Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1984, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 27. JULl 1984. 19 Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi sunnudaginn 29. júlí 1984 ÁSKIRKJA: Vegna safnaöarferðar á Snæ- fellsnes fellur guösþjónusta niöur 29. júli. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 10.00. Organleikari Guöni Þ. Guðmundsson. Sr. Olafur Skúlason. DÖMKIRKJAN: Messa kl. 11.00: Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friöriks- son. Sr. Hjalti Guömundsson. Sunnudagstón- leikar kl. 17.00. Dómorganistinn leikur á orgel kirkjunnar í 3 stundarfjórðunga. Aögangur ókeypis. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10.00. Sr. Arelíus Níelsson. HALLGRtMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organleikari Gústaf Jóhannesson. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriöjudagur: Fyrirbæna- guösþjónusta kl. 10.30, beðið fyrir sjúkum. Náttsöngurinn á miövikudagskvöld fellur niöur. LANDSPtTALINN: Guösþjónusta kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjömsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. BORGARSPlTALINN: Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Tómas Sveinsson. KÖPAVOGSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Orgel og kórstjóm Reynir Jónasson. Miövikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Oskar Olafsson. SELJASÖKN: Guösþjónusta i öldusels- skólanum kl. 11.00. Altarisganga. Ath. þetta er síöasta guösþjónusta fyrir sumarleyfi starfsfólks. Næsta guðsþjónusta veröur í september. Fyrirbænasamvera Tindaseli 3, fimmtudaginn 2. ágúst kl. 20.30. Sóknarprest- ur. INNRI-NJARÐVtKURKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 10, kór Keflavíkurkirkju syngur, organisti Siguróli Geirsson. Ath. Breyttan messutíma. Olafur Oddur Jónsson. KEFLAVlKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. Tilkynningar Bæjarleiðir bjóða öldruðum vinum Langholtskirkju í skemmtiferð Þriöjudaginn 31. júlí bjóöa bifreiðarstjórar Bæjarleiöa öldruöum vinum Langholtskirkju til skemmtif erðar suöur með sjó. Komið verö- ur við í Hvalsnesi og í Innri-Njarövík. Munu Bræðra- og Kvenfélag Langholtssafnaðar bjóða þátttakendum kaffi og meðlæti. „Landslag er lítilsviröi, ef það heitir ekki neitt” var fullyrt hér um árið, því höfum við fengiö fræðaþulinn Magnús Jónsson til þess aö leiöa okkur um sögusviöið, rekja spor genginna kynslóða. Lagt veröur af stað kl. 13.30 frá Safnaðarheimilinu við Sólheima, og viö gleymum því ekki að stundvíslega er lagt af stað. Reynsla liöinna ára hefur kennt okkur að vissara er að taka sólgleraugu með í ferðir Bæjarleiða og Langholtskirkju. IMVSV ferð á laugardag Söguferð um Miðneshrepp Náttúruverndarfélag Suövesturlands fer í náttúruskoöunar- og söguferð um Miðnes- hrepp (Stafnes, Hvalsnes, Sandgerði og Kirkjubólshverfi) laugardaginn 28. júU. Farið verður frá Norræna húsinu kl. 13.30 og úr Sandgerði frá sundlauginni kl. 14.30. Aætlað er að feröinni ljúki við sundlaugina kl. 18—19 og við Norræna húsið milli kl. 19 og 20. Far- gjald er 200 kr. og frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Allir eru velkomnir. Leiðsögu- Kannski hesturinn, sem dregur þennan forláta hestvagn, verði grænn á kamivalinu um helgina. DVmyndJBH KARNIVAL Á AKUREYRI Á Akureyri veröur haldið taum- laust kamival um helgina þar sem allir skemmta öllum og verða í bananastuði. Atriði em laflaus í reip- unum og því ómögulegt að segja hvað gerist og hvenær. Frá því um hádegi á laugardag og til sunnu- dagskvölds geta menn bara búist við hinum undariegustu viðburðum. Qnginn skyldi láta sér bregða þótt grænir hestar þeystu t.d. um götur, hafmeyjar Eyjafjarðar gætu jafnvel skriðið á land, maður sleppt fram af sér beislinu og naut atast sem ólm væru. Karnivalið verður frá nyrðri enda göngugötunnar að Laxdalshúsi. Þar er ætlast til að fólk safnist saman en hafi helst áður kafað í fataskápinn og dregið fram kyndug klæði. Veitt verða verðlaun þeim þrem sem bera fallegasta, þriflegasta og verkleg- asta búninginn. Sæmdarfyrirtæki á Akureyri framleiða sérstakt karnivalöl, pyls- ur og brauð. Endurteknar prófanir sérfróðra matháka lofa góðu um þá rétti. Framan við leikhúsið á að heil- grilla lömb fyrir þá hungruðustu. Menn og líka málleysingjar sýna á sér nýja hliö á kamivalinu. Þannig verður flóabáturinn Drangur t.d. gerður að fljótandi veitingahúsi og dansstaö við Höpnersbryggju. Menn skyldu þó gæta velsæmis þegar dans- að verður og duflað fram eftir öllu laugardagskvöldi við varðelda og á dansstöðum því fuglinn Dúdú mun haldinn galdramætti. Sá er fimm metra hár og situr á Pollinum. Hann gæti átt til að ávíta þá sem fæm yfir strikið. Viðar Eggertsson leikari kemur norður og sýnir Knall eftir Jökul Jakobsson í leikhúsinu bæði kvöldin kl. 22.00. Sýningin tekur aðeins hálf- tíma. Reynt verður að láta kamival- inu ljúka um kvöldmatarleytið á sunnudag, annars gæti liklega farið svo að það þyrfti aö gefa frí í vinn- unni næstu daga eða vikur. Hexagon nefna þær sig, sex norrænar textðkonur sem sýna í Norræna húsinu. Breik- helgi í Best SíðastUðna viku hefur verið Norræna húsið: Hexagon hópurínn sýnir textfíverk Á morgun, laugardaginn 28. júli kl. 15, verður opnuð í sýningarsölum Norræna hússins sýning 6 norrænna textUlistamanna. Hópurinn kallar sig HEXAGON og í honum eru Inger-Johanne Brautaset og Wenche Kvalstad Eck- hoff frá Noregi, Maj-Britt Engström og Eva Stephenson-MöUer frá Sví- þjóð og frá Islandi, Þorbjörg Þórðar- dóttir og Guðrún Gunnarsdóttir. Sýningin er farandsýning og var fyrst opnuð í AUingsás í Svíþjóð í byrjun ársins og hefur síðan veriö sýnd í GaUeri F 15 í Moss og Vest- landska listiðnaðarsafninu í Bergen, þaðan sem hún kemur nú. Á sýning- unni eru um 55 verk af ýmsum gerðum. Sýningin stendur tU 12. ágúst. breikaö nær stanslaust í unglinga- skemmtistaðnum Best í Kópavogi. Þar hef ur verið í gangi námskeiö þar sem kennaramir koma beint af götum New York, höfuðstöðva breiksins, og kenna þeim sem vilja að leika þessa Ust götunnar. Nú um helgina verður svo mikil breikhelgi í Best þar sem kenn- ararnir sýna listir sínar en þeir kaUa sig „The Twin City Breakers” og eru á aldrinum fjögurra tU þrjátíu ára. Sýning þeirra er mjög fjölbreytt því þau sýna bæði hinn venjulega breik- dans, og hjólaskautabreik, svo sjá þau um diskótekið og flytja svo- kaUað rapp. Opnunartíminn í Best er sem hér segir um helgina. I kvöld frá kl. 22.00—03.00 og þá er opið fyrir þá sem eru fæddir árið 1968 eða fyrr. Á laugardag er miðað við þá sem fæddir eru árið 1969 og fyrr og þá er sami opnunartími og í kvöld. A sunnudag verður krakkadiskó frá kl. 18.00 til kl. 21.00, en þegar því lýkur verður mikU breikhátíð þar sem bandarísku breikararnir sýna og nemendur þeirra breika Uka, en þar á meðal eru aUir þekktustu breikarar okkar 1 slendinga. SJ The Twin City Breakers, stUltu sér upp til myndatöku fyrir ljósmyndara DV og vUdu helst vera þar sem eitt- hvert rusl væri, það minnti þau svo á göturnar heima. Sá f jögurra ára er | aftastur og stendur uppi á ösku- I tunnu. DVmynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.