðstoðað mig við undirbúninginn.” Kántríhátíðm hefst strax á föstu- dag kl. 14 þegar tjaldsvæðið verður opnað en það er efst í bænum, i svo- kallaðri Skeifu. KI. 20 verður bíó- sýning í Fellsborg þar sem verður að sjálfsögðu sýndur vestri. Opnunar- hátíð hefst síðan kL 23 á tjaldsvæðinu og þar mun Hallbjörn sjálfur opna hátiðina Siðan syngja þeir Hallbjöm og Johnny King frá Húsavík. Loks verður slegið upp útidansleik, „ef guð og veðrið lofa,” þar sem hljóm- sveitin Gautar frá Siglufirði leikur fyrir dansi. Þeir sem koma á föstu- daginn þurfa að greiða 600 kr. i að- gangseyri sem veitir þeim aðgang að öQum skemmtunum á vegum kántrí- hátíðarinnar. Þeir gestir sem koma ekki fyrr en á laugardag þurfa hins vegar að greiða 400 kr. í aðgangseyri en þeir, sem og aðrir gestir, þurfa að greiða sérstaklega inn á dansleik sem verður í Fellsborg um kvöldið. Frítt verður fyrir böm undir tólf ára aldri. Dagskrá laugardagsins hefst kl. 13 með hópreið hestamanna um tjald- svæðið með HaHbjöm Hjartarson í fararbroddi. Bílasýning hefst kl. 14 og em allir eigendur átta gata amer- ískra tryllitækja hvattir til að mæta á svæðið. Verðlaun munu verða veitt fyrir fallegasta bilinn. I Fellsborg verður sýndur vestri kl. 15 en kl. 17 hefst hestaiþróttamót þar sem keppt verður m.a. i tunnukappreiðum (boðreiðar) og rodeo. Aðalhátíð helgarinnar verður síðan i Fellsborg um kvöldið og hefst hún kl. 21. Þar verður hæfileikakeppni þar sem allir sem vilja geta komið fram. Hall- bjöm og Johnny King taka nokkur lög og loks mun Sigurður Halldórs- son skemmta. Hljómsveitin Tyrol frá Sauðárkróki leikur síðan fyrir dansi. Kántríhátíðinni lýkur á sunnudag, eftir messu sem verður á tjaldsvæð- inu, með því að Hallbjöm slítur hátíðinni. Þriðja Kántrýbæjarplata Hall- bjöms kom nýlega út og mun hann að sjálfsögðu leika lög af henni jafn- framt því sem hann flytur gömlu lögin sin. Að sögn hans er vitað um fólk hvaðanæva af landinu sem ætlar að koma á kántríhátíðina svo það verður væntanlega margt um mann- inná Skagaströndumhelgina. SJ Sumargleðin 84 á Norfturlandi um helgina Þorgeir Ástvaldsson verður heiðursgestur Sumargleðinnar Sumargleðin 84, með þá Bessa Bjarnason, Hermann Gunnarsson, Magnús Olafsson og Omar Ragnars- son innanborðs, ásamt Ragnari Bjamasyni og hljómveit, verður í Sjallanum i kvöld og annað kvöld. Fjörið hefst með tveggja tíma skemmtun kL 21 og síðan verður stig- inn dans fram á rauða nótt. A sunnudagskvöld verða þeir sumargleðimenn á Arskógsströnd með skemmtun og ball fram á nótt. Um þessa helgi verður sérstakur heiðursgestur Sumargleðinnar Þor- geir Astvaldsson, forstöðumaður á rás 2, en hann var hér áður, eins og menn muna, einn af þeim sumar- gleðimönnum. Þorgeir Ástvaldsson veröur gestur sumargleðimanna um helgina. m. Úr baðstofuatriði sýningar Lights Nights i Tjarnarbíói. Light Nights í Tjarnarbíói Nútíminn, baðstof- an og víkingarnir Ferðaleikhúsið var stofnað árið 1965 og var eingöngu sýnt fyrir Is- lendinga fyrstu árin. Arið 1970 var síöan farið út á þá braut að hafa sýningar fyrir erlenda ferðamenn og þá í formi kvöldvöku. Ferðaleikhúsið starfar einnig undir nafninu „The Summer Theatre”. Eigendur og stofnendur þess eru þau Kristin G. Magnús leikkona og Halldór Snorra- son. Nú í sumar verða sýningar Light Nights með nokkuð breyttum hætti frá því sem áður hefur verið. Nú er sýningunni skipt í þrjú atríði. Byrjað er á nútímanum, síðan farið yfir í baðstofuna um aldamótin og sýnt hvemig kvöldvökurnar fóm fram í kringum aldamótin. Loks em svo víkingar á dagskránni. Tónlist er flutt af hljómplötum en einnig em nokkur þjóðlög sungin á íslensku. Um 100 skyggnur eru sýndar á meðan á sýningunni stendur. Kristin G. Magnús er sögumaður í sýning- unni og flytur allt talað efni á ensku. Sýningar Light Nights eru í Tjamar- bíói og voru þær fyrstu um síöustu helgi en starfstimi Light Nights er til 1. september. Sýningarnar hefjast kl. 21 og er sýnt frá fimmtudegi til sunnudags.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.