Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1984, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1984, Side 5
DV. FÖSTUDAGUR 27. JUL! 1984. 21 Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina INGIBJÖRG EGGERZSÝNIR í GALLERÍBORG Frú Ingibjörg Eggerz opnaði í gær, 26. júlí, málverkasýningu í Gallerí Borg viö Austurvöll. Þar sýnir hún um tuttugu oiiumálverk sem flest eru unnin á árunum 1955-70 en á þeim tíma bjó hún á ýmsum stöðum og ferðaðist viða vegna starfa sinna og manns síns, Péturs Eggerz sendi- herra. Ingibjörg stundaði listnám í Washington og Bonn og hefur haldiö einkasýningar í Vínarborg og Bonn og tekið þátt i ýmsum samsýningum austan hafs og vestan, meðal annars í alþjóðlegri sýningu í París þar sem hún hlaut viðurkenningu fyrir verk- sín. Þetta er fyrsta einkasýning Ingi- bjargar Eggerz hér á landi og stend- ur hún til 8. ágúst. Sýningin er opin fró kl. 10-18 virka daga og frá kl. 14- 18 laugardaga og sunnudaga. Einnig eru í Gallerí Borg til sýnis og sölu grafíkverk, gler, keramik, vefnaður og fleiri verk ýmissa lista- manna. Veitingahús vikunnar— Potturinn og pannan: Fiskurínn hefur slegið ígegn Veitingahúsið Potturinn og pannan er til húsa að Brautarholti 22 og hefur verið starfrækt í rúmlega tvö ár. Eigéndur staöarins eru þeir Ulfar Eysteinsson og Sigurður Sumarliðason. Að sögn Úlfars hefur verið jöfn og góð aösókn að staðnum frá því hann var opnaður en þeir voru einna fyrstir til að bjóða upp á týpiskan ameriskan salatbar og virðist fólki líka hann mjög vel. Úlfar sagöist vera ánægður með hvað fiskurinn væri vinsæll hjá viðskiptavinum sínum og sagði hann að salan væri milli 70 og 80% fiskréttir. Þeir hafa reynt ýmsar nýjungar, t.d. buðu þeir nú í vikunni upp á gulllax, en einnig bjóða þeir stundum upp á ferska skötu orlysteikta. Verö á fiskmáltíö á Pottinum og pönnunni er frá 210 kr. til 255 kr og þá fylgir súpa og salatbar og brauðbar sem einnig hefur gert mikla lukku. Kjötréttir eru á bilinu 350 kr. til 370 kr. Veitingahúsiö Potturinn og pannan er opið frá kl. 10.00 til kl. 23.30 daglega. Þar eru ekki vínveit- ingar og sagði Ulfar að þeir hefðu ekki hugsað sér að sækja um vinveit- ingaleyfi, það myndi bara hleypa verðinuupp. SJ Eitt verka Inglbjargar sem hún sýnir á slnni fyrstu einkasýnlngu hér á landi í Galleri Borg. Orgeltónleikar íSkálholtskirkju Hjónin Ann Toril. Lindstad og Þröstur Eiríksson halda orgeltón- leika í Skálholtskirkju í kvöld, föstu- daginn 27. júlí, kl. 21. A efnisskránni eru verk eftir Francois Couperin, J ,S. Bach og Felix Mendelsohn. Þau hjón luku bæði kandidatsprófi í kirkjutónlist við tónlistarháskólann í Osló 1983 og stunda þar nú fram- haldsnóm. Ann Toril leggur stund á einleikaranám í orgelleik, en Þröstur er í almennu kirkjutónlistarnámi með aðaláherslu á sálma og helgi- siðafræði. Aðgangur að tónleikunum í Skál- holti er ókeypis. , ; Hjónin Þröstur Eiriksson og Ann Toril Lindstad sem halda orgeltónleika í Skálholtskirkju í kvöld. Gestamót fyrir Vestur-lslendinga Séð yfir salatbarinn á Pottinum og pnnnnnnl I tiiefni af komu Vestur-Islendinga hingað til lands heldur Þjóðræknisfé- lagið gestamóttöku fyrir þá að Hótel Valhöll að Þingvöllum laugardaginn 28. júlí kl. 15.30 þar sem þeir verða boðnirvelkomnir. Þjóöræknisfélagiö mun sjá um aö flytja þá til Þingvalla og verður farið með hópferðabílum frá Hljómskál- anum við tjömina. Lagt verður af stað ki. 14. Félagið vonast til að allir sem áhuga hafa á því að hitta þessa góðu gesti okkar komi til Þingvalla. Sunnudaginn 29. júlí kl. 2 e.h. verð- ur messaö í Bessastaðakirkju og er messan tileinkuð Vestur-Islending- um og öðrum gestum. Séra Bragi Friðriksson messar. Áætlun Akraborgar Frá Akranesi kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavík kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 Kvöldferðir 20.30 og 22.00. Á sunnudögum i aprfl, maí, september og október. A föstudögum og sunnudögum í júni, júli og ágúst. BSÍ ferðir Stuttar ferðir frá Reykjavík: 1) Sprengisandur—Akureyri: Dagsferðir frá Rvík yfir Sprengisand til Akureyrar. Leið- sögn, matur og kaffi innifalið í verði. Frá BSI: mánudaga og fimmtudaga kl. 8, til baka frá Akureyri yfir Kjöl miðvikud. og laugard.kl. 8.30. 2) Fjallabak nyrðra—Landmannalaugar— Eldgjá. Dagsferð frá Rvík um Fjallabak nyrðra til Kirkjubæjarklausturs. Mögu- leiki er að dvelja í Landmannalaugum eða Eldgjá milli ferða. Frá BSI: mánudaga, miðvikudaga og laugardaga kl. 8.30, til baka frá Klaustri þriðjud., fimmtud. og sunnud. 3) Þórsmörk: Daglegar ferðir: Þórsmörk. Mögulegt að dvelja í hinum stórglæsilega skála Austurleiðar í Húsadal. Fullkomin hreinlætisaðstaða, s.s. sápa, sturtur. Frá BSI: daglega kl. 8.30, einnig föstudaga kl. 20. Til baka frá Þórsmörk daglega kl. 15. 4) Sprengisandur—Mývatn. Dagsferð frá Rvík yfir Sprengisand til Mývatns. Frá BSl: miðvikudaga og laugardaga kl. 8, til baka frá Mývatni fimmtud. og sunnud. kl. 8. 5) Borgarfjörður—Surtshellir. Dagsferðir frá Rvík um fallegustu staði Borgarfjarðar, s.s. Surtshelli, Húsafell, Hraunfossa, Reykholt. Frá BSI: miövikudaga kl. 8, frá Borgamesikl. 11.30. Aðrar skemmtilegar stuttar ferðir 1) Hringferð um Snæfellsjökul. Dagsferð um Snæfellsnes frá Stykkishólmi. Möguleiki að f ara frá Rvík á einum degi. Frá Stykkis- hólmi miðvikudaga kl. 13. 2) Látrabjarg. Stórskemmtileg dagsferð á Látrabjarg frá Flókalundi. Ferð þessi er samtengd áætlunarbifreiðinni frá Rvík til Isaf jarðar. Frá Flókalundi föstudaga kl. 9. Afsláttarkjör með sérleyfis- bifreiðum Hringmíöi: Gefur þér kost á að ferðast „hringinn" á eins löngum tima og með eins mörgum við- komustöðum og þú sjálfur kýst fyrir aðeins kr. 2.500. Tímamiði: Gefur þér kost á að ferðast ótakmarkað með öllum sérleyfisbifreiðum á Islandi innan þeirra tímatakmarkana sem þú sjálfur kýst. lvika kr. 2.900 2 vikurkr. 3.900 3vikurkr. 4.700 4vikurkr. 5.300 Miðar þessir veita einnig 10—60% afslátt af 14 skoðunarferðum um land allt, 10% afsl. af svefnpokagistingu á Edduhótelum, tjaldgist- ingu á tjaldstæðum og ferjufargjöldum, einn- ig sérstakan afslátt af gistingu á farfugla- heimilum. Allar upplýsingar veitir Ferðaskrifstofa BSI, Umferðarmiðstöðinni. Sími 91-22300. Light IMights í Tjarnabíói Nú i sumar verða sýningar Light Nights meö nokkuð breyttum hætti frá því sem áður hefur verið. Nú er sýningunni skipt í þrjú atriði. Byr jað er á nútímanum, síðan farið yflr í bað- stofuna um aldamótin og sýnt hvemig kvöld- vökurnar fóru fram í kringum aldamótin. Loks eru svo vikingar á dagskránni. Tónlist er flutt af hljómplötum en einnig eru nokkur þjóölög sungin á islensku. Um 100 skyggnur eru sýndar á meðan á sýningunni stendur. Kristin G. Magnús er sögumaöur i sýningunni og flytur allt talaö efni á ensku. Sýningar Light Nights eru i Tjarnarbíói en starfstími Light Nights er til 1. september. Sýningamar hefjast kl. 21 og er sýnt frá fimmtudegi til sunnudags. Sumarprógramm íslensku óperunnar Eins og undanfarin föstudagskvöld býður Is- lenska óperan upp á söngskemmtun i kvöld ætlaða áhugasömum íslendingum engu síöur en erlendum ferðamönnum. Hefst skemmtun þessi kl. 21.00. Auk kórs Islensku óperunnar koma fram þekktir einsöngvarar. Stjómandi erGarðarCortes. Á dagskránni fyrir hlé era íslensk þjóðlög og ættjarðarsöngvar en síðan er sungið úr kunnum óperam og óperettum. Er þetta sumarprógramm óperannar ætlað henni til styrktar og gefa allir listamennirnir vinnu sínaíþví skyni. Sýningar Scandinavia today, yfirlitssýning YÐrlitssýning í máli og myndum, sem unnin er í samvinnu menntamálaráðuneytisins og Menningarstofnunar Bandarikjanna, verður sett upp á Selfossi 26. júli. Sýningin lýsir í máli og myndum þætti Is- lands í norrænu menningarkynningunni i Bandarikjunum. Þá fylgja með sýningarskrár frá helstu sýn- ingunum ásamt blaðaúrklippum frá hartnær 800 blöðum vestra auk íslenskra blaða. Sýningin er í Safnahúsi Ámessýslu við Tryggvagötu og er hún opin á opnunartímum safnsins sem era: Virka daga milli kl. 14 og 16 en milli ki. 14 og 17 um helgar. Safnahúsið sjálft er og opið eftir pöntun fyrir stærri hópa. Scandinavia Today yfirlitssýningin verður opin í júli frá föstudeginum 27. til sunnudags 5. ágúst. GALLERt BORG VH) AUSTURVÖLL: Frú Ingibjörg Eggerz hefur opnað sýningu í Gallerí Borg. Þar sýnir hún 20 olíumálverk sem flest eru unnin á árunum 1955—70. Þetta er fyrsta einkasýning Ingibjargar hér á landi og stendur hún til 8. ágúst. Sýningin er opin frá kl. 10—18 virka daga og frá kl. 14—18 laugardaga og sunnudaga. Einnig eru í Gallerí Borg til sýnis og sölu grafík, gler, keramik, vefnaður og fleiri verk ýmissa lista- manna. MOKKAKAFFI VIÐ SKÖLAVÖRÐUSTlG: Guðmundur Hinriksson sýnir þar vaxmyndir og vatnsUtamyndir. Myndirnar eru um 20 talsins og aUar tU sölu á hóflegu verði. Guð- mundur hefur haldið fjölmargar sýningar, bæði hér heima og erlendis. Sýnmgunni lýkur um miðjan ágúst. NVLISTASAFNH) VATNSSTlG: Þar stendur yfir sýning á grafík eftir Kess Visser, Tuma Magnússon, Kristján Steingrím, Harald Inga Haraldsson, Pétur Magnússon, Helga Þorgils Friðjónsson, Sólveigu Aðalsteinsdóttur og Arna Ingólfsson. Sýningin er opin virka daga kl. 16—20 og um helgar kl. 14—20. Sýningunni lýkur 29. júU. LISTAMIÐSTÖÐIN SF. LÆKJARTORGI: Fuglar nefnist málverkasýning Jóns Bald- vinssonar í Listamiðstöðinni. Sýning þessi er framhald af sýningu á fuglafantasium er Jón hélt síðastUðið haust í GaUerí Heiðarási. A sýningunni eru 49 verk frá síðasta og þessu ári. Sýningunni lýkur 29. júU. KJARVALSSTAÐIR VIÐ MIKLATUN: Síð- asta sýningarhelgi á sýningu 10 gesta Ustahá- tíðar. Þeir sem sýna eru: Erró, Hreinn Frið- finnsson, Jóhann Eyfells, Kristín EyfeUs, Kristján Guðmundsson, Louisa Matthíasdótt- ir, Sigurður Guðmundsson, Steinunn Bjarna- dóttir, Tryggvi Olafsson og Þórður Ben Sveinsson. Sýningin er opin frá kl. 14—22 og lýkur henni á sunnudagskvöld. NORRÆNA HÚSH) VBD HRINGBRAUT: Laugardaginn 28. júU verður opnuð í sýning- arsölum Norræna hússins sýning 6 norrænna textíUistamanna. Hópurinn kaUar sig Hexagon og í honum eru Inger-Johanne Brautaset og Wenche Kvalstad Ecknoff frá Noregi, Maj-Britt Engsohöm og Eva ; Stephenson-Möller frá Svíþjóð og frá Islandi Þorbjörg Þórðardóttir og Guðrún Gunnars- : dóttir. Sýningin er farandsýning og var fyrst opnuð í AUingás i Svíþjóð í byrjun ársins og hefur síöan veriö sýnd i GaUerí F 15 i Moss og Vestlandska Ustiðnaðarsafninu i Bergen, það- an sem hún kemur nú. A sýningunni eru um 55 verk af ýmsum gerðum. Sýningin stendur tU 12. ágúst. I anddyri er sýning á íslenskum skordýrum, sem sett var upp í samvinnu við 1 Náttúrufræðistofnun Islands og i bókasafni er sýning á hefðbundnu islensku prjóni. LISTASAFN EINARS JÖNSSONAR: Lista- safn Einars Jónsson er opið daglega, nema á mánudögum, frá kl. 13—16, en höggmynda- garðurinn er opinn daglega frá kl. 10—18. NATTÚRUFRÆÐISTOFA KOPAVOGS er op- in á miðvikudögum og laugardögum frá kl. 13.30-16.00. HORNH) HAFNARSTRÆTI: I sýningarsal veitingastaðarins Hornsins sýnir Olafur Sveinsson 15 vatnsUta- og pastelmyndir og eru þær aUar til sölu á viðráðanlegu verði. Sýningin verður opin tU 5. ágúst. ASMUNDARSAFN VH) SIGTÚN: Þar stend- ur yfir sýning sem nefnist „Vinnan í Ust Ás- mundar Sveinssonar”. Sýningin er opin dag- legakl. 10-17. SUMARSVNINGI ASGRlMSSAFNI: OUu- og vatnsUtamyndir, þ. á m. nokkur stór oUumál- verk frá HúsafelU. Þá má nefna oUumálverk frá Vestmannaeyjum frá árinu 1903 sem er eitt af elstu verkum safnsins. Sumarsýningar Asgrímssafns era jafnan fjöl- sóttar af ferðafólki. Asgrímssafn, Bergstaða- stræti 74, verður opið daglega kl. 13.30—16.00 nema laugardaga í júní, júU og ágúst. Að- gangur erókeypis. Grafflc (Hórafls- bókasafni Kjósarsýslu Lisa K. Guðjónsdóttir hefur opnað grafiksýn- ingu i Bókasafni MosfeUssveitar, Markholti 2. Sýningin stendur til 10. ágúst og er opin aUa virka daga kL 13—20. Skemmtistaðir ARTUN: Gömlu dansamir fóstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin Drekar leik- ur. KLÚBBURINN: A föstudags-og laugardags- kvöld verður diskótek á tveim hæðum, Topp- menn sjá um að halda f jörinu uppi og sýning- arflokkurinn Dansneistinn mætir á staðinn. HOLLYWOOD: Söngkonan, dansarinn og leikkonan Miquel Brown skemmtir gestum HoUywood umhelgina. HÖTEL BORG: A sunnudagskvöld verða gömlu dansamir á Hótel Borg og hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur fyrir dansi. HÖTEL SAGA: Hljómsveit Magnúsar Kjart- anssonar leikur fyrir dansi á föstudags- og laugardagskvöld ásamt diskóteki sem Gísli Sveinn Loftsson sér um. ÞORSKAFFI: A föstudags- og laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Goðgá f yrir dansi. GLÆSIBÆR: Um helgina leikur hljómsveitin Glæsfr fyrir dansi. Athugið að nýja ölver verður opið. LEIKHUSK JALLARINN: Föstudags- og laugardagskvöld diskótek ásamt matseðU. ITT Ideal Color 3304, -íjárfesting í gæöum á stórlækkuöu veröi. ITT Vegna sórsamninga við ITT verksmiðjurnar ( Vestur Þýskalandi, hefur okkur tekist að fá takmarkað magn af 20" litasjónvörpum á stórlækkuöu verði. V£RÐ Á 20” ITT UTASJÓNVARPi 23.450,- Sambærileg tæki fást ekki ódýrari. ITT er fjárfesting (gaeðum. SKIPHOLTI 7 SIMAR 20080 & 268<

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.