Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR17. AGUST1984. 11 frá byrjun, njóta enn svipaðs fylgis. Sömuleiöis sænsku jafnaöarmennirnir sem ólikt suðlægari flokksbræðrum sínum hafa haldið sig við vinstristefn- una. Lexían, sem draga mætti af því, er sú að það borgi sig að sigla stöðugan kúrs. — Kúvendingamar eru verr þokkaðar. SÆNSKUR SÓSÍALISMI Sænskir sósíaldemókratar hafa þrjóskast við að láta efnahagsörðug- leika landsins sveigja sig til hægri. Síðan Olof Palme kom aftur til valda 1982 hefur hann aftekið að skera niður nema sáralítið af opinberum útgjöld- um eða draga úr velferðarbákninu, al- mannatryggingakerfi S víþ jóðar. Eins hefur hann ríghaldiö í hina um- deildu áætlun varandi „launþegasjóð- ina” þar sem sjóðir verkalýðs- félaganna eiga aö kaupa hlut í fram- leiðslufyrirtækjum og hlutdeild í stjómun rekstrar þeirra. Þó hefur hann ögn- slegið af upphaflegu hug- myndinni. Ástand í efnahagsmálunum verður þó aö kallast sæmilegt sem að mestu má rekja til þess er Palme snarfelldi gengi sænsku krónunnar, skömmu eft- ir að hann kom til stjórnar. Það jók út- flutninginn. Helst hefur angrað stjórn Palmes hneisan af því að geta ekki stöðvað ráp sovéskra kafbáta inn og út um land- helgi Svíþjóðar og síðan innanflokks- erjur milli hægri og vinstri afla, sem gárungarnir erufamiraðkalla „Rósa- stríðið” (vegna rósartákns jafnaðar- manna). Leiðtogi hægri armsins, Kjell-Olof Feldt fjármálaráðherra, hefur í nýút- kominni bók lagt til að tekjuskattur verði lækkaður og að fyrirtækjum leyfist að hagnast „sæmilega”. Ennfremur að einkaaðilum verði leyft að reka skóla og sjúkrahús. Hann hef- ur opinskátt haldið því fram aö bar- áttan gegn verðbólgunni sé í þann veg- inn að tapast vegna óbilgirni í launa- kröfum þar sem verkalýösfélögin hafi ekki haldiö sig undir 6% hámarkinu sem stjómin ætlaðist til. Áætlunin var að koma veröbólgunni niöur í 4% í árslok, en hún er enn yfir 6%. Launahækkanir eru í kringum 10% og búist er við því að áhrif gengisfell- ingarinnar verði uppétin á næsta ári. Verkalýðsleiðtoginn Stig Malm gagnrýnir stjómina fyrir aögerða- leysi gagnvart atvinnuleysinu þrátt fyrir nýsköpunaráætlanir sem fela í sér atvinnutækifæri fyrir 4% vinnu- aflsins. Palme hefur þó haldið vinsældum sínum og skoðanakannanir sýna aö hann mundi sigra ef kosið yrði aftur í dag. Ágætt f iskirí á Gjögrí Frá Regínu á Gjögri: Axel gamli grásleppukarl á Gjögri, hin fræga sjónvarpsstjama, fékk fyrstu sildina í reknet á þriðju- daginn. Var síldin mjög misjöfn að gæðum til. Annars hefur verið ágætt á Gjögri undanfarið þegar gefið hefur á sjóinn. Hafnargerðá Norðurfirði Frá Regínu á Gjögri: Hafnargerð á Norðurfirði á Strönd- um gengur vel, enda unnið af kappi og fyrirhyggju eins og alls staðar þar sem verk eru boðin út. Aðra sögu er að segja þegar unnið er í tímavinnu. Búið er að gera 200 metra langan veg að hafnargarðinum, traustan og sterklegan veg. Hafnargarðurinn verður 120 metra langiu og er allt útlit fyrir að verkið klárist á tilskild- um tíma, um mánaðamótin nóvem- ber og desember. Stálþilið veröur um 50 metrar aö sögn Jóns Björgvinssonar verk- stjóra. Þess má geta að fimm vikur eru síöan byrjað var á verkinu og að- eins einu sinni hafa verkamennirnir farið í frí. Þykir það undrum sæta því þegar menn koma hingað á tíma- kaupi er farið í frí á hálfs mánaðar fresti. Guðmundur Sigurbjömsson frá Hofsósi sagðist ekki vilja hafa frí oftar en á fimm vikna fresti því það væri svo dýrt. Jón Loftsson hf. HRIIVIGBRAUT121 SÍM110600 Sr. Jón Helgi kosinn á Dalvík Séra Jón Helgi Þórarinsson hefur veriö kjörinn prestur í Dalvíkur- prestakalli. Atkvæöi voru talin á Biskupsskrifstofu í gær og hlaut sr. Jón Helgi 527 atkvæði. Sr. Jón Þor- steinsson hlaut 349 atkvæði. Fleiri sóttu ekki um. Mikil þátttaka var í prestskosning- unni. Á kjörskrá voru 1087. Þar af kusu 884 eða 81,3%. Auðir seðlar voru fjórir og ógildir fjórir. Kosningin telst lögmæt. Frystihússtjóri á Stöðvarfirði Stjórn Hraðfrystihúss Stöðvar- fjarðar hf. hefur ráðið Helga Þóris- son útgerðartækni til þess að gegna starfi framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins frá 1. september nk. að telja í stað Guöjóns Smára Agnarssonar sem hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstaö f rá sama tíma. Helgi útskrifaðist frá útgerðar- deild Tækniskóla Islands áriö 1980. Hann hefur verið framkvæmda- stjóri Krossvíkur hf. á Akranesi, sem gerir út samnefndan skuttogara, frá árinu 1981. ITT Digivision. Fyrsta stafrænaCDigital) Stafœnt eða Digital ei tækni sem þii þekkit eflaust fr,í tölvum. Nti hefur ITT tekist fytst allta t heiminum að framleiða Litasjónvaip með þessan t'VKni Það er ekki aðeins f|arstýnngin og val ,i i.isum semei tölvustýit hefdureinníg stjómun myndgæða og hþóðs fió b stereo hátöluium sem etu 40 musik wött. hetta eiu kóstir sem munar um. IH' Digívision HiFI 57S6 cr sjónvarp framtiðannnai. stjómað af Mioo kuhb isem scsr héi fynr ofanl. sem hefut að geyma hundmðir þusuntb rafeindarása i 5ELLIR? SJÓNVARPSDEILD Sklpholli 7 - Simar 26800 og 20080 Reykjavik. stað 300 sem ent í öðmm sjónvaipst.vkj- nm. hað er Digltal taeknin sem genr þetta sjónvarp fríbmgðið öðmm taekjum á maikaðnum. Hver er mummnn .1ITT Digivision og öðtum sjónvðipum? Mununnn er geysi- lega mlklll, m.a hljöð og myndblöndun fer nú fram með stafracnum (Digital) ha.HU. þannig að myndflasðln em hreint út s.tgi frát>*i og hl|óð nefur aldrei verið betia. Digivision 3780 HiFi getii ráð fyrir teng- ingu við teletext þegar þar að kemur. ITT Digiviston er frába.'rlega hannað sjonvarjistjeki. Fremst á skjánum er ein staeður ..Controst Filter" sem bætir mynd- gtoðln enn frekar. þegármikil birta er i her- bergi þar sem sýnt er. Þá em líka allir glampar úr sögunni! Audio Video Elektionik Töekni um allan Helm fiSrDIGIVISION Auk þessa em fjölmargir áhugaverðir kostir við þetta ný|a litasjónvarp frá ITT ITT Dígivisíon HiFi hefur venð lýst sem upphafi á nýrri þróunarsögu í framleiðsiu sjónvaipsta.'k|a. ITT íheiminum, .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.