Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Blaðsíða 28
36 DV. FÖSTUDAGUR17. AGUST1984. I Gammagustur Bráðhugguleg jassplata af hendi værri síðari hlið og þar eiga Gamm- yngri jassleikara landsins með Bjöm Thoroddsen í broddi fylkingar. Gammana skipa, auk Björns, þeir Steingrímur Oli Sigurðarson, Stefán S. Stefánsson, Þórir Baldursson og Skúli Sverrisson. Lögin semja þeir Bjöm, Stefán og Þórir, sá síðastnefndi með -rólegar yfirvegaðar melódíur, Björn með hraöara og heitara tempó, f önkað- an jass og Stefán óhræddur viö að prufa ýmislegt innan þess ramma sem hijómsveitin setur sér, eins og til dæmis í laginu „Bláa skóflan”. Fyrri hlið plötunnar er mun léttari og meira grípandi, á móti hálfangur- arnir marga góöa spretti eða dýfur, eins og í laginu „Fuglinn” þar sem gítar Bjöms og blástur Stefáns tvinna saman mátulega heitan vef melódíunnar í þessu f rábæra lagi. Seinni hliöin er aftur mildari en jafn- framt full af skemmtilegum hugmynd- um sem Stefán töfrar fram í lögum sín- um Gjálfur og Bláa skóflan. Upptökur þessar eru síðan í vetur, hinar fyrstu frá janúar, hinar síðustu í maí en Geimsteinn gefur plötuna út og var platan tekin upp í stúdíói hans í Keflavík. -FRI % SMÆLKI INDUSTRY—STRANGER TO STRANGER: Athyglisvert ^^ÍÍMwíu>É"""j" KIM WILDE - THE VERY BEST OF: Ódýrt sölubragð Kim Wilde er breskt stúlkutrippi sem skaut upp á stjörnuhimininn fyrir um þremur áram er lagið ,díids In America” varð geysivinsælt. Hún fylgdi þessu eftir með laginu „Cambodia” sem varð næstum eins EARTHA KITT - ILOVEMEN: I Sextug diskómær Hingað til hafa flytjendur diskótón- listar ekki verið gamlir aö árum. Flest er þetta ungt fólk sem getur tekið spor- ið í takt við tónlistina sem þaö flytur. Nýjasta stjaman í diskóinu er aftur á móti ekki ung að árum, en hlýtur að vera ung í anda. Eartha Kitt nefnist hún og er sjálfsagt nýtt nafn fyrir flesta unnendur diskósins sem eru und- ir þrítugu. Sjálfsagt gæti Eartha Kitt verið amma þeirra unglinga sem hlusta helst á hana þessa dagana. Elartha Kitt er sem sagt alveg um eða rúmlega sextug og á að baki lang- jjan og strangan söngferil þar sem hafa skipst á skin og skúrir. Hún varð fljót- lega þekkt söngkona og þá sérstaklega fyrir sérstæða söngrödd sem á það til að víbra, stundum óhóflega mikið. Ekki veit ég hvað kom til að Eartha Kitt söng inn á plötu á síöasta ári lagiö Where Is My Man, sem er nokkuö gott diskólag, seiðandi lag og vel sungið af Earthu Kitt meö sinni sérstæðu rödd. En þaö hefur haft mikil áhrif á dvín- andi feril hennar sem söngkonu, því lagið þaut upp vinsældalista víða í Evr- ópu, meðal annars hér á landi. Þessu lagi hefur svo verið fylgt eftir með LP-plötu sem ber nafnið I Love Men. Á plötunni eru sex löng diskólög og eftir að hafa hlustaö á eitt þeirra, þá er lítil tilbreyting í að hlusta á hin lög- in. Þau hljóma meira og minna eins, enda öll eftir sömu mennina. Rödd Earthu Kitt er góö í hófi en að hlusta á hana syngja jafngelda tónlist og diskó- ið er í einar f jörutíu mínútur er of mik- ið fyrir mín eyru. Spái ég því að endur- koma Earthu Kitt verði stutt, ætli hún aö halda sig við diskóið. HK vinsælt og „Kids In America” en síöan hefur ekkert komið frá henni af viti. En hér er sem sagt komin plata og það „The Very Best Of Kim Wilde”, rétt eins og hún hefði haft úr aragrúa af smellum að velja á áratugalöngum ferli. En þannig er þessu því miður ekki varið. Það er alveg einkennandi fyrir svona annars flokks stjörnur aö þegar þær eru hættar að geta framleitt eitt- hvað af viti dusta þær rykið af gömlu lummunum og skella þeim á diskinn meö kraðakinu í þeirri von aö ein- hverjir gleypi viö því. Þessu glundri er svo gefið nafn viö hæfi, á borð við „The Very Best of Kim Wilde”. Hér er sem sagt ekki eftir miklu að slægjast og ráðlegg ég þeim sem áhuga hafa á aö eignast það skásta af þessu, „Kids In America” og „Cambodia”, eindregið að kaupa þau lög sér á litlum plötum en láta þessa plötu lönd og leið. Með því sparast pen- ingar, tími og leiðindi. Niður í þriðj u deild. -SþS- Þaö er ekki mikið sem ég veit um hljómsveitina Industry en get þó frætt lesendur á því aö þeir eru bandarískir og koma frá New York. Þetta er í fyrsta skipti sem fjórmenningamir koma á plast undir þessu nafni. Þeir heita: Jon Carin, söngur, hljómborð; Mercury Caronia, trommur; Rudy Perrone, gítar, bassi og Brian Unger, gítar. Þessi kvintett er hinn ágætasti hvað varðar hljóðfæraleik og á einnig sína góðu punkta í lagasmíðum en Jon Carin söngvari er aðallagasmiður sveitarinnar. Hann á fjögur lög einn. Eitt með Rudy Perrone gítarleikara, tvö með Mercury Caronia trommara, eitt með Caronia og Brian Unger gítar- ista og eitt með Caronia og Perrone. Perrone á svo eitt lag sem hann syngur sjálfur. Tónlist Iðnaðarmannanna er ættuð víðsvegar að. Fyrst tekur maður eftir miklum tengslum við hiö breska tölvu- popp, enda er notast við hljóðgervla og trommuheila. Er dýpra er kafað má vel greina rætur í New York rokki þó er vandlega pússaö og eiginlega undir rós. Fleiri togar eru í spuna þessum, sól-tónlist er oggolítiö hægt að greina. Þeim Industry félögum tekst oft vel upp í lagasmíðum eins og fyrr er sagt. Bestu lögin gera þessa frumraun þeirra raunar að hinum eigulegasta grip. Það eru einkum fjögur lög sem skara fram úr. Until We’re Together (Carin/Perrone) og State of the Nation (Carin/Caronia) eru best en What have I got to loose (Carin) og Shangri- La (Perrone) koma þar á eftir. Það sem kemur mest á óvart við hlustun á Stranger to Stranger er hversu góðir textar eru á henni. Þar er ekki mikið f jallaö um ást milli tveggja persóna í þeirri slepjulegu mynd sem gert hefur veriö í dægurlögum frá því fyrsta dægurlagið var samið, hvenær svo sem það var. Rudy Perrone fjallar um sameiningu heimsins í Shangri-La og boðar indverska trúspeki (If your heart isn’t into it). Maður hefði nú haldið að það væri ekki lengur móöins. Kjarnorkuváin er tekin fyrir og ein- manaleiki mannsins í hinni rugluðu veröld. Þrátt fyrir eitt eða tvö leiöinleg lög er þessi plata þó nokkuð góð og at- hyglisverð. Vonandi verður framhald á plötuútgáfu Industry. sjg^ THE WATERBOYS - A PAGAN PLACE: Blásiö i herlúðra Því er ekki að leyna að sá granur læöist stundum að manni að þeir sem elskir eru að tónlist séu ekki stórtækir í plötukaupum. Þeir sem halda uppi plötusölu á Islandi og víðar er fólk sem lætur sig tónlist fremur litlu varða en hleypur eftir því sem hæst glymur hverju sinni og gæti gagnast þeim í bakgrunni við ýmis tækifæri. Tónlist- armenn sem sýna áræðni, metnað og dálitla djörfung leika allajafna fyrir fáa, — og við því er kannski ekkert að gera. Ugglaust hafa ekki margir heyrt nefnda hljómsveitina Waterboys. Fjór- ir Skotar (makalaust hvað margar góðar hljómsveitir koma frá Skot- landi) með Mike nokkum Scott í farar- broddi. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu í fyrra, fór hún framhjá flestum en fyrir einhverja tilviljun heyrði ég lagið: A Girl Called Johnny. Þar með var ég kominn á bragðið og hef síðustu vikumar hlustað meö æ meiri ánægju á þessa aðra breiðskífu vatnadrengj- anna: APaganPlace. Þetta er unggæðislegt rokk og þess vegna dálítið frísklegt og kröftugt, lögin ekki tiltakanlega flókin í upp- byggingu en óvenjuleg hljóðfæri setja skemmtilegan svip á plötuna: fiðlur, trompet, saxófónar og trumbur af ýmsum gerðum. Sennilega yrði Water- boys sett á bekk með U2, Big Country og Echo & the Bunnymen ef við héldum okkur við viðurkenndan ósið: að njörva allt niður í bása. Tónlist Water- boys er líka dálítið mikil um sig, The Big Music heitir eitt lagið og lýsir við- Nýiar plöturj horfi þeirra: að hafa allt stórt í sniðum og leika einhvers konar hetjur í hverju lagi. Raunar hefur Mike Scott sagt að ungir menn í dag (sem hefðu farið í víking til forna) yrðu ýmist fótbolta- kappar eða tónlistarmenn. Hann hefði valiö tónlistina og væri nú í einskonar herleiðangri. Miöað við gæði tónlistar- innar ætti hann að hafa marga sigra. -Gsal Sælnú! Mola- popp...Stjörnuhrap hjá Bellc Stars. Þrjár stúlkur af sjö eru nú eftir í sveitinni eii þær ætla aö halda nafninu og safna liði aö fornum -sið. Þær burt- flognu hafa ýmislegt ólikt á m prjónunum, Jenny ætlar ein á sólómiö, Claire hyggst vinna i hljóðverum, Stella hjá sjón- varpi og Judy ætlar hreinlega aö láta tónlistarbransann roa.. Það er farið að styttast í sólóplötu Freddie Mereury en fyrsta vísbendingin um efnivið plötunnar lætur á sér standa. Fyrsta sólósmáskífa Mercurys gæti þó veriö á leið- inni með laginu: Love kills, sem ekki er á plötunni. Þetta er lag úr kvikmynd Metro- polis sem var frumsýnd árið 1927. Queenstrákar eru miklir aðdáendur myndar- innar og brúkuðu brot úr henni i myndbandi sínu: Radio Ga-Ga.. Margir hafa beðið eftir fyrstu breiðskífu Matt Bianco. Lögin Get Out Of Your La/y Bed og Sneaking Through the Back Door hafa heyrst vel og lengi á rásinni og nú,er breiöskífa komin út: Whose Side Are You On... Stevie Wonder dregur okkur enn á sólóplötunni en meðau við bíöurn gefur hann út lag á smáskífu: I Just Called To Say I Love You, sem er tekið úr kvikmyndinni: The Woman in Red... Við lesnm það i útlendu blaði að Kukl, islenska hljómsveitin, sé um næstu helgi að byrja hljóm- leikaferö um Bretland í fylgd Flux of Pink Indians til stuðn- ings breskum námamönnum. Meðreiðarsveinar eru einnegin Chumbawumba og eitthvert fyrirbæri sem heitir: D&V. Ef til viU ein- hverjir hér af ritstjórniuni... Paul Young missti röddina fyrr í súmar en hefur nú fengið hluta af. henni aftur. Að eigin sögn hurfu sex hæstu tónamir í röddinni, tveir hafa skilað sér aftur en fjórir eru enn i felum. Pliituupptöku hefur veriö frestað en von- audi nær Palii sér á strik og kemur annarri sólóplötu sinni til okkar í jólapakk- ana... Eftir tveggja ára hlé er Visage upprisin. Ný smáskífa er komin út: Love Glove og breiðskífa: Beta Boy er væntanleg í september... I lok næsta mánaöar eigum við líka von á glaðningi frá David Bowie, Tonight heitir stóra platan og Tina Turner er í gestahlutverki.. Búið i bili... -Gsal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.