Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR17. ÁGUST1984. 3 NEYTENDUR BÚNIR AÐ BORDA „HAUGAGRÆNMETIД Nú er ljóst að grænmetið, sem svo oft hefur verið fjallað um, frá Eggert Kristjánssyni hf., fer aldrei á haugana því aö líklegt er að neytendur séu þeg- ar búnir að borða það. Eins og kunnugt er af fyrri skrifum í DV ákvað landbúnaöarráðuneytiö að gefa ekki út tilskilin leyfi fyrir inn- flutningi á grænmeti sem heildverslun Eggerts Kristjánssonar flutti inn. Ástæðan var sú að talið var að innlend- ir framleiðendur önnuðu þegar eftir- spurn á þeim tegundum sem ekki fengu afgreiöslu í ráðuneytinu. Það grænmeti sem hér um ræðir er um 2 tonn, eöa réttara sagt var 2 tonn, aöallega gulrætur, blómkál og hvítkál. Síðan hefur veriö skrifað um þetta grænmeti og beðið eftir því að landbún- aðarráðuneytið léti til skarar skríöa og skipaði fyrirtækinu að kasta grænmet- inuáhaugana. En meðan á þessum skrifum stóð voru ánægðir neytendur líklega byrj- aðir að gæða sér á þessu forboðna grænmeti. Við birgðakönnun hjá fyrir- tækinu kom í ljós að ekki eru eftir nema um 200 kíló. Til að gera langa sögu stutta kom þetta grænmeti til landsins og var af- greitt með svoköHuöum „neyðarleyf- um”. Slík leyfi eru notuð þegar um við- kvæmar vörur er að ræða og þegar svo er getur varan f arið strax í sölu og toll- skjöl afgreidd síðar. Eins og kunnugt er dróst áritun tollskjala á langinn. Fyrst vegna sumarfría hlutaðeigandi aðila og svo vegna neitunar landbún- aðarráöuneytisins um að árita skjölin. Þaö hefur ekki verið gert ennþá og óvíst að það verði gert fyrst grænmetiö er þegar selt. Hjá landbúnaðarráðuneytinu hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvem- ig bregðast eigi við þessu. I gær var ráðherra farinn úr bænum en unnið var að því að kanna málavexti. „Ég tel að innlendir framleiðendur verði ekki fyrir tjóni af þessum sökum vegna þess að grænmetið var selt áður en framboðs þeirra fór að gæta á markaðinum,” segir Gísli V. Einars- son hjá Eggert Kristjánssyni hf. Gísli sagði að ný tilhögun á innflutningi á kartöflum og grænmeti hefði sýnt og sannaö ágæti sitt. Það væri ekki alvar- legt mál né óeölilegt aö smáágreining- ur kæmi upp vegna þess að þessi mál væru á byrjunarstigi. En það er ljóst að sú umfjöllun, sem verið hefur um þessi mál nú í vor og sumar, hefur vak- ið neytendur til umhugsunar um holl- ustu þessara afuröa og stuölað að auk- inni neyslu kartaflna og nýs grænmetis í framtíðinni og það er hreint ekki svo lítiö hagsmunamál innlendra framleið- enda. APH Flugleiðir og Arnarf lug: Umfangsmikiö pílagrímaflug Islensku flugfélögin, Flugleiðir og Aniarflug, eru þessa dagana aö hefja flug með pílagríma til Jedda í Saudi- Arabíu. Flugleiðir flytja um tuttugu þúsund pílagríma frá Aisír. Amarflug flytur um niu þúsund pílagríma frá Líbýu. Þetta er umfangsmesta pílagríma- flug Amarflugs til þessa. Pílagríma- flug Flugleiöa er hins vegar mun um- fangsminna nú miðað við síðastliðið ár en þá flutti félagið 35 þúsund píla- gríma. Flugfélögin nota eingöngu leiguþot- ur til verkefnisins. Flugleiðir hafa leigt þrjár DC-8 þotur og tekur hver þeirra 249 farþega í sæti. Amarflug hefur leigt tvær Boeing 707 þotur. Hvor þeirra ber 189 f arþega. Fyrri hluta pílagrimaflutninganna lýkur um mánaðamótin. Um miðjan september byrja flugfélögin síðan að flytja pílagrímana heim til sín aftur. Því verður lokið um mánaðamótin september—október. Ovenjufáir Islendingar, innan við tuttugu, vinna að þessu sinni við píla- grímaflug Flugleiða. Af hálfu Amar- flugs annast um fjöratíu starfsmenn verkefnið. Þeir eru flestir Islendingar. Flugleiðir fá f jórar milljónir Banda- ríkjadala fyrir flugið og þurfa ekki að greiða eldsneyti. „Þetta er okkur hag- stæður samningur,” sagði Sæmundur Guðvinsson blaðafulltrúi. -KMU Yfirlýsingar forstjóra Rainbow Navigation: „LÍTIÐ AÐ MARKA ÞÆR” — segir forstjóri Hafskips , ,Eg tel að lítið sé að marka yfirlýs- ingar forstjóra bandaríska skipafé- lagsins um minnkandi flutninga á þess vegum til Vamarliðsins fyrr en þær hafa veriö staðfestar af banda- rískum stjórnvöldum,” sagði Ragn- ar Kjartansson, stjórnarformaður Hafskips, í samtali við DV í morgun í tilefni yfirlýsinga forstjóra Rain- bow Navigation Inc. þess efnis. Forstjóri Rainbow Navigation Inc. sagöi i Morgunblaðinu í gærmorgun að flutningar á vegum fyrirtækisins myndu minnka um 40% með því að hætt yröi að flytja fragt frá New York og vegna samdráttar í flutning- ' um frá Norfolk og til Islands. Væri þetta gert til að auka viðskiptavel- vild fyrirtækisins á Islandi. Ragnar sagði að Rainbow hefði aldrei siglt til New York en New York fragtin hefði verið flutt land- leiðis til Norfolk og þaöan hefði Rain- bow siglt með hana til Islands. „Við höfum frétt að það stæði til að taka þessa flutninga af þeim en við höfum ekki heyrt að þeir ættu að draga úr flutningum frá Norfolk,” sagði Ragnar Kjartansson. „Eina lausnin fyrir Islendinga er að fullt jafnræði fáist milli íslensku skipafélaganna og annarra sem byggist á tiðni skipa og flutningsgjöldum.” ÞJH FLUGLEIÐIR KAUPA TVÆR DC-8 ÞOTUR Stjóm Flugleiöa hefur ákveðið að nýta sér kauprétt á tveimur DC-8 þot- um sem félagið hefur að undanfömu haft á leigu frá hollenska flugfélaginu KLM. Vélamar eru þegar á íslenskri skrásetningu sem TF-FLU og TF-FLV. Hvor þeirra ber 249 farþega. Flugleiðir sömdu í vor um sölu á DC- 8 þotunum TF-FLB og FLE til banda- rísks félags og fékkst gott verð fyrir. Hollensku þotumar fá Flugleiöir á mjög hagstæðum kjörum, að sögn Sæmundar Guðvinssonar blaöafull- trúa. Nýju þoturnar fullnægja ekki ákvæð- um hávaðareglna sem taka gildi i Bandaríkjunum um næstu áramót. Flugleiðir stefna að því að búa þær hljóðdeyfum sem væntanlega koma á markaö um mitt næsta ár. Að sögn Sæmundar Guðvinssonar verða þotur þessar liklega ekki aðal- vélar félagsins á Norður-Atlantshafs- leiðinni heldur númer tvö og þrjú. Þota númer eitt verður hugsanlega breið- þota. Pflagrimar um borð i Fluglelðaþotu. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.