Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1984, Blaðsíða 1
DV. MIÐVIKUDAGUR1. ÁGUST1984. 17 Alltaf nýjustu fréttir frá Los Angeles íslendingar léku stórvel gegn Júgóslövum: „Hrikalegt að tapa unnum leik niðuK’ — „í jafntefli (22:22) á elleftu stundu. Við vorum með leikinn í höndum okkar,” sagði Bogdan, landsliðsþjálfari íslands Engin vettlinga- tök! Júgóslavar tóku oft harkalega á móti íslendingum — og þá sérstaklega undir lok leiksins. Hér sést Siguröur Gunnarsson vera aö kljást við „Berlínar- múr" Júgóslava undir lok leiksins. Eins og sést þá eru engin vettlingatök tekin. DV-simamynd: Þórir Guðmundsson. Frá Páli Júlíussyni — f réttamanni DV í Los Angeles: — Það var hrikalegt að missa unninn leik niður í jafntefli á elleftu stundu. Já, og eftir að strákarnir höfðu leikið frábærlega vel í 54 mín. Þeir brotnuðu gjörsam- lega undir lokin og það er sorglegt því að við vorum fjórum mörkum yfir, 22—18, þegar aðeins fjórar min. voru til leiksloka. Það þýðir ekkert að gefast upp við þetta mótlæti, heldur að koma ákveðnir til leiks gegn Rúmenum, sagði Bogdan, landsliðsþjálfari íslands, eftir að íslendingar höfðu leikið Júgóslava grátt lengst af hér í Fullerton í gærkvöldi, fyrir troðfullu húsi áhorfenda, sem voru flestir á bandi íslendinga. Geysilegur darraðardans braust út síðustu fjórar mín. og setti það íslensku sóknarleikmennina út af laginu aö Júgóslavar fóru að leika 4— 2 vörn, þannig að tveir leikmenn þeirra fóru út á völl til aö klippa á sóknarleik- inn. Þegar það geröist kom þaö fram aö íslenska liöiö vantaöi stjórnanda til aö róa leik liösins niöur. Júgóslavar söxuöu á forskotið og þegar 1,50 sek. voru til leiksloka var staöan 22—20 og Island meö knöttinn. Þaö var þá sem Júgóslövum var færö- ur knötturinn á silfurfati — þeir brun- uöu upp og skoruðu 22—21. Þegar 55 sek. voru til leiksloka reyndi Bjarni Guömundsson ótímabært skot úr horni, sem markvörður Júgóslava varöi. Hann sendi knöttinn fram völl- inn og Zdravko Radjenovic skoraði jöfnunarmarkiö 22—22 og voru þá aðeins 30 sek. til leiksloka. Þetta var eina mark Radjenovic í leiknum. Islendingar geröu örvæntingarfulla tilraun til aö skora sigurmarkið undir lokin, en þeir komust ekki áleiöis aö marki Júgóslava, sem tóku hraustlega á móti þeim. Islenska liðið varö því að sætta sig viö jafntefli, 22—22, og má segja að sagan frá OL í Miinchen hafi endur- tekið sig, en þá náöu Tékkar aö jafna úr hraöaupphlaupi, 19—19, á elleftu stundu og þeir höfnuöu síöan í ööru sæti á OL. Einar gaf tóninn Þaö er óhætt aö segja aö Einar Þor- varöarson, markvörðurinn snjalli, hafi gefið tóninn í byrjun leiksins, þegar hann varöi vítaspyrnu og Siguröur Gunnarsson skoraði 1—0 fyrir Island. Jafnvægi var meö þjóðunum framan af, en þegar fyrri hálfleikur var hálfn- aöur var staöan oröin 8—5 fyrir Island, síöan 11—7 og staðan í leikhléi var 12— 8 fyrir Island. Strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og komust í 14—9. Þá brást Bjarna Guðmundssyni bogalistin í dauðafæri og Júgóslavar skoruöu 14— ..... \ Hneigðu sig fyrir „Denna” Frá Þóri Guðmundssyni — frétta- manni DV í Los Angeles: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra var, ásamt syni sínum, meöal áhorfenda á lands- leik íslcndinga og Júgósiava í handknattlcik í gærkvöldi. Þegar „Denni” mætti í keppnis- höliina gekk erfiölega fyrir hann að koma syni sínum inn með sér sökum þess aö hann haföi ekki aðgöngumiöa. Þá var það aö forsætisráðherra dró úr vasa sínum nafnspjald og er ekki að orðlengja þaö aö inn fóru þeir feðgar. „Þeir bugtuöu sig og beygðu þegar ég sýndi þeim nafnspjaldiö, sem kom sér vel. Ég lét 10—15 nafnspjöld í töskuna mína áöur en ég fór utan,” sagöi Steingrímur í samtali viö DV í gærkvöldi. Einn áhorfenda varð vitni aö því þegar Steingrímur mætti í höliina og sagöi hann í samtali viö blm. DV aö dyraverðirnir heföu hneigt sig í allar áttir er þeú' sáu nafnspjaldið. -SK. 10 úr vítakasti, eftir hraöaupphlaup. Þeir náöu að minnka muninn í þrjú mörk, 16—13, og síðan tvö mörk, 18— 16. Þrátt fyrir þaö gáfust leikmenn íslenska liösins ekki upp. Þaö var mikil blóötaka fyrir liöiö þegar Þorbjörn Jensson fékk útilokun er staöan var 14—10, en þá um tíma léku Islendingar tveimur færri, þar sem Bjarna Guðmundssyni var vikið af leikvelli. Þegar staöan var 18—14 fengu þeir Þorbergur Aðalsteinsson og Alfreö Gíslason aö kæla sig og náöu Júgó- Skipting verðlauna Skipting verðlauna eftir þriðja keppnisdagmn á ólympíuieikunum — eftir kcppnina í gær — G var þannig. S B Bandaríkin 16 7 1 Kína 5 3 3 Kanada 3 3 1 V-Þýskaland 3 1 4 italía 1 1 — Ástralía — 2 4 Frakkland — 2 1 Bretiand — 1 3 Hoiland — 1 3 Svíþjóð — 1 1 Brasilía — 1 — Kolombia — 1 — Perú — 1 — Rúmenía — 1 — Japan — — 3 Belgía — — 1 Noregur — — 1 Taiwan — 1 -hsím. slavar að nýta sér það. Islendingar fóru síöan aftur í gang — komust í 21—16, og héldu menn þá aö sigurinn væri í höfn, því aö Júgóslavar höföu ekki sýnt tilburöi til aö vinna þann mun upp. Annaö var uppi á ten- ingnum, eins og fyrr segir — þeir náðu aö jafna, 22—22, á elleftu stundu. Sigurður með stórleik Siguröur Gunnarsson kom skemmti- lega á óvart — átti stórleik og skoraði mörg mjög glæsileg mörk, eöa alls átta. Þá var Þorbjörn Jensson mjög góöur — eins og klettur í vörninni og virkur í sókn. Hann skoraði fjögur mörk. Einar Þorvaröarson átti mjög góðan leik í markinu — varöi alls þrettán skot. Annars stóöu allir leikmenn íslenska liðsins sig mjög vel. Þeir, sem skoruöu mörkin, voru: Sigurður 8, Þorbjörn J. 4, Atli Hilmars- son 3, Kristján Arason 2, Alfreð Gísla- son 2, Þorgils Ottar 1, Jakob Sigurðs- son 1 og Bjarni Guðmundsson 1. Þeir leikmenn, sem hvíldu í leiknum gegn Júgóslövum, voru Sigurður Sveinsson, Guömundur Guömundsson og Brynjar Kvaran. Tveir leikmenn skoruöu samtals 19 mörk fyrir Júgóslava — þeir Mile Isakowic 10 og Vujudowic 9. Rinc, Jurina og Radjenovic skoruöu eitt markhvor. -PJ/-SOS. Keppnin um bronssæti blasti við Frá Páli Júliussyni — fréttamauni DV íLos Angeles: — Þaö leit svo sannariega glæsilega út um tíma í ieik íslands og Júgó- slavíu. Keppnin um bronssætiö blasti viö, en möguleikarnir minnkuðu veru- leg þegar Júgóslavar jöfnuðu 22—22. Þeir möguleikar eru þó enn fyrir hendi að island verði í öðru sæti í B-riðlinum, en það fer þá eftir því hvernig leikur Júgóslavíu og Rúmcníu fer og einnig Ísiands og Rúmeníu. Það má heldur ekki vanmcta Svisslcndinga, Japana og Alsírbúa. -PJ/-SOS. Frá Þóri Guömundssyni og Páli Júlíus- syni, fréttamönnum DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.