Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGUST1984. Spurningin Leggur þú stund á íþróttir? Herluf Clausen, vinnur á vörubifreiða- stöð: Ég stunda engar íþróttir sjálfur. Ég aftiir á móti fylgist vel með íþróttum og þá aðallega knattspyrnu. Halldóra Traustadóttir nemi: Ég er frekar lítiö í íþróttum. En til gamans má geta þess að forfaðir minn, Brynjólfur gamli, var mikill íþrótta- maður og flestir af ætt hans eru það, nema ég. Guðmundur Gunnlaugsson lækna- nemi: Ég fer í sund og hleyp dálítið. Mér finnast iþróttir ágætar í hófi. Sigurður Stefánsson skrifstofumaður: Eg geri nú lítið að því að iðka íþróttir því ég hef nóg annað aö gera. Þó stunda ég badminton á veturna. Kristjana Þorgeirsdóttir nemi: Ég var í fimleikum en er hætt því núna. Ég er byrjuö í jassballet og finnst það mjög gaman. Margrét Jónsdóttir nemi: Ég æfi blak með IS og fótbolta með Völsungi. Mér finnast íþróttir jafnmikilvægar í lífi mannsins og að borða og sofa. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hér hefur lögreglan stöðvað drukkinn ökumann. 1 þessu tilviki var eltingar- ieikur sá er Einar talar um í bréfi sínu óþarfur. Eltingar- leikir lögregl- unnar Einar Ingvi Magnússon skrifar: Lesendum dagblaöanna berast annaö slagið fréttir af heldur óskemmtilegum leikjum sem ósjaldan fara fram á vegum úti, þ.e. eltingarleik lögreglunnar við ölvaða ökumenn. Oskemmtilegum segi ég vegna þess að leikir þessir enda oft með ósköpum. Það er ekki nóg með að hinum ölvaða ökumanni sé komið í óþarfa uppnám og lifi hans sé stofnaö í hættu, heldur er lífi hins almenna borgara ógnað í hvert sinn sem löggæslumenn reyna aö hafa afskipti af ölvuðum öku- mönnum undir stýri. Allt of oft hafa eltingarleikir þessir endaö með stórslysum þegar heil vakt brunar æöandi um götur og stræti viö aö gera tilraun til að stöðva þann ölvaöa. ökumennirnir hafa velt bílum og klessukeyrt þá. Dæmi: Ungur maður missti fótinn er hann klemmdist fastur í bíl sínum eftir að hafa keyrt á staur með lögregluna á hælunum eöa réttara sagt í skottinu. Annar klessukeyrði sinn eigin bíl og bíl óviðkomandi svo af hlaust stórslys. Er ekki kominn tími til að linni þessum glæfraleik lögreglunnar áöur en ennþá verri slys hljótast af? Það er min skoöun. Hringið I kl. 13—15eða ISKRIFIÐ Askorun til sjónvarpsins: Látið ekki undan þrýstingi Kona hringdi: Eg skora á sjónvarpið að láta ekki undan þrýstingi frá nokkrum valin- kunnum borgurum. Það virðist heldur betur hafa hlaupið fyrir hjartað í þeim að skemmtileg lög skuli vera leikin milli táknmáls og frétta í sjónvarpinu en ekki sinfóníur og gaul. Það væri óskandi að það kæmist ekki á að lesa upp ljóð í sjónvarpinu. Að planta ein- herjum í stól með krosslagða fætur fyrir framan vélamar og rembast við að vera andríkur, passar ekki fyrir fjölmiðil eins og sjónvarpið en getur alveg gengið í útvarpinu. Þeir sem standa fyrir þessari áskorun eru það miklir menningarvitar að það er því miður trúlegt að þetta hafist í gegn. I lokin langar mig til að þakka sjón- varpinu fyrir bæöi fróðlega og skemmtilega þætti að undanförnu. „Upp meó fjölskyldu- pólitíkina!ff Eiginkona skrifar: A Islandi virðist nú yera úr tísku að reka fjölskyldupólitík. Það er t.d. alveg órannsakað af hverju fólk er einstæðir foreldrar. Manni dettur oft í hug að einstæðir foreldrar séu þetta margir vegna þess að ekki sé hlúð aö f jölskyldunni í þessu landi. Ungt fólk í dag á við mikla erfið- leika að etja ef það vill koma sér upp þaki yfir höfuðið og leigumarkaður- inn hefur aldrei verið eins erfiður og nú. Enda hafa fæstir efni á aö vera eina fyrirvinnan og hjón verða að vera bæði úti á vinnumarkaðnum hvort sem þeim líkar betur eða verr. Börnin fara í gæslu, allir skulu út úr þessu fokdýra húsnæöi sem fólk þrælar sér út fyrir löngu fyrir aldur fram. Notist aðeins á kvöldin og um helgar (ef þáþað). En þaö sem þó aðallega vakir fyrir mér meö þessum skrifum eru umræöurnar um hækkuð barnsmeð- lög. Það vill svo til aö ég er gift manni sem borgar með þrem börnum sínum frá fyrra hjónabandi og eitt af þessum börnum er í fullri vel launaðri vinnu. Við hjónin eigum tvö börn saman og höfum verið að reyna aö koma þaki yfir höfuðið en það hefur ekki tekist. Einnig fékk maðurinn minn allar lausaskuldir af húsakaupunum úr fyrra hjónabandi í sinn hlut og þeim neyddist hann til að breyta í verðtryggingarlán. Fyrri konan býr í einbýlishúsi sem keypt var fyrir verðtryggingu, losnar við verstu skuldirnar (þ.e. skammtímalánin) og fær auk þess barnsmeðlög. Eg veit um karlmenn sem labba út meö fötin sín undir hendinni og kona situr eftir í húsi eöa íbúð. Þessi dæmi vantaöi í skýrsluna sem Þjóðviljinn birti um daginn og var niðurstaða úr könnun á högum einstæðra foreldra, gerð samkv. beiöni Svavars Gestssonar, þá- verandi félagsmálaráðherra. Einnig vantaði í skýrsluna tölur um hlutfall milli fjölda barna ein- stæðra foreldra og hjóna á barna- heimilum og leikskólum. En eins og allir vita fá börn einstæðra foreldra umsvifalaust pláss á slíkum stofnunum á meðan hjón verða að bíöa von úr viti. Það er ekki heldur hægt að einangra svona könnun við hagi ein- stæðra foreldra eingöngu. Vanda- málið er miklu stærra og viðameira. I sambandi viö þetta allt mætti einnig skrifa heila ritgerð um siö- ferðið í landinu. Þar kæmu upp spurningar sem þessar: Hve margir eru einstæðir foreldrar af einnar nætur eða nokkurra nátta ævintýri? Hve margir af ótrúnaði og slælegri frammistöðu í hjónabandi? Eg hætti mér ekki lengra út í þá sálma hér, það yrði of langt mál. Það mætti kannski vera næsta skref aö rannsaka aðstæður fjölskyldna. Og að lokum. Upp með f jölskyldu- pólitíkina. Hefjum hjónabandið til vegs og virðingar svo hægt sé að tala um raunverulegt heilagt hjónaband. Er það ekki öllum fyrir bestu? Lyf handa sykursjúkum: OFT EKKITIL í APÓTEKUM P.P. hringdi: Þannig er mál með vexti aö ég næ oft í lyf fyrir sykursjúka konu mína í apótek. Og ástæðan fyrir því að ég læt í mér heyra nú er sú að það hefur iðu- lega komið fyrir að viðkomandi lyf hafa ekki verið til í apótekunum. Eg hef því þurft að fara á milli apóteka til að fá lyfin. Þetta er gjörsamlega óþolandi ástand þegar tekið er tillit til þess að sykursjúkir eru algerlega háðir þessum lyfjum. Ekki er mér ná- kvæmlega kunnugt um hverjir eiga hér sök á. Afgreiðslufólk apótekanna vísar a.m.k. á innflytjendur lyfjanna. En hvort sem þeir eru sökudólgarnir eða ekki þá finnst mér þetta mál þaö viðamikið að landlæknir ætti aö hafa afskipti af því og er ég í rauninni hissa á aö það skuli hann ekki þegar hafa gert. Allavega eins og málum er háttað í dag er aðgerða þörf. Það er alveg ljóst. Bruðlið hjá Rafmagnsveitunni O.B. hringdi: Nú nálgast haustið óðfluga og farið er að dimma á kvöldin. Á dögunum átti ég leið að kvöldi til eftir Suöur- landsbrautinni og á horni hennar og Grensásvegar blasti við mér stórfengleg sjón. Uppljómaö hús Raf- magnsveitunnar lýsti upp næturhimininn. Og húsiö var ekki þaö eina sem var upplýst, heldur var öll lóðin lýst upp með litlum lömpum. Eins og ég sagði fyrr var þessi sjón stórfengleg en sennilega og eiginlega án nokkurs vafa rándýr. Það er furðulegt nú á tímum sparnaðar í þjóðfélaginu aö Rafmagnsveitan skuli leyfa sér slíkan munað. Og á hverjum bitnar þetta bruöl? Jú, einmitt, á hinum almenna skattborgara. Mér finnst lágmark að Rafmagnsveita ríkisins leggi sitt af mörkum til aö þetta þjóðfélag okkar fari nú að rétta úr kútnum fjárhagslega. Þaö gera flestir aðrir. Hús Rafmagnsveitunnar. „Of mikið bruðlað með iýsingu,” segir O.B.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.