Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1984, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1984, Page 2
18 DV. FÖSTUDAGUR 27. JULl 1984. Sjónvarp Sjónvarp Anna Hinriksdóttir og Anna Krist- ín Hjartardóttir. 21.15 Uppreisnin á Bounty. Banda- rísk oskarsverðlaunamynd byggö á sannsögulegum heimildum. Leikstjóri Frank Lloyd. Aöalhlut- verk: Charles Laughton, Clark Gable, Franchot Tone, Herbert Mundin og Movita. Á herskipinu Bounty unir áhöfnin illa harö- stjórn Blighs skipstjóra og gerir loks uppreisn undir forustu Christians Fletchers fyrsta stýri- manns. Þýðandi Öskar Ingimars- son. 23.20 Ólympíuleikamir í Los Angeles. Iþróttafréttir frá ólympíuleikunum. Umsjónarmaö- ur Bjami Felixson. (Evróvision — ABCviaDR). 00.50 Fréttir í dagskrárlok. Laugardagur 4. ágúst Sögusvið framhaldsþáttanna, Hin bersynduga, er borgin Boston i Banda- ríkjunum þaðan sem þessi mynd er. Sjónvarp sunnudag kl. 21.10 — Hin bersynduga: Refsing samfélags- ins var að láta hina bersyndugu bera stafinn A 16.00 Ólympíuleikamir í Los Angles. íþróttafréttir frá ólympíuleikun- um. Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. (Evróvision —ABCviaDR). 18.30 Eg hélt við ættum stefnumót. Danskt sjónvarpsleikrit um hass- reykingar unglinga á skólaaldri. Þýöandi Olöf Pétursdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarp- iö). 19.05 Ólympíuleikarair i Los Angeles. Iþróttafréttir frá ólympíuleikunum. Umsjónarmaö- ur Bjarni Felixson. (Evróvison — ABCviaDR). 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Augiýsingar og dagskrá. 20.35 I fullu fjöri. Þriöji þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sex þáttum. Aðalhlutverk: Julia Mackenzie og Anton Rodgers. Þýðandi Ragna Ragnars. Bandarískur framhaldsmynda- flokkur í fjómm þáttum hefur göngu sína í sjónvarpi á sunnudagskvöld kl. 21.00. Myndaflokkurinn er byggður á sögu eftir frægan bandarískan rit- höfund, Nathaniel Hawthorne, og nefnist sagan The Scarlett Letter á frummálinu en hún kom út árið 1850 í Bandaríkjunum. Sögusviðiö er Boston í Banda- ríkjunum árið 1942 þar sem Hester Prynne, ung kona, hefur verið sakfelld fyrir að eignast bam og vilja ekki gefa upp hver faðirinn er. Hún er dæmd til þess að sitja í fangelsi og látin bera stafinn A á brjósti sér sem merki þess að hún hafi gerst brotleg við reglur samfélagsins. Hester lætur þó ekki bugast og tekur refsingunni af kjarki og með árunum vex henni ásmegin, þó hún láti aldrei uppi hver faðirinn er. I fyrsta þættinum, sem sýndur verður á sunnudagskvöld, er sýnt frá því er Hester er sakfelld og send í fangelsið. Hún fær óvæntan gest þangaö en er samt áfram ákveðin í því aö gefa ekki upp faðerni barnsins. Hún losnar síðan úr fangelsmu en lífið er ekki auðvelt fyrir unga konu sem hinir púritönsku íbúar Boston álíta bersynd- uga. Það er Meg Foster sem fer meö hlutverk Hesterar en í öðrum aöalhlut- verkum eru Kevin Conway og John Heard. 21.00 Fred Akérström á Listahátíö. Sænski söngvarinn Fred Aker- ström flytur lög eftir Bellman og Ruben Nilsson. Upptaka frá hljómleikum í Norræna húsinu þann 7. júní síðastliðinn. 21.55 Flóttinn mikli. Bandarísk bíó- mynd frá 1963. Leikstjóri John Sturges. Aðalhlutverk: Steve McQueen, James Garner, Richard Attenborough, James Donald, Charles Bronson, Donald Pleasance og James Coburn. Bandariskum stríösföngum, sem hafa orðið uppvísir aö flóttatil- raunum, er safnaö saman í ramm- lega víggirtar fangabúðir nasista. Þeir gera þegar í stað ráðstafanir til að undirbúa flóttann mikla. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.30 Dagskrárlok. Bandarisk óskarsverðlaunamynd, Uppreisnin á Bounty, er á dagskrá sjón- varps föstudaginn 3. ágúst kl. 21.15. Með aðalhlutverk i myndinni fara Charies Laughton, Franchot Tone, Herbert Mundin, Movita og Clark Gable, sem við sjáum á myndinni i hlutverki sinu i myndinni Á hverfanda hveli. Þeir félagar Bogi og Logi verða á sinum stað i sjónvarpi á þriðjudaginn kl. 19.35. Sunnudagur 5. ágúst 17.00 Ólympíuleikamir í Los Angeles. Iþróttafréttir frá ólympíuleikunum. Umsjónarmað- ur Bjami Felixson. (Evróvision — ABC viaDR). 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Geimhetjan. Sjötti þáttur. Danskur framhaldsmyndaflokkur í þrettán þáttum fyrir böm og unglinga. Þýðandi og þulur Guðni Kolbeinsson. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 18.35 Mika. Sænskur framhalds- myndaflokkur í tólf þáttum um samadrenginn Mika og ferö hans meö hreindýrið Ossian til Parísar. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Þulur Helga Edwald. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Ast Guðs á þar aðveitustöð. Hermann Sveinbjörnsson ræðir við Eyþór Stefánsson, tónskáld á Sauðárkróki. Eyþór Stefánsson er landskunnur fyrir sönglög sín og heima i héraði hefur hann verið burðarás tveggja menningar- þátta, leiklistar og tónlistar, um áratuga skeið. 21.10 Hin bersynduga. Annar þáttur. Bandarískur framhaldsmynda- flokkur í f jórum þáttum byggður á samnefndri skáldsögu eftir Nathaniel Hawthorne. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. 22.00 Ólympíuleikamir í Los Angeles. Iþróttafréttir frá ólympíuleikunum. Umsjónarmað- ur Bjami Felixson. (Evróvision — ABC via DR). 23.20 Dagskrárlok. HllHMIllftfTi Kvikrnyndir Kvikmyndir Ui KVIKMYNDIR UM HELGINA UMSJÓN: HILMLAR KARLSSON S Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með því úrvali sem kvikmyndahúsin bjóða upp á að það þykir sæta tíðindum orðið ef annað en bandarískar myndir eru frumsýndar. Meira að segja ' er breskum myndum farið að fækka ískyggilega, þó er af nokkru að taka. Einn kvikmyndahússtjórinn lýsti því meira að segja yfir í viötaii við Helgarpóstinn aö það þýddi ekki aö bjóða upp á neitt annað en bandarískar myndir. Enginn kæmi til að sjá aðrar myndir. Er þaö þó sá kvikmyndahússtjóri sem hefur flesta sali að . bjóða upp á. Þetta hlýtur aö vera misskilningur. Það sýnir að- sóknin aö þeim kvikmyndahátíðum sem verið hafa í Reykjavík. Áhuginn fyrir listrænum kvikmyndum er fyrir hendi, og litlu salirnir sem kvikmyndahúsin eru að koma sér upp eru tilvaldir fyrir kvikmyndir af því tagi. Hestur taminn i Maðurinn frá Snæá sem sýnd er i hlýja biói. Meðal þeirra kvikmynda er orðið hafa útundan hjá kvikmynda- húsunum eru ástralskar kvikmyndir en á undanfömum árum hafa þær vakið verðskuldaða athygli úti í hinum stóra heimi. Þó hafa nokkrar verið sýndar hér, síðast hin ágæta Gallipoli, sem sýnd var í Háskólabíói fyrir nokkru. Nú hefur Nýja bíó tekið til sýningar aðra ástralska úrvalsmynd, Maöurinn frá Snæá (The Man From Snowy River). Þetta er kvikmynd sem alls staöar hefur fengið hinar ágætustu viötökur og segir frá dreng sem lifir í fjöllunum og missir foreldra sína á unga aldri. Leikarar eru allir ástralskir að undanskildri gömlu kempunni Kirk Douglas sem leikur tvö hlut- verk í myndinni. Af fimm myndum sem frumsýndar hafa verið í vikunni voru aðeins tvær bandarískar og eru þaö í sjálfu sér gleði- leg tíöindi. Regnboginn framsýndi franska gamanmynd, Löggan og geim- búarnir, með hinum snjalla franska gamanleikara Luis de Funes. Fjallar þessi farsi um samskipti geimbúa sem lenda í Frakklandi og lögreglunnar. Laugarásbíó tók til sýningar nýjustu mynd Monthy Python hópsins, Meaning Of Life, og þarf ekki að fara fleirum orðum um þá mynd. Þeir sem hafa séð fyrri myndir hópsins vita að hverju þeir ganga og aðrir verða reynslunni ríkari. Tónabíó hefur frumsýnt nokkuð athyglisverða kvikmynd, Personal Best, sem f jallar annars vegar um íþróttafólk sem æfir af mikilli hörku fyrir keppni og hins vegar um samband tveggja ungra iþróttakvenna sem er innilegra en svo að hægt sé að tala um vináttu. Eg fer í fríið (National Lampoon’s Vacation) er bandarísk gamanmynd sem Austurbæjarbíó hefur hafið sýningar á. Chevy Chase gamanleikari sem er mjög vinsæll í Bandaríkjunum leikur aðalhlutverkiö. Hann á að baki nokkuömisjafnar myndir, en þegar honum tekst vel getur hann verið bráðsniöugur, samanber mynd- irnar Caddyshack og Foul Play. Þaö hefur komið fram á vinsældalista yfir videospólur aö myndir sem gerðar eru eftir bókum Sidney Sheldon njóta mikilla vin- sælda og voru tvær þeirra meðal tíu efstu á lista DV í gær. Bíóhöllin sýnir nýja mynd gerða eftir sögu eftir Sidney Sheldon, í kröppum leik (The Naked Face), þar sem nokkrir úrvalsleikarar fara með aðalhlutverkin. Annar metsöluhöfundur, Eric Segal, er höfundur Maður, kona og bam (Man, Woman and Child), sem sýnd er í Stjörnubíói. Nick Nolte hefur sannað að hann er ágætisleikari eins og þær tvær myndir er Háskóiabíó sýnir meö honum bera vott um, spennumyndirnar 48 stundir og í eldlínunni. Tvær kvikmyndir sem auðvelt er að mæla með. Reggia (Eddie Murphy) er hór hótað iágætri spennumynd, 48 stundir, sem sýnder i Háskólabiói. 'IHIIIHIIHI Rk H Kvskmyndir Kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.