Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Side 5
1*31
DV. FÖSTUDAGUR9. NÖVEMBER1984.
21
Hvað er á seyði um helgina
Silkiþrykktar
leirmyndir
— til sýnis og sölu í Listamiðstöðinni
Laugardaginn 10. nóv. nk. kl. 15
apnar Guöni Erlendsson sýningu á
verkum sínum í Listamiðstöðinni viö
Lækjartorg. Sýninguna kallar Guðni
Lelrmyndir en 30—40 verk verða ó sýn-
ingunni og er sýningin sölusýning.
Vinnsla verkanna er með nokkuð
óvenjulegum hætti eða eins og lista-
maðurinn orðaði það „silkiþrykktar
leirmyndir”.
Guöni fæddist 29.8. áriö 1950 í
Stokkhólmi, Svíþjóð. Hann var eigandi
leirkerasmiöjunnar Eldstó við Mikla-
torg og rak það fyrirtæki um 5 ára
skeiö, 1975-80.
Gjafaverslunina Nr. I í Aðalstræti
rak Guöni ásamt eiginkonu sinni um
árabil og þar var framleiösla Guöna
m.a.tilsölu.
Síðar stofnsetti Guðni og rak hinn
vinsæla matstað Hornið i Hafnarstræti
um 3 ára skeið ásamt Gaileríinu
Djúplð sem flest áhugafólk um mynd-
list og jass kannast vel viö.
Fyrir u.þ.b. 2 árum ákvað Guðni að
snúa sér alfarið aö listsköpun og seldi
hann því fyrirtæki sín, kom sér upp
vinnustofu þar sem hann hefur unniö
að þessari sýningu sem jafnframt er
fyrsta einkasýning hans.
Sýningin stendur yfir dagana 10.—
18. nóv. og er opin alla daga kl. 14—19
nema fimmtud. og sunnud. kl. 14—22.
Leikfélag Reykjavíkur:
Gísl og Fjöreggið
aftur á f jalirnar
Leikfélag Reykjavíkur byrjar nú
aftur sýningar á tveim verke&ium frá
síðasta leikóri, Fjöregginu eftir Svein
Einarsson og GISL eftir Brendan
Behan. Hið vinsæla verk GlSL var sýnt
fyrir fullu húsi í fyrravetur.
I kvöld hefjast svo sýningar á hinu
nýja leikriti Sveins Einarssonar, Fjör-
egginu, sem frumsýnt var í vor við lof-
samlegar undirtektir. Leikstjóri er
Haukur J. Gunnarsson, en með stærstu
hlutverk fara Guðrún Asmundsdóttir,
Þorsteinn Gunnarsson, Pálmi Gests-
son, Lilja Þórisdóttir, Gisii Halldórs-
son og Guðrún S. Gísladóttir.
Viðar Eggertsson í hlutverki sinu í „Skjeidbaken kemst þangað iika".
Óvenjulegt verk:
Skjaldbakan
kemst þangað líka
— frumsýnt íEgg-leikhúsinu íkvöld
I kvöld, föstudaginn 9. nóvember,
frumsýnir Egg-leikhúsiö í Nýlista-
safninu við Vatnsstíg nýtt íslenskt leik-
rit. Heitir verkið Skjaldbakan kemst
þangaö líka og er eftir Arna Ibsen sem
jafnframt er leikstjóri. Leikmynd er
eftir Guðrúnu Erlu Geirsdóttur, tónlist
og leikhljóð eftir Lárus H. Grimsson og
lýsingu hannar Arni Baldvinsson.
Viðar Eggertsson og Arnór Benónýs-
son leika hlutverkin tvö í leiknum.
Skjaldbakan kemst þangað líka er
leikrit sem er byggt á samskiptum
bandarísku skáldanna Ezra Pound og
William Carlos Williams og fjallar í
meginatriðum um tvo vini sem fara
ólikar leiðir að sama markinu. Og
verkið fjallar um hvemig þeirri
vináttu reiðir af gagnvart hugmynda-
kerfum sem stangast á því aö vinátta
Pounds og Williams var einstök og
komst ósködduð í gegnum ótrúlegustu
þrengingar.
Sem fyrr sagði verður frumsýningin
í kvöld, en önnur sýning verður
sunnudaginn 11. nóvember og síðan
verður sýnt á hverju kvöldi út vikuna.
Allar sýningarnar hef jast kl. 21.
Perusala í Kópavogi
A morgun og sunnudag, það er hinn
10. og 11. nóvember, verður Lions-
klúbburinn Muninn með hina árlegu
perusölu sína i Kópa vogi.
Kópavogsbúar hafa alltaf tekið
þessari perusölu vel og notað tækifærið
til að birgja sig upp af ljósaperum fyrir
skammdegið. Með því hafa þeir slegið
tvær flugur í einu höggi, tryggt sig
fyrir því aö þurfa ekki að sitja í myrkr-
inu ef pera bilar og stutt jafnframt gott
málefni.
Að venju rennur allur ágóði af peru-
sölunni til liknarmála.
Tilkynningar
Dagvistarmál
í brennidepli
Félagsmálastofnun Akureyrar heldur fund
um dagvistarmál á laugardaginn. Fundurinn
byrjar klukkan 13.30 í Lóni viö Hrísarlund.
Á fundinum verður kynnt það sem unnið er
að dagvistarmálum á Akureyri og reynt að
draga fram skoðanir fólks á öllu því sem
snertir dagvistun.
Framsöguerindi halda Sigríður Stefáns-
dóttir, formaður Félagsmálaráös, Sigríður
M. Jóhannsdóttir dagvistarfulltrúi,
Þórgunnur Þórarinsdóttir sem hefur umsjón
með dagmæðrum, Gyða Haraldsdóttir sem
hefur umsjón með dagmæðrum, Gyða
Haraldsdóttir sálfræðingur, Sveinbjörg
Sveinbjömsdóttir fóstra og Hulda Bergvins-
dóttir dagmóðir.
Allt starfsfólk við dagvistun, dagmæður,
foreldrar og aðrir sem hafa áhuga á dag-
vistarmálum á Akureyri eru veikomnir.
JBH/Akureyrl.
Ný listaverkakort frá
Listasafni íslands
Undanfarin 20 ár hefur Listasafn lslands látið
gera eftirprentanir af verkum íslenskra
myndlistarmanna i eigu safnsins og eru þau
tilvalin sem jólakort. Nú eru nýkomin út þrjú
litprentuð kort á tvöfaldan kartonpappa af
eftirtöldum v erkum:
Flugþrá, 1935—54, eftir JóhannesS. Kjarval.
Tveir sjómenn á báti, eftir Gunnlaug
Scheving.
A hestbaki, 1978, eftir Louísu Matthiasdóttur.
Kortin sem eru mjög vönduð að allri gerð
erutil söluísafninu.
Ingjaldur hjá MFA
Arsfundur Menntngar- og fræðslusambands
alþýðu verður haldinn næstkcmandi föstudag
klukkan 14 í Hreyfilssalnum við Fellsmúla.
Aðalefni fundarins verður erindi Ingjalds
Hannibalssonar er hann nefnir Tækniþróun
og atvinnulífið og verða umræður að því
loknu.
Þá verður gerð grein fyrir starfi MFA á
liðnu starfsári, reikningar kynntir og fjallað
um málefni sem ofarlega eru á baugi hjá
verkalýðshreyfingunni. Þetta er 15. árs-
fundur MFA.
-EIR
Kvenfélag Bústaðasóknar
heldur fund mánudaginn 12. nóv. kl. 20.30.
M.a. veröur lesin ferðasaga sumarsins og
sýndar myndir. Stjómin.
Héraðsfundur í Reykjavikur-
prófastsdæmi
Hinn árlegi héraðsfundur í Reykjavíkur-
prófastsdæmi verður haldinn á sunnudaginn
kemur, þann 11. nóvember, og hefst kl. 4 síð-
degis í Askirkju. Dagskrá verður að hefð-
bundnum hætti með skýrslu prófasts um
heistu viðburði ársins og tölulegar uppiýsing-
ar um kirkju og fæðingar o.fl., reikningar
safnaðanna verða lagðir fram og nefndir gefa
skýrslur sínar. Einnig verða kosningar í
nefndir og sagt frá Kirkjuþingi, sem staðið
hefur undanfarið.
' Héraðsfundi sækja samkvæmt lögum
sóknarprestar og safnaðarfulltrúar, en auk
þess hafa sóknarnefndarmenn mætt og annað
fólk úr sóknarnefndum. Ahugafólk um kirkj-
una í prófastsdæminu annað er hjartanlega
velkomið.
(Frá dómprófasti)
Rangæingafélagið
heldur sinn árlega kaffidag fyrir aldraða
Rangæinga og aðra gesti sunnudaginn 11.
nóvember í félagsheimUi Bústaðakirkju að
lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 14.00. Kór
Rangæingafélagsins syngur að lokinni kaffi-
drykkju. Verið velkomin.
Stjórnin.
Félagsstarf eldri borgara
í Reykjavík.
Haustsala á handunnum munum verður
haldin i félagsmiðstöðinni í Lönguhlið 3 og í
Furugerði 1. laugardaginn 10. nóvember kl.
13.00—18.00. Margt góðra muna er tU sölu og
kaffi tU reiðu á borðum. Agætt tækifæri er að
gera góð kaup og heimsækja þessar félags-
miðstöðvar um leið.
Kvenfélag Breiðholts
heldur fund 12. nóvember kl. 20.30 í samkomu-
sal Breiðholtsskóla. Heiðar Jónsson verður
með snyrtikynningu. AUar konur velkomnar.
Stjórnin.
Hvítabandskonur.
Fundur verður á Hallveigarstöðum laugar-
daginn 10. nóvember kL 13.30. Rætt verður
um nýja fjáröflunarleið og sýndar myndir úr
Þórsmörk.
Stjórnin.
ffi Bridge
Bridge
Þriðja umferð í barometerkeppni Bridge-
félags Akraness var spiluð fimmtudaginn 2.
nóv. sl.
Röð efstu para er nú þessi:
1. GuðjónGuðmundss,—OlafurG. Olafss. 123
2. EinarGuðmundss,—Karl 0. Alfreðss. 118
3. Matth. Hallgr.—Björgúlfur Einarss. 99
4. PálmiSveinss.—Þorv. Guðm. 83
5. KarlAlfreðss,—AlfreðViktorss. 73
Með kveðju,
Bridgefél. Akraness.
Leiklist
Leikfélag Akureyrar auglýsir
Sýning á gamanleiknum Einkalíf eftir Noel
Coward verður á laugardagskvöldið 10.
nóvember kl. 20.30. Þessi sígildi gamanleikur
fjallar um fráskilin hjón sem hittast af til-
viljun á nýjan leik. Þar sem bæði eru á brúð-
kaupsferð með nýjum mökum á frönsku
sumarhóteli árið 1930. Það kviknar í gömlum
glæðum og eftirleikurinn verður ævintýraleg-
ur. t aðalhlutverkum eru Sunna Borg og
Gestur E. Jónsson. Sýningum fer að fækka.
Skagaleikflokkurinn
Bíóhöllinni Akranesi, sýnir Spenntir gikkir.
Sýningar föstudag kl. 20.30, sunnudag kl.
14.30. og einnig á mánudagskvöldum og
þriðjudagskvöldum. Ellilifeyrisþegar fá
afslátt á sunnudagssýninguna.
Leiklistarskóli íslands
Nemendaleikhúsið Lindarbæ sýnir Græn-
fjöðrung föstudaginn 9. nóvember, sunnu-
daginn 11. nóvember og mánudaginn 12.
nóvember kl. 20.00. Grænfjöðrungur er ævin-
týraleikur fullur af kímni og fantasíu, veröld
. þar sem allt getur gerst.
Leikfólag Hveragerðis
frumsýnir leikritið Olympíuhlauparinn á
Föstudagskvöld kl. 2100 í Hótel Ljósbrá. Leik-
stjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir. Með
aðalhlutverk fara Steindór Gestsson og
Garðar Gislason.
Alþýðuleikhúsið
sýnir Beisk tár Petru Von Kant eftir Fass-
binder á Kjarvalsstöðum föstudagskvöld kl.
20.30. Laugardag og sunnudag kl. 16.00 og
mánudagskvöld. Leikritið er í þýðingu
Böðvars Guðmundssonar, leikstjórn annast
Sigrún Valbergsdóttir. Þetta er fyrsta leik-
verk Alþýðuleikhússins í vetur.
Milli skinns og hörunds sýnt
um helgina
I kvöld hefjast á ný sýningar í Þjóðleikhúsinu
eftir verkfallið. Verður þá 4. sýning á þríleik
Olafs Hauks Símonarsonar, Milli skinns og
.hörunds.5. sýning verður á laugardagskvöld
(10. nóv.) og 6. sýning verður á sunnudags-
kvöld (11. nóv.). Leikstjóri er Þórhallur
Sigurðsson, en leikmynd gerir Grétar Reynis-
son. Meðal leikenda eru Gunnar Eyjólfsson,
Þóra Friðriksdóttir, Sigurður Sigurjónsson og
Sigurður Skúlason, en alls eru leikendur tólf. I
verkinu segir af íslenskri sjómannsfjöl-
skyldu, sambandi foreldra og barna, skoðana-
ágreiningi kynslóðanna og krefjandi
spumingum er varpað fram um eðli fjöl-
skyldunnar og uppeldisins. Leikritið er mein-
fyndið, en jafnframt áleitin umfjöllun um ís-
lenskanveruleika.
Ferðalög
Frá Útivist.
Núna um helgina heldur Utivist haustblót á
Snæfellsnesi tU heiðurs HaUgrími Jónassyni,
rithöfundi og ferðagarpi, en HaUgrimur varð
níræður 30. október síðasUiðinn. Lagt verður
af stað kL 20.00 á föstudagskvöld og verður
gist að Lýsuhóli. Sunnudaginn 11. nóvember
kl. 13.00 verður dagsganga að Staðarborg á
Vatnsleysuströnd.
Dagsferð sunnudaginn
11. nóvember.
Kl. 13.00: VífilsfeU (656 m). I góðu skyggni er
hvergi betra útsýni en uppi á VífilsfeUi. Það
er auðvelí að ganga á Vífilsfellið. Brottför frá
Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far-
miðar við bíl. Verð kr. 300.
Ferðafélag islands.
Ferðafélag íslands
Um árabil hefur Ferðafélag Islands aukið við
hefðbundið félagsstarf, sem eru dagsferðir og
lengri ferðir, með því að efna tU mynda-
sýninga og fræðskukvölda (kvöldvaka) um
haust- og vetrarmánuði.
Myndakvöldin verða mánaðarlega til maí
næsta vor annan miðvikudag hvers mánaðar.
Kvöldvökur verða þrjár að venju, ein í haust
og tvær fyrri hluta vetrar. Fyrsta kvöldvakan
verður helguð minningu Gests
Guðfinnssonar, efni sem tengist Ferða-
félaginu og hann er höfundur að.
Þessar samkomur verða auglýstar í félags-
líf i dagblaða með hæfilegum fyrirvara.
Nú er komið að fyrsta myndakvöldinu, en
það verður 14. nóv. nk. og hefst kl. 10.30, á
Hverfisgötu 105. Þá sýna Guðrún Guðvarðar-
dóttir, en hún er með myndir úr gönguferðum
um Hornstrandir, Djúp, önundarf jörð, Dýra-
fjörð og e.t.v víðar. Guðmundur Jóelsson
sýnir eftir kaffihlé myndir úr gönguferð, sem
farin var sl. sumar frá Borgarfirði eystra til
Seyðisfjarðar, þaðan um Fjarðarheiði til
Egilsstaða. Sérstaka athygli fólks viijum við
vekja á breyttu húsnæði fyrir framangreinda
starfsemi. I vetur verður Ferðafélagið á
Hverfisgötu 105 (risinu), en það er á horni
Snorrabrautar og Hverfisgötu, vestan megin
við gatnamótin. Allir eru velkomnir á þessi
skemmtikvöld.
Skemmtistaðir
ARTÚN: Gömlu dansarnir föstudags- og
laugardagskvöld, hljómsveitin Drekar leika
fyrir dansi.
BROADWAY: Glæný skemmtiatriði með Ríó
tríó drengjunum í 2 klukkustundir, föstudags-
laugardags- og sunnudagskvöld, með 15
manna strengja- og blásarahljómsveit. Ath.
Ríó trió kemur í fyrsta sinn fram á föstudags-
kvöldið, eftir margra ára hlé. Svo verður
hljómsveit Gunnars Þórðarsonar ásamt
söngvurunum Björgvini Halldórs, Þuriði
Sigurðardóttur og Sverri Guðjóns.
HÖTEL SAGA: Einkasamkvæmi á föstudags-
kvöld í Súlnasal. Laugardagskvöld er Sögu-
spaug 84 (kabarett). A Mímisbar er dúett
Andra og Sigurbergs að leika um helgina.
Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur
fyrir dansi. Matur framreiddur í Griliinu aUa
daga í hádeginu og á kvöldin.
HÖTEL BORG: Sunnudagskvöld eru gömlu
dansarnir. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar
leikurfyrirdansi.
HOLLYWOOD: Diskótek um helgina á
tveimurhæðum.
KLÚBBURINN: Föstudagskvöld leika hljóm-
sveitirnar Rokkbræður og Babadú. Nektar-
dansmær skemmtir. Laugardagskvöld:
Hljómsveitirnar Rokkbræður og Babadú
leika fyrir dansi. Píanóleikur í kjaUara.
SAFARl: Opið föstudags- og laugardags-
kvöld, diskótek.
ÞÓRSKAFFI: Um helgina leikur Dansband
önnu Vilhjálms ásamt Pónik og Einari.
Y-Kópavogí: Þessi nýi skemmtistaður býður
upp á pöbb sem opnaður er kl. 18.00 og síðan
er diskótekið opnað kl. 21.00. Italskur plötu-
snúður skeUir plötum á fóninn, eins og þeim
er einum lagið. A sunnudagskvöld er Uka
opið.